Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.02.2005, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 07.02.2005, Qupperneq 11
10 7. febrúar 2005 MÁNUDAGUR Félagsmálaráðuneytið er að leggja loka- hönd á drög að reglugerð um atvinnu- réttindi útlendinga. Þessi reglugerð hefur verið lengi í smíðum en nú á loksins að klára hana og er það liður í sáttum milli verkalýðshreyfingarinnar og Impregilo. Í byrjun vikunnar voru þó horfur á að sættirnar yrðu ekkert allt of miklar, verka- lýðshreyfingin taldi hana beinlínis óásættanlega og Samtök atvinnulífsins lýstu engri hrifningu. Sumir spurðu sig hvort þarna væru pólitísk klókindi á ferð. Hver hefur þróunin verið? Reglugerðin hefur verið lengi í smíðum. Samstarfsnefnd um atvinnuréttindi út- lendinga skilaði af sér drögum að reglu- gerð í fyrravor og afgreiddi ákveðnar verklagsreglur. Um þetta var sátt við verkalýðshreyfinguna en ekki gengið endanlega frá reglugerðardrögunum enda höfðu þau ekki tekið gildi. Í vetur blossaði síðan upp gríðarleg gagnrýni á störf Impregilo á Kárahnjúkum af hálfu verkalýðshreyfingarinnar, meðal annars varðandi atvinnu- og iðnréttindi, lög- gæslu og heilbrigðiseftirlit, og hefur félagsmálaráðherra kynnt sér málið. Eftir að hafa setið fundi með fulltrúum allra aðila ákvað hann í sáttaskyni að gera breytingar og gefa síðan reglugerðina út. Hvað kemur í veg fyrir sættir? Verkalýðshreyfingin telur vafa leika á að breytingarnar, sem gerðar hafa verið, standist lög og ekki bæti úr að verklags- reglurnar séu hunsaðar. Ýmis ákvæði skapi frekari óvissu varðandi framkvæmd laganna og verði vandasamt fyrir þá sem eiga að starfa eftir þeim hvað varðar verklag og túlkun. Atvinnuleyfi þyki rýmkuð, ekki tekið á réttindamálum er- lendra starfsmanna auk þess sem inn er komin ný túlkun á því hvað sé fullnægj- andi heilbrigðisvottorð. Ef drögin haldast óbreytt þykir félags- málaráðherra ekki hafa komið nægilega til móts við gagnrýni verkalýðshreyfingar- innar. Nægilega komið til móts við gagnrýni? FBL GREINING: BAKSIÐ MEÐ REGLUGERÐINA Borgin vill taka jörð Kjartans Gunnarssonar eignarnámi – hefur þú séð DV í dag? Kjartan heimtar 133 milljónir Samfylkingin spyr mest allra flokka Alþingismenn spyrja um allt á milli himins og jarðar, stjórnarandstæð- ingar þó sýnu meira en stjórnarliðar. Kynþroski þorsks og símtöl til Grænlands eru á meðal fyrirspurna sem bornar hafa verið upp á yfir- standandi þingi. Á yfirstandandi þingi hafa al- þingismenn borið upp 271 fyrir- spurn um margvísleg efni. Stjórnarandstaðan er mun spur- ulli en stjórnarliðar, Samfylk- ingarfólk spyr mest en fram- sóknarmenn minnst. Varaþing- menn eru áberandi í hópi fyrir- spyrjenda. Flestir vilja fræðast um menntamál en lítill áhugi er fyrir málefnum Norðurlanda. Sagt var frá því í fréttum í vikunni sem leið að fjórðu hverri fyrirspurn sem beint var til ráðherra ríkisstjórnarinnar á haustþingi væri ósvarað enda þótt frestir þingskaparlaga væru löngu útrunnir. Síðan þá hafa ráðherrar tekið sig nokkuð saman í andlitinu en enn vantar þó herslumuninn. Þingmenn í öllum þjóðþing- um nágrannalandanna bera fram fyrirspurnir til ráðherra og er breska þingið ágætt dæmi um það en þar kemur oft til fjörugra umræðna undir slíkum kringumstæðum. Hérlendis eru bæði óundirbúnar og undirbún- ar fyrirspurnir tíðkaðar og skiptast þær síðarnefndu í munnlegar og skriflegar. Skrif- legu fyrirspurnirnar eru oft um flóknari efni sem erfitt er fyrir ráðherra að gera grein fyrir á stuttum tíma úr ræðustól en óundirbúnu fyrirspurnirnar fjalla jafnan um mál sem efst eru á baugi hverju sinni og eru þess eðlis að ráðherra getur svarað þeim án undirbúnings. Fyrirspurnir gegna stóru hlutverki í aðhaldi löggjafans að framkvæmdavaldinu en þingmenn spyrjast að öðru leyti fyrir í margvíslegum tilgangi. Þeir nýta upplýsingar sem fást úr svörunum við undirbúning þingmála sinna en jafnframt gefst þeim með þessu færi á að beina kastljósinu að málum sem þeir telja þörf á að ræða. Þetta á ekki síst við um stjórnarand- stöðuna, sem getur með þessu beint athygli fólks að brotalöm- um samfélagsins. Taflan hér á síðunni gefur þetta glögglega til kynna, stjórnarliðar hafa ein- ungis borið fram um tíu prósent fyrirspurna yfirstandandi þings. Oft verða fyrirspurnir til þess að stjórnvöld taka við sér og semja lagafrumvörp þar sem bætt er úr. Auk þess eru fyrir- spurnir gjarnan notaðar til að ýta á eftir efndum á þingsálykt- unartillögum sem samþykktar hafa verið einhverju áður. Síð- ast en ekki síst gefst varaþing- mönnum gott tækifæri til að láta ljós sitt skína á þingi með því að bera upp fyrirspurn en samning slíkra spurninga tekur mun skemmri tíma en undir- búningur annarra þingmála. Þannig eru tíu varaþingmenn í hópi þeirra 47 sem hafa spurt Lotus Professional Hagkvæm heildarlausn fyrir snyrtinguna Mán udag a til föstu daga frá k l. 8:0 0 til 18:00 Laug arda ga fr á kl. 10 :00 t il 14: 00 Nýr o pnun artím i í ver slun RV: R V 20 28 Lotus WC Compact statíf Lotus sápuskammtari Tilbo ð febrú ar 20 05 20% afslát tur af öllum Lotus Profe ssiona l papp írs- og sá puskö mmtu rum f yrir snyrti ngun a. Lotus miðaþurrkuskápur Marathon 1.591.- 1.591.- 1.591.- Aukið hreinlæti – minni kostnaður ALÞINGISMENN ERU FRÓÐLEIKSFÚSIR 271 fyrirspurn hefur verið borin upp á Alþingi á yfirstandandi þingi. Jóhann Ársælsson, Lúðvík Bergvinsson, Björgvin G. Sigurðsson og Guðmundur Hallvarðsson hafa allir borið upp fyrirspurnir í vetur en Birgir Ármannsson ekki. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.