Fréttablaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 40
■ ■ TÓNLEIKAR  17.00 Dáðadrengir koma fram í Smekkleyu Plötubúð við Laugaveginn.  17.00 Snillingurinn Dj. Musician ærir lýðinn með taktföstu diskói í 12 tónum við Skólavörðustíg.  20.00 Tónlist eftir Indra Rise, Kjartan Ólafsson og Patrick Koak verður flutt á Myrkum músíkdögum í Salnum í Kópavogi.  21.00 Hljómsveitirnar Bacon og Æla spila á Bar 11. 28 4. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR Næstu námskeið í Opna listaháskólan- um verða um Tíðaranda í hönnun og tísku og Arkitektúr og hönnun frá seinni heimsstyrjöld til samtímans. Námskeið um Tíðaranda í hönnun og tísku verður haldið á mánudagskvöldum 21. febrúar–21. mars. kl. 20.15–22.00 í stofu 105 í Skipholti 1. menning@frettabladid.is ! Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík NÁMSKEIÐ UM VESTURFARNA STENDUR YFIR Í BORGARLEIKHÚSINU Kennarar: Viðar Hreinsson, 2/2 Upp- haf vesturferða Gísli Sigurðsson, 9/2 Sagnalist Vestur Íslendinga Helga Ögmundardóttir, 16/2 Lífskjör og að- stæður frumbyggjanna Böðvar Guð- mundsson, 23/2 Bréfin frá Vestur-Ís- lendingum. Skráning hjá Mími Sí- menntun á www.mimi.is eða í síma 5801800. Þátttakendum verður boðið á sýningu á Híbýlum vindanna Miðasölusími 568 8000 midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar STÓRA SVIÐ HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar á vesturfara- sögu Böðvars Guðmundssonar Lau 5/2 kl. 20 - UPPSELT, Sun 6/2 kl 20 - UPPSELT, Fi 10/2 kl 20 - UPPSELT, Fö 11/2 kl 20 Lau 12/2 kl 20 - UPPSELT, Fi 17/2 kl 20, Fö 18/2 kl 20 - UPPSELT, Lau 19/2 kl 20 Fö 25/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Su 13/2 kl 20 Síðasta sýning LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 6/2 kl 14, Su 13/2 kl 14, Su 20/2 kl 14 - AUKASÝNING, Su 27/2 kl 14 - AUKASÝNING Síðustu sýningar HOUDINI SNÝR AFTUR Fjölskyldusýning um páskana. Forsala aðgöngumiða hafin. NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN SÝNIR: VIÐ ERUM ÖLL MARLENE DIETRICH FOR e. Ernu Ómarsdóttur og Emil Hrvatin Frumsýning Fö 4/2 kl 20 - UPPSELT Hátíðarsýning Su 6/2 kl 20 Mi 9/2 kl 20, Fi 10/2 kl 20, Fö 11/2 - LOKASÝNING BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson, Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Lau 5/2 kl 20 Lau 12/2 kl 20 - UPPSELT, Su 13/2 kl 20 - UPPSELT, Fi 17/2 kl 20, Su 20/2 kl 20, Fi 24/2 kl 20, Fö 25/2 kl 20 Sýningum lýkur í febrúar AUSA eftir Lee Hall Í samstarfi við LA. Su 6/2 kl 20, Fö 11/2 kl 20, Lau 19/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20 Ath: Miðaverð kr. 1.500 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI,SÖGN ehf. og LA Í kvöld kl 20 Su 13/2 kl 20, Su 27/2 kl 20 SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR eftir Agnar Jón Egilsson. Í samstarfi við TÓBÍAS. Lau 5/2 kl 20, Lau 12/2 kl 20, Fö 18/2 kl 20 Fös. 4. feb. kl. 20 örfá sæti Sun. 13. feb. kl. 20 Sun. 20. feb. kl. 20 örfá sæti Sun. 27. feb. kl. 20 Sýningum fer fækkandi Sun 6. feb. kl. 20.00 Allra síðasta sýning 2. sýning 13.feb. kl. 19.00 – ÖRFÁ SÆTI LAUS 3. sýning 18.feb. kl 20.00 - ÖRFÁ SÆTI LAUS 4. sýning 20. feb. kl. 19.00 – 5. sýning 25. febrúar kl. 20.00 – 6. sýning 27. febrúar kl. 19.00 – 7. sýning 4. mars kl. 20.00 8. sýning 6. mars kl. 19.00 – 9. sýning 12. mars kl. 19.00 Miðasala á netinu: www. opera.is Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala frá kl. 10 virka daga. Frumsýning 11. febrúar kl. 20 – UPPSELT EKKI MISSA AF… …NOMUS-tónleikunum á Myrkum músíkdögum í Salnum klukkan 20 í kvöld. Á efnisskrá eru verk eftir Indra Rise, Kjartan Ólafsson og Patarick Kosk. …Frumsýningu Íslenska dansflokks- ins á Merlene Dietrich FOR eftir Ernu Ómarsdóttur og Emil Hrvatin í Borgar- leikhúsinu í kvöld. …Opnun á tveimur sýningum á Kjarvalsstöðum klukkan 17 í dag. Annars vegar yfirlitssýningu á verkum Harðar Ágústssonar, hins vegar sýningunni Markmið XI. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 1 2 3 4 5 6 7 Föstudagur FEBRÚAR Heimildarmynd um Ragnar í Smára verður í Sjónvarp- inu á sunnudagskvöldið. Guðný Halldórsdóttir leik- stjóri segir að án Ragnars væri listalífið hér fátæklegt. Leikin heimildarmynd um athafna- manninn Ragnar Jónsson, sem kenndur var við smjörlíkisgerðina Smára verður í sjónvarpinu á sunnudagskvöldið klukkan 20. Ragnar, sem var gæddur ein- stakri blöndu af framtakssemi og listaáhuga, varð í lifanda lífi hálf- gerð þjóðsagnapersóna sem um spunnust margar sögur. Ástæður þess voru margbrotinn persónu- leiki hans og persónutöfrar, gríðar- legt áræði og kjarkur til að feta áður ótroðnar slóðir. Drjúgan hluta tuttugustu aldarinnar hafði Ragnar mikil áhrif á íslenskt athafna- og listalíf og ekki síst þróun tónlistar, myndlistar og bókmennta. Björn Jörundur leikur Ragnar Jónsson, tónlist semur Ragnhildur Gísladóttir, handritshöfundar eru Sigurður Valgeirsson, Guðný Hall- dórsdóttir og Halldór Þorgeirsson, leikstjóri er Guðný Halldórsdóttir og framleiðandi er Halldór Þor- geirsson fyrir Kvikmyndafélagið Umba. „Upphaflega gerum við þessa mynd vegna þess að Erna, dóttir Ragnars, spurði hvort ég hefði áhuga á að gera mynd um föður hennar.“ segir Guðný. „Mér rann blóðið til skyldunnar vegna þess að bróðir hennar, Jón Óttar, gerði heimildarmynd um föður minn á sínum tíma. Svo er það nú einu sinni þannig að það eru ekki marg- ir sem vita að án Ragnars Jónsson- ar ættum við enga sinfóníuhljóm- sveit hér eða listahátíð og eitthvað minna af listasöfnum. Listaverka- safnið sem hann gaf ASÍ, er til dæmis eitthvert stærsta og verð- mætasta listaverkasafn á landinu. Ragnar studdi listamenn gríðar- lega mikið og leitaði að listamönn- um erlendis til að koma hingað til að sýna verk sín. Hann stofnaði Tónlistarfélagið og var þvílíkur forkur og þvílík nauðsyn okkur Íslendingum að það verður að minnast hans á flottan hátt. Hins vegar var þetta hógvær maður. Þegar við fórum í gegnum myndefnið kom í ljós að hann var svo lítið fyrir að vera á mynd að þegar hann sá myndavél þá sneri hann sér undan. Ragnar bjó mjög spart sjálfur en efldi listamenn, keypti málverk og hækkaði ritlaun rithöfunda hundrað prósent þannig að í fyrsta sinn fengu þeir sjálfir laun – en ekki bara prentarar og útgefendur eins og áður var. Hann gaf út lista- verkabækur og eftirprentanir, svo venjulegt fólk gat keypt myndir af alvörulistaverki og með því efldi hann myndlistarvitund almenn- ings. Núna, þegar verið er að gera mikið af heimildarmyndum um eiturlyfjaneytendur, innbrotsþjófa og róna, finnst mér að aðeins megi koma smá mótvægi og nefna þá sem hafa gert landinu gott. Fáir hafa gert landinu eins gott, menn- ingarlega séð, og Ragnar í Smára. Það má vel tala um það sem vel er gert, í stað þess að hirða bara upp aumingjana og gera þá að stjörn- um. Á þeim sama tíma sem við vor- um að hugsa um hvort við ættum að gera þessa mynd eða ekki, þá hrutum við óvart um kvikmynda- safn Kristjáns Jónssonar, eða Kidda í Kiddabúð. Hann ferðaðist mikið með Ragnari og var einn af hans bestu vinum. Þar náðum við svo góðu myndefni sem hvergi hef- ur komið fram. Það gefur myndinni mjög skemmtilegan blæ. Þar fyrir utan fundum við fullt af útvarps- viðtölum við Ragnar sem við blönd- um inn í myndina Svo fengum við Röggu Gísla til að gera tónlistina og sú tónlist er byggð á uppáhaldsverkum Ragnars sem hann var að kynna fyrir þjóð- inni á sínum tíma – svo við höldum okkur við tónlist hans tíma. ■ GUÐNÝ HALLDÓRSDÓTTIR Ragnar var margbrotinn persónuleiki sem hafði mikla per- sónutöfra og gríðarlegt áræði til að feta áður ótroðnar slóðir. Listvinur af lífi og sál 40-41 (28-29) menning slanga 3.2.2005 22.10 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.