Tíminn - 10.01.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 10.01.1975, Blaðsíða 19
Föstudagur 10. janúar 1975. TÍMINN 19 Mark Twain: Tumi gerist leyni- lögregla upp, fórum við út. Það var kominn bjartur dagur. Við gengum hægt eftir veginum og örðu hvoru mættum við manni og heilsuð- um og stönzuðum og töluðum um það, hvenær við hefðum komið, hvernig liði heima hjá okkur, hve lengi við ætluðum að dveljast þarna og fleira þess háttar, en ekki nokkur maður minntist á þennan at- burð. Þetta þótti okkur algerlega óskiljanlegt. Að lok- um hélt Tumi, að ef við færum út i lundinn, mundum við finna likið liggjandi þar eitt og yfirgefið og engan mann i nágrenninu. Hann sagðist halda, að karlarnir • elt morðingjana svo langt inn i skóginn, að morðingjarnir hefðu talið það ágætt tæki- færi til þess að ráðast á þá, og þá hefðu þeir kannski drepið hvern annan allir saman, svo að enginn væri lengur eftir til frá- sagna. Við heldum áfram göngunni og mösuðum saman, og áður en við vissum af vorum við komnir að .lundinum. Ég skalf á beinunum og mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds, þeg- ar ég hugsaði um það, sem lá þarna inni, þá gat ég ekki stigið feti fram- ar, hversu sem Tumi reyndi að telja um fyrir mér. En hann lét það ekkert á sig fá, hann o Sérstæð bók anum. En eitt megin atriði þessa kerfis er, að aldrei skal reynt að fara með inn i hinn almenna skóla kennslu i verk- legum greinum, sem eðli sinu samkvæmt eiga ekki heima i skólastofnunum og verða þvi iðulega kák eitt, og geta þess vegna valdið vissum uppeldis- skemmdum. Yfirleitt skal leitazt við i skólastarfi að reyna ekki að kenna nema það, sem fyrirfram má teljast liklegt að heppnistað kenna, þvi mistökin og kákið brjóta niður sjáfs- traust nemendanna og sjálfs- virðingu og virðingu fyrir skóla- starfinu”. „Ég held að margur verði tortrygginn á að timi reynist nægur?” „Sannanir fyrir þvi, að fimm og hálfs mánaðar skóli sé nægilega langur timi, til að kenna meira og betur en yfirleitt tekst með núverandi kerfi, má heita að liggi ljósar fyrir. Má þar m.a. nefna margfalda reynslu frá skólum dreifbýlisins. En stór- breyttar aðferðir og fram- kvæmdatilhögun tvenndar- skólans skapa lika skilyrði fyrir þvi, að námstimastyttingin minnki ekki það námsefni, sem nemandinn getur meðtekið. I tvenndarskólanum eiga nemendur að vera færri i hverri bekkjardeild heldur en nú tiökast, helzt ekki fleiri en 15-25 eftir ástæðum, enda getur þá kennarinn sinnt hverjum nemanda af meiri nærfærni en nú tiðkast. Engum nemanda má liðast að trufla námsstarfið hið minnsta, eins og nú er mjög algengt. Þessu skal mjög stranglega framfylgt, enda mun mega reikna kostnaðarverð hverrar kennslustundar á þúsundir króna. Truflandi nemendur verða að fá sér- kennslu, sérmeðferð, i mjög fá- mennum bekkjardeildum hjá kennurum, sem sýnt hafa hæfni til að fást við slik vandamál. Nóg fjárráð ættu að vera til slikrar sérkennslu, þvi viss spörun felst i tvenndarskóla- kerfinu, einkum þó á húsrými, vegna þess að helmingi færri nemendur eru innan veggja skólans hverju sinni heldur en nú er. Ég áætla, að húsrýmis- spörun til skólahalds mundi nema 1/3, en kaupgreiðslu- kostnaður til kennara mundi litið eða ekki minnka. En kerfið gæti boðið upp á bætt launakjör kennara og þeim hagfelldari fri- timaskiptingu. Og einnig mundi kerfið skapa skilyrði fyrir þvi, að kennurum yrðu ekki fengin nær óleysanleg viðfangsefni þar sem truflandi óróaseggir meðal nemenda yrðu miskunnarlaust fjarlægðir og fengju sérmeðhöndlun. Fækkunin i bekkjardeildum gerði störf kennara lika viðráðanlegri og árangursrikari — og þar með skemmtilegri. Sérhæfing og sérkennsla, sem kerfið byði upp á, mundi auðvelda hagfellda nýtingu breytilegra kennslu- krafta. Röðun i bekkjardeildir á að fara eftir námshæfni og færni, en ekki aldri, svo mishraðfærir nemendur tefji ekki hverjir fyrir öðrum. Þetta er byggt á þeirri grundvallar hugsun, að skólinn á að kenna og æfa færri og vekja áhuga, en ekki að vera geymslustofnun- Það á að bera virðingu fyrir timaeyðslu eða timanotkun nemandans”. „Nú munu margir spyrja, hvað eigi að gera við þann helming skóla- æskunnar, sem er utan skólans iivern árshelming, t.d. frá miðjum júli til áramóta?” „Hér kemur einmitt að öðrum aðalkjarna málsins. Sá hópur á að fá að vera með fullorðna fólkinu. Vera i sjálfum lifsskól- anum. Vera að læra að vinna. Á þetta þó einkum við aldurs- flokkana frá 11 til 16 ára. Þeir yngri yrðu frjálsir. Ég tel mjög vafasamt að vera alltaf að skipta sér af börnum. Yngri börnin eiga að fá að hafa frið og þroska sig sjálf i næði — samkvæmt eigin ákvarðana- töku. En svo þurfa að vera til leikskólar og tómstundaaðstaða fyrir 7-10 ára börnin, en þau eiga að fá að vera sem frjálsust. Allir hinir stálpaðri nemendur mundu eiga auðvelt með að fá störf og dvalarstaði við sitt hæfi — vegna þess, að aðeins helm- ingur þessara aldurs hópa er utan skólans hverju sinni. Og unglingurinn á að fá að skipta um störf. Eina árshelft er hann t.d. i sveit, aðra sendisveinn i verzlun eða hjálparunglingur i hinum óteljandi breytilegu verkstöðvum i þjóðfélaginu. Gegnum þetta kynnist unglingurinn þjóð sinni og reynslu hinna fullorðnu — ekki i gervistarfi — heldur raunverulegu starfi. Finnbogi i Gerðum kom fyrir löngu með tillögu um að leysa úr vinnuafls- vöntun, með þvi að lofa skóla- fólki að taka þátt i fiskvinnslu á vertiö. Það kæmi þá sem einskonar auka-afurð við þau uppeldisatriði, sem ég legg aðaláherzlu á. Einnig gæti þetta oröið mikil hjálp við stööuval siðar”. Meira verður hér ekki tekið upp úr þessum fróðlegu viðtals- þáttum, en að lokum langar mig þó að geta þess i sambandi við tvenndarskólann og skiptingu nemenda milli skóla og athafna- lifs, að Kristján ætlast til að fylgzt sé með þeim helming nemendanna, sem hverju sinni stundar vinnu utan skólans. Til þess ábyrðarstarfs skulu ráðnir sérstakir og vel þjálfaðir eftir- litskennarar, sem heimsæki vinnustöövarnar, vitt og breitt um landið og séu jákvæðir tengiliðir milli námsfólksins, samstarfsmanna þess og húsbænda. Kynni þeir sér aðbúnað og aðrar aðstæður ungmennanna og stuðli að gagnkvæmum skilningi og velvilja með það efst i huga, að samstarf þessara aðila geti verið ánægjulegt og snurðulaust. 1 köflunum um manngildiöog manngildið og rótfestuna, gerir höfundur merkilega tilraun til að sanna lesendum sinum, hversu gifurlega þýðingu raunsönn menntun einstaklingsins hefir fyrir samfélagslega uppbyggingu hvers einstaks þjóðfélags. Fái barniðog siöar ungmennið notið réttrar og þroskavænlegrar meðhöndlunar, þannig að hæfileikar hvers og eins nái að .dafna i hollum gróðrarstöðvum andlegrar menningar, hefir viökomandi þjóð lagt grunn að hagsæld sinni og menningu, — að þar megi þróast og þrifast hamingjusamt velferðar- þjóðfélag, þar sem rikir heilbrigt menningarlif. Mér býður i grun, að tvenndarskóla hugmynd Kristjáns Friðriks- sonar sé einmitt lykillinn að þessu riki. Ilallgr. Th. Björnsson ........... | Timinner í peningar I Auglýsitf : iTunanum í é • r Mosfellssveit Föstudaginn 17 jan. kl. 20.30. verður haldið glæsilegt skemmti- kvöld i Hlégarði I Mosfellssveit. Dagskrá Ölafur Jóhannesson flyturávarp. Guðmundur Jónsson syngur einsöng. Karl Einars- son fer með gamanmál. Siðan verður spiluð framsóknarvist. Fyrsta kvöldið i þriggja kvölda keppni. Guðmundur G. Þórarinsson stjórnar. Góð kvöld- verðlaun. Heildarvinningúr er glæsileg sólarferð til Kanarfeyja með Sunnu. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Kjósarsýslu og Mosfellssveitar. FUF Reykjavík Aðalfundur FUF i Reykjavik verður haldinn 30. janúar næst- komandi. Tillögur um fulltrúa i fulltrúaráð skulu berast stjórn- inni fyrir 15. þessa mánaðar, að Rauðárstig 18, Reykjavik Stjórnin 0 Samstarf mjög mikið hagsmunamál. Samgöngurnar voru i algjöru lamasessi, þegar ihaldið skildi við, rétteins og orkumálin. Þeg- ar i upphafi vinstristjórnar- timabilsins var farið að vinna að uppbyggingu vegakerfisins, sérstaklega i Þingeyjarsýslum. Ég fagna þeim tillögum sem fram hafa komið um lagningu Norðurvegar, þ.e. milli Reykja- vikur og Akureyrar. Akureyrarhöfn er og verður dreifimiðstöð fyrir byggðirnar i kring og er mjög brýnt verkefni að koma þar upp fullkominni vöruhöfn. Geta má þess, að heimilis- stofnun er orðin svo kostnaðar- söm, að nauðsynlegt er fyrir bæjarfélagið að geta boðið upp á ibúðir til leigu á viðunandi kjör- um. — Hvaö um stjórnmála- ástandið, stjórnarmyndunina, varnarmálin og landhelgismál- in, svo eitthvað sé nefnt? — Það hljóta að vera okkur ungum framsóknarmönnum mikil vonbrigði að ekki tókst að mynda nýja vinstri stjórn. Ég treysti á það fyrir kosningar, að tækist að mynda nýja vinstri stjórn, þrátt fyrir það að Sam- tökin brygðust á erfiðri stund stjórnarinnar. Alþýðuflokkur- inn liður ennþá fyrir stjórnar- samstarfið við ihaldið og ekki reyndist unnt að laða hann að vinstri flokkunum. Samstarfið við Sjálfstæðis- flokkinn er að minu mati algjör neyðarlausn á þeim vanda, sem við stóðum frammi fyrir i sam- bandi við stjórnarmyndun og varðandi lausn efnahagsmál- anna. Þessi ákvörðun framsóknarmanna lýsir hins vegar bezt hversu ábyrgur Framsóknarflokkurinn er i afstöðu sinni til þjóðmála og vonast ég til að okkar ráðherr- um takist að koma stefnumál- um flokksins jafnvel fram núna og i vinstri stjórn. úr þvi sem komið er vona ég, að þessi stjórn sitji út kjörtimabilið, þvi að það væri engin lausn að hlaupa frá vandamálunum á þvi miðju. — Hvað með varnarmálin? — Mér finnst miður, aö endurskoðun varnarsamnings- ins skyldi ekki hafa náð lengra, þvi að stutt virtist i það, að við losnuðum við herinn úr landinu i lok vinstri stjórnarinnar. Ýms- ar leiðréttingar hafa þó farið fram, s.s. lokun sjónvarpsins út á við, færri hermenn o.fl. en stefna flokksins er áfram sú, að stefnt skuli aö þvi, að varnar- liðið hverfi af landi brott i áföngum og vist er þessi samn- ingur i þá átt. Varðandi landhelgismálið vil ég segja það, að við megum aldrei semja um það við V- Þjóðverja, að þeir fái að koma með verksmiðju- og frystitog- ara inn fyrir, en ég gæti fallizt á að hleypa inn nokkrum minni togurum þangað til samningur- inn við Breta rennur út. Okkur er mikil nauðsyn að losna við tollahöftin en megum alls ekki afsala okkur mun meiri verð- mætum i þeim tilgangi. Viö eig- um tvimælalaust að færa fisk- veiðilögsöguna út i 200 milur á næsta ári. — Að lokum, Ingvar? — Ég tel að þetta flokksþing hafi heppnazt mjög vel og þær lagabreytingar sem gerðar voru hafi aukið tengsl ungra framsóknarmanna við flokks- forystuna. — hs — EnHMMBHl iögeröir SAMVIRKI y v:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.