Tíminn - 10.01.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 10.01.1975, Blaðsíða 20
Föstudagur 10. janúar 1975. ‘nimnner peningar Aug^skT iTimamun g:» ði fyrirgóóan ntuM ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Úrslit þingkosninganna í gær sýna, að enn ríkir Þráskák í dönskum stjórnmálum FRA fréttaritara Timans i Kaup- mannahöfn si&degis I gær: Hér I Kaupmannahöfn, og reyndar I Danmörku allri, er kosningadag- ur i dag: þrjár og hálf milljón Dana ganga nú aö kjörborðinu. Ekki er þó gert ráð fyrir, að kjör- sókn verði mjög mikil. Klukkan tvö I dag var kjörsókn nokkru minni heldur en hún var á sama tima fyrir rúmu ári, þegar kosið var til þings. Veörið er milt — fimm til sex stiga hiti og rigning. Ég hef heimsótt nokkra kjörstaöi i borg- inni, og allt gengur rólega fyrir sig. Kjörstaðir voru opnaöir klukkan niu i morgun, og þeim veröur lokað klukkan niu i kvöld, en búizt er viö, aö fyrstu tölur komi klukkan tiu, þ.e. klukkutima eftir að kjörstöðum verður lokaö. Lokatölur eru væntanlegar um miönætti, en svo viröist sem talning gangi fljótt fyrir sig hér i Danmörku. Þaö, sem einkennir þessar kosningar hér — og er ólikt þvi, sem gerist I Reykjavik — er, að hér veröur ekki vart viö flokkana. Þeir týnast alveg á kjördaginn og gera ekkert til aö örva kjósendur til aö koma á kjörstað. Flokkarnir fylgjast heldur ekkert með hverj- ir kjósa. Það eina, sem flokkarnir gera er að auglýsa i blöðunum, þar sem lömuðu fólki eða öldruðu er boðið að hringja og fá bil til að komast á kjörstað. Siöustu spár, sem Gallup-stofn- unin gerði, og birtar voru i morg- un, benda til að sósialdemókratar og Vinstri flokkurinn vinni veru- lega á. Mogens Glistrup — þessi merkilegi maður, sem nú hefur 28 fulltrúa á danska þinginu — mun næstum halda þessum fulltrúum, að þvi er talið er. Aftur á móti er búizt við, að litlu flokkarnir tapi yfirleitt fylgi. Það, sem annars setur hvað mestan svip á þessar kosningar, er sú staðreynd, að i Danmörku eru nú a.m.k. um 130 þúsund manns atvinnulausir og hefur kosningabaráttan mjög snúizt um það, hvernig bæta eigi úr atvinnuleysinu. Verður ekki séö i fljótu bragði hver áhrif þetta mikla atvinnuleysi á eftir að hafa á fólk I kjörklefunum. Foringjar allra stærri stjórn- málaflokka héldu blaðamanna- fundi i gær (miðvikudag), en ekk- ert nýtt kom fram á fundunum. Þó benti Hilmar Baunsgaard — formaður Róttæka vinstri flokks- ins og forsætisráðherra i þrjú ár — á, að ógerlegt yrði að mynda rlkisstjórn I Danmörku öðru visi en hún yrði samsteypustjórn margra flokka. Hann taldi likleg- ast, að það yrðu Róttæki vinstri flokkurinn, Sósialdemókrata- flokkurinn og Vinstri flokkurinn, sem stjórnina mynduðu. Þá hugsa menn sem svo, að Bauns- gaard hafi i huga, að verða for- sætisráðherra á milli þessara tveggja stóru flokka. Allt er mjög rólegt i Kaup- mannahöfn og varla hægt að imynda sér, að fram fari þar Anne Lise Godtfredsen, ihalds- sama þjóðarflokknum. Kirsten Sparre Andersen, Vinstri flokknum. kosningar. Á kjörstöðum rikir skemmtilegt andrúmsloft. Menn, sem sitja I kjörstjórnum, hafa hjá sér brauð og öl og eru hinir kát- ustu. Ritt Bjerregaard, Sóslaldemó- krataflokknum (fyrrum mennta- máiaráðherra). Ebba Strange, Sósiaiiska þjóðar- flokknum. SIÐUSTU FRETTIR RÉTT áður en Timinn fór i prentun I gærkvöldi, bárust fréttir af tölvuspá, sem byggð var á fyrstu atkvæðatölum úr dönsku þingkosningunum. Spáin er að visu nokkuð óná- kvæm, en ættu engu að siöur aö gefa nokkra hugmynd um endanleg úrslit kosninganna. Skv. spánni hlýtur Sóslaldemókrataflokkurinn 55 þingsæti á þjóöþinginu, en hafði áður 46. Flokkurinn verður þvi áfram stærsti flokkur Danmerkur og bætir sennilega viö sig meira fylgi en búizt var við fyrir fram. Vinstri flokkurinn (flokkur Hartlings forsætisráöherra) eykur mjög fylgi sitt og er spáð 38 þingsætum, en haföi áður 22. Flokkurinn hefur þvi næstum tvöfaldað atkvæða- fylgi sitt. Fylgisaukning þessara tveggja flokka verður liklega á kostnað flokka, er standa á miðju eða til hægri i dönskum stjórnmálum. (NIu flokkum er spáð þingsætum, en þing- flokkarnir voru áður tiu.) Ljóst, er — standist spáin — að enn rikir sama þrátefliö I dönskum stjórnmálum og rikti fyrir þessar þingkosningar. Meginbreytingarnar eru litlar: Dorgarflokkarnir (sé flokkur Glistrups) talinn i þeim hópihafa tapað nokkrum þingsætum yfir til sósiölsku flokkanna, en valdahlutföllin eru þó svo til óbreytt. Og erfitt er að segja, hvað tekur nú viö i dönskum stjórnmálum, en fréttaskýrendur búast flestir við að mynduö verði sam- steypustjórn sósialdemókrata og vinstri manna, e.t.v. með þátttöku róttækra vinstri manna. Fjöldi danskra kvenna, sem taka þátt I stjórnmálastarfi, fer vaxandi með ári hverju. í þingkosningunum, er fram fóru I gær, buðu t.d. allmargar konur sig fram til þings. Að ofan eru birtar myndir af fjórum þeirra, en því miður var ekki ljóst, er blaðið fór I prentun I gærkvöldi, hvort þær náðu kjöri. Ný landsstjórn á næsta leiti Þrír flokkar hafa þegar komið sér saman um grundvöll að stjórnarsamstarfi KOSNINGAR til þjóðþings fóru fram I Færeyjum I gær og verða kosnir tveir þingmenn. Fjórir flokkar bjóöa fram, en nú sitja á danska þinginu fulltrúar jafnað- armanna og Þjóðveldisflokksins. Tlminn ræddi i gær við Knút Wang, ritstjóra i Þórshöfn. Knút ritstýrir Dagblaðinu, sem er mál- gagn Fólkaflokksins, en i siðustu kosningum vann Þjóðveldisflokk- urinn þingsætið frá Fólkaflokkn- um. Knút hvað kosningarnar til Þjóðþingsins heldur daufar — og yröi vart hægt að búast við meiri kjörsókn en 70%. öðru máli gegndi um kosningarnar til lög- þingsins færeyska. Kosningaþátt- takan hefði verið góð og gæfi hún vonir -til að ætla, að Fólkaflokk- urinn kæmi vel út úr þessum kosningum. Þaö kynni lika að hafa sin áhrif, að veður væri leiðinlegt, rigning og ofsi. Kjörstöðum var lokað kl. 20 I gærkvöldi og voru fyrstu tölur væntanlegar um kl. 21. Bjóst Knút við, að úrslit yrðu kunn um miönættið. Knút var inntur eftir gangi mála við myndun landsstjórnar I Færeyjum. Kvað hann þau mál ganga heldur hægt, en liklega heföu menn veriö að biða eftir úr- slitum kosninganna, til að skriður kæmist á þau mál. Þó kvað Knútur Wang grundvöll fenginn fyrir stjórnar- samstarfi þriggja flokka: Fólka- flokksins, Þjóöveldisflokksins og jafnaðarmanna. Þessir flokkar heföu komið sér saman um flest mál, önnur en þau, hversu margir skyldu sitja I landsstjórninni. Fólkaflokkurinn teldi óþarfa, að hana skipuðu fleiri en þrir — einn frá hverjum flokki ---- en hinir vildu hafa sex menn i stjórninni — tvo frá hverjum flokki. Um lögmanninn, Atla Dam, er enginn ágreiningur, en hann er i flokki jafnaöarmanna. Kvað Knút málaflokka lands- stjórnarinnar fyrst og fremst vera tvo: Fjármál og sjávarút- vegsmál. önnur verkefni væru það miklu minni, að ekki þyrfti sérstakar stjórnarstofnanir fyrir þau. A þessu byggði Fólkaflokk- urinn skoðun sina á málinu. Loks ræddi Knút Wang landhelgismál. Sagði hann umræður um þau mál ekki komin á skriö eftir hafréttarráðstefnuna I Caracas. Flestir teldu ráðlegt að biða og sjá, hvað setur. Hitt væri ljóst, að Fólkaflokkurinn hefði það á stefnuskrá sinni að færá landhelgina út i 50 mflur og Þjóð- veldisflokkurinn út i 70 milur — og þvi fyrr þvi betra — en aðrir flokkar vildu fara sér hægar. NTB/Reuter—Tel Aviv. — Yigal Allon, utanríkisráð- herra tsrael, hélt til Banda- rikjanna i gær til viöræðna við Henry Kissinger um lausn á deilu Araba og tsraelsmanna. A fundi meö fréttamönnum, sem Yigal hélt, áöur en hann lagði af stað vestur um haf, vlsaöi hann á bug staðhæfing- um um, að Israelsmenn væru byrjaðir að flytja herlið frá hernaöarlega mikilvægum stöðvum á Sinai-skaga. Aö sögn fréttaskýrenda I Tel Aviv er ekki ljóst, hvort mikil- vægar ákvaröanir verða tekn- ar á fundi Allons og Kissingers — Israelski utanrikisráðherr- ann neitaöi á fréttamanna- fundinum I gær, að tsraels- stjórn hefði lagt fram nýjar tillögur til lausnar deilunni við Araba frá þvi þeir Kissinger ræddust við siöast, þ.e. I byrj- un desember. Fréttaskýrendur eru þó sammála um, aö allfriövæn- lega horfinúum lausn a.m.k. i deilu Egypta og Israels- manna, þótt erfitt sé að spá um framvindu mála. Reuter- fréttastofan hefur eftir hátt- settum embættismanni i Tel Aviv, að Israelsstjórn setji nokkur ófrávikjanleg skilyrði fyrir heimkvaðningu herliðs frá Sinai-skaga, þ.á.m. að Egyptar gefi loforð um, að Israelsk skip fái að sigla óáreitt um Súez-skurð. Reuter—Barcelona — Til óeirða kom milli mótmælenda og lögreglu I Barcelona I gær. Þá var vlða mikill órói I spænskum stórborgum I gær, m.a. I Bilbao. Um 4000 verkamenn, er starfa við Seat-bifreiöaverk- smiðjurnar (þar sem Fiat-bif- reiðar, auk annarra tegunda, eru framleiddar). efndu til mótmælagöngu i Barcelona. Lögregla kom fljótlega á vett- vang og sló I brýnu milli henn- ar og mótmælenda. Að sögn sjónarvotta voru verkamenn ekki teknir neinum vettlinga- tökum, þvi að margir þeirra voru alblóðugir, þegar þeim var stungið inn i lögreglubif- reiöir. 1 einum stærstu málmverk- smiðjunum á Spáni, nánar tiltekið i hafnarborginni Bilbao á norðvesturhorni landsins, lögðu verkamenn niöur vinnu og kröföust hærra kaups. (Verkföll eru að sjálfsögðu bönnuð undir ein- ræðisstjórn Francisco Francos.) Blaðburðarfólk vantar á: Bergstadastræti Löndin Túnin Voga Sundlaugaveg Upplýsingar í síma 1-23-23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.