Fréttablaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 20
Súkkulaði brætt Súkkulaði má alls ekki bræða hratt og á háum hita því þá hleypur það í kekki. Best er að mylja það í skál og setja yfir pott með sjóð- andi vatni og bræða það hægt og rólega í svona 10 mínútur.[ ] Réttir kvöldsins Fordrykkur í boði hússins M/ þriggja rétta seðlinum Canasta Cream Forréttur verð f/ einrétta verð f/ þriggja rétta máltíð Humarsúpa kr. 850 m/ rjómatoppi og hvítlauksbrauði Aðalréttir Smjörsteiktur skötuselur kr. 2.950 kr. 3.890 m/ hvítvínssósu , grænmeti og bakaðri kartöflu Lambafillet kr. 2.980 kr. 3.890 m/ sherrybættri sveppasósu, grænmeti og bakaðri kartöflu Nautalundir kr. 3.150 kr. 3.990 m/chateaubriandsósu, grænmeti og bakaðri kartöflu Eftirréttur Súkkulaðifrauð kr. 690 Borðapantanir í síma 562 1988 Veitingahúsið Madonna Rauðarárstíg 27 www.madonna.is sími 568 6440 Allt í eldhúsið Heimilislegt góðmeti í hávegum Saltkjöt og baunir hafa verið á borðum á Íslandi á þriðjudeginum í byrjun sjö vikna föstu í meira en hundrað ár. Sprengidagurinn er á næsta leiti og tímabært að fara að hlakka til. Sprengidagur er á þriðjudaginn. Þá er komið að því að snæða hinn þjóðlega heimilismat saltkjöt og baunir. Þótt þar teljist ekki um flókna matargerð að ræða þá get- ur verið gott að hafa uppskriftina á blaði. Það er að segja ef menn leita ekki hreinlega til þeirra eldri og reyndari í fjölskyldunni því hver og einn hefur sinn háttinn á. Gott er að leggja saltkjötið í bleyti í hálfan sólarhring og sjóða það síðan í nýju vatni í um það einn og hálfan tíma. Sé það ekki lagt í bleyti er vissara að sjóða upp á því, þ.e. hella af því soðinu á miðjum suðutíma og setja nýtt vatn á það. Annars er hætta á að það verði of saltað en þarna verð- ur smekkur að ráða. Baunirnar eru líka gjarnan lagðar í bleyti í nokkra klukkutíma áður en þær eru soðnar. Það styttir suðutímann að mun. Gætið þess að hafa nóg vatn á þeim því þær sjúga ótrúlega mikið í sig. Annað ráð til að meyra baunirnar er að setja þær ásamt vatni í skál inn í örbylgjuofn og hafa á hæsta styrk í 20 mínútur. Sjóðið þær síðan í potti á hellu og látið vatnið fljóta vel yfir þær. Fleytið froðuna ofan af eftir þörf- um. Sjóðið í klukkutíma og hafið grænmetið og beikonið með síðasta hálftímann. Kartöflur eru soðnar sér í potti. Svo er allt borðað saman, kjöt, kartöflur, rófur, gulrætur og baunir. Með saltkjötinu má líka bera fram hvítan jafning eins og með hangikjöti. ■ Drykkir án aukaefna ARKA EHF. FLYTUR INN ÁVAXTA- DRYKKI FRÁ THE JUICE COMPANY Í BRETLANDI. Drykkirnir heita Smoothiepack, Smoothie smile og Roald Dahl. Drykkirnir eru ein- göngu úr pressuðum ávöxtum og þeir innihalda engin aukaefni. Engum sykri, rotvarnarefnum eða litarefnum er sem sagt bætt í drykkina. Smoothiepack fást í fjórum bragðtegundum; mangó, hind- berja, ferskju og ástaraldin. Smoothie smile fæst í þremur bragðtegundum; með bláberja- og hindberjabragði, ananas- og kókoshnetubragði og mangó- og appel- sínubragði. Roald Dahl drykkirnir eru síð- an hugsaðir fyrir börn á öllum aldri. Áfengar gosblöndur hafa notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár. Fyrirtækið Archers, sem hefur hingað til aðallega verið þekkt hérlendis fyrir ágætan ferskjusn- afs sem er til sölu í Vínbúðum, setti nýlega á markaðinn hérlendis þrjár nýjar teg- undir af víngosi. Archers Aqua fæst í þremur bragðtegundum, ferskju, trönuberja og hindberja. Drykkirnir þykja ákaflega frískandi og hafa notið mikilla vinsælda meðal ungra kvenna víða um lönd. Fræðast má frekar um drykkina á stórskemmtilegri heimasíðu kompanísins, www.archers.com. Kjörorð síðunnar er „eitthvað fyrir kon- urnar“ og þar er hægt að taka persónuleikapróf og finna út hvaða drykkir henta viðkomandi best, ná í myndir af glæsilega hallærislegum gaurum og skella sér í „kallablandarann“ þar sem að draumakarlmanninum er blandað í glas fyrir þig! Verð í Vínbúðum 280 kr. í 1 l flösku. ARCHERS: Frískandi víngos Smoothiepack fernurnar fást í 250 ml og eins lítra fernum. Smoothie smile flöskurnar eru til í 330 ml flöskum. SALTKJÖT OG BAUNIR 2 kg saltkjöt 500 g gular baunir 1/2 bréf beikon, klippt niður í strimla 1 laukur, skorinn í bita 1 kg rófur 1/2 kg gulrætur, sumar skornar smátt, aðrar hafðar heilar, sellerí eða annað niðurskorið grænmeti eftir smekk. Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is LAUGARDAGUR 20-21 (02-03) Allt matur ofl 3.2.2005 19:00 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.