Fréttablaðið - 07.02.2005, Page 2

Fréttablaðið - 07.02.2005, Page 2
2 7. febrúar 2005 MÁNUDAGUR TEHERAN, AP Íranar skora á Evrópu- sambandið að taka viðræður um kjarnorkuáætlun Írana alvarleg- ar. Fulltrúi stjórnarinnar sagði á blaðamannafundi að Íranar hefðu slegið á frest áætlunum sínum um að auðga úran, en það er forsenda framleiðslu kjarnorkuvopna. Evrópusambandið hefur þrýst mjög á Íran að hætta við kjarn- orkuáætlun sína og hefur boðist til að láta styðja Írana fjárhags- lega og tæknilega ef þeir verða við þeirri kröfu. Stjórnvöld í Íran harðneita að markmið kjarnorkurannsókna þeirra sé framleiðsla vopna. Þessu trúa Bandaríkjamenn ekki og hafa á síðastliðnum vikum haft í frammi stöðugt þyngri gagnrýni á írönsk stjórnvöld. Hamid Reza Asefi, talsmaður utanríkisráðuneytis Írans, sagði á blaðamannafundi í gær að stjórnvöld í Bandaríkjunum stefndu að því að auka spennu í samskiptum Írans og Vestur- landa. Íranar óttast að Banda- ríkjamenn hyggi á hernaðarað- gerðir gegn landinu. Íran er aðili að samningi gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Stjórnvöld þar telja sig hafa allan rétt til að þróa kjarnorkutækni til rafmagnsframleiðslu og neita að falla frá þeim áformum. ■ Sextán fíkniefnamál í miðbænum á þremur klukkutímum: Fjöldi mála staðfestir mikla neyslu FÍKNIEFNI Sextán fíkniefnamál komu upp á tæplega þremur klukkutímum í miðbæ Reykjavík- ur aðfaranótt laugardags. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefna- deildar lögreglunnar í Reykjavík, segir málafjöldann staðfesta að mikil fíkniefnaneysla sé samfara skemmtanalífinu í miðborginni. Mest fannst af kókaíni og am- fetamíni en þó eitthvað af kanna- bisefnum. Í fimmtán málanna fundust fíkniefni í fórum fólks en málin komu upp inni á sjö skemmtistöð- um. Í einu tilviki var komið að þremur einstaklingum sem áttu viðskipti með fíkniefni við bíl í Tryggvagötu. Þremenningarnir voru handteknir og gistu fanga- geymslur en voru yfirheyrðir daginn eftir. Í fórum þeirra fund- ust sex til sjö grömm af ætluðu amfetamíni. Fíkniefnaeftirlitið hófst klukk- an tólf á miðnætti og stóð til að verða klukkan þrjú um nóttina. Ásgeir segir þó yfirleitt mest vera að gera í miðbænum frá klukkan tvö til fjögur. Hann segir lögregl- una alltaf fylgjast með fíkniefna- neyslu þó að þarna hafi verið lögð sérstaklega mikil áhersla á fíkni- efni. Hann segir fólk alltaf geta átt von á eftirliti sem þessu. - hrs Stofna sameiginlega nefnd um lausn fanga Samstarf Palestínu- og Ísraelsstjórna um lausn palestínskra fanga vekur vonir um að samningar um önnur deiluefni komist á rekspöl. Búist er við að Jerikó fari undir stjórn Palestínumanna í kjölfar ráðstefnu í vikunni. ÍSRAEL, AP Forystumenn í Palestínu og Ísrael samþykktu á laugardag að stofna sameiginlega nefnd sem fjalla á um lausn pólitískra fanga sem Ísraelar hafa í haldi. Þetta kemur í kjölfar þess að Ísraelar létu níu hundruð fanga lausa í síð- ustu viku. Nánustu samstarfsmen Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmouds Abbas, leiðtoga Palestínumanna, áttu fund á laug- ardag þar sem samkomulag náðist um stofnun nefndarinnar. Palest- ínumenn höfðu áður lýst gremju sinni yfir að ekki skyldu fleiri fangar hafa verið látnir lausir í síð- ustu viku en alls sitja um sjö þús- und Palestínumenn í ísraelskum fangelsum. Sá árangur sem nú virðist vera að nást í málum palest- ínskra fanga tengist því að á þriðjudag hefst fundur um frið- arhorfur í Mið-Austurlöndum í hafnarbænum Sharm el- Sheik í Egyptalandi. Með því að samþykkja farveg fyrir umræður um lausn pólitískra fanga hefur því málefni verið ýtt út af fundarborð- inu í næstu viku. Þetta vekur vonir um að meiri árangur náist í við- ræðum um önnur mál, svo sem eins og hvernig staðið verður að af- hendingu hernumdra svæða til Palestínumanna. Líklegt er talið að Ísraelsemenn láti af hendi stjórn í borginni Jeríkó um leið og fundinum í næstu viku lýkur. Í kjölfarið er búist við því að þeir láti af stjórn af bæjun- um Tulkarem, Qalqiliya, Betlehem og Ramallah. Málefni pólitískra fanga hefur hingað til verið einn helsti ásteyt- ingarsteinn í viðræðum Ísreals- manna og Palestínumanna og hafa Palestínumenn ekki viljað hefja viðræður um önnur deiluefni áður en niðurstaða fengist í málefni fanganna. Þeir níu hundruð fangar sem látnir voru lausir fyrir helgi sátu allir inni fyrir annað en of- beldisbrot en nefndin sem nú hefur verið stofnuð mun ekki útiloka að menn sem grunaðir eru um þátt- töku í árásum verði látnir lausir. Meðal þeirra sem látnir hafa verið lausir er Qassam Barghouti, sonur Marwans Barghouti. Qassam var handtekinn árið 2003. Ísrealar eru hins vegar ófáanlegir til að ræða lausn Marwans þar sem hann af- plánar fimmfaldan lífstíðardóm fyrir þátttöku í mann- skæðum árás- um. ■ Vindhviður upp í 31 metra á sekúndu: Vonskuveður um allt land ÓVEÐUR Vonskuveður gekk yfir landið allt í gær og í nótt og voru björgunarsveitir með venjubund- inn viðbúnað, enda hætt við því að hlutir færu að fjúka og fólk á ferli gæti lent í erfiðleikum. Búist var við að vindhraðinn gæti farið upp í allt að 25 metra á sekúndu, og í verstu hviðunum 30 metra á sekúndu. Mældist vind- hraðinn meðal annars 31 metrar á sekúndu á Fróðarárheiði á Snæ- fellsnesi klukkan sjö í gærkvöldi. Fylgdu þessu veðri töluverðar rigningar, sérstaklega sunnan- lands. - fgg Blaðamannaverðlaun ársins: Tilnefning- arnar tilkynntar VERÐLAUN Tilkynnt hefur verið hverjir eru tilnefndir til blaða- mannaverðlauna ársins 2004, en það er Blaðamannafélag Íslands sem stendur fyrir veitingu verð- launanna. Veitt eru verðlaun fyrir þrjá flokka; rannsóknarblaða- mennsku ársins, bestu umfjöllun ársins og blaðamannaverðlaun ársins og eru þrír blaða- og frétta- menn tilnefndir í hverjum flokki. Verðlaunin verða veitt laugardag- inn 12. febrúar á Hótel Borg. ■ Aðalfundur Landsbankans: Sexfaldur hagnaður VIÐSKIPTI Í ræðu sinni á aðalfundi Landsbankans á laugardaginn fór Björgólfur Guðmundsson, for- maður bankaráðs, yfir þær breyt- ingar sem orðið hafa á rekstri bankans frá því hann var einka- væddur fyrir tveimur árum. Eigið fé L a n d s b a n k a n s hefur ríflega þre- faldast, eignir hafa næstum fjórfaldast og vaxta- og þóknunartekjur hafa tvöfald- ast. Enn fremur benti Björgólfur á að í fyrra var hagnaður fyrir- tækisins sexfalt meiri en árið 2002. Stjórn Landsbankans ákvað að greiða öllum starfsmönnum bank- ans 250 þúsund króna kaupauka vegna góðs rekstrarárangurs. - þk Mannrán í Írak: Biðlað til ræningja RÓM, AP Ítalskir blaðamenn komu fram á al-Jazeera sjónvarpsstöð- inni í gær og fluttu skilaboð til mannræningja sem hafa ítalska blaðakonu í haldi. Í ávarpi sínu til mannræningj- anna lögðu þeir áherslu á að rán- ið skaðaði málstað þeirra gagn- vart umheiminum. Guiliana Sgrena var rænt á föstudaginn nærri háskólanum í Bagdad. Hún er 56 ára gömul og starfaði á Il Manifesto, sem er blað kommúnista á Ítalíu. Sgrena er andstæðingur stríðsins í Írak og hersetunnar. Ítalir binda von- ir við að mannræningjarnir láti Sgrena lausa sökum andstöðu hennar við hersetuna. ■ Tvöfaldir Vildarpunktar Tvöfaldir * * T vö fal dir Vil da rp un kt ar til 11 . f eb rú ar hv or t s em þ ú g re ið ir m eð p en in g u m eð a V ild ar ko rt i. Veltupunktar til viðbótar Auk tvöfaldra punkta fá Vildarkortshafar Visa og Icelandair alltaf veltupunkta aukalega. 14 stöðvar SPURNING DAGSINS Una María, er ekki skrítið að kæra sjálfan sig? „Það gerðum við ekki. Það er brýnt að hnykla vöðvana svo að Freyjustaurar hafi ekki bein afskipti af Freyju í Kópavogi.“ Formaður Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, krafðist þess að laganefnd Framsókn- arflokksins ógilti aðalfund Freyju þar sem ólög- lega hefði verið að honum staðið af sitjandi stjórn. Stjórnin hefði ekki heldur vitað að 43 kon- ur hefðu gengið í félagið. Una María Óskarsdóttir er varaformaður Freyju. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR FÍKNIEFNI Þeir sem teknir voru með fíkniefni í fórum sínum inni á skemmtistöðum voru með þau í neyslupakkningum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P KREFJAST LAUSNAR FANGA Málefni sjö þúsund palestínskra fanga í ísraelskum fang- elsum vekja mikinn tilfinningahita meðal Palestínumanna. Farsæl lausn á því deiluefni er talin forsenda áframhald- andi samningaviðræðna við Ísraelsmenn og ræður miklu um stöðu Mahmouds Abbas meðal þjóðar sinnar. GAGNRÝNIR VESTURLÖND Hamid Reza Asefi, talsmaður Íransstjórnar, gagnrýndi bæði Evrópusambandið og Bandaríkin á blaðamannafundi í gær. Íran- ar hyggjast ekki hætta við uppbyggingu kjarnorkuvera til rafmagnsframleiðslu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Deilur um kjarnorkuáætlun Írans: Telja Bandaríkin vilja skapa spennu BÍLVELTA Á BISKUPSHÁLSI Bíll valt á Biskupshálsi laust eftir klukkan fjögur í gær. Ökumaður- inn var einn í bílnum og sakaði hann ekki, og eiga bílbeltin þar stóran hlut að máli. Bíllinn var ekki talinn illa farinn en hann hafði einungis verið þrjá daga á götunni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.