Fréttablaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 4. febrúar 2005 13 800 7000 - siminn.is hjá Símanum GSM á góðu verði • Myndavél • Litaskjár • 3ja banda • Útvarp • 4 MB minni • Dagbók o.fl. • Myndavél • Litaskjár • Þyngd: 90 g • Útvarp • 3ja banda • 1 MB minni • Pólýtónar o.fl. E N N E M M / S ÍA / N M 15 0 8 3 Eingöngu fyrir GSM kort frá Símanum. Nokia 6610i 1.980 Léttkaupsútborgun: og 1.250 kr. á mán. í 12 mán. 16.980 kr. kr. Verð aðeins: Eingöngu fyrir GSM kort frá Símanum. Nokia 3200 1.980 Léttkaupsútborgun: og 1.000 kr. á mán. í 12 mán. 13.980 kr. kr. Verð aðeins: Áhrif tónlistar: Djass gegn svefnleysi RANNSÓKN Fólk sem á erfitt með svefn gæti gert margt vitlausara en að hlusta á djass áður en það fer að sofa. Samkvæmt nýrri taí- vanskri rannsókn á fólk sem hlustað hefur á djass í 45 mínútur áður en það fer að sofa, auðveld- ara með svefn en fólk sem hefur ekki hlustað á djass eða hefur hlustað á hraðari tónlist. Vísindamenn fylgdust með 60 eldri borgurum sem áttu erfitt með svefn. Fólkið sem byrjaði að hlusta á djass eða aðra álíka ró- lega tónlist áður en það fór að sofa svaf mun betur í kjölfarið að því er fram kemur á vef BBC. ■ Sænskur forstjóri: Fékk frelsi sitt á ný SVÍÞJÓÐ, AP Fabian Bengtsson, for- stjóri og erfingi sænska stórfyrir- tækisins Siba, er laus úr haldi mannræningja sem rændu honum fyrir hálfum mánuði. Skokkari fann Bengtsson þar sem hann lá í garði í miðborg Gautaborgar. Talsmenn sænsku lögreglunn- ar segja að ekkert lausnargjald hafi verið greitt fyrir lausn Bengtsson. Fjölskylda hans, eig- endur Siba, hafði lýst því yfir að hún væri reiðubúin að greiða lausnargjald til að tryggja að Bengtsson sneri aftur heill á húfi. Bengtsson er að sögn við góða heilsu. ■ Skoskir þingmenn segja illa vegið að fyrrverandi konungi sínum: Vilja uppreisn æru fyrir Makbeð SKOTLAND Makbeð Skotakonungur var alls ekki sá illvirki sem Willi- am Shakespeare lýsti í leikriti sínu og það er tími til kominn að hann fái að njóta sannmælis segir í þingsályktunartillögu sem tutt- ugu þingmenn á skoska þinginu hafa lagt fram. Þar leggja þeir til að árið sem nú er hafið verði kennt við Makbeð og að ímynd hans verði bætt að því er The Times greinir frá. „Makbeð hefur hlotið slæma umfjöllun vegna aðkomu Shakespeare. Hann var að öllum líkindum góður konungur og ætti að fá sakaruppgjöf,“ hefur The Times eftir Alex Johnstone, ein- um þingmannanna sem vilja veita Makbeð uppreisn æru. Fyrirmyndin að Makbeð í leik- riti Shakespeare er skoskur kon- ungur sem fæddist árið 1005 og ríkti frá 1040 til 1057. Hann mun þó hafa átt lítið sameiginlegt með Makbeð leikritsins. Í leikritinu myrðir Makbeð hinn aldna, góð- viljaða Duncan til að komast til valda en í raunveruleikanum lést hinn ungi konungur Duncan í or- ustu þar sem Makbeð kann þó að hafa átt hlut í máli. Makbeð tók við konungsdæminu þar sem sonur Duncan var of ungur til að gegna embættinu og er sagður hafa kom- ið á lögum og reglu í landi sem laut engum lögum auk þess að hafa eflt kristni í ríki sínu. ■ Í ATVINNULEIT Fólk í atvinnuleit bíður á ráðningarstofu í Duisborg í Þýskalandi. Atvinnuástand: Versta frá stríðslokum ÞÝSKALAND, AP Atvinnuleysi í Þýskalandi hefur ekki verið meira frá stríðslokum en það er nú og í síðasta mánuði fór fjöldi atvinnu- lausra Þjóðverja í fyrsta sinn yfir fimm milljónir. Ástæðan er þó að hluta til sú að breytt talning bætir 222 þúsund manns á atvinnuleys- isskrá. Atvinnulausum fjölgaði um nær 600 þúsund milli mánaða, fór úr 4,5 milljónum í rétt rúmar fimm milljónir. Áður höfðu at- vinnulausir mest verið 4,8 millj- ónir eftir lok seinni heimsstyrj- aldar, það var í janúar 1998 undir lok valdaferils Helmut Kohl. Ger- hard Schröder hét því að fækka atvinnulausum í 3,5 milljónir en hefur mistekist það. ■ Hýr hjónabönd: Bæjarstjóri fyrir rétt BANDARÍKIN, AP Jason West, bæjar- stjóri í New Paltz í New York ríki í Bandaríkjunum, þarf að svara til saka fyrir að hafa gefið saman samkynhneigð pör. Samkvæmt bandarískum lögum er einungis heimilt að gefa saman karl og konu en ekki einstaklinga af sama kyni. Máli á hendur West var vísað frá þar sem dómari í því sagði vafasamt að stjórnarskrá heimil- aði bann við hjónaböndum sam- kynhneigðra. Nú hefur annar dómari komist að þeirri niður- stöðu að málið snúist ekki um lög- mæti bannsins heldur hvort West hafi farið út fyrir valdsvið sitt. ■ Einhleypir Ítalir: Flytja seint að heiman ÍTALÍA Meira en fjórði hver Ítali á aldrinum 30 til 34 ára býr enn í for- eldrahúsum. Mun fleiri karlmenn en konur búa enn í foreldrahúsum á þessum aldri, 18 prósent kvenna eru enn í heimahúsum en 36,5 pró- sent karlmanna búa enn á Hótel mömmu samkvæmt útreikningum hagstofunnar Eurispes. Níu af hverjum tíu Ítölum á aldrinum 20 til 24 ára búa enn í foreldrahúsum, og hafði fjölgað um tíu prósentustig á áratug. ■ MAKBEÐ Í ÍSLENSKU ÓPERUNNI Hinn raunverulegi Makbeð féll í orustu, ekki fyrir hendi MacDuff heldur Malcolms. 12-13 3.2.2005 19:51 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.