Fréttablaðið - 07.02.2005, Side 4

Fréttablaðið - 07.02.2005, Side 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 62,42 62,72 117,59 118,17 80,90 81,36 10,88 10,93 9,75 9,81 8,90 8,95 0,60 0,60 94,62 95,18 GENGI GJALDMIÐLA 04.02.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands SALA 111,45 +0,67% 4 7. febrúar 2005 MÁNUDAGUR Sextíu ósáttir starfsmenn Kópavogs funduðu með Samfylkingingunni: Gríðarleg óánægja rædd KJARAMÁL Um sextíu starfsmenn Kópavogs sátu fund með minni- hluta bæjarstjórnarinnar í gær vegna óánægju þeirra í starfi. Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi Kópavogs, segir enga starfs- mannastefnu vera hjá bænum: „Gríðarleg reiði er í hópi þessara starfsmanna. Þeir röktu sín sjón- armið málefnalega og skipulega á fundinum.“ Í bréfi starfsmanna til bæjar- stjórnarinnar segir að mælirinn hafi fyllst þegar starfsmönnum var kynnt nýtt starfsmat sem beð- ið hafði verið frá 2002. Það lækki laun framtíðarstarfsmanna á skrifstofum bæjarins sé miðað við þá sem nú sinni störfunum. Þeir vilji að samið verði um kjör þeirra í Kópavogi en ekki í sam- floti við starfsmenn annarra bæj- arfélaga. Flosi segir að skoða þurfi starfsmatið fyrir bæjarfélagið betur og í framhaldi af því hvort Kópavogur eigi að starfa með óbreyttum hætti með launanefnd sveitarfélaganna: „Ég er til í að skoða hvort kjarasamningarnir eigi ekki að vera lágmarkssamningar. Þá hefðu sveitarfélögin rýmri heim- ildir til launahækkana.“ - gag SKOÐANAKÖNNUN Halldór Ásgríms- son forsætisráðherra fær slaka út- komu í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins þar sem spurt er um traust til stjórnmálamanna. Flestir nefna hann sem þann stjórnmála- mann sem þeir treysta síst en fáir segjast bera mest traust til hans. Davíð Oddsson nýtur mest trausts allra en þó hafa margir horn í síðu hans. Tæpur þriðjungur Íslendinga telur Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra vera þann stjórnmála- mann sem þeir treysta síst og hafa óvinsældir hans vaxið talsvert síð- an hann settist í embætti sitt í haust. Á sama tíma fækkar aðdá- endum Halldórs verulega. Í sept- ember sögðu sextán prósent lands- manna treysta honum allra stjórn- málamanna best en nú segjast að- eins tæp fjögur prósent gera það. Framsóknarflokkurinn nýtur fylg- is átta prósenta kjósenda um þess- ar mundir og því virðast margir fylgismanna flokksins vera óánægðir með störf formannsins. Davíð Oddsson utanríkisráð- herra er sá stjórnmálamaður sem þjóðin treystir best um þessar mundir og hefur hann fest sig í sessi síðan í haust. Davíð og Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna eru í nokkrum sér- flokki í þessum efnum. Fjórðungur landsmanna segist á hinn bóginn treysta Davíð síst, þannig að hann er umdeildur sem fyrr. Fimmtán prósent kjósenda segj- ast treysta Ingibjörgu Sólrún Gísladóttur best en átta prósent segjast bera minnst traust til henn- ar. Össur Skarphéðinsson, formað- ur Samfylkingarinnar, er þó tals- vert óvinsælli en keppinautur hans og fáir nefndu hann sem þann stjórnmálamann sem þeir treysta best. Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjör- dæmum. Spurt var annars vegar: „Til hvaða stjórnmálamanns berð þú mest traust til um þessar mund- ir?“ og hins vegar: „Til hvaða stjórnmálamanns berð þú minnst traust til um þessar mundir?“ 49,75 prósent þátttakenda svöruðu fyrri spurningunni en 57,75 prósent þeirri síðari. Vinnuvikan í Frakklandi: Stjórnvöld föst á sínu PARÍS, AP Franska ríkisstjórnin hyggst ekki hvika frá þeirri stefnu sinni að lengja vinnuvik- una þrátt fyrir víðtæk mótmæli gegn áformunum. Tillögur ríkisstjórnarinnar fela í sér að vinnuvikan hjá starfs- mönnum einkafyrirtækja gæti lengst úr 35 stundum í 48 stundir. Andstæðingar breytinganna eru verkalýðsfélög en ríflega þrjú hundruð þúsund manns tóku þátt í mótmælum á laugardaginn. Ríkisstjórnin heldur því fram að hin stutta vinnuvika hafi lam- andi áhrif á atvinnulífið í land- inu. ■ ALAN GREENSPAN Yfirmaður Seðlabanka Bandaríkjanna telur að draga muni úr viðskipthallanum í Bandaríkjunum, en hann hefur aldrei verið meiri en um þessar mundir. Dregur úr hallanum VIÐSKIPTI Alan Greenspan, yfirmað- ur bandaríska Seðlabankans, spáir því að viðskiptahalli Bandaríkjanna fari minnkandi meðal annars vegna veikrar stöðu Bandaríkjadals. Í ræðu sinni á fundi helstu iðn- ríkja heims í Lundúnum. Hann sagði að auk veikingar Bandaríkja- dals hefði meiri agi í ríkisfjármál- um þau áhrif að draga myndi úr við- skiptahallanum. Greenspan var þó varkár í spá- dómum og sagði að vegna þess hve umfangsmikið og flókið fjármála- kerfi heimsins væri orðið væri ekki lengur hægt að spá nokkru um þró- unina. Hann taldi þó að mikill sam- dráttur í viðskiptahalla Bandaríkj- anna kæmi ekki til með að hafa veruleg áhrif á markaði. Þetta telja margir hagfræðingar vera bjart- sýni þar sem mörg stór hagkerfi treysti á jákvæðan vöruskipajöfnuð við Bandaríkin. ■ ■ DANMÖRK 31 INNFLYTJANDI Í FRAMBOÐI 31 innflytjandi er í framboði til þingkosninganna í Danmörku á þriðjudaginn. Svo margir inn- flytjendur hafa aldrei áður verið í framboði. Búist er við að allt að fjórir þeirra nái kjöri. Málefni innflytjenda hafa verið mikið til umræðu í kosningabaráttunni. FRÁ FUNDI STARFSMANNA KÓPA- VOGS Rétt um sextíu manns mættu til að ræða óánægju sína með starfsmat sveitarfélag- anna og litla virðingu bæjaryfirvalda á störfum þeirra hjá Kópavogsbæ. MEST TRAUST „Til hvaða stjórnmálamanns berð þú mest traust um þessar mundir?“ Febrúar 2005 September 2004 Davíð Steingrímur Ingibjörg Geir Halldór 27,6% 22,5%28,4% 24,6% 9,0% 15,1% 16,2% 3,8% MINNST TRAUST „Til hvaða stjórnmálamanns berð þú minnst traust um þessar mundir?“ Febrúar 2005 September 2004 Davíð GuðniIngibjörgÖssurHalldór 22,6% 26,0%31,2% 24,7% 13,1% 8,0% 8,7% 4,1% 5,6% 1,3% 6,5% 14,3% SKOÐANAKÖNNUN Þegar Steingrím- ur Hermannsson gegndi embætti forsætisráðherra á árum áður var hann jafnan sá stjórnmála- maður sem flestir sögðust bera traust til. Þannig var oft sagt um Steingrím að hann væri vinsæll og vissi af því. Steingrímur er ekki í vafa um hver lykillinn að vinsældum sínum hafi verið. „Að vera opinskár og í góðu sambandi við fólkið, vera heiðarlegur eins og frekast er kostur og gera það sem þú telur rétt. Viðurkenna mistök ef þú gerir mistök, það gera allir mistök.“ Steingrími er ekki skemmt yfir þeirri stöðu sem eftirmaður hans, Halldór Ás- grímsson, er kominn í. „Mér þyk- ir leitt að sjá það. Ég held að hann þurfi að taka sig á og fara að þessum ráðleggingum sem ég var að gefa.“ Til áhersluauka bendir Stein- grímur á nokkur atriði sem hann hugði sérstaklega að í embættistíð sinni. „Ég gætti þess alltaf að vera til viðtals við flokksmenn og utanflokks- menn og fjölmiðla, ég held að það hafi reynst mér mjög happadrjúgt og ég held að það sé ákaflega mikilvægt líka að hlusta á önd- verðar skoðanir. Mér fannst ég hafa mikið gagn af því.“ ■ Heilræði til Halldórs: Að vera opinskár og viðurkenna mistök Aðeins fjögur prósent treysta Halldóri best Halldór Ásgrímsson er sá stjórnmálamaður sem þjóðin ber minnst traust til og hafa óvinsældir hans aldrei verið meiri. Davíð Oddsson er aftur á móti sá stjórnmálamaður sem flestir treysta. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Halldór hefur mæðst í mörgum erfiðum málum að undanförnu sem gera honum nú erfitt fyrir, að mati Gunnars Helga Kristinssonar prófessors. sveinng@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.