Fréttablaðið - 07.02.2005, Side 57
20 7. febrúar 2005 MÁNUDAGUR
Það var kvöld eitt þeg-
ar snáði nokkur á ung-
lingsárum sínum var
boðinn í mat heim til
bekkjarsystur sinnar
sem átti stóran hluta í
hjarta stráksins.
Þetta er nú ekki í
frásögur færandi nema
hvað að dagskrá kvöldsins var þétt
skipuð og hafði okkar maður í
mörg horn að líta. Fyrst átti að
snæða með stúlkunni sætu, svo átti
að standa plötusnúðavakt í félags-
miðstöð bæjarins og rúsínan í
pylsuendanum var svo teiti hjá títt-
nefndri stúlku seint um kvöldið.
Guttinn kom til telpunnar um
kvöldmatarleytið. Var þá búið að
leggja á borð og mannskapurinn til-
búinn að næra sig. Maturinn var
ekki af verri endanum, steik af
bestu gerð að hætti pápa gamla. Vit-
andi að dagskrá kvöldsins væri þétt
missti strákurinn eilítið stjórn á sér
og fékk hver steikarbitinn á fætur
öðrum að renna niður vélindað.
Eftir að hafa átt dýrmæta stund
með stúlku drauma sinna hélt gaur-
inn, uppþembdur og fínn, í átt að
félagsmiðstöðinni því vaktin var á
næsta leiti.
Eftir að drengurinn hafði þeytt
nokkrum skífum tók maginn und-
arlegan kipp og áður en kappinn
vissi af var komið brúnt í brók.
Hann sló sér á enni og húðskamm-
aði sjálfan sig fyrir ærslaganginn í
matartímanum en dreif sig svo
heim til að fara í hreinar brækur –
ekki gat hann mætt í teitið í þessu
ástandi.
Þegar heim var komið beið enn
eitt áfallið. Allar flottu buxurnar
voru óhreinar og það eina sem var
í boði voru síðar hjólabuxur! Þar
sem kappinn var harðákveðinn í að
mæta í gleðskapinn og hitta stúlk-
una sló hann til og skellti sér í níð-
þröngar buxurnar.
Er í gleðina var komið ráku
stúlkur samkvæmisins upp stór
augu og sögðu: „Hva? Kallinn bara
að sýna línurnar. Einhver sérstök
ástæða?“ Það stóð ekki á svarinu
hjá söguhetjunni: „Já, ég drullaði í
mig og átti ekki aðrar buxur!“ Ekki
var þetta svar tekið trúanlegt. „Já,
einmitt! Þú ert alltaf sami brand-
arakallinn.“ ■
STUÐ MILLI STRÍÐA
SMÁRI JÓSEPSSON SEGIR SÖGU AF GÖMLUM BEKKJARFÉLAGA
Með brúnt í níðþröngum hjólabuxum
M
YN
D
: H
EL
G
I S
IG
U
RÐ
SS
O
N
,,Við ætlum fjórar vinkonur
saman aftur og aftur!
Diskarnir eru æðislegir hjá okkur!“
Sumarnámskeið fyrir skapandi börn,
eldri og yngri, keramik, teikning,
málun - allt innifalið - litlir hópar.
Aðeins 8500 kr. vikan!
Skráning í Keramik fyrir alla,
sími 552 2882, Laugavegi 48b.
Sjá lýsingu: www.keramik.is
Hvað segja börnin
um námskeið í
Keramik fyrir alla?
Öskudagur
Keramik fyrir alla,
Krakkar!
Komið að mála
keramik.
15% afsláttur af
öllu á öskudag
Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið
Sendu SMS skeytið JA MFF á
númerið 1900 og þú gætir unnið.
Vinningar eru: • Miðar fyrir 2 á Meet the Fuckers
• Varningur tengdur myndinni • DVD myndir • Margt fleira.
11. hve
r
vinn
ur!
13 vikna nám í ljósmynda- og
tískuförðun hefst 14. febrúar.
Skráning og upplýsingar eru í síma 564 0406 og á
makeup@fjoltengi.is. Góð greiðslukjör.
Hamraborg 7
Hamrabrekkumegin.
Sími 564 0406
1950 tímabil, nemandi Anna Kristín
Eftir Patrick McDonnell
■ PONDUS
■ GELGJAN
■ KJÖLTURAKKAR
■ BARNALÁN
■ PÚ OG PA Eftir SÖB
Eftir Kirkman/Scott
Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
Eftir Frode Överli
TÍGRARNIR
FÓTBOLTA-
KLÚBBUR
Þú plataðir mig! Þú vissir
af undirmeðvitundar-
kassettunni allan tímann.
Ha!
Ótrúlegt að þú viljir
leika svona á mig
Sara! Leika
svona á þig?
Þú keyptir bandið! Þú
ætlaðir að spila undir-
meðvitundarkassettuna
fyrir mig. Það er því ég
sem ætti að vera
hrifin–-
Ég meina
reið! Það virkar!
Í alvöru!
...og mamma keypti þessar
nýju buxur, og þessa skyrtu,
og nýja peysu og nýja skó og
ég fékk meira að
segja nýja sokka!
Ertu
ekki
hrifinn af
þessu
dóti?
Jú, Solla! Þú átt
eftir að líta rosa-
vel út fyrsta dag-
inn í leikskólanum!
Leikskólanum?
Já, þú
byrjar í
næstu viku.
Þetta
var of
gott til
að vera
satt!
Þakka þér
kærlega fyrir
hjálpina!
Mjási
Það er
komið haust!
HRÓKARNIR
SKÁK-
KLÚBBUR