Tíminn - 10.01.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.01.1975, Blaðsíða 10
Föstudagur 10. janúar 1975. Föstudagur 10. janúar 1975. TÍMINN 10 TÍMINN n FRÁ HINUM LÁTNU TIL HINNA LIFANDI Einkennilegasti „varahluta- lager” heimsins er i Bethesda, rétt fyrir utan Washington — bandarisku höfuðborgina. Hér eru geymdir „varahlutir” fyrir mannslikaman. Þetta er sérdeild á Naval Medical Center, sem er aðal- sjúkrahús bandariska flotans, auk þess að vera læknisfræðileg rannsóknarstofa, Sjúkrahúsið sjálft og rannsóknarstofan hafa hiö bezta orð á sér. Þar hafa legið stórmenni eins og Eisenhower, Lyndon Johnson og Nixon. Og það var reyndar einnig þangað sem John F. Kennedy var fluttur eftir tilræðið i Dallas. Opinberlega heitir liffæra- geymslan „The Tissue Bank”. eða vefjabankinn. Þó er það ekki aöeins vefir sem þarna eru geymdir heldur einnig — mjög nákvæmlega niðurraðað eftir likamshlutum og notkunarmögu- leikum — margar húðtegundir, taugar, sinar, brjósk, bein himnur og æðar Vefjabankinn i Bethseda hefur útibú i San Diego. Þau liffæri sem eru geymd þar, eru þó aðeins til notkunar fyrir San Diego svæðið, flest er þó sent til Bethesda og geymt þar. Fyrir nokkrum árum var komið á stofn einka-vefjabanka i Miami. Það var læknir nokkur, sem tók sig til ásamt nokkrum duglegum visindamönnum og stofnaöi þennan banka. Banki þessi er þó ekki rekinn með hagnað i huga. Til hjálpar i öllum heiminum. „Hagnaður og gróði er ekki okkar fyrsta hugsun með vefja- bankanum” segir yfirmaðurinn Robert Bright, læknir i flotanum. „Það geta allir sem um biða fengið ókeypis liffæri eða vefi frá okkur, það eina sem við biðjum um, er að við fáum skýrslu frá viökomandi sjúkrahúsi eða lækni sem með meðhöndlunina hefur haft að gera, um hvort aðgerðin hefur heppnazt eður ei, og hvernig gengið hafi”. Nýlega var stórvefjasending send til Brasiliu og fyrir um það bil einu ári, var álika stór sending send til Argentinu. t báðum til- fellum átti aö nota vefina og húöina, til að lækna brunasár. Bæði i sex daga striðinu 1967 og eftir Yom Kippur striðið 1973 bað Israel um — og fékk — mörg hundruð kvaðratsentimetra af vefjum og húð, sem siðan var svo grædd á særða hermenn. „Það nýjasta á þessu sviði, er húð af svinum”. segir Bright læknir. „Að visu hefur hún ekki sömu eiginleika og mannshúðin en við bruna hefur hún reynzt mjög vel”. Það er þó ekki þannig að þessi húð sé grædd á mannslikamann, sem hefur orðið fyrir bruna- sköðum, heldur er hún fyrst og fremst nokkurs konar varahúö þangað til hægt verður að taka húð af öðrum hlutum likama sjúklingsins”. Þetta stuðlar að fljótari bata og hindrar vökva- tap og bakteriuhættu”. „Jú, svinahúð er ágæt”, segir Bright ,,og svo er jú sá kostur, að það er hægt að fá hana i nær þvi ótakmörkuðu upplagi. Við fáum hana geislahreinsaða og frost- þurkaða eða djúpfrysta og eftir nokkur ár, verður þetta orðin stóriðnaður, fyrir bandariskar læknarannsóknir”. Yfirmaður hins einstaka vefjabanka, er læknir I flotanum, Robert Bright yfirhöfuðsmaður. Frá bankanum, getur hvaða sjúkrahús sem er fengið fyrirgreiðslu um ýmis liffæri. Frá dauða til lifs. Einkunnarorð vefjabankans eru „Ex morte vita”, sem er latina og þýðir „Frá dauða til lifs”, eða með öðrum orðum frá hinum dauða til hinna lifandi. Það hafa einnig verið tekin lif- færi úr dánum manneskjum. Hinir dánu hjálpa hinum lifandi til að halda lífi. Sumum finnst þetta kannski óviðkunnanlegt? En hvað skal þá segja um það þegar hægt er að bjarga manns- lifi, eða manneskju frá ævi- löngum örkumlun, svo ekki sé talaö um allar þær þjáningar, Hkamlegar og sálarlegar, sem hægt er að bæta með þvi að nota llkamshluta frá látnu fólki? Þetta er lika alltaf gert með fullkomnu samþykki nánustu ástvina hins látna. — I fyrstu mættum við mikilli mótspyrnu, en nú lítur fólk öðrum augum á starfsemi okkar — segir Robert Bright, sem vill árétta hinar miklu siðfræðilegu og vísindalegu kröfur, sem öll starfsemin hvilir á. t sjónvarpsauglýsingum er stundum auglýst eftirfarandi: , „Bandarikin þarfnast þin, jafnvel eftir dauðann . Þú getur ekki sýnt meðborgurum þinum meiri tillit- semi né gert þeim meiri greiða, en að gefa likama þinn til vefja- bankans. Með þvi að leyfa læknum og visindamönnum að fjarlægja heila vefi, húð og likamshluta úr látnum likama þinum, getur þú hjálpað sjúkum og slösuðum manneskjum til að byrja nýtt lif. Hafið samband við vefjabankann eða næsta sjúkra- hús. Fyllið út eitt eyðublað og geriö það i dag. Gefið sam- borgurum lfkama yðar." Aður en auglýsing þessi kom á sjónvarpsskerminn var banda- riski fáninn sýndur. Þetta kom nokkuð einkennilega út mitt á milli auglýsinga um bifreiðar, hárþvottalög og fleira álika — en það hafði sin áhrif. Fram að árinu 1971 höfðu um sjö milljónir Bandarikjamanna gefið allan likama sinn, eða hluta af honum, til visindarannsókna, eða til liffæraflutnings. Þetta var samt ekki nóg, og þess vegna var auglýsingaherferð komið af stað til aö fá fleiri gefendur. Meiri hluti gefendanna, höfðu ákveðið að gefa nýru sin, ef þau fylltu öll læknisfræðileg skilyrði til liffæraflutnings. Þetta er þvi merkilegra að þvi leyti, að það eru einmitt nýru sem mest vantar og oftast, til liffæra- flutnings. Ar hvert koma milljónir Bandarikjamanna með sködduð eða sýkt nýru, en nýrnasjúk- dómar eru lifshættulegir og leiða oft fljótlega viðkomandi sjúkling til dauða. Ef hefði verið til i bankanum Vefjabankinn i Bandarikjunum er sá merkilegasti og eini sinnar tegundar i öll- um heiminum. Þúsundir likamshluta og vefja, sem notaðir eru við uppskurði og liffæraflutninga á „sjúkum og slösuð- um”, er hægt að fá þar. „Varahlutirnir” koma frá látnu fólki, sem hefur gefið lik- ama sinn, eða hluta af honum. Á þennan hátt hjálpa hinir látnu þeim lifandi að halda lifi og heilbrigði. nýru fyrir helming þessara nýrnasjúklinga, myndu þeir hafa haldið lifi. En þetta hefði krafizt að fjöldi fólks, eða um 100 millj. manna hefðu gefið nýru sln eftir dauðann. Hjartadauði — heila- dauði Hvenær er manneskjan látin? En hvenær geta læknar og aðrir sérfræðingar fjarlægt liffæri úr sjúklingi, sem gefið hefur likama sinn? Það hlýtur jú að vera bæði i þágu læknanna og þiggjandans að liffæraflutn- ingurinn fari fram sem allra fyrst. Þetta á einkum við, þegar fjar- lægja á nýru úr látinni manneskju. Að visu er hægt að geyma nýrun i 70 klukkustundir eftir að gefandinn er látinn — frestur sem er stöðugt að lengjast —vegna þess hve tæknin er orðin mikil i sambandi við geymsluna. En þvi fyrr, sem hægt er að fjarlægja nýrun, rann- saka þau og svo framvegis, þvi meiri möguleikar eru á vel heppnaðri aðgerð. En hvenær er hægt að segja til með vissu, hvenær gefandinn er látinn? Hvenær er hægt að ákveða að dauðinn er staðreynd, endanlega og óumdeilanlega? Hér erum við kominn að þeirri spurningu, sem talin er bæði mjög viðkvæm og erfið, hvort það sé hjartadauðinn eða heila- dauðinn, sem endanlega skilur bilið milli lifs og dauða. — Það er eiginlega hægt að segja, að við höfum leyst þetta vandamál hér i Bandarikjunum segir Bright læknir. — Það gildir að minnsta kosti i flestum af fylkjum okkar. Heiladauðinn er tekinn sem hin endanlega ákvörð- un um að lifið hefur fjarað úr sjúkljngnum. Þegar hvorki hjarta né lungu geta starfað án hjálpar og engin merki um vöövastörfun né andar- dráttsjást þrem minútum eftir að hjálparvélarnar eru teknar úr sambandi, kemur heiladauðinn. Þá er hægt að segja með vissu að sjúklingurinn sé látinn. Tiu ára geymsla! Timinn er sem sagt mjög mikil- vægur, þegar nýra skal flutt úr látnum manni. Það sama á einnig t skipulegum röðum, i hillu eftir hillu, standa ílát með brjóski, beinum, húð og öörum liffærum. Þannig er hægt að geyma þau i marga mánuöi. við um hjörtu, lifur, lungu og önnur liffæri, nema að þar skiptir timinn ennþá meira máli. Þó hafa læknar og visindamenn alls ekki náð eins langt i þessari Hffæratækni, eins og með nýrun. Erfiðleikarnir með vefjaflutn- inginn og hættan á að likaminn vilji ekki taka við nýju lif- færunum, er miklu meiri, heldur en i sambandi við nýrnaflutning. En visindamenn og læknar um allan heim, vinna sleitulaust að lausn þessara vandamála, og það er enginn efi á þvi að lausnin er ekki langt undan. Timatakmarkanirnar eru ekki eins aðkallandi, þegar um er að ræöa bein likamshluta, sinar,vefi, o.s.frv. Jafnvel þó æskilegast sé að flutningurinn geti skeð innan sólarhrings, eftir að liffærin hafa verið fjarlægð frá gefandanum. Með þeim nýtizkulegu að- ferðum, sem nú eru notaðar til lif- færaflutninga, og með hinum mörgu óliku aðferðum sem notaður eru, er hægt að geyma likamshluta og liffæri. t.d. lær- bein, húð og fleira i allt að tiu ár. iviéo serstakri frystiaðferð, þar sem fyrst er byrjað með -5- 80 gráður og svo smám saman minnkað niður i -=- 10 gráður, á um 14-18 klst. timabili, er kleift að geyma liffæri siðan allan þennan tima, eða allt að tiu árum! Líffæraflutningur Fyrir um þaö bil 35-40 árum, var liffæra-flutningsskurðlæknir óþekkt fyrirbæri. Að visu voru lif- færaflutningar milli dýra ekki óþekkt fyrirbæri um 1800 en allar tilraunir til þess með manneskjur, mistókust al- Hér sjáum við húö, sem nýlega hefur veriö tekin af látnum gefanda og er veriö að undirbúa hana fyrir geymslu. Húðiner rúiluð saman i 5x10 cm ræmum, innan I gasbindi og siöan geymd. Fyrst og fremst er hún notuð til húðflutnings á sjúklinga meö mikil brunasár. gjörlega. Þá leit út fyrir, að vandræðin með nothæfa skurðað- ferð og höfnun likamans við nýju liffærin, væru óyfirstiganleg. Það var um 1930, sem tilraunir með vefja-flutninga hófust á ný. Gervinýrað var fundið upp um 1950; og bjargaði það mörgu mannslifinu. Það eru eiginlega ekki meir en um tiu ár siðan, að nýrnaflutn- ingur var mjög ótrygg og hættu- leg skurðaðgerð, uppskurður sem alltof oft mistókst. Geysilegar framfarir hafa orðið á þessu sviði siðan. t dag vita læknar svo miklu meira um hvað það er, sem nauð- synlega þarfnast til að nýtt nýra geti samlagazt og unnið rétt i nýjum likama. Bandarikjamenn voru braut- ryðjendur á þessu sviði og náðu mestum árangri fyrstu árin eftir að nýrnaflutningar hófust. Nokkrar tölur sýna mismuninn og framförina. Fyrst skal taka dæmi um þegar nýra er flutt úr nánum ættingja yfir I annan. t byrjun 1960 og þar fyrst á eftir, lifðu um 60% af sjúklingunum i eitt ár, og um það bil 50% af sjúklingunum lifðu i þrjú ár eftir flutninginn. 1 dag aftur á móti, eru tölurnar 85% og 70%. Á þessum tima hefur nýrnaflutningum auðvitað fjölgað mjög. Það er sannað, að það er erfiðara að græða nýra i sjúkling ef það kemur frá óskyldum, heldur en ef það kemur frá nánum ættingjum, móður, föður, bróður eða systur. En einnig hér hafa miklar framfarir orðið. Fyrir tiu árum siðan lifðu ekki nema um 22% sjúklinganna i þrjú ár eftir að nýrnaflutningur úr ókunnugum hafði átt sér stað, en i dag er talan komin upp i 50%. Mikil eftirspurn. Vefjabankinn byrjaði starfsemi slna 1949, og um tiu árum seinna, var útibúið i San Diego stofnað. Kóreustriðið gerði að verkum, að eftirspurn eftir húð og vefjum jókst stórlega. Vietnam jók enn við eftirspurnina þvi að fjöldi limlestra og slasaðra manna jókst ótrúlega. t dag, er það I fyrsta skipti i tiu ár, að Bandarikin eiga ekki i neinum beinum hernaðarað- gerðum. Þannig að þörf hersins fyrir liffæri úr bankanum hefur minnkað til muna, og þarfnast herinn I dag aðeins um 25% af „varahlutum” vefjabankans. Af- gangurinn fer til almennings, aðallega i Bandarikjunum, en einnig til hvers þess sjúkrahúss i heiminum sem óskar. Bein, húð og sinar eru það sem mest eftirspurn er eftir. Duglegur beina- og liðalæknir nær góðum árangri nú á timum þegar hann fjarlægir ónothæft lærbein og setur nýtt i staðinn. Það sama á við um nýja hluta I ökla — eða olbogaliði. Húð-gefandi En það er samt án efa sem húð- gefandi sem bankinn hefur orðið til mestra nota. „Plastik”-skurðaðgerð er gerð af mörgum ástæðum. Þegar náttúran sjálf hefur gripið i taumana og sjúklingurinn er að einhverju leyti vanskapaður. Einnig er hún notuð til að minnka eða stækka brjóst, laga úti- standandi eyru, eða lagfæra lögun á höku. Plastik-skurðaðgerð er einnig notuð, þegar einhver verður fyrir slysi, svo sem umferðarslysi, brunaslysi og svo slysum i sam- bandi við hættulegar sýrur. Þegar lifandi vefur er græddur á mannslikama, er hægt að gera það á tvennan hátt. 1. Taka vefinn á einum stað likamans og færa hann á skaddaða staðinn á sömu manneskjunni. 2-Taka lifandi vef frá einni manneskju og græða hann á aðra. Nýja húðin er ókunn Hkamanum, og berst hann fyrir þvi að losna við hana og er erfitt að græða hana á. Aftur á móti er mjög mikilvægt að húöin geti fest rætur, alla vega þangað til hennar er ekki þörf lengur. Sjúklingur sem fengið hefur mjö slæm braunasár, hefur enga aflöguhúðtilaðgræða á sködduðu blettina. Likaminn verður fyrir miklu vökvatapi, þegar húðin er illa brennd, og getur það fram- kallað lost, sem getur haft lifs- hættulegar afleiðingar. Með ókunnugri húð og vefjum, er hægtað hefja flutninginn mjög fljótlega. Þetta stöðvar vökva- tapið og minnkar smitunarhættu. Sjúklingurinn fær aftur eðlilegan hita og sársaukinn minnkar til muna. Lækningin byrjar fyrr og likaminn byrjar fljótlega sjálfur aðframleiða nýja húð. Þegar svo er komið, hefur flutningurinn gert sitt gagn og sjúklingurinn lifir. Bjartsýnir á framtiðina. — Ég horfi mjög bjartsýnn til framtíðar vefjabankans, sagði Bright læknir, við vonumst eftir að fá miklu fleiri gefendur en hefur verið, við höfum auglýst mikið, bæði i blöðum og sjón- varpi, útvarpi, og haldið fyrir- lestra hjá ýmsum samtökum og allsstaðar þar sem við getum komið þvi við að kynna málefni okkar og biðja um hjálp. Við þörfnumst stöðugt fleiri lif- færa og vefja, þvi umferðar- slysum og brunaslysum fjölgar stöðugt. Það var þegar um 1940 sem til- raunir voru gerðar um flutning á beinmerg, til að reyna að lækna hvitblæði.Ekki tókst þetta þá sem skyldi, vægast sagt. En eins og á svo mörgum öðrum sviðum læknisfræðinnar, hafa framfarir- nar verið ótrúlegar. A þessu sviði getur bankinn orðið mikilvægur i framtiðinni, ef hann fær nógan beinmerg til umráða til að anna eftirspurn. Allir sérfræðingar, visinda- menn og læknar, vænta mikils árangurs i sambandi við liffæra- flutning t.d. á lifur, lungu, hjörtu, og öðrum liffærum. Visindarann- sóknir á þessu sviði eru mjög um- fangsmiklar og það getur ekki verið langt að biða að verulegur árangur náist. Og þá mun eftir- spurn eftir liffærum og gefendum margfaldast. „Varalagerinn” I Bethseda, Washington D.C., er einstakur i sinni röð. Ég hef það á til- finningunni, að enginn annar staöur sé eins mikilvægur fyrir bandaríska flotann, eins og hann - segir Brigth læknir að lokum. (Gébé þýddi) FÆREYJAR t þessum þætti er ætlunin að gera nokkur skil þeim tillögum, sem áður höfðu verið gerðar um ný frimerki fyrir Færeyjar. Þótt svo margir hafi hvatt til þess að Færeyjar yrðu sjálf- stætt frfmerkjaland varð aðeins einn aðili til þess að láta gera ákveðnar tillögur að frimerkjum fyrir landið og koma þeim á framfæri I kynn- ingarbæklingi, meira að segja i litum. Þaö var Jörgen Junior, sem haföi þetta framtak i sér, enda frimerkjakaupmaður, átti áöur SCANDIA frimerkjaverzlunina I Kaupmannahöfn, sem hann hefir nú selt Postillionen. En einhvern veginn vill það nú verða svo, aö þegar fri- merkjakaupmenn gerast svona ötlulir talsmenn nýrra útgáfna, og ekki sizt þess að ný lönd hef ji frimerkjaútgáfu, þá vilja flestir halda, að fiskur liggi undir steini. Eitt er þó vist, að Junior barð- ist ötullega fyrir þessu áhuga- efni sfnu, og það er kannski ekki minnst honum að þakka, að nú hefir orðið úr þvi, að Færeyjar hefja loks frimerkjaútgáfu. öruggt er þó, að hann mun ekki flá feitan gölt fremur en aðrir af þeirri útgáfustarfsemi, en hans mun lengi verða minnzt, sem baráttumanns fyrir málefninu. Miklar deilur urðu um það i Færeyjum á sinum tima, hvort gefaskyldi út frimerki eða ekki, og þá á hvaða grundvelli. Rek ég þær ekki nánar hér þvi að ég rakti þær svo nákvæmlega hér i þáttunum i sumar. Jörgen Junior lýkur bæklingi slnum á þessum orðum: „Meö þessum litla bæklingi hef ég aðeins viljað blása lifi i mál, sem án mikillar skynsemi hefir einfaldlega aldrei veriö framkvæmt. Ég óska þess á engan háttað græða á þróuninni en er fús til að veita allar upplýsingar varðandi málið. Málið hófst sem viðskiptamál fyrir mér, en er nú þvi sem næst það sem við getum með hátið- legu orðalagi kallað hjartans mál. Ég vona, að timinn til þess er við fáum færeysk frimerki sé sifellt að styttast. Kaupmannahöfn, 29. jan. 1971. Jörgen Junior. Þessar voru þá hugmyndirn- ar, sem uppi voru fyrir þremur árum, og myndir af tillögunum sjáið þið hér með þáttunum. Sigurður H. Þorsteinsson. Ungmennafélagið Skallagrímur í leikferð með ísjakann UNGMENNAFÉLAGIÐ Skalla- grimur I Borgarnesi fer i leikferð um næstu helgi með leikritið „ísjakann” e|éir Felix Lutzken- dorf. Leikstjóri er Magnús Axels- son. Leikritifr var frumsýnt I Borgarnesi 6. desember s.L, og hefur siðan verið sýnt þar 7 sinn- um við afbragðs undirtektir áhorfenda. Leikritið er létt ádeila á strið og kvenréttindabaráttu, og ætti þvi að falla i góðan jarðveg á þessu nýbyrjaða kvennaári. Leikendur eru átta. Lagt verður af stað n.k. föstudag (10.1.75) og sýnt þá um kvöldið i Bióhöllinni á Akranesi. Sýningin hefst kl. 21-00. Á laugar- dagskvöld verður svo sýnt I Dala- búð i Búðardal og á sunnudags- kvöld i félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Báðar seinni sýningarnar hefjast kl. 21:00, eins og hin fyrsta. Leikrit þetta hefur aöeins einu Böðvar Björgvinsson, Sigþrúður Sigurðardóttir, Theódór Þóröarson og Margrét Sigurþórsdóttir I hlutverkum sinum i tsjakanum. sinni áður verið fært upp hér á skólanum v/Hamrahlið á siðast landi, en það var i Mennta- liðnum vetri. Fró Ndmsflokkum Hafnarfjarðar Innritun i flokkana fer fram mánudaginn 13. janúar og þriðjudaginn 14. janúar i húsi Dvergs, Brekkugötu 2, Hafnarfirði, milli kl. 5-8 báða dagana. Námsskrá flokkanna liggur frammi i bókabúðum bæjarins, en allar nánari upplýsingar veitir forstöðumaður i sima 5-32-92 báða innritunardagana. Athugið! Nemendur á haustnámskeiði, sem hyggjast halda áfram, innritist þó i fyrsta tima. Kennsla hefst fimmtudaginn 16. janúar samkvæmt stundarskrá. Forstööumaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.