Fréttablaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 34
22 4. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR Við mælum með... ... að Jóhann Ingi Gunnarsson, formaður landsliðsnefndar, taki að sér að kenna þjálfurum á Íslandi hvernig á að búa til alvöru varnarmenn. Jóhann Ingi er ekki sáttur við varnarþjálfun á Íslandi og gæti kennt mönnum ýmislegt enda hefur hann marga fjöruna sopið á þjálfaraferlinum „Ég heilsaði honum einu sinni eða tvisvar fyrir leikinn og hefði nú haldið að það myndi duga.“ Jose Mourinho, stjóri Chelsea, skildi ekkert í vælinu hjá Mark Hughes, stjóra Blackburn, sem kvartaði yfir því að Mourinho hefði ekki viljað taka í hönd hans eftir leik liðanna á miðvikudagskvöldið.sport@frettabladid.is LEIKIR GÆRDAGSINS HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 1 2 3 4 5 6 7 Föstudagur JANÚAR HANDBOLTI „Það er spilaður mjög kerfisbundinn leikur í íslenskum handbolta og í varnarþjálfun sem slíkri er mikið lagt upp úr taktík- inni þar sem áherslan er á að æfa leikaðferðir. Það vantar að þjálfa leikmenn miskunnarlaust einn á móti einum og kenna mönnum hvernig þeir eiga að standa í vörn. Það er ljótt að segja það en ég er að sjá landsliðsmenn sem kunna það ekki,“ segir Jóhann Ingi, sem sjálfur þjálfaði landslið Íslands á sínum tíma sem og þýsku stórlið- in Essen og Kiel og ætti því að vita hvað hann syngur. Jóhann Ingi vill þó ekki ganga svo langt að segja að íslenskir leikmenn kunni ekki að spila vörn. „Það eru hins vegar margir sem eiga margt eftir ólært og skortir jafnvel grunnþekkingu í varnar- leik.“ Menn vita ekki sitt hlutverk Jóhann Ingi kveðst ekki geta kort- lagt nákvæmlega hvar ábyrgðin liggur en segir ferlið ná langt aft- ur. „Þetta byrjar neðst niðri og menn marka sér ákveðna stefnu í þessum málum. Auðvitað verður hvert félag og hver þjálfari að mynda sér ákveðna afstöðu á hvað skuli leggja áherslu á en það þarf að sinna öllum þáttum handbolt- ans. Menn þurfa að fara að hugsa hversu stórum hluta þjálfunarinn- ar þeir vilji verja í varnarþjálfun og þetta verður að byrja í yngri flokkunum,“ segir Jóhann Ingi en minnir jafnframt á að þjálfarar eru eins misjafnir og þeir eru margir. „Þorbjörn Jensson var til dæm- is heldur varnarsinnaður en Viggó Sigurðsson er meiri sóknarþjálf- ari, rétt eins og Bogdan Kowalczyk sem var ekki góður varnarþjálfari í mínum huga. Svona er þetta mis- jafnt; þegar ég þjálfaði sjálfur lagði ég meiri áherslu á sókn en vörn,“ segir Jóhann Ingi en leggur áherslu á að það verði að huga að varnarþjálfun. „Viggó Sigurðsson sagði sjálf- ur í gær að nú þyrfti hann að fara að leita að varnarleiðtoga því hann væri ekki til. Þetta er mikið áhyggjuefni. Við eigum ekki góða varnarmenn og það hlýtur bara að þýða það að áherslan á vörnina hefur verið í orði en ekki á borði. Annars værum við að spila betri vörn. Menn er ekki einu sinni með á hreinu hvert hlutverk þeirra í vörninni er,“ segir Jóhann Ingi en bendir á að það sé ekki hlutverk landsliðsþjálfara að kenna mönn- um að spila vörn. „Landsliðsþjálfari á að ákveða hvaða vörn á að spila og hver hlut- verk manna í vörninni er, ekki að kenna þeim að spila vörn. Lélegur varnarleikur hefur verið helsta skýringin á því hvernig fór fyrir íslenska liðinu í Túnis og nú þurfa menn að hugsa um hvernig hægt er að laga það. Ég hef fulla trú á að Viggó komi með einhverjar hugmyndir um hvernig hægt er að gera það, hvort sem hann gerir það einn eða fær einhverja fleiri með sér í verkið.“ vignir@frettabladid.is ÍSLENSKIR LEIKMENN KUNNA EKKI VÖRN Jóhann Ingi Gunnarsson segir að varnar- þjálfun á Íslandi sé verulega ábótavant og að staða mála sé mikið áhyggjuefni. Hann er hér til hægri á myndinni ásamt Guðmundi Ingvarssyni, formanni HSÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Marga skortir grunn- þekkingu varnarleiks Jóhann Ingi Gunnarsson, formaður landsliðsnefndar HSÍ, segir að flestir ís- lenskir leikmenn eigi margt eftir ólært og þá skorti jafnvel grunnþekkingu á því hvernig spila eigi vörn. ■ ■ LEIKIR  19.15 Fram og ÍR mætast í Egilshöllinni í B-riðli Reykjavíkurmóts karla í fótbolta.  19.15 ÍA og ÍS mætast á Akranesi í 1. deild karla í körfubolta.  19.15 Þór Ak. og Stjarnan mætast í Höllinni á Akureyri í 1. deild karla í körfubolta.  19.15 FH og Stjarnan mætast í Kaplakrika í DHL-deild kvenna í handbolta.  21.00 Fylkir og Valur mætast í Egilshöllinni í B-riðli Reykjavíkurmóts karla í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  14.25 HM í handbolta á RÚV. Útsending frá leik Noregs og Spánar á HM í handbolta.  15.45 HM í handbolta á RÚV. Útsending frá leik Frakklands og Slóveníu á HM í handbolta.  17.45 Olíssport á Sýn.  18.00 Upphitun á Skjá einum.  19.00 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  19.30 Motorworld á Sýn.  20.00 World supercross á Sýn.  23.15 Undirfataleikurinn á Sýn. Forráðamenn Arsenal hafa lofaðknattspyrnustjóranum Arsene Wenger meiri fjárveitingu til að endurbyggja lið sitt. Litlar líkur eru á að Arsenal blandi sér í titilslaginn úr þessu og ósk Wenger um að næla í nýja leik- menn meðan leik- mannaskipti voru leyfileg, var hafnað. Stjórn Arsenal þvertók fyrir að bygg- ing nýja vallarins á Highbury Grove, sem mun kosta félagið 41 milljarða íslenskra króna, myndi hafa áhrif fjárveitingu félagsins varðandi kaup á nýjum leikmönnum. Mark Hughes hjá Blackburn eræfur út í starfsbróður sinn Jose Mourinho hjá Chelsea fyrir að taka ekki í hendina á sér eftir leik lið- anna á Ewood Park sem lyktaði með sigri Chelsea, 1-0. „Mér finnst nú algjört lágmark að takast í hendur eftir viðureignir,“ sagði Hughes. „Ég hef enga hugmynd af hverju hann tók ekki í hendina á mér. Kannski var hann upptekinn með leikmönnum sínum.“ Aðspurð- ur um málið kom Mourinho alveg af fjöllum. „Ég tók í hendina á hon- um fyrir leikinn, tvisvar eða þrisvar. Eftir sigurleiki vil ég vera með leik- mönnum mínum. Ég tek að sjálf- sögðu í hendina á mönnum ef ég rekst á þá,“ sagði Mourinho. David Beckham, fyrirliði enskalandsliðsins og leikmaður Real Madrid, lætur gagnrýni sem vind um eyrun þjóta og segist vera í góðu formi. „Svo lengi sem ég er ánægð- ur með frammistöðu mína hjá Real og Englendingum, þá er mér nokkurn veginn sama hvað aðrir segja,“ sagði Beckham. „Þessi mánuður er búinn að vera minn besti í langan tíma. Við erum 7 stigum á eftir Barcelona þannig að það getur allt gerst.“ Samtök leikmanna í NHL-deildinnií íshokkíi, höfnuðu tilboði frá samtökum liðseiganda í NHL og enn minnka líkurnar á að leikið verði í deildinni í vetur. Í tilboðinu sagði m.a. að leikmenn ættu rétt á 53% af tekjum deildarinnar og hvert lið fyrir sig fengi launaþak upp á 42 milljónir dollara eða um 2,6 millj- arða íslenskra króna. Talsmaður leikmannana sagði að sambandið myndi ekki undir neinum kringumstæðum samþykkja launaþak af neinu tagi. Luis Figo hjá Real Madrid segir aðþað sé 100% öruggt að hann muni ekki leika fyrir neitt annað lið á Spáni fari svo að Real ákveði að endurnýja ekki samninginn við sig. Figo, sem á eitt og hálft ár eftir af samningnum, segir það vera draum sinn að leika á Englandi og líklegt þykir að hann muni fara til liðs í ensku úrvalsdeild- inni þegar samningur hans rennur út árið 2006. Framherjinn Alan Shearer skoraðisitt 250. mark í ensku úrvalsdeild- inni í fyrrakvöld þegar hann kom Newcastle yfir gegn Manchester City. Það dugði þó ekki til því að Robbie Fowler jafnaði leikinn sem endaði 1-1. Shearer hlaut mikið lof fyrir og fullyrti Graeme Souness, knattspyrnustjóri Newcastle, að Shearer væri besti enski framherji allra tíma. Kevin Keegan hjá Manchester City, sem var um tíma knattspyrnustjóri Newcastle, tók í sama streng. „Ég er sammála því að hann sé besti fram- herji sem við höfum átt,“ sagði Keegan. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM HM í handbolta í Túnis MILLIRIÐILL 1 TÉKKLAND–GRIKKLAND 31–29 SLÓVENÍA–FRAKKLAND 26–26 TÚNIS–RÚSSLAND 35–24 STAÐAN TÚNIS 5 2 3 0 150–128 7 FRAKKLAND 5 2 2 1 127–120 6 GRIKKLAND 5 2 1 2 134–138 5 RÚSSLAND 5 2 0 3 126–137 4 TÉKKLAND 5 2 0 3 131–147 4 SLÓVENÍA 5 1 2 2 142–140 4 MILLIRIÐILL 2 ÞÝSKALAND–SVÍÞJÓÐ 27–22 SERBÍA–KRÓATÍA 23–24 SPÁNN–NOREGUR 31–24 STAÐAN KRÓATÍA 5 4 0 1 139–135 8 SPÁNN 5 3 1 1 155–139 7 SERBÍA/SVART.5 2 2 1 127–126 6 NOREGUR 5 2 1 2 137–139 5 ÞÝSKALAND 5 1 1 3 132–135 3 SVÍÞJÓÐ 5 0 1 4 132–148 1 Svíþjóð og Slóvenía leika um 11. sætið á morgun. Þýskaland og Tékkland leika um 9. sætið á morgun. Noregur og Rússland leika um 7. sætið á morgun. Serbia/Svartfjallaland og Grikkland leika um 5. á morgun. Spánn og Túnis mætast í undanúrslitum á morgun. Króatía og Frakkland mætast í undanúrslitum á morgun. 1. deild kvenna í körfu ÍS–KEFLAVÍK 64–48 Stig ÍS: Signý Hermannsdóttir 16 (20 frák., 9 varin, 5 stolnir) Stella Rún Kristjánsdóttir 14, Alda Leif Jónsdóttir 9 (11 frák., 9 stoðs., 5 varin), Guðrún Baldursdóttir 11, Erna Rún Magnúsdóttir 6. Stig Keflavíkur: Bryndís Guðmundsdóttir 14 (16 frák.) Svava Ósk Stefánsdóttir 12, Birna Valgarðsdóttir 12, Bára Bragadóttir 3, Kristín Blöndal 3, Rannveig Randversdóttir 1, STAÐAN KEFLAVÍK 15 12 3 1191–917 24 GRINDAVÍK 15 10 5 917–832 20 ÍS 15 9 6 895–821 18 HAUKAR 15 7 8 984–1035 14 NJARÐVÍK 15 5 10 893–966 10 KR 15 2 13 840–1086 4 Kosning um eftirsóttustu eiginhandaráritun fótboltamanna: Beckham að missa máttinn? FÓTBOLTI Vinsældir David Beck- ham eru að minnka ef eitthvað er að marka niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem stuðnings- menn 120 félaga tóku að sér að sjá um fyrir skemmstu. 2.000 manns voru spurðir um frá hvaða knattspyrnumanni þeir vildu helst fá eiginhandaráritun hjá. Niðurstöður könnunarinnar vekja töluverða athygli; goðsögn- in Pele var sá sem trónaði á toppi listans og efstu þrjú sætin skipa leikmenn sem allir hafa lagt skóna á hilluna. Það sem hins vegar kemur einna mest á óvart er að sjálfur David Beckham lenti ekki í nema 5. sæti og var til að mynda sæti aftar en Thierry Henry hjá Arsenal. Ekki ber á öðru en að heimsyfirráð Beck- hams séu að dvína. ■ DAVID BECKHAM Má mun sinn fífil fegurri í vinsældum hjá knattspyrnu- áhugamönnum. 10 EFTIRSÓTTUSTU EIGIN- HANDARÁRITANIRNAR 1. Pele Brasilíu 2. Bobby Moore Englandi 3. Maradona Argentínu 4. Thierry Henry Frakklandi 5. David Beckham Englandi 6. George Best N-Írlandi 7. Zinedine Zidane Frakklandi 8. Alan Shearer Englandi 9. Eric Cantona Frakklandi 10. Geoff Hurst Englandi Kvennalið Keflavíkur: Engin Bristol KÖRFUBOLTI Nú er ljóst að Reshea Bristol mun ekki koma og spila með Keflavík í 1. deild kvenna í körfubolta eins og vonast var eftir. Bristol lék mjög vel með Keflvíkingum fyrri hluta móts en þurfti að fara af landi brott vegna fjöl- skylduaðstæðna. Í staðinn fékk Kefla- vík LaToyu Rose en hún stóð engan veginn undir væntingum og var send heim eftir aðeins tvo leiki. Keflvíking- ar ætla að sér að halda áfram að leita að útlendingi fyrir lokaátökin. ■ Jafnræði var með Norð- mönnum og Spánverjum í viðureign þjóðanna á HM í Túnis í gær. Jafnt var á flestum tölum fyrstu 20 mínútur fyrri hálfleiks en þegar fimm mínútur voru til leikhlés höfðu Norðmenn tveggja marka forystu, 12-10. Spánverjar tóku sig saman í andlitinu og enduðu hálfleikinn með 5-0 áhlaupi og staðan í hálfleik var 15-12. Norðmenn riðu ekki feitum hesti í seinni hálfleik og biðu afhroð gegn vel smurðu liði Spánverja sem skoruðu 16 mörk í seinni hálfleik gegn 12 mörkum Norðmanna og stóðu uppi sem sigurvegarar, 31-24. Spán- verjar mæta Túnis í undan- úrslitum mótsins en Norð- menn spila við Rússa um 7. sætið. ■ Norðmenn spila um 7. sætið eftir tap í gær: Spánverjar í undanúrslit 34-35 (22-23) sport 3.2.2005 22.36 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.