Tíminn - 10.01.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.01.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 10, janúar 1975. Stjórn Póstmannafélag íslands: Ekki haft sam STJÓRN Póstmannafélags tslands hefur sent blaöinu eftir- farandi athugasemdir vegna fréttatilkynninga samgönguráöu- neytisins frá 3-og 7. þ.m. og vegna frétta I fjölmiðlum af fundi, sem stjórn PFÍ hélt með frétta- mönnum vegna setningar reglu- gerðar um stjórn og skipulag póst- og slmamála. 1. Vegna fréttatilkynningar frá samgönguráðuneytinu þann 7. þ.m., óskar stjórn PFt að taka fram, að samgönguráðherra hefur ekki boðað stjórn félagsins á sinn fund vegna nýtilkominnar reglugerðar um stjórn og skipu- lag póst- og simamála, heldur fékk stjórnin, eftir itrekaðar til- raunir, fund með ráðherra þrem Félag íslenzkra símamanna: Ekki ástæða til mótmæla VEGNA þeirra umræðna, sem fram hafa farið um nýja reglugerð um stjórn og skipulag póst- og simamála, þykir stjórn Félags islenzkra símamanna rétt að eftirfarandi komi fram: Stjórn F.t.S. hefur rætt hina nýju reglugerð og samþykkt, að ekki sé ástæða til að mótmæla henni, en að félagið leggi höfuðáherzlu á, að það verði haft með i ráðum um þær skipulags- breytingar i stofnuninni, sem af setningu reglugerðarinnar leiða. Stjórnin litur svo á, að reglu- gerðin sé aðeins rammi um þær breytingar, sem eigi að gera, og að það skipti starfsfólkið mestu hvernig framkvæmdin verði i einstökum atriðum. Málið hefur verið tekið fyrir i starfsmannaráði Landsimans, þar sem eiga sæti fulltrúar félagsins og forstöðumenn stofnunarinnar. Hefur ráðið ákveðið, með samþykki póst og simamálastjóra, að fjalla um væntanlegar skipulags- breytingar. Stjórn F.Í.S. væntir þess, að samstaða náist um þær breytingar, sem þegar er hafinn undirbúningur að, bæði innan stofnunarinnar og með samgönguráðherra. f.h. stjórnar F.í.S. Ágúst Gunnarsson, form. Jóhann Sigurðsson ritari DIPREIÐA EIGERDUR! Aukið ÖRYGGI, SPARNAÐ og ÁNÆGJU í koyrslu yðar, með þvi að lóta okkur annast stillingarnar á bifreiðinni. Framkvæmum véla-, hjóla- og Ijósastillingar ósamt tilheyrandi viðgerðum. Ný og fullkomin stillitæki. O. Engilber(//on h/f Yfirnefnd fjallar um fiskverðið FB—Reykjavik — Yfirnefnd verölagsráðs um fiskverð var á fundi I fyrradag og situr annan fund i dag, þar sem fjallað er um fiskverðð. Einnig hefur verið haldinn fundur yfirnefndar um loðnuverð, en ekki er hægt að skýra frá neinu varðandi verðið enn, þar sem engar niðurstöður hafa fengizt um verðáþvörðun- ina. Má búast við áframhaldandi fundum yfirnefndar næstu daga. Stilli- og vélaverkstæði Auðbrekku 51 Kópavogi, sími 43140 I Auglýsitf • | íTímanum | MMMMI»»IOfMM»MM»MM»M Happdrætti Sjólfsbjargar 24. desember 1974 1. vinningur: Ford Granada nr. 9973. 99 vinningar á kr. 5.000.00 hver (vöruúttekt): 00257 13283 25019 00541 13439 25160 00716 13490 26390 00966 13846 26549 01234 14273 28112 01417 14851 28623 01439 15370 28754 02125 16066 29436 02432 16410 29645 04709 16418 29712 05510 16898 30386 05590 17387 31232 05926 17791 32104 05972 18253 33519 06484 18258 34001 06501 18334 34822 07159 18399 35402 07725 18484 36746 09186 18849 37944 09436 19599 38039 09602 19913 38219 09603 20002 38622 09716 20585 39390 09719 21126 40218 09720 21309 40219 10563 21455 40226 10887 21972 41061 11320 22007 41999 11828 22476 42552 12029 23627 43014 12253 23732 43128 12447 24470 43244 12585 24940 13203 Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra Laugavegi 120, Rvik. ráð við póstmenn dögum eftir gildistöku um- ræddrar reglugerðar. 2. 1 fréttatilkynningu frá sam- gönguráðuneytinu þann 3. þ.m., er sagt frá nefnd, sem þáv. sam- gönguráðherra skipaði hinn 19. marz 1973 til þess m.a. að gera tillögur um breytingar á skipu- lagi póst- og simamála. 1 erindis- bréfi til nefndarmanna segir m.a.: „1 störfum sinum skal nefndin leita aðstoðar þeirra starfsmanna pósts og sima, sem hlut eiga að máli, og annarra sér- fróðra aðila, eftir þvi sem hún telur ástæðu til”. Hafa nefndar- menn virt framangreind fyrir- mæli ráðherra að vettugi, þar eð ekkert samráð var haft við starfsmenn þá, er hlut áttu að máli. 3. Vegna orðalags i frétt sjón- varpsins 7. þ.m. vill stjórn PFl takafram,að póst- og simamála- stjórnin samþykkti á fundi sinum 30. desember s.l. að óska eftir þvi við ráðherra, að gildistöku reglu- gerðar um stjórn og skipulag póst- og simamála frá 20. desem- ber 1974 yrðu frestað. 4. Þá vill stjórn PFl taka fram, að gefnu tilefni að auk þeirra vinnubragða, sem hafa verið við- höfð við undirbúning og setningu reglugerðar um stjórn og skipu- lag póst- og simamála, þá er hún ósátt við ýmis efnisatriði i nefndri reglugerð. Reykjavik, 8. janúar 1975 Stjórn PFÍ Rannsóknir ó jarðhitavinnslu: íslendingar eftirsóttír til rannsóknarstarfa gébé — Reykjavik — A vegum Sameinuðu þjóðanna hefur um langt skeið verið starfandi deild, er nefnist auðlindadeild, og hefur hún veitt úr sérstökum sjóði fé til ýmissa þróunarlanda i þeim til- gangi að kanna jarðhita i við- komandi Iöndum. tslendingar hafa tekið þátt I þessum rann- sóknum viða um heim um tiu ára skeið. Við ræddum við Guðmund Pálmason hjá jarðhitadeild Orkustofnunar, en Guðmundur hefur ferðazt til margra landa, þar sem jarðhitarannsóknir Sþ hafa verið framkvæmdar. Þó hefur hann aldrei verið nema 1-2 mánuði i senn og þá aðallega við ráðgjafarstarfsemi. íslendingum hefur oft borizt beiðni frá auðlindadeild Sþ um að senda menn til rannsókna i þróunarlöndunum, og hefur oftast verið hægt að verða við þeim beiönum. Þó er nú svo komið, að þeir sjá sér ekki fært að senda menn eins og er, þvi mörg stór verkefni liggja fyrir hér heima, svo sem eins og boranir og vinnsla jarðhita við Kröflu og á Svartsengi á Suðurnesjum. Þetta eru tvö aðalverkefnin, og er unnið að þeim af fullum krafti. Þvi var það i haust, er þremur Islendingum barst beiðni um að koma og vinna að verkefni i Eþiópiu, að þeir svöruðu allir neitandi af fyrrgreindum ástæðum. Yfirleitt snúa Sþ sér til einstaklinga, og þeir svara siðan sem slikir, þvi að þeir vinna yfir- leitt hjá opinberum stofnunum og verða að fá löng fri frá störfum til að geta unnið að verkefnum Sþ. Aðeins einu verkefni á vegum auðlindadeildar Sþ er nú að fullu lokið með jákvæðum árangri, en það var i E1 Salvador. Islendingar tóku einna mestan þátt i þvi starfi, sem stóð yfir i um það bil fjögur ár. Seinni hluta timabils- ins, sem jarðhitarannsóknirnar, stóðu yfir, var Sveinn S. Einars- son verkfræðingur framkvæmda- stjóri verkefnisins. Þegar verkefninu lauk i E1 Salvador, tóku heimamenn við, og er nú verið að byggja raforku- ver, sem á að geta framleitt um þrjátiu megavött. Þá stendur nú yfir jarðhita- rannsóknir i Nicaragua, og er Sveinn S. Einarsson einnig fram- kvæmdastjóri þess. Margir íslendingar aðrir hafa unnið að þessu verkefni. íslendingar eru vel séðir i þessum störfum, vegna þess hve vel þeim hefur gengið á þessu sviði, og má þar nefna, hve vel gekk i E1 Salvador. Nýsjálendingar eru með svipað verkefni i Chile, og hófst það um leið og rannsóknirnar i E1 Salva- dor, en þeir hafa ekki lokið sinum rannsóknum enn. Þó skal þess getið, að margt hefur tafið rann- sóknir Nýsjálendinga i Chile, bæði stjórnarbyltingin og fleira. Þá eru jarðhitarannsóknir á vegum Sþ einnig i Kenýu, en það var ekki fyrr en á siðasta, ári, að Islendingar komu þar við sögu, er Isleifur Jónsson verkfræðingur fór þangað, Hann er nú orðinn framkvæmdastjóri þar Þá hafa tveir Islendingar tekið þátt I svipuðu verkefni i Tyrk- landi um nokkurt skeið. — Ekkert nýtt eða merkilegt er að gerasti þessum málum eins og er, sagði Guðmundur Pálmason. Islendingar hafa reynt að hjálpa þegar unnt er, en verkefnin hér- lendis eru nú svo mikil, að ekki er hægt að sjá af mönnum til starfa erlendis. Þá sagði Guðmundur einnig, að verið væri að reyna að fá fleiri sérmenntaða menn til starfa við Orkustofnunina, og væru það þá jarðfræðingar, verkfræðingar og eðlisfræðingar. — í mai i ár verður önnur ráð- stefna Sameinuðu þjóðanna um jarðhitamál haldin i San Fransisco, sagði Guðmundur. Það er ekki nein tilviljun, að San Fransisco verður fyrir valinu. Þar er einna mest nýting á jarð- hita i heiminum. Hún er nú um fjögur hundruð megavött, og si- fellt er verið að auka afköstin. Jarðhitinn er þar eingöngu notaður til raforkuvinnslu. Fyrsta ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um jarðhitamál var haldin á ítaliu árið 1970, og tóku margir Islendingar þátti henni. Á ráöstefnunni voru, eins og gert O Júní islenzku skuttogurunum að það væri fyrst og fremst vankunnátta Islendinga. Annar upplýsti okkur um, að vélar skipsins væru af MAN-gerð (fyrirtækinu þýzka) en framleiddar á Spáni. Siðan sagði sá hinn sami: — Meðan við vorum i Þýzka- landi, sagði mér maður að suma hluti i þessum vélum, sem i skipinu eru, — væru Þjóðverjar fyrir löngu hættir að framleiða og væru tiu ár siðan það var gert. En svo er Islendingum selt þetta! Skipverjar sögðu okkur, að allir hlutir, sem væru frá öðrum en Spánverjum, hefðu reynzt ágætlega, en hitt væri meira og minna gallað. Nefndu þeir m.a. þvottavél kokksins sem væri framleidd á Islandi og hefði aldrei bilað. Timinn ræddi við Einar Sveins- son, framkvæmdastjóra Bæjarút- gerðar Hafnarfjarðar, sem er eigandi skipsins. Sagði hann, að von væri á þýzkum sérfræöingi frá MAN-verksmiðjunum i Þýzka- landi á mánudaginn og myndi hann hafa yfirumsjón með isetningu leganna. Við spurðum Einar, hvaða skýringu Spánverjar hefðu gefið á fram komnum göllum i skipifiu. — Ég vil strax taka það fram að tæp tvö ár eru liðin frá þvi að skipið var afhent og ábyrgðar- tryggingin er ekki nema i fyrstu sex mánuðina frá afhendingu. 1 haust var skipið mjög vandlega yfirfarið I Þýzkalandi, — beinlinis vegna þess, að við treystum ekki of vel frágangi vélanna frá Spán- verjum. 1 Þýzkalandi eru vél- arnar teknar upp, stykki fyrir stykki, hjá hinu þekkta þýzka MAN-fyrirtæki. Og þetta létum verður á þeirri næstu, lagðar fram skýrslur um jarðhitamál frá ýmsum löndum, og lögðu Islend- ingar þar fram ýmis mál. Búizt er við að nokkrir íslendingar sæki ráðstefnuna i San Fransisco i mai I vor. Hér fer á eftir tafla yfir þau lönd, sem framleiða mestan jarð- hita til raforkuvinnslu i heiminum:, Bandarikin Italia Nýja Sjáland Mexikó Japan Sovétrikin Island Þessi 3 megavött, sem Island framleiðir, koma frá stöðinni við Námafjall, og er það Láxár- virkjun sem rekur hana. Auk þess er svo raforkuverið i E1 Salvador, sem sennilega verður tekið i notkun á þessu ári,en það kemur til með að fram- leiða um 30 megavött, Tekið skal framleiðir, koma frá stöðinni við fram sérstaklega, að þetta er ein- ungis notkun á jarðhita til raf- orkuvinnslu. við gera til þess aö tryggja, ao vélarnar væru i jafn góðu ásigkomulagi, og Væru þær smiðaðar af Þjóðverjum sjálfum. Eftir þessa itarlegu yfirferð hjá Þjóðverjunum kom i ljós að frá- gangur þeirra var ófullnægjandi, — og þá get ég ekki séð að hægt sé að skella allri skuldinni á Spán- verjana. — Við teljum að okkur sé núna kunnugt um ákveðna orsök fyrir þessari bilun, en hún er aðallega vegna Iblöndunar eldneytisoli- unnar, — og það bendir allt til þess að ástæðan liggi i lélegum frágangi Þjóðverjanna. Hins vegar er rétt að geta þess, að fullnaðarrannsókn er ekki lokið, — og ekki hefur enn verið ákveðið hvort farið verður út i einhverjar grundvallarbrey tingar i sambandi við vélarnar. En þó ekki verði annað gert, en að setja legurnar i vélarnar verður skipið alla vega við bryggju út þennan mánuð. Aðspurður sagði Einar, að sjópróf hefðu farið fram vegna viðgerðar á skipinu. — En eru fyrirhugaðar einhverjar stefnur af ykkar hálfu gegn Þjóðverjum og Spánverjum fyrir gallana, sem fram hafa komið? — Þessi mál eru öll I deiglunni, — ekki vegna þessa eina atviks, sem kom upp núna siðast, en við höfum fyrirvara bæði gagnvart seljanda skipsins, sem er rikis- sjóður, og Spánverjunum fyrir það, sem fram hefur komið, — en ekki hefur enn verið farið i neina ákveðna stefnu vegna þessa. Það er hins vegar min skoðun, að viðgerðarkostnaður og landlega skipsins vegna frágangs Þjóð- verjanna i haust, sé algjörlega tryggingarmál, hver svo sem ber endanlega ábyrgð. Ég held, að þetta atriði hljóti að falla undir vátryggingu skipsins, sagði Einar að lokum. 400 megavött 390 megavött 170 megavött 75 megavött 33 megavött 5 megavött 3 megavött

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.