Tíminn - 10.01.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 10.01.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Föstudagur 10. Janúar 1975. annaö en undrazt, að hann, sjúkur og máttfarinn, skyldi enn ætla að bjóða trylltum náttúruöflunum byrginn. Allt í einu sýndist henni myrkrið eins og þéttast hægra megin við bátinn og verða að háum biksvörtum vegg, og hún heyrði öldurnar dynja á klettafIúð. ,,Jóhann“, æpti hún dauðhrædd. „Það er land hér". „Sótsvart helvíti", öskraði hann á móti vindinum. „Við höfum verið hérna í skerjaklasa síðasta hálftímann". „Hjálpaðu mér, Katrín", kallaði hann aftur eftir andartaksþögn.,, Leggstu hérna á árina með mér, svo að við náum bátnum frá skerinu". Hún laut yf ir aðra árina, og með sameinuðum kröftum reyndu þau í örvæntingaræði að hamla gegn trylltum sjónum, sem virtist á hverri stundu mundu kasta þeim af nöktum klettunum, er risu þverhníptir frá sjónum. Þau voru komin svo ískyggilega nærri berginu, að úðinn frá brimskaf linum rauk yfir bátinn. Katrín þóttist þess full- viss, að nú væri þeirra hinzta stund komin. En Jóhann vildi ekki gefast upp. Hann beit á jaxlinn og hvessti aug- un út í myrkrið, og Katrín vissi, að það voru klettarnir, sem hann horfði á, en samt hafði hann líka gát á öldun- um, sem komu ein af annarri úr gagnstæðri átt. „Taktu á... taktu betur á... í hlé við hólmann", heyrði hún hann hrópa milli hrynanna. Og loks heppnaðist þeim eftir mikla áraun að sleppa fyrir klettinn, þar sem hreinni sjór tók við. „Nú hleypum við undan veðrinu", sagði Jóhann og lét bátinn berast meðfram ströndinni. Báturinn flaug áfram. Þegar hann var kominn fyrir suðausturodda hólmans, greip Jóhann aftur til áranna og beitti nú allri orku sinni til þess að komast í hlé við landið. „Hér verðum við að komast í land", hrópaði hann, og kona hans skildi strax, að nú vantaði aðeins herzlumun- inn til þess að sleppa og lagðist á árarnar með manni sín- um. En það var jaf nvel rok sunnan undir hólmanum, svo að það var aðeins með herkjum, að þau náðu landi í grýttri f jörunni. En um síðir tókst þeim það samt. Þau bröltu upp úr bátnum og drógu hann í skyndi upp á flúðirnar. Þögul og ringluð röltu þau í blindni upp á hólmann. Þegar þau höf ðu gengið spölkorn, nam Jóhann staðar og settist í elrirunna. ,, Við skulum hvíla okkur stundarkorn," sagði hann, og Katrín, sem sjálf var úrvinda af þreytu, fleygði sér nið- ur við hliðina á honum. Þau lágu þarna svo sem hálfa klukkustund, bæði of þreytt og altekin af því, sem þau voru nýsloppin frá, til þess að tala saman, og hlustuðu sem í leiðslu á brimgný- inn. Það var dimmt enn, og það umdi og þaut í skóginum. Loks rauf Jóhann þögnina með erf iðismunum. „Það mátti ekki tæpara standa, Katrín. Ég skil það eiginlega ekki ennþá, að við skildum sleppa fyrir Rand- eyjardrangann". „Það er þér að þakka, Jóhann", svaraði kona hans lágt. „Nei, ég hefði aldrei komizt frá því einn". Eftir stutta þögn bætti hann við: „Það er fjandi kaltog hráslagalegt hérna, eða hvað finnst þér, Katrín?" „Jú, mér finnst kalt. Býr ekkert fólk á þessari eyju? Hvar erum við eiginlega?" „Nei, þetta er bara lítill hólmaskratti. Það er hér gömul hlaða, en hún var vist rifin í fyrra. Við erum nefnilega á Hellunni, sem þeir kalla svo". „Hellunni — já. Þá höfum við farið framhjá Eikiey". ,,0-jú. Okkur hrakti svo skratti mikið suður á bóginn. Það er þungur sjór hér, þegar hann stendur beint af norðri. Og ég hef sjaldan séð hann jafn bólginn hérna á Þórseyjarf irðinum". „Það var skárri læknisferðin, sem við fórum. — Eig- um við að reyna að staulast lengra upp á hólmann og vita, hvort við finnum ekki betra afdrep?" Jóhann féllst á það, og svo ömbruðu þau af stað og hrösuðu um trjárætur, steina og jarðlæga runna í myrkr- inu. Allt í einu nam hann staðar og nasaði í allar áttir eins og hundur. Þau sneru aftur til strandar. Það var auðsjáanlega orðið f lóðhærra en 'áður, og þau gátu hvergi komið auga á kænuna, enda var skuggsýnt enn. Þau reikuðu um stund um berar og votar f lúðirnar og leituðu bátsins. „Hvar skildum við hann eftir?" sagði Katrín. Jóhann hafði gengið spottakorn á undan henni, en nú nam hann staðar og svipaðist um. „Hér ætti hann að vera. Við lentum þarna á milli klettanna". Hann gekk áfram nokkur skref, en sneri svo til baka. „Hann er horfinn", sagði hann. Katrin hljóp til hans með öndina í hálsinum. „Er báturinn horfinn?" hrópaði hún i örvæntingu. „Já", svaraði Jóhann dapurlega, „hann er farinn sína leið". Svo rölti hann í áttina til skógarins með hendurnar i buxnavösunum og höfuðið niðri á bringu. Katrín elti hann. Þau settust í klettaskoru, þar sem veðrið náði sér ekki, mmmh Föstudagur 10. janúar 7.00 Morgunútvarp Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Finnborg örnólfsdóttir les söguna „Maggi, Mari og Matthias” eftir Hans Petterson (8). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liöa. Spjallað viö bændur 10.05. „Hin gömiu kynni” kl. 10.25: Sverrir Kjartansson sér um þátt meö tónlist og frásögnum frá liönum ár- um. Morguntónleikar kl. 11.00: Amadeus kvartettinn leikur Strengjakvartett i c- moll eftir Mac- Millan/Benjamin Luxon syngur „Hillingar”, flokk ljóBsöngva eftir Alwyn/Peter Pears syngur „Seinni söng jarlsins af Essex” úr óperunni „Gloriana” eftir Britten. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 ViB vinnuna: Tónleikar 14.30 Miödegissagan: „Söng- eyjan” eftir Ykio Mishima Anna Maria Þórisdóttir þýddi. Rósa Ingólfsdóttir leikkona les (4). 15.00 Miödegistónieikar 15.45 Le'sin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.25 Popphorniö 17.10 (Jtvarpssaga barnanna: „Emil og leyniiögreglu- strákarnir” eftir Erich Kastner Haraldur Jó- hannesson þýddi. Jón Hjartarson leikari byrjar lesturinn. 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 VeBurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Breytingar i spænskum stjórnmáium Asgeir Ingólfsson fréttamaöur seg- ir frá. 20.00 Tónleikar Sinfóniu- hljómsveitar islands I Há- skólabiói kvöldiö áöur. Hljómsveitarstjóri: Vladimir Ashkenazý Ein- leikari: Cristina Ortiz pianóleikari frá Brasiliu 21.30 tJtvarpssagan: „Dagrenning” eftir Romain RollandÞórarinn Björnsson islenskaöi. Anna Kristin Arngrimsdóttir les (8). 22.00 Fréttir 22.15 Veöurfregnir Frá sjónarhóli neytenda Björg- vin Guömundsson skrif- stofustjóri segir frá nýjung- um i löggjöf i þágu neyt- enda. 22.45 Bob Dylan Ómar Valdimarsson les þýöingu sina á ævisögu hans eftir Anthony Schaduto og kynnir hljómplötur hans: -tiundi og siBasti þáttur. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 10. janúar!l975 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar, 20.35 Tökum lagiö. Breskur söngvaþáttur, þar sem hljómsveitin The Settlers leikur og syngur létt lög. ÞýBandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 21.00 Kastljfis. Fréttaskýr- ingaþáttur. UmsjónarmaB- ur Svala Thorlacius. 21.50 Villidýrin. Breskur saka- málamyndaflokkur i sex þáttum. 2. þáttur. Ilivirki. ÞýBandi Kristmann Eiös- son. 22.40 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.