Tíminn - 10.01.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.01.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 10. janúar 1975. Nlerk og sérstæð bók 1 hinu mikla bókaflóði, sem nú eins og löngum áður, var undan- fari siðustu jóla og setti eins og að likum lætur all mislitan svip á viðskiptalifið þennan mánuð, rak hér á minar heimafjörur fágæta og athyglisverða bók, sem snart mig verulega og olli þvi, að ég nú tek mér penna i hönd. Ég vil þá byrja á þvi, að þakka höfundinum þetta sérstæða og timabæra hugverk, sem að minum dómi á erindi til allra þjóðhollra manna, sem lifa i þessu fagra en harðbýla landi, háðir duttlungum mislyndra náttúruafla, þar sem mann- dómur, þekking og fyrirhyggja þurfa ætið að vera til staðar, ef vel á að fara. Bókin, sem hér um ræðir, ber heitið, Farsældarrikið og mann- gildisstefnan, og er eftir Kristján Friðriksson iðn- rekanda, sem löngu er orðinn þjóðkunnur fyrir margháttuð framtaks- og menningarstörf. Eins og heiti bókarinnar gefur til kynna, er hér um að ræða stefnumarkandi samfélagsrit, þar sem þjóðmálastefnur og þó einkum stefna Framsóknar- flokksins eru brotnar til mergjar með skirskotun til hugmyndafræði og manngildis- stefnu, sem höfundur fjallar um af hárvisindalegu innsæi. Kemur þar margt athyglisvert fram, enda eru þar pólitisk vinnubrögð jafnt og aðrir þjóð- félagshættir gagnrýnd hlifðar- laust jafnframt þvi að leitazt er við, að benda á hagkvæmar leiðir til úrbóta. Þannig verður þessi bók aö teljast vera jákvæð og uppbyggjandi, þó að stritt sé viða talað og höfundurinn á köflum ómyrkur i máli og býsna hvassyrtur, þvi öll hans mála- fylgja er studd sterkum rökum og ljósum, sannfærandi dæmum. Slik vinnubrögð eru ekki á hvers manns færi, enda hefir Kristján, samfara fjölhæfum gáfum og góðri menntun, aflað sér yfirgrips- mikillar þekkingar á sviði uppeldis- og mannfélagsmála, ásamt sinni eigin dýrmætu lifsreynslu, bæði sem kennari og iðjuhöldur. Þá hefir hann og kynnt sér skoðanir og kenningar heimsfrægra sálfræðinga og annarra þekktra visindamanna og mannvina, og með hliðsjón af öllu þessu, mótað sinar eigin lifsskoðanir, er hann svo setur fram i þessari fágætu bók. Hér er þvi um að ræða samþjappaða lifsspeki, sem er framsett á lipran og auðskilinn máta. Og þótt efnið á pörtum sé hávisindalegt, þá er frásögnin samt ljós og efnið skipulega fram sett, svo bókin má öllum að fyllsta gagni verða. Eins og fyrr segir, fjallar þessi bók um alla meginþætti hins is. þjóðskipulags og undir- stöður pólitiskrar flokkaskip- unar, kosti og galla og rætt um leiðir til úrbóta. Ekki verður þvi viðkomið hér i litilli blaðagrein, að gera bókinni i heild frekari skil, enda er ég höfundinum þar um flest sammála. En ég vil nota tækifærið og hvetja alla þjóðholla menn til þess aö lesa bókina og kynna sér inntak hennar. Það rúm hér i blaðinu, sem ég kynni að fá til viðbótar, langar mig að nota undir smá hugleiðingu um þann málaflokk bókar sem er mér einna hug- stæðastur, sem sé skólamálin. Sem gamall kennari hefi ég um sinn haft nokkrar áhyggjur af þeim málum, einkum þó eftir að hinn margumtalaða Grunnskóla bar fyrst á góma. Er frumvarp þar að lútandi var tekið til umræðu, innan þings sem utan þess, var ég einn af mörgum, sem andmæltu þvi opinberlega. Ég ritaði þá grein i Timann, sem bar yfirskriftina, Flýtum okkur hægt.og var þvi þar m.a. haldið fram, að á meðan við ekki hefðum manndóm eða fjárhagslega getu til þess að framfylgja skólalöggjöfinni frá 1946, væri hrein fásinna að samþykkja nýja skólalöggjöf, sem fæli i sér stóraukin fjárframlög, svo hundruðum milljóna skipti. Ég rétt bendi á þetta, sem eitt af mýmörgum dæmum úr mótmælaskrifum minum og annarra, sem vildu að farið væri að hlutunum með gát og forðast óöagot og sýndarmennsku. En svo fór sem fór um þetta mál, grunn- skólafrurhvarpiö varð að lögum og nú á þjóðin sjálfsagt eftir að reyna ágæti þeirra, ef þau þá verða nokkuð annað en pappirs- plagg. En hvað varðar skólamála- þátt Kristjáns Friðrikssonar i tittnefndribók,þá gefst þjóðinni þar enn gullið tækifæri til að komast út úr þokunni, ef mér leyfist að orða það svo. Mun ég nú leitast við að skýra, hvað fyrir honum vakir i þessum efnum. Vænti ég þess, að við nána athugun muni raunhæfar skoðanir hans á skólamálum eignast hér marga fylgjendur, bæði til sjávar og sveita. t bókinni eru tveir viðtals- þættir um skólamál. Sá fyrri er all-hörð gagnrýni á núverandi og verðandi skólakerfi. Þar stendur þetta m.a.: ...Þú talar um skólahættu, Kristján. Felst i þvi aö skólar geti verið beinlinis hættulegir fyrir æskufólkið?” ,,Já, það er ég fullkomlega sannfærður um, Raunar væri eðlilegra að tala um skólahætt- urnar, þvi ég álit að margs konar hættur geti verið fólgnar i skólasetu og skólastarfsemi eins og hún er nú rekin. Aðal- hætturnar tel ég að stafi af tveimur mjög svo rikjandi fyrirkomulagsatriöum i núverandi og fyrirhuguðu skólakerfi. Annars vegar af þvi að skólasetan er of löng, hins vegar af þvi að þetta kerfi hindrar tengsl nemendanna við hið eðlilega, lifandi lif samtimans. Skorturinn á vixl- verkunum milli skólastarfs og reynsluþekkingar eru megin orsökin fyrir þeim margháttuöu hættum, sem af langskólaset- unni leiðir”. „Áttu við að skólasetan valdi vissri einangrun?” „Sjálf skóla- setan er hætta útaf fyrir sig, en einangrunin, sem hún skapar, frá eðlilegri lifsreynslu, með þvi að geyma nemandann innan veggja skólans of lengi, er annar megin eðlisþáttur skóla- hættunnar. Að minu mati veldur þetta hættu á mannskemmdum, hættu á þvi að ýmsir dýrmætustu eiginleikar ungmennanna glatist. Ég held, að með langskólasetunni sé komið i veg fyrir þroska, sem unglingar hefðu tækifæri til að öðlast, ef skólinn lokaði þá ekki innan veggja sinna óhæfilega langan tima af þroskaskeiði þeirra. Með orðinu langskóla- seta er átt við of langa skóladvöl á hvaða skólastigi sem er”. „Villtu ekki skilgreina nánar, hvað þaö er, sem sett sé i hættu i þeirri einangrun, sem þú segir að skólinn skapi?” „Af þeim dýrmætustu eigin- leikum, bæði fyrir einstakling- inn og samfélag hans, sem eru i hættu, vil ég fyrst nefna persónulegt framtak. Einstakl- ingsbundið framtak i fjöl- breytilegum myndum er, og hefur ætið verið, meðal þeirra þátta mannlegs atgervis, sem drýgzt hefur verið til að halda uppi menningarlegri og efna- hagslegri velferð einstaklinga og samfélaga. Næst tel ég matshæfni og dómgreind, sem ég álit, að sé sett i hættu með of langvarandi einangrun og sifelldri handleiðslu lang- skólans”. „Þú gerir mjög mikið úr þvi að skólinn einangri nemendur frá lifinu?” „Já, ég tel að langskólasetan geti orðiö að einskonar öfugskólum með þvi að einangra nemandann frá þeirri skólun, sem lifandi og frjó tengsl við hið striðandi lif úti i sjálfri lifsbaráttunni mundu annars veita ungmenn- unum. Hún kemur i veg fyrir hina dýrmætu reynslu, sem nemandinn annars gæti öðlast Kristján Friðriksson með þátttöku i eðlilegu starfi með öðrum aldursflokkum”. „Þú átt við að skólasetan auki á kynslóðabilið, sem svo mikið er talaðum?”— „Já, ég held, að langskólasetan sé aðalorsökin, sem reisir járntjaldið eða kina- múrinn milli kynslóðanna. En þessi kynslóða-kinamúr, ef ég má nefna það svo, tel ég að sé eitt þeirra fyrirbrigða, sem sé áhrifameira en flest annað til að koma i veg fyrir eðlilegan þroska nútimaæsku”. — „Meinarðu aö þarna sé ef til vill ein af orsökum hinna svokölluðu unglingavandamála?” — „Já, ein megin orsökin. Hér er um að ræða bitra reynslu af uppeldis- aðferðum ýmissa þjóða. Og þetta vandamál fer vaxandi. Gallar rikjandi skólastefnu eru sem óöast aö koma fram, bæði hérlendis og erlendis — og að þvi er virðist nokkurn veginn i réttu hlutfalli við i hve rikum mæli langskólasetustefnan nær viðtækari hel jartökum ”. „Hefur ekki komið fram gagnrýni á langskólasetu hjá þjóðum, sem hafa búið lengur við hana en við?” — „Jú, nú eru sem óðast að koma fram ýmiss konar andsvör — nýjar stefnur og nýjar skólatilraunir i mörgum löndum, sem risa gegn langskólasetunni. Areiðanlega meðfram vegna þess, að hún og unglingavandamálin eru sett i samband hvort við annað”. — „Þú álitur, að of löng skólavist geti leitt til unglingavanda- mála, en er ekki starf nemend- anna i skólanum jákvætt út af fyrir sig?” — „Jú, svo langt sem það nær — og að svo miklu leyti sem þaðereðlilegt. En þó tel ég einmitt að reynslan sýni, að veigamikill þáttur i skóla- skemmtunum sé þaö, að lang- skólasetan virðist spilla al- mennri starfshæfni ungmenna, virðist spilla starfshæfni þeirra bæði til andlegrar og likam- legrar vinnu, þ.e. vinnu, sem nokkrar verulegar kröfur gerir til þeirra um þolgæöi, vand- virkni og þrek. Orsökin til þess mun liggja i þvi, að hæfnin til að læra að vinna er allmjög bundin viö ákveðiö þroskaskeiö. Sá sem ekki lærir að vinna á þvi þroska- skeiði, sem honum er eðlilegt, lærir það ef til vill aldrei. Hann Hallgrimur Th. Björnsson á á hættu að vera lifstiðarónytj- ungur. Þjóðfélagið verður af með vinnuframlag hans og hann sjálfur glatar tækifærinu til að öðlast þann ómetanlega hamingju- og heilbrigðisgjafa, sem vinnan er”. „Ég reikna með, að margur mundi vilja spyrja, hvernig það megi vera, að „blessaður” skólinn geti valdið öllum þessum skemmdum á ungu fólki? ” „Ég vil svara þessu með þvi að gefa lýsingu á þvi, hvernig nútimaskólinn kemur fram við barnið og unglinginn. Þessi saga hefst með þvi að barnið er tekið sex til sjö ára og sagt er við það: Gakk inn um þessar dyr, sittu á þessum stól við þetta borð — og sittu kyrr — og gerðu eins og þér er sagt. Hvert fótmál er ákveðið fyrir einstaklinginn, flestar ákvarð- anir eru teknar fyrir hann, hann á aðeins að laga sig eftir kerfinu, hann situr fastur i þvi. Barnið fær til dæmis ekki framaraðvera viðsauðburð að vorlagi eða smalamennsku að haustlagi, þótt það kynni að eiga þeirra góðu kosta völ, þvi það er búiö að lengja svo skólatimann. Ungmennið fær hvergi að vera með i eðlilegu lifi og starfi annarra aldursflokka. Barnið einangrast frá reynslu kynslóð- anna, þvi skólakerfið heimtar það til setu á stólnum og við borðið fyrrnefnda”. Þetta læt ég nægja úr fyrra viðtalinuenvik þá að þvi siðara, sem fjallar um hina nýstárlegu og að minu viti bráðsnjöllu skólahugmynd Kristjáns, er hann nefnir Tvenndarskóla. Or þeim kafla bókarinnar er eftir- farandi viötalsþáttur: „1 siðasta spjalli við mig, þar sem þú taldir fram þá ókosti, sem þér finnst vera á núverandi skólakerfi, gazt þú jafnframt um hugmyndir þinar um nýtt skólakerfi, er þú nefndir „tvenndarskóla” og þú telur að mundi verða mjög til bóta, ef upp yrði tekiö i meira eða minna mæli. Mætti ég annars fyrst spyrja, hvernig þessi nafngift, tvenndarskóli, er tilkomin?” — .„Nafngiftin helgast af þvi, að i þvi kerfi á að leggja að jöfnu kennslu i skóla og þátttöku i eðlilegu lifi með mismunandi aldursflokkum. En einnig af þvi, að kerfið er þannig hugsað, að helming hvers (skóla) árs sé nemandinn innan veggja skólans, það er 5 1/2 mánuð árlega — en hinn helming (skóla) ársins sé nemandinn utan skólans — úti i skóla hins eölilega lifs. Einn mánuð áætla ég sem orlofsmánuð fyrir nemendur og kennara. önnur skólaönnin gæti t.d. náð yfir timann frá 1. janúar til 15. júni. Hin frá 15. júli til áramóta. 1 tvenndarskólanum yrði alveg varpað fyrir borð þeirri hugmynd, að skóli eigi að vera geymslustofnun á einn eða annan hátt. Þar á að leggja kapp á að kenna og æfa færnis- atriði. Þessi færnisatriði eru m.a. þau, er nú skal greina: 1. lestur og islenzka. 2. Skrift og þá meina ég góöa skrift, en ekki það persónulausa hrafnaspark, sem fjöldi unglinga kemur nú með úr skólanum, sem stafar m.a. af mjög illa völdum for- skriftarbókum. Þriðja færnis- atriðið er reikningur. Þessi reikningskennsla á að vera valin og framkvæmd frá hag- kvæmnissjónarmiði, en ekki miðuð við vafasamar tilrauna- hugmyndir eða kenningar sér- vitringa”. — „Þetta nefnir þú færnisatriði, en hvað um lærdóminn i lexíunum: landafræði, sögu, náttúrufræði o.s.frv.?” „Þar vil ég koma á róttækri breytingu. Ég vil að búin sé til kjarnanámsskrá, þar sem valin séu úr þessum fræðym og fleiri fræðigreinum, ákaflega fá en mjög vandlega valin minnis- atriöi. Þessi minnisatriði eiga að vera svo fá, að auðveldlega megi kenna þau svo til öllum nemendum, jafnvel þótt þeir séu talsvert fyrir neðan meðal námshæfni. Þessi kjarna- kennsla á ekki að vera kák, heldur á að vera stranglega eftir þvi gengið, að þessi fáu atriði séu lærð. Siðan á að kenna með fyrirlestrum, skugga- myndum og kvikmyndum. Til þessarar kennslu á að fá valda, sérhæfða fyrirlesara, sem vekja áhuga á hinum margvislegu fræðigreinum, vekja hug- myndaflugið og veita yfirsýn, en það á ekki að ætlast til þess, að nemendur muni beinlinis þetta námsefni frekar en verkast vill. Það á ekki að taka próf i þessu námsefni, eða a.m.k. á að meta próf i þvi á allt annan hátt en i færnisnáminu og i kjarnanámsskránni. Fyrir- lestrana skal gjarnan byggja utan um, og holdi klæða með þeim, hin fáu afmörkuðu kjarnanámsatriði”. „Svo þú vilt beita fyrirlestraraðferðinni við kennsluna, e.t.v. likt og tiðkast mjög i norrænu lýðháskól- unum?” — „Já, ég legg mjög mikla áherzlu á þá kennsluað- ferð, einkum fyrir stálpaðri nemendahópana. 1 fyrir- lestrartimunum má auðveld- lega steypa saman fleiri' bekkjardeildum og fá i gegn um það nokkra spörun kennslu- krafta, þótt sérhæfðir fyrir- lesarar yrðu auðvitað að fá vel greitt fyrir sina vinnu og sér- hæfileika, Fyrirlestrarstarf- semin er kjörinn vettvangur til að vekja áhuga á hinum fjöl- breytilegustu málefnum og þekkingaratriðum, en ekki sizt mætti nota þann vettvang til að glæða áhuga á tungu, sögu og menningararfleifð hinnar islenzku þjóðar. Fyrirlestrar- starfsemin ætti einnig að vera vettvangur til að glæða hug- sjónalega afstöðu nemenda. Kveikja i hugum þeirra hugsjónaeld til að komast út fyrir sérgæzku og einhliða eiginhagsmunastrit litil - mennisins, en glæða kjark, áræðni og fórnarlund þess, sem af hugviti og heilindum vill einhverjar fórnir færa fyrir samfélag sitt. Skólinn á að leitast við að gera nemandann að viðsýnum hugsjónamanni, en leggja minni rækt við að gera hann aö einhvers konar minnis- atriðaskúffu — skúffu fyrir handahófslega og oft illa valin minnisatriði, eins og mér virðist nú mikið um innan rikjandi barna- og unglingaskólakerfis. Aftur á móti er gott að æfa nemendur i notkun uppsláttar- bóka, sem eru hinar réttu geymslur fyrir minnisatriöi, og er þar i rauninni um að ræða eina grein færniskennslunnar.” — „Heldurðu ekki að kennslan og námið mundi minnka við svo mikla styttingu skólatimans, sem þú gerir ráð fyrir?” — „Nei, hreint ekki „Kennslu- magnið” svonefnda, sem mér finnst bæði hlægilegt og and- styggilegt orð, mundi minnka, en meðtekið lifrænt námsefni mundi aukast stórlega.” — „Væri ekki ráð fyrir eitthvert skólahérað, sem er i húshraki, að gera tilraun með þetta fyrir- komulag?” — „Það gæti verið góð byrjun — og ég vil bæta þvi við, að þótt skólatiminn sé styttur svo mjög sem hér er gert ráð fyrir, mun vinnast nægur timi til að kenna ofurlitla undir- stöðu i einu eða tveimur er- lendum tungumálum, en tungu- málanám á annars að fram- kvæma með öðrum hætti en tiðkast nú i skólum, en of langt mál yrði að fara út i þær breytingatillögur hér”. — „En hvað um allt verknámið, sem nú er svo mjög rætt um að auka i skólum? Mundi það ekki biða hnekki við námstima- styttinguna?” — „Um það atriði hefi ég þetta að segja, og er þar um að ræða eitt af grund- vallaratriðum i tvenndarskóla- hugmyndinni: Teikningu, vissar greinar handavinnu og vélritun mun vinnast nægur timi til að kenna i tvenndarskól- Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.