Fréttablaðið - 07.02.2005, Side 65

Fréttablaðið - 07.02.2005, Side 65
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Frumsýning 11. febrúar kl. 20 – UPPSELT 2. sýning 13. febrúar kl. 19 – FÁAR SÝNINGAR Miðasala á netinu; www.opera.is Netfang miðasölu; midasala@opera.is • Sími miðasölu: 511 4200 Banki allra landsmanna Aldrei fleiri Verðdæmi á mann áfangastaðir! Verð frá 47.066 kr.* Costa del Sol 57.438 kr. ef 2 ferðast saman. á Santa Clara í 7 nætur. *á mann m.v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11 ára, ferðist saman. Innifalið: Flug, gisting, 10.000 bókunarafsláttur og flugvallarskattar. á Skala í 7 nætur. á Elimar í 7 nætur. á Halley í 7 nætur. Verð frá 49.400 kr.* Krít 60.100 kr. ef 2 ferðast saman. Verð frá 39.500 kr.* Portúgal 54.200 kr. ef 2 ferðast saman. Verð frá 38.730 kr.* Mallorca 47.730 kr. ef 2 ferðast saman. Verð frá 34.230 kr.* Benidorm 46.300 kr. ef 2 ferðast saman. Nokkrir góðir dag- ar án gluggapósts Til að elska föðurlandið ennþáheitar er gott að bregða sér til útlanda af og til. Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina skrýtna. Föðurlandsástin byrjar strax að krauma þegar flugliðar hafa lokið við að færa stórbændum á sagaclass endurnærandi drykki og tímarit að fela sig á bak við meðan lowclass búsmalinn silast eftir þröngri kinda- götu áleiðis í gripahólfið. Hjörtun á lowclass hoppa af stolti yfir því að svona fáir skuli geta kostað svona marga til að ferðast ókeypis svona oft. ÖRFÁIR ÚRTÖLUMENN hafa haldið því fram að það sé fráleitt að svona margir höfðingjar þurfi að ferðast á kostnað þeirra sem ekki hafa efni á að ferðast, og neita að skilja sögulegt mikilvægi þess að ráðherrar Íslands séu ekki færri en postularnir (meira að segja að við- bættum Júdasi). Þetta sama farisea- tittahyski telur það vera ofrausn að halda sig með 30 sendiherra til að gæta hagsmuna Íslands á alþjóða- vettvangi, þar af 15 með aðsetur í Reykjavík, þótt það sé augljóst að því minna sem landið er, þeim mun stærri þarf utanríkisþjónustan að vera og svo sparast gífurlegt fé við að hafa sendiherra fremur heima en erlendis. SANNUR ÍSLENDINGUR fyllist heimþrá eftir nokkra góða daga án gluggapósts og leitar heim í átthag- ana á Netinu. Þar segir af margvís- legum sparnaði til hagsbóta fyrir okkur smáfólkið: Forseti Íslands er kominn í launalaust leyfi til vina- fólks síns á Indlandi; forsætisráð- herrann í launalaust leyfi til útlanda en því víðlenda prestakalli þjónaði hann um árabil; og okkar ástsæli ut- anríkisráðherra hefur líka drifið sig til útlanda þótt hann hafi í sínu fyrra starfi forðast þau eins og pestina, enda liggja góðir bændur sjaldnast í bæjaflakki heldur hafa vakandi auga á hjúum sínum. TIL AÐ GEGNA þessum 3 topp- stöðum í þjóðfélaginu hefur verið ráðinn 1 maður (sem er á kaupi hvort sem er). Hann mun fara með víðtækara umboð til að stjórna Ís- landi en nokkur annar síðan Jörund- ur hundadagakonungur ríkti (í sjálf- boðavinnu) eitt stutt sumar á land- inu bláa. Svona sparnað kann maður að meta! Heimþráin hverfur við stutt innlit á Netinu! ■ BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.