Tíminn - 10.01.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.01.1975, Blaðsíða 9
Föstudagur 10, janúar 1975. TÍMINN 9 / 'ímwm i Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i iausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Viðræður um ERLENT YFIRLIT Er stjórnarferill Brézjnefs á enda? Hann hefur verið varfærinn og hægfara stjórnandi nýja kjarasamninga Samkvæmt ósk Alþýðusambands Islands munu senn hefjast viðræður fulltrúa frá samtökum vinnumarkaðarins um nýja kjarasamninga, en næstum öll verkalýðsfélögin hafa notað sér gengislækkunarákvæðið til þess að segja upp þeim kjarasamningum, sem voru gerðir siðastl. vetur. Af hálfu Alþýðusambandsins eða verkalýðsfélag- anna hafa enn ekki verið lagðar fram beinar kröf- ur, en i áiyktunum þessara aðila hefur komið fram, að höfuðatriðið sé að tryggja atvinnuörygg- ið, en þar næst að tryggja hlut láglaunafólksins. Jafnframt beri svo að stefna að þvi, að tryggja sem fyrst hliðstæð kjör og fengust með samn- ingunum á siðastl. vetri. Samkomulagshorfur munu að sjálfsögðu fara mjög eftir þvi, hvernig þessari stefnumörkun verður fylgt i framkvæmd. Allir munu vera sam- mála um, að höfuðatriðið sé að tryggja næga at- vinnu. Enn hefur rikisstjórninni tekizt að tryggja næga atvinnu, en það verður stöðugt örðugra, enda sjást nú viða glögg hættumerki, t.d. i byggingar- iðnaðinum. Reynsla frá öðrum löndum, t.d. Dan- mörku, hefur sýnt, að byrji atvinnuleysi á annað borð, getur það magnazt á skömmum tima. Höfuð- skilyrði þess að afstýra atvinnuleysi er að undir- stöðuatvinnuvegirnir stöðvist ekki vegna þess að of mikils sé krafizt af þeim. Yfir þeim vofir einnig sú hætta, að verðlag á aðfluttum rekstrarvörum þeirra haldi áfram að hækka en verðlagið á út- flutningsvörum þeirra lækki enn. Haldist sú öfug- þróun, verður ekki hjá þvi komizt, að einhver kjaraskerðing eigi sér stað. Af þeim ástæðum, sem hér eru raktar, má það vera ljóst, að nú er ekki grundvöllur fyrir almenna kauphækkun. Annars er atvinnuleysi og aukinni verðbólgu boðið heim. Hitt er jafn nauðsynlegt, að tekið verði til rækilegrar athugunar, hvernig hægt sé að firra láglaunastéttirnar sem mest kjara- skerðingu, án þess að atvinnuleysi og aukinni verðbólgu sé boðið heim. Þetta er enn sjálfsagðara vegna þess, að hlutur þeirra var fyrir borð borinn við gerð siðustu kaupsamningaognauðsynlegt er þvi að jafna kjörin meira að nýju. Þetta er hins vegar erfitt úrlausnar, eins og efnahagsástandið er. útilokað er þetta þó ekki, ef vilji er fyrir hendi. Hér þarf rikisvaldið vafalaust að koma til skjal- anna og vera samtökum vinnumarkaðarins til að- stoðar. Þess ber að minnast, að brotið var blað I þessum efnum, þegar sett voru bráðabirgðalög um sérstakar láglaunabætur á siðastl. ári. Þar hafði Ólafur Jóhannesson og Framsóknarflokkurinn forustu, en þetta mál fékk strax góðan stuðning núv. forsætisráðherra og flokksbræðra hans. Efa- laust er, að rikisstjórnin hefur fullan vilja til að gera það, sem i hennar valdi er i þessum efnum. 1 þessu sambandi er ekki úr vegi að vitna til þeirra orða forseta Alþýðusambandsins, að kjarabætur felast i fleira en kauphækkun. Margt bendir til, að kreppuástandið i heiminum haldi áfram að versna næstu mánuði og það getur bitnað á okkur með ýmsum hætti. Meðan svo árar, skiptir mestu að reyna að tryggja atvinnuöryggið og verja hag láglaunafólks svo sem kostur er. Annað verður að biða betri tima. Þetta verða að vera meginmarkmið aðila vinnumarkaðarins og rikisvaldsins i sambandi við þá samningagerð, sem nú er að hefjast. Leonid I. Brézjnef. SIÐUSTU dagana hefur gengið margs konar orðrómur um heilsufar Leonid Bre’zjnefs, leiðtoga rússneska kommúnistaflokksins og helzta valdamanns Sovét- rikjanna. Tilefnið er það, að hann frestaði fyrirhugaðri ferð sinni til Kairó um miðjan þennan mánuð. Fyrst var einkum gizkað á, að þetta hefði stafað af ósamkomulagi milli Egypta og Rússa, en siðar gaus upp orðrómurinn um veikindi Brézjnefs. Ýmist hefur verið sagt, að hann hefði fengið lungnabólgu og þyrfti að fara vel með sig, eða að hann hefði hvitblæði og væri jafnvel ráðgert að hann leitaði til bandariskra sérfræðinga. Það hefur ýtt undir þennan orðróm, að Brézjnef hefur ekkert komið fram opinber- lega að undanförnu, að þvi undanskildu, að hann mætti i fyrradag við útför móður sinnar, sem lézt fyrr i vikunni. Þetta er annars ekki i fyrsta sinn, sem orðrómur gengur um að Brézjnef sé ekki heilsu- hraustur. Þess þótti sjá merki, þegar hann heimsótti franska forsetann i byrjun desember siðastl. að hann væri ekki alveg heill heilsu. Annars þarf þetta ekki að hafa stafað af öðru en að hann væri þreyttur. En Brézjnef hefur jafnan ver- ið vinnuhestur hinn mesti og siðustu árin hafa bætzt við mikil ferðalög með tilheyrandi samkomum og veizluhöldum Aldurinn er lika farinn að segja til sin, en Brezjnef varð 68 ára 19. desember siðastl. A SIÐASTLIÐNU hausti var þess all rækilega minnzt i fjölmiðlum utan Sovétrikjanna að 10 ár voru þá liðin siðan Krustjoff var steypt af stóli og Brézjneff varð valdamesti leiðtogi Sovét- rikjanna eða aðalritari kommúnistaflokksins, en það hefur verið valdamesta embættið i Sovétrikjunum frá upphafi byltingarinnar. Eftir fráfall Stalins, var það ætlun forráðamanna Sovétrikjanna, að enginn einn þeirra yrði eins valdamikill og Stalin var, en mjög sótti i það horf siðustu valdaár Krustjoffs. Það mun hafa verið ein ástæða þess, að Brézjnef og félagar hans véku honum frá völdum. Fyrst á eftir var reynt að láta lita svo út, að þrir leiðtogar Sovétrikjanna væru nokkuð jafnir að völdum, eða þeir Brézjnef, Podgorny og Kosygin. Fljótt sótti þó i það horf, að Brézjnef var bersýni- lega valdamestur þeirra. Segja má, að þetta hafi orðið augljósara með hverju árinu, sem hefur liðið. Gleggst hefur þetta sézt á þvi, að það er Brézjnef, sem mætir fyrir hönd Sovétrikjanna, þegar leiðtog- ar stórveldanna koma saman, þótt það ætti samkvæmt vest- rænum venjum að vera annar- hvor þeirra Podgornys eða Kosygins. í TILEFNI af 10 ára ferli Brézjnefs sem valdamesta manns Sovétrikjanna, ræddu fjölmiðlarnir ekki sizt um það, hvernig honum hefði farið stjórnin úr hendi. Þótt ekki væri hægt að segja, að niður- stöðurnar væru lofsamlegar, voru þær frekar jákvæðar. Brézjnef hefur ekki leyft eins mikið frjálsræði og orðið var siðustu valdaár Krústjoffs, en hann hefur ekki heldur horfið til stjórnarhátta Stalins. Frekar má segja, að hann hafi reynt að þræða hér meðalveg. Hins öfluga miðstjórnarvalds flokksvélarinnar gætir enn á öllum sviðum, en þó hefur verið slakað til, t.d. á þann hátt, að uppreisnargjarnir einstaklingar geta frekar látið til sin heyra nú en áður. Þeir eiga nú meir á hættu að vera sendir úr landi en i vinnubúðir eða á geðveikrahæli. Lifskjör almennings hafa tvimælalaust batnað verulega á þessu tima- bili, mikið hefur verið gert til að bæta úr húsnæðisleysinu og framleiðsla neyzluvöru hefur aukizt og vörurnar batnað. Þannig hefur áreiðanlega miðað i rétta átt á ýmsum sviðum i stjórnartið Brézjnefs. Það hefur verið stefnt að þvi, að lagfæra og bæta ýmsa hluti, án þess að hrófla þó við kerfinu. Þvi hefur verið komizt svo að orði um Brézjnef, að hann væri hægfara ihaldsmaður, gæddur þó nokkrum framfaravilja. En þess verður að gæta, að risa- veldi, sem byggt er á mörgum ólikum þjóðflokkum eins og Sovétrikin, verður að gæta sin fyrirstórum sveiflum og örum breytingum. Þá gæti meira hrunið en ætlazt er til. Þess vegna útheimtir kerfið var- færni og ihaldssemi, en verður þó að geta fullnægt vissum framfarakröfum. Það var ótt- inn við veikleika kerfisins, sem vafalaust réði mestu um, að Brézjnef beitti hervaldi tií að hindra of miklar og óráðnar breytingar i Tékkóslóvakiu. Hins vegar hafði hann lært af þvi, að slik ihlutun Rússa mæltist ekki vel fyrir, og þvi hafði hann önnur og hyggilegri tök, þegar hann studdi að þvi að Gierek leysti Gomulka af hólmi i Póllandi. SIÐUSTU ÁRIN hefur Brézjnef látið alþjóðleg málefni meira og meira til sin taka og þykir nú vist, að hann sé helzti talsmaður þess i innsta hring rússneska kommúnistaflokksins, að stefnt sé að bættri sambúð við Vestur-Evrópu og Bandarikin. Öneitanlega hefur orðið veru- leg breyting til bóta i þeim efnum siðan Brézjnef tók við forustu Sovétrikjanna. Þar er fyrst að nefna samningana við Vestur-Þýzkaland, samninga fjórveldanna um Vestur- Berlin, margháttaða samninga milli Sovétrikjanna og Bandarikjanna, ásamt stóraukinni og sivaxandi verzlun Sovétrikjanna við vestrænu rikin. Af þessu má draga þá ályktun, að Brézjnef geri sér ljóst, að friðsamleg sambúð við vestrænu rikin, sé ekki siður hagur Sovét- rikjanna en þeirra, en við þetta kann svo einnig að bætast ótti við Kina i fram- tiðinni. Hvað, sem menn kunna annars að hafa um Brézjnef að segja, er það ótvirætt, að sambúð austurs og vesturs er nú stórum betri, en hún var fyrir 10 árum. Orðrómurinn um veikindi Brézjnefs, ásamt þvi að hann nálgast sjötugsaldurinn, hefur ytt undir ágizkanir um hugs-nlegan eftirmann hans. Þekktur ameriskur blaða- maður, Michael Parks, sem þekkir vel til i Sovétrikjunum, taldi að Brézjnef myndi helzt kjósa Andrei Kirilenko sem eftirmann sinn, einkum þó ef hann yrði að láta af völdum fljótlega, en sá galli er á þessu, að þeir Brézjnef og Kirilenko eru janfaldrar, en sá siðarnefndi er talinn heilsu- betri. Kirilenko mun þvi varla koma til greina ef Brézjnef stjórnar i nokkur ár enn. Newsweek nefndi nýlega Yuri Andropof, yfirmann leynilög- reglunnar (KGB), sem likleg- an eftirmann Brézjnefs. Hann er sextugur að aldri og virðist njóta hylli Brézjnefs. Það get- ur ráðið miklu um framtið Sovétrikjanna og raunar alls heims, hver eftirmaður Brézjnefs verður, en mörgum finnst orðið öryggi i þvi, að maður eins og Brézjnef heldur nú um stjórnvöl Sovét- rlkjanna. Þ.Þ. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.