Tíminn - 10.01.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 10.01.1975, Blaðsíða 13
Föstudagur 10. janúar 1975. TÍMINN 13 Ingvar Baldursson, Akureyri: Samstarf við íhaldið er algjör neyðarlausn — viðtal tekið á 16. flokksþingi Framsóknarflokksins Ingvar Baldursson frá Akureyri hefur setiö á tveimur flokks- þingum áður. Á 16. flokksþingi Framsóknarflokksins starfaði hann i flokksmálanefnd SUF- siðan spurði hann fyrst um störf þingsins. — betta flokksþing var tals- vert öðruvisi i starfsháttum heldur en þau sem ég hef áður setið. Nefndir voru færri, aðeins fjórar, en unnið var i stað þess i umræðuhópum, sem fólk gat valið a ð eigin vild. Ég starfaði i undirnefnd og gat þvi litið fylgzt með málaflokkum umræðuhóp- anna, sem áreiðanlega hafa verið mjög áhugaverðir. Ég tel þessa breytingu til mikilla bóta. — Hvað viltu segja okkur um starfsemi FUF á Akureyri? — Félag ungra framsóknar- manna á Akureyri hefur alla tið verið með virkustu félögunum úti á landsbyggðinni. Þó er ekki þvi að leyna, að almenn deyfð virðist ríkjandi i félagsmálum almennt og ber að harma það. Sfðast liðið ár hefur starfsemi FUF á Akureyri verið mjög virk og valda þar mest tvennar kosningar á árinu. Ungir menn unnu mjög vel 'og fengu að lokn- um kosningunum mjög aukinn hlut. Mér finnst mjög áberandi hve margt er af ungu fólki á þessu flokksþingi, en einkan- lega ber hér meira á kvenfólki en áður. En þrátt fyrir þessa sókn ungs fólks innan flokksins finnst mér áhrif þess heldur litil enn sem komið er a.m.k. — Hver eru brýnustu hags- munamál Akureyrar og kjördæmisins yfirleitt? — Orkuskortur er mesta vandamál norðlendinga, en hann hefur verið mikill undan- farin ár. Hefur um það bil helm- ings orkunnar verið aflað með oliu. Truflanir hafa verið allt of tiðar og eins og ástandið er i orkumálum heimsins i dag, er engan veginn viðunandi að nýbyggingar skuli ekki fá raf- magnshitun. Uppbygging vegakerfisins er Framhald á 19. siðu Skylda okkar við hina öldruðu Við búum i velferðarþjóðfélagi m.a. i þeim skilningi, að byggt hefur verið upp tryggingakerfi, sem leitast við að tryggja einstaklingum, sem verða fyrir ýmiss konar skakkaföllum s..s. sjúkdómum, slysum og oft á tiðum varanlegri örorku, fjárhagslega af komumöguleika. í ellefu hundruð ár hefur það verið talinn sjálfsagður hiutur, að aidraða fólkið, sem búið er að skila þjóðfélaginu stærstum hluta af sínu ævistarfi, ætti öruggt skjól og athvarf. Allt fram á þessa daga, hefur meirihluti þessa fólks átt at- hvarf i skjóli fjölskyldu sinnar. En islenzka fjölskyldan hefur breytzt með breyttum þjóðfélagsháttum. Þessi þjóðlifsbreyting hefur leitt til þess, að þarfir eldra fólksins fyrir aðstoð þjóðfélagsins hafa aukist. Ýmiss konar þjónustu- stofnanir eru þegar fyrir hendi, sem leysa hluta af þðrf gamla fólksins fyrir umönnun, þegar það er ekki lengur fært um að sjá um sig sjálft. Vantar þó allmikið á að þeirri þörf sé fullnægt. Sumt eldra fólk kýs þó heldur að búa á eigin heimilum, en skilning- ur samborgaranna á þessari sjálf- sögðu kröfu virðist af mjög skorn- um skammti. Það verður að byggja upp þjónustu og heimilis- hjáp, er tryggi það, að þessir . þjóðfélagsþegnar geti sem lengst og við sem mest öryggi búið á heimilum sínum, sem jafnvel meirihluti ævinnar hefur farið i að byggja upp. Virðist sem löggjafinn hafi ekki enn fundið brýna þörf fyrir það, að móta heildarstefnu i þessu máli, en þetta er samfélagsskylda sem ekki má dragast lengur að verði fullnægt. E. Jóh. Framsýni í upphafi nýs árs er gott að horfa um öxl og gá að hvað betur hefði mátt fara. Þegar svo er gert, mætir oft sama málið huga manns við hver ára- mót. Það er sumum málum áskapað að verða eilifðarmál, að þvi er virðist. Þannig er um kynslóðabilið svokallaða. I þjóðfélaginu sem heild, er kynslóðabil tilbún- ingur. Þar eru engin mörk milli kynslóða, sem greinanleg eru. Hins vegar á sér stað mishröð þróun, sem mótar hvert timabil sögunnar. Það er rangt að álykta að orsaka til þróunar sé að leita hjá hinum yngri. Þeirra er að leita hjá þeim, sem eldri eru og eytt hafa lifi sinu til þess að aðlagast eða breyta umhverfi sinu. Stjórnmálaflokkum hefur sumum ekki þótt nóg að gert i kynslóðamálum, og hafa gjarnan sett ákveðið mark til viðmiðunar um það, hvenær menn yrðu fullorðnir. Á Islandi og viðar hefur þetta mark verið ákvarðað við 35 ár. Afleiðing þessa er, að fullorðnum mönnum er haldið i barn- dómi með þessu kerfi. Hver orsökin til þessarar aldurskiptingar hefur verið i upphafi er ekki ljóst, en afleiðing- arnar eru hins vegar ljósar. Reynslan hefur sýnt, að þessi skipting getur gert einn stjórnmálaflokk að tveim heildum. Yngri deild flokksins hefur þá gefið upp á bátinn vinnu við bingó og böll, en hef- ur þess i stað snúið sér að stjórnmálalegri vinnu. Fullmótaðar stjórnmálaályktanir eru oft af- rakstur þessarar vinnu. Það er augljós óhag- kvæmni þess að tvær heildir — skipulagslegar — ljúki gerð stefnumótandi ályktana og berjist siðan harkalega fyrir þeim. Slikt þýðir vig og ill deilur. Þetta kerfi, að skipta mönnum i hópa eftir aldri eða kyni, býður heim erfiðleikum af ófyrir- sjáanlegu tagi og er gjörsamlega óraunhæft, og óviðeigandi á okkar timum. Ætli menn hins vegar að viðhalda skipulaginu, þá verður að átta sig á þeim erfiðleikum, sem reynslan hefur kennt okk- ur að er á þessari skiptingu, og mæta þeim. Forystusveit flokka af þessu tagi verður að sýna þá framsýni að lita á ungt fólk i flokki sinum sem eftirmenn sina. Það verður að fela þessu unga fólki ábyrgðarhlutverk og trúnaðarstöður, þar sem ferskar hugmyndir, og atorka þess fær notið sin i sameiginlegri vinnu þeirra, sem skipa sama stjórnmálaflokk. Þetta unga fólk á skil- yrðislaust að velja úr hópi þein a, sem unnið hafa i röðum ungra manna og sannað þar hæfileika sina. Sá sem gengurfram hjá þessu fólki og gripur til annarra utan samtakanna sjálfra, hefur ekki mikla framsýni til að bera. Þeir sem starfað hafa taka þessu sem móðgun og vanvirðu, sem eðlilegt er. Innan Framsóknarflokksins hafa verið gerðar ýmsar breytingar, sem miða að bættu samstarfi hinna eldri og SUF. Á þær er litil reynsla komin, en vonandi eru þær til bóta. Breytingar eru þó ekki nóg — það þarf einnig að koma til góður vilji til samstarfs, og góðum vilja kemur nauðsynleg framsýni til með að fylgja. PE.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.