Fréttablaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 16
Innanflokksátök miðjuflokkanna í íslenskum stjórnmálum eru nú komin á slíkt flug að þau skyggja algerlega á önnur pólitísk átök í landinu. Er nú svo komið, að næst því að vera framsóknarmaður í Kópavogi er það heppilegast fyrir pólitíska átakafíkla að gerast liðs- maður í Samfylkingunni. Slags- mál um formennsku og forustu í stjórnmálaflokkunum tekur vissulega á sig ólíkar myndir eftir því hverjir eiga í hlut, og ef til vill má segja að þessi átök endur- spegli þá pólitísku menningu, sem varðveitt er í ólíkum flokkum. Því kemur það í raun ekki á óvart að þegar menn ræða um hugsanlega aðför að Guðna Ágústssyni varaformanni Fram- sóknarflokksins og fleirum, að þá skuli sú baráttan taka á sig ýmis einkenni eða minni úr fornsögun- um. Uppistandið og átökin í Kópa- vogi er til marks um þennan eig- inleika. Þar snýst liðssafnaðurinn, að sagt er, m.a. um langtímafram- gang þeirra bræðra Páls og Árna Magnússona og hafa bæði þeir og andstæðingar þeirra staðið í því að safna liði á bæjum vítt um sveitir rétt eins og fornkappar og sjálfstæðir bændur gerðu á þjóð- veldisöld. Og Kópavogskaflinn í höfðingjaslag flokksins bendir raunar til að framsóknarmenn séu að skrifa sína eigin Njálu, því eig- inkonur höfðingjanna leika lykil- hlutverk í framvindu sögunnar. Þær fyrtast við ef þær njóta ekki þeirrar stöðu sem þær telja sér sæma. Þær vilja engar hornkerl- ingar vera og una því illa að vera sagðar viljalaus verkfæri í hönd- um húsbænda sinna. Hvassastar eru þær þó gagnvart öðrum kon- um í flokknum og hugsanlega kemur að því að þær láta vega pólitíska húskarla eða stela mat- arbirgðum – hver veit? Samfylkingarmegin hins vegar hafa átökin tekið á sig nokkuð aðra mynd. Þar hafa bæði formað- urinn og varaformaðurinn reynt að halda umræðunni á kurteisis- legum nótum og stundum tekist það. Átökin eru þó engu minni en hjá framsóknarmönnum í Kópa- vogi þó þau séu ekki alltaf sýni- leg. Herferðir fylkinga Ingibjarg- ar Sólrúnar og Össurar um að greiða atkvæði í netkönnunum eru meðal þess sem verið hefur í gangi auk annarra klassískra meðala í slag sem þessum. Stóra bomban féll þó hér í Fréttablaðinu í gær þegar niðurstöður skoðana- könnunar, sem sýnir yfirburða- stöðu Ingibjargar Sólrúnar í þess- um slag, voru birtar. Þegar þessar línur eru skrifaðar hafa ekki kom- ið fram nein opinber viðbrögð frá stuðningsmönnum Össurar við þessum niðurstöðum, en líklegt er að þeim sé ekki skemmt. Könnun sem þessi hefur gríðarlega skoð- anamótandi áhrif og styrkir mjög verulega vígstöðu Ingibjargar Sólrúnar, sem þess foringjaefnis sem „fólkið vill sjá“. Könnunin setur þessari baráttu líka ákveð- inn ramma þar sem Össur er litli aðilinn og þarf að sækja á, en Ingibjörg Sólrún kemur út eins og prinsessan sem fólkið vill, en er um stundarsakir hneppt í álög embættisleysis – hún er fjalla- svanurinn með klippta vængi. Þetta er hinn pólitíski veruleiki þrátt fyrir að könnunin hafi alls ekkert snúist um það hvaða for- ingja „fólkið vill sjá“. Könnunin snerist um það hvort þeirra Öss- urar eða Ingibjargar fólk taldi lík- legra til að vinna. Það var ekkert spurt um hvor frambjóðandinn það vildi að ynni. Ólíklegt er þó að í umræðunni verði gerður mikill greinarmunur á þessu tvennu og eflaust gerir Össur sjálfur sér manna best grein fyrir því. En það er fleira sem Össur getur bent á varðandi þessa uppstill- ingu. Auk þess að draga fram hvað nákvæmlega var verið að spyrja um, þá skiptir það miklu máli fyrir Össur að þeir sem tóku þátt í könnuninni eru ekki endi- lega flokksbundnir Samfylkingar- menn. Könnunin endurspeglar með öðrum orðum sjónarmið mun víðari hóps heldur en mun taka þátt í sjálfu formannskjörinu. Kjósendur Samfylkingarinnar eru ekki endilega flokksbundnir og almennt virðast menn sam- mála um að kjörþokki Össurar aukist því innar í flokksmaskín- una en komið er. Það þarf því ekki að vera öll nótt úti enn fyrir Öss- ur. En þessi staða kallar á mjög skapandi taflmennsku af hans hálfu ef hann á að eiga séns á sama tíma og Ingibjörg Sólrún er komin með pálmann í hendurnar. Gamli orðtaksleppurinn um að vika sé langur tími í stjórnmálum á þó svo sannarlega við í þessari glímu, hvað þá fjórir mánuðir. Það eru ekki miklar líkur til þess að á meðan borgarastyrjald- ir af þessu tagi geisa innan flokk- anna muni pólitísk átök um hug- myndafræði og ólíkar stjórnmála- stefnur ólíkra flokka ná sér á strik. Þegar síðan bætist við flokksþing Framsóknar og for- mannskjör Samfylkingar og Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í haust, þá er ljóst að þetta ástand mun einkenna stjórnmálin lung- ann úr árinu. ■ U m síðustu helgi birtist hér í Fréttablaðinu athyglisverðgrein eftir Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfða-greiningar. Greinin var nokkurs konar ritdómur um ára- mótaannál sem Hallgrímur Helgason rithöfundur skrifaði fyrir Fréttablaðið um helstu atburði síðasta árs þar sem Davíð Oddsson og fjölmiðlamálið komu meðal annars mjög við sögu. Fannst Kára lítill sómi að annál Hallgríms og færði ýmis rök fyrir þeirri skoð- un sinni. Grein Kára var um margt bráðskemmtilegt innlegg í umræðu dagsins, sérstaklega þegar haft er á bak við eyrað að hann er í þeirri óvenjulegu stöðu að teljast til eins af einkavinum Davíðs Oddssonar en að hafa jafnframt tekið þá ákvörðun á sínum tíma að kaupa hlut í fjölmiðlafyrirtæki sem þessi sami vinur hefur lengi haft á opinbera andúð. Nú er Kári að vísu ekki lengur hluthafi í fyrirtækinu sem gefur út Fréttablaðið og rekur Stöð 2, en hann var í hluthafahópnum þegar átökin um fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddssonar stóðu sem hæst á síðasta ári. Og um þau hatrömmu átök hafði Kári þetta að segja í grein sinni: „Það er svo önnur spurning hvers vegna fjölmiðlafrumvarpið var svona óvinsælt. Ein ástæðan er vafalaust sú að frumvarpið var meingallað, önnur að Davíð rak málið af óbilgirni og smekkleysi og sú þriðja sem vegur ekki minnst er sá linnulausi áróður sem ákveðnir fjölmiðlar ráku gegn frumvarpinu. Þetta var áróður af því magni og þunga að hann hefði sjálfsagt nægt til að breyta fjalli og er í sjálfu sér ástæða þess að sett séu lög um fjölmiðla á Íslandi í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að þeir beygli heimsmynd þjóð- arinnar til þess að þjóna þröngum hagsmunum fárra.“ Það eru vonbrigði að Kári Stefánsson setji á prent viðlíka full- yrðingar og koma fram í þriðja lið þessarar tilvitnunar og full ástæða til þess að rísa upp til varnar íslenskum blaðamönnum. Með því að segja að þörf sé á lögum um fjölmiðla svo þeir geti ekki þjón- að „þröngum hagsmunum fárra“ lætur Kári liggja að því að íslensk blaðamannastétt meti meira hagsmuni þeirra sem eiga fjölmiðlana en eigin prinsipp. Þetta er gróf móðgun sem ekki er hægt að sitja þegjandi undir. En þetta er svo sem ekki ný skoðun sem birtist í orðum Kára. Ýmsir stjórnmálamenn hafa lengi haldið álíka málflutningi á lofti. Stjórnmálamönnunum er hins vegar ákveðin vorkunn þar sem þeir falla í þá gryfju að halda að vinnuumhverfið á fjölmiðlum sé eins og þeirra þar sem þeir mega eiga von á að þurfa að kyngja eigin sannfæringu þegar hún rekst á flokkslínuna, eða eiga ella yfir höfði sér andúð flokksfélaganna eða jafnvel útskúfun. Kæri Kári, ég get fullyrt að íslenskir blaðamenn eru almennt sjálfstæðari en íslenskir þingmenn sem virðast sumir hverjir ekki víla fyrir sér að styðja mál sér þvert um geð til þess að geta spilað með sínu liði. Ekki ætla okkur blaðamönnum slíkt. ■ 4. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR SJÓNARMIÐ JÓN KALDAL Um fjölmiðla, þingmenn og sjálfstæðar skoðanir. Til varnar blaðamönnum FRÁ DEGI TIL DAGS Með því að segja að þörf sé á lögum um fjölmiðla svo þeir geti ekki þjónað „þröngum hagsmunum fárra“ lætur Kári liggja að því að íslensk blaðamannastétt meti meira hagsmuni þeirra sem eiga fjölmiðlana en eigin prinsipp. Þetta er gróf móðgun sem ekki er hægt að sitja þegjandi undir. ,, Í DAGÁTÖK Í SAMFYLKINGU OG FRAMSÓKN BIRGIR GUÐMUNDSSON Það eru ekki miklar líkur til þess að á meðan borgarastyrjaldir af þessu tagi geisa innan flokkanna muni pólitísk átök um hugmyndafræði og ólíkar stjórnmálastefnur ólíkra flokka ná sér á strik. ,, Tímabil innanflokksátaka Heilbrigðar auglýsingar Lögð hefur verið fram tillaga á Alþingi um að auglýsingar lækna, tannlækna og annarra heilbrigðisstétta sem og auglýs- ingar heilbrigðisstofnana verði heimilað- ar. Flutningsmaður er Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður Samfylkingar- innar. Samkvæmt gildandi lögum er öll- um heilbrigðisstéttum og -stofnunum óheimilt að auglýsa starfsemi sína. Telur Ágúst að þetta komi í veg fyrir að almenningur geti fengið nauð- synlegar upplýsingar um heil- brigðisþjónustu. Sjúklingar verði að treysta á umtal, ímynd og orðróm þegar þeir velji sér heilbrigðis- þjónustu. Al- menningur eigi þess oft kost að velja á milli lækna og heilbrigðisstofnana sem keppa um þjónustu og aðstöðu fyrir al- menning þrátt fyrir að í flestum tilvikum sé það ríkið sem greiðir fyrir þjónustuna. Enn ríkari ástæður telur Ágúst fyrir því að afnema auglýsingabann hjá tann- læknum þar sem þeir hafi frjálsa gjald- skrá. „Á sínum tíma var auglýsingabann talið nauðsynlegt vegna fámennis í land- inu og kunningsskapar og talið halda uppi aga innan stéttarinnar. Flutnings- maður telur að þessi rök eigi ekki við í dag, hafi þau einhvern tímann átt við. Núverandi auglýsingabann sé sömuleið- is erfitt og flókið í framkvæmd.“ Klippið hér... Ólíklegt er að aðrir en allra athugulustu lesendur Fréttablaðsins hafi tekið eftir smáletursorðsendingu sem fylgdi opnu- auglýsingu frá flugfélaginu Iceland Ex- press sem birt var í gær í tilefni þess að nú er að hefjast beint flug félagsins til Frankfurt í Þýskalandi. Efst vinstra megin á 16. síðu í blaðinu stóð „Kappsamir starfsmenn Icelandair klippið hér“. Var auglýsingin öll römmuð inn með skær- um og punktalínum til leiðbeiningar. Þetta er greinilega sneið til Flugleiða en mikla athygli vakti á dögunum þegar fréttist af því að starfsmenn félagsins á ferðakynningu á Spáni hefðu klippt aug- lýsingu frá Iceland Express út úr opin- berum landkynningarbæklingi Ferða- málaráðs sem þar var dreift. Rétt er að geta þess að Flugleiðir hafa beðist af- sökunar á atvikinu. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS 16-17 leiðari 3.2.2005 22.03 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.