Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.02.2005, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 07.02.2005, Qupperneq 13
Eftir fall Sovétríkjanna var Rúss- land lýst lýðræðisríki. Sigurganga lýðræðisins var hafin um allan heim. Ofbeldisfullir einræðisherrar hurfu frá villu síns vegar og létu kjósa sig í almennum kosningum, oft undir eftirliti vestrænna lýð- ræðisstofnana. Sama varð uppi á teningnum eftir árásirnar á turnana tvo í New York. Líbía og Súdan snerust til dæmis gegn hryðjuverk- um, Gaddafi iðraðist opinberlega og borgaði bætur fyrir unnin hryðju- verk, sem hann hafði þangað til þrætt fyrir. Með þessu fengu ein- ræðisherrarnir skotleyfi alþjóða- samfélagsins á andstæðinga sína, sem nú fengu stimpilinn „hryðju- verkamenn“. Eftir að Pútín Rússlandsforseti hafði heimsótt George W. Bush á búgarð hans í Texas gaf Bush út þá frægu yfirlýsingu að hann hefði horft djúpt í augu þessa manns og fundið á stundinni að þar fór maður, sem hann gat átt góð samskipti við. Hver var svo þessi maður sem svo heillaði forseta Bandaríkjanna upp úr skónum? Pútín hafði strax á námsárum sínum við Moskvu- háskóla boðið KGB þjónustu sína sem snuðrari um samstúdenta sína og hóf störf undir Fimmtu stjórnar- nefnd sem sá um ofsóknir á hendur andófsmönnum. Upp á síðkastið hefur verið reynt að varpa töfra- ljóma á líf hans sem njósnara er- lendis, en staðreyndin er sú að hann var aldrei formlega fluttur til er- lendu njósnadeildar KGB, aðeins lánaður þangað, að sögn Oleg Kalugins fyrrum hershöfðingja í KGB, og þá aðeins í minni háttar starf. Að sögn Júrí Svets, annars KGB-njósnara, töldu menn innan stofnunarinnar að á mælikvarða framabrautar væri Dresden í Austur-Þýskalandi, en þangað var Pútín sendur, „algert svarthol, ferð án fyrirheits“. Þessi frami nægði þó til þess að í umrótinu eftir fall múrsins og síðar Sovétríkjanna reis Pútín ört í tign innan KGB í Leningrad (nú aftur Pétursborg) og fékk á sig orð fyrir að hafa tekist að koma þar á stöðug- leika. Áhrifamikil öfl, með KGB sem kjarnahóp, sameinuðust þá um að láta hann leysa stjórnleysi síðara kjörtímabil sJeltsíns af hólmi. Fyrir hann var stofnaður stjórnmála- flokkur. Hann vann kosningar, kom á röð og reglu; hermönnum og opin- berum starfsmönnum voru greidd laun nokkurn veginn reglulega, hann hlaut gífurlegar vinsældir heima fyrir og ávann sér traust meðal ráðamanna á Vesturlöndum. Eftir 11. september hafði hann tækifæri til að verða álitinn traust- ur bandamaður Bandaríkjanna og hefði getað snúið Rússlandi á braut- ir vestræns lýðræðis og menningar. Nú, á öðru ári seinna kjörtíma- bils hans, blasa staðreyndirnar hins vegar við. KGB-menn og herfor- ingjar skipa nú meira en helming allra æðstu embætta í Kreml. Með því að umskíra þjóðarmorðið í Tséténíu sem „baráttu gegn hryðju- verkamönnum múslima“ hefur þeim tekist að fara sínu fram þar án mótmæla vestrænna ráðamanna og án rækilegrar umfjöllunar vest- rænna fjölmiðla. Jafnframt hafa þeir notað tækifærið til að þjarma rækilega að þeim fátæklegu rétt- indum sem borgararnir höfðu áunn- ið sér eftir fall Sovétstjórnarinnar, og til að efla á ný allt eftirlitskerfið sem sovétstjórnin hafði með fram- ferði þeirra. Engum dettur í hug lengur að Rússland sé á leiðinni að verða vest- rænt lýðræðisríki. Í nýlegri bók er innantómt lýðræði Rússa kallað „skopstæling á lýðræði“. Það er þó sannarlega reginmunur frá fyrri stjórnarháttum að Pútín var kosinn til valda, ólíkt fyrirrennurum sínum í Sovétinu. En að öðru leyti, sam- kvæmt sömu bók, hafa kosningar getið af sér „stjórnmálaflokka án hugmynda, umræður án þátttöku hagsmunaaðila, fjölmiðla án gagn- rýni. Ennfremur hafa allar þær stofnanir verið geltar, sem stuðlað gætu að pólitískri menningu og hlúð að fjölbreytni í skoðunum fyrir framtíðina.“ Margir Rússar vilja kalla þetta kerfi „stýrt lýðræði“. Jegor Gaidar, fyrsti forsætisráðherrann eftir fall sovétsins, hefur lagt til að þetta kerfi verði kallað „lokað lýðræði“. Sú lýsing, segir hann, á við „kerfi þar sem andstaða er lögleg í prinsippinu, engin almenn kúgun á sér stað, kosningar fara fram, en niðurstöður þeirra eru þó ávallt fyr- irsjáanlegar.“ Eftir fall Sovétríkjanna sáu hug- sjónamenn fyrir sér að lýðræðið mundi fara „eins og vorþeyr um löndin.“ Það mundi spretta upp úr gróðurvana fótsporum einræðis- herranna og laga sig að hefðum hverrar þjóðar fyrir sig. Bandarík- in mundu veita þessum veikburða gróðri skjól með yfirburðavaldi sínu og nauðsynlegum „áburði, ljósi og annarri virkt“. „Pax Americana“ var runnið upp. Nú, eftir fyrstu kosningarnar sem George W. Bush hefur óum- deilanlega unnið, var það hans fyrsta verk að lýsa því yfir að vest- ræn gildi (að hætti repúblikana), lýðræði og frelsi, yrðu breidd út um allan heiminn, með hervaldi ef ekki vildi betur. Það ætti að vera fremur létt verk. Allir einræðis- herrar heimsins standa nú með honum – nema tveir. Þar er verk að vinna fyrir vígfúsar og staðfastar þjóðir. ■ Ö ldruðum í þjóðfélaginu fjölgar stöðugt og samfélagið þarfað taka myndarlega á til að bæta kjör og aðbúnað þeirra.Umræðan um öldrunamál að undanförnu hefur leitt í ljós að víða er pottur brotinn varðandi aðbúnað aldraðra. Flestir hallast að því að það sé langbest fyrir þá að geta verið heima hjá sér eins lengi og kraftar og heilsa leyfi, en þá þarf að efla þjónustu sveitar- félaganna við aldraða á ýmsum sviðum til að gera þeim kleift að vera á heimilum sínum. Það færist sífellt í vöxt í þéttbýlinu að fólk minnki við sig húsnæði þegar það fullorðnast og bygging húsnæðis fyrir þá sem eru komnir á efri ár er orðin stór atvinnugrein. Gall- inn er sá að þetta nýja og fína húsnæði er oft mjög dýrt, og varla hefur það lækkað nú þegar verð á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur farið stórhækkandi með hverjum mánuðinum sem líður. Sæmilega stór einbýlishús duga stundum vart fyrir þokkalegri íbúð í fjölbýli fyrir aldraða. Jafnframt því að efla heimaþjónustuna er brýn nauðsyn að bæta við hjúkrunarheimilum í landinu. Það voru nöturlegar upplýsingar sem komu fram á Alþingi á dögunum varðandi fjölda þeirra sem verða að deila herbergjum með öðrum á öldrunarstofnunum. Í ein- staka undantekningartilfellum getur verið að viðkomandi kjósi fjöl- býli, en reglan hlýtur að vera sú að aldraðir búi í einbýli og geti haft eitthvað af sínum persónulegu munum hjá sér. Í Fréttablaðinu á sunnudag var fróðlegt viðtal við elsta karlmann landsins, Guðmund Daðason sem er 104 ára. Hann dvelur á Holtsbúð í Garðabæ, þar sem vel er búið að öldruðum. Í viðtalinu segir Guð- mundur frá æviferli sínum, en hann bjó í mörg ár ásamt konu sinni að Ósi á Skógarströnd á Snæfellsnesi, en fluttist til höfuðborgarinar eins og margir aðrir á landsbyggðinni. Guðmundur er mjög jákvæð- ur og hefur lifað heilbrigðu lífi. Hann hefur alltaf hreyft sig mikið, aldrei reykt og drukkið lítið vín um dagana eins og hann segir. Um ellina segir hann: „Mér hefur aldrei fundist ég vera gamal- menni og upplifi mig fremur ungan. Finnst gott að geta lifað áhyggjulausu lífi, en í raun er hvorki skemmtilegt né leiðinlegt að verða gamall. Víst er gaman að vera ungur, en ekki að eilífu. Ég hefði þó gjarnan viljað fæðast í dag, því nú er svo margt á boðstólum sem ekki var.“ Og síðar í viðtalinu segir Guðmundur Daðason: „Lífið hefur leik- ið við mig. Séra Sigurður Gunnarsson prófastur í Stykkishólmi lét okkur draga ritningargrein og þá dró ég þessa: „Sjá, ég er með yður alla daga, allt til enda veraldar“. Ég var auðvitað lukkulegur með það veganesti, enda hefur lífið alltaf verið mér gott og ég ekkert haft af sorgum að segja.“ Það væri betur að fleiri litu tilveruna á þennan hátt, og sérstak- lega þeir sem aldraðir eru. Það ætti að vera markmið samfélagsins að búa vel að þeim sem skilað hafa ævistarfinu, svo þeir geti eytt ævikvöldinu með reisn, en þurfi ekki að kvíða ellinni. ■ 7. febrúar 2005 MÁNUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Efla þarf heimaþjónustu og reisa fleiri hjúkrunar- heimili fyrir aldraða. Búum vel að öldruðum FRÁ DEGI TIL DAGS Gallinn er sá að þetta nýja og fína húsnæði er oft mjög dýrt, og varla hefur það lækkað nú þegar verð á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur farið stór- hækkandi með hverjum mánuðinum sem líður. Sæmilega stór einbýlishús duga stundum vart fyrir þokkalegri íbúð í fjölbýli fyrir aldraða. ,, Í DAG RÚSSNESKA RÚLLETTAN GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Kerfi þar sem and- staða er lögleg í prinsippinu, engin almenn kúgun á sér stað, kosningar fara fram, en niðurstöður þeirra eru þó ávallt fyrirsjá- anlegar. ,, Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 TILBOÐ á bolludaginn Nýsteiktar fiskibollur 850,- Nýlagað fiskfars 590,- Opið laugardaga 10-14:30 Skopstæling á lýðræði Upplýstur þingheimur „Þetta mál er ekki afgreitt í skjóli næt- ur. Þessu máli er ekki hraðað á einum, tveimur klukkutímum í gegnum þingið. Það er ekki gert og stóð ekki til. Þetta mál, þegar menn hafa kynnt sér það, liggur fyrir eins og opin bók. Það eru engin leynd réttindi í þessu máli, eng- in. Það hlýtur að hafa heilmikla þýð- ingu fyrir menn sem horfa á afgreiðslu málsins,“ sagði Davíð Oddsson um af- greiðslu Alþingis á eftirlaunaforrétt- indadekrinu. Mönnum sást yfir Eftir að Fréttablaðið sagði frá að fyrr- verandi ráðherrar fá eftirlaun þrátt fyrir að vera enn í launuðum störfum hjá ríkinu sagði Halldór Ásgrímsson núver- andi forsætisráðherra í umræðum á Al- þingi: „Mönnum sást einfaldega yfir þetta og ég tel rétt að taka þetta til at- hugunar.“ Skoðað af sanngirni Sumir þingmenn hafa gripið til þeirra útskýringa að tími hafi ekki gefist til að skoða málið nægilega vel á sínum tíma. Athygli vekur þegar umræðurnar um frumvarpið á Alþingi eru skoðaðar að Davíð Oddsson heldur því fram að málið hafi síður en svo verið afgreitt í fljótheitum. „Þegar menn horfa á um- fang þessa máls og skoða það og horfa til þátta af sanngirni, líta til emb- ætta, ekki manna, horfa til frambúðar og horfa til þess að hér er um opna, gagnsæja og lýðræðis- lega ákvörðun að ræða hygg ég að viðbrögðin verði önnur en kunna að verða í fljótheit- um,“ sagði Davíð Oddsson á sínum tíma. Svo vita allir hvernig til tókst. sme@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.