Fréttablaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 38
K vikmyndirnar MillionDollar Baby og Meet theFockers eiga það báðar sameiginlegt að vera hlaðnar stór- stjörnum í flestum hlutverkum, en annars eru þær mjög ólíkar. Þær verða báðar frumsýndar hér á landi um helgina og eiga vafalít- ið eftir að falla vel í kramið hjá kvikmyndaáhugamönnum. Baráttuandinn kviknar Million Dollar Baby fjallar um Frankie Dunn (Clint Eastwood), þjálfara og umboðsmann boxara, sem má muna sinn fífil fegurri. Ýmislegt hefur gengið á í einkalífi hans og á hann erfitt með að tengjast öðru fólki tilfinninga- böndum. Mest samband hefur hann við Scarp (Morgan Freem- an) sem aðstoðar hann við að reka æfingarsal hans. Þegar inn í æf- ingasalinn gengur hin unga og efnilega hnefaleikastúlka, Maggie Fitzgerald (Hilary Swank), breyt- ist líf hans til muna. Hann ákveð- ur að taka hana upp á sína arma þrátt fyrir að hafa ekki haft mikla trú á henni til að byrja með. Smám saman sjá þau hversu mikl- um baráttuanda þau bæði búa yfir og á hann eftir að nýtast þeim vel. Auk þess að fara með aðalhlut- verkið í Million Dollar Baby leik- stýrir gamli jaxlinn Clint Eastwood einnig myndinni. Hún hefur verið tilnefnd til sjö Ósk- arsverðlauna og þar er Eastwood tilnefndur til tveggja verðlauna. Auk þess er Swank tilnefnd sem besta leikkonan í aðalhlutverki. Þykir hún afar líkleg til að hreppa styttuna í annað sinn, en síðast vann hún verðlaunin fyrir frá- bæra frammistöðu í Boys Don’t Cry. Eastwood hefur aftur á móti aldrei unnið Óskarinn sem leikari en einu sinni bar hann sigur úr býtum sem leikstjóri. Það var fyr- ir vestrann Unforgiven sem sóp- aði til sín Óskarsverðlaunum árið 1992. Fyrir tveimur árum var hann tilnefndur sem leikstjóri fyrir Mystic River en fékk ekki að handleika styttuna á nýjan leik. Tengdaforeldrar hittast Margir hafa beðið með mikilli óþreyju eftir gamanmyndinni Meet the Fockers sem er fram- hald hinnar geysivinsælu Meet the Parents sem kom út fyrir fjór- um árum. Nú hafa hin gamal- reyndu Dustin Hoffman og Barbra Streisand bæst í leikarahópinn sem for- eldrar klaufabárðarins Gaylord M. Focker (Ben Stiller). Í nýju myndinni eru Focker og unnusta hans í fullum undirbúningi fyrir brúðkaup sitt. Til að fjöl- skyldur þeirra kynnist betur ákveða þær að hittast eina helgi, sem auðvitað á eftir að enda með ósköpum. Sem fyrr er Robert De Niro í hlutverki tengdaföður Fockers en eins og margir muna sættust þeir undir lok fyrri myndarinnar eftir að illa hafði farið á með þeim. Vonandi glatar Focker ekki traustinu sem hann hafði unnið sér svo ræki- lega fyrir í Meet the Parents. ■ 26 4. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR Ómissandi á DVD Collateral eftir Michael Mann er fyrirtaksspennumynd enda kann Mann að búa til þéttar ræmur. Það fer Tom Cruise afskaplega vel að leika skúrk og Jamie Foxx sýnir í hlutverki leigubílstjóra, sem situr uppi með að keyra Cruise á milli fórnarlamba sinna, að hann er kominn til að vera. „There are no heroes anymore, Bis- hop. Just men who follow orders.“ - Captain Collins trúði ekki á hetjur í gömlu Assault on Precinct 13 frá árinu 1976. Hnefaleikadrama og Fockerar á hvíta tjaldið Aðeins 599 kr. 5 690691 2000 08 Lífsreynslusagan • Heilsa • • Matur • Krossgátur 5. tbl. 67. árg., 2. febrú ar 2005. g•á~t Aðeins 599 kr. Svanhildur Jakobsd óttir, söng- og útvarpsko na, er alltaf jafnglæsile g Ungleg án leyndarmála! 40+ Flottar konu r í góðu formi Tíðahvörf! Hvað er það? Íslenskar konur kynþokkafullar! 4 þekktir karlmenn ha fa skoðun á því Dekraðu við þig ! Vikan gefur góð ráð Með dellu fyrir stórum bílum 00 Vikan05. tbl.'05-1 24.1.2005 11:48 Page 1 Náðu í eintak á næsta sölustað ný og f rsk í hverri viku 13 vikna nám í ljósmynda- og tískuförðun hefst 14. febrúar. Skráning og upplýsingar eru í síma 564 0406 og á makeup@fjoltengi.is. Góð greiðslukjör. Hamraborg 7 Hamrabrekkumegin. Sími 564 0406 1950 tímabil, nemandi Anna Kristín TENGDAFEÐUR HITTAST Dustin Hoffman og Robert De Niro í hlutverki tengdafeðranna í gamanmyndinni Meet the Fockers. HILARY SWANK Hin stórgóða leikkona Hilary Swank fer með hlutverk boxarans Maggie Fitzgerald í Million Dollar Baby. Árás á löggustöð Löggur og bófar verða að snúa bök- um saman til að halda lífi í Assault on Precinct 13 sem var frumsýnd í gær. Myndin er endurgerð sam- nefndrar myndar sem John Carpenter gerði árið 1976. Carpent- er byggði handrit sitt á John Wayne vestranum Rio Bravo og sagði frá síðasta starfsdegi lögreglustöðvar- innar í hverfi 13 en honum lauk með því að tryllt glæpagengi réðist til inngöngu þannig að örfára löggur og nokkrir fangar í geymslum urðu að snúast til varnar. Að þessu sinni eru árásarmenn- irnir á eftir glæpaforingjanum Marion Bishop sem Laurence Fis- hburne leikur. Tilgangurinn árásar- innar er að drepa hann þannig að hann geti ekki borið vitni. Ethan Hawke leikur lögreglu á vakt en þessir andstæðingar verða að sam- einast um að stjórna nauðvörn lög- reglustöðvarinnar þar sem vopn og mannafli eru í lágmarki. Fishburne stýrir liðinu sem gistir fanga- geymslurnar en löggurnar treysta á Hawke. Eðalleikararnir Brian Denehy og Gabriel Byrne fara einnig með veigamikil hlutverk og skutlan Drea De Matteo, sem leikru Adriönu í The Sopranos, fer með hlutverk ritara á lögeglustöðinni. ■ LAURENCE FISHBURNE Leikur glæpa- foringja sem er í haldi í lögreglustöðinni í hverfi 13. Þegar árásarmenn ógna lífi hans snýst hann til varnar ásamt .eim löggum og bófum sem eru á stöðinni. SMÁAUGLÝSINGAR ALLA DAGA Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins 38-39 (26-27) bíó á föstudegi 3.2.2005 20:47 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.