Tíminn - 29.01.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.01.1975, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 29. janúar 1975. TÍMINN Myndin er tekin á œfingu I Þjóftleikhúsinu á leikritinu Hvernig er heilsan? Tlmamynd: G.E. Hvernig er heilsan? — frumsýnt á fimmtudaginn gébé—Reykjavlk— Næsta frum- sýning Þjóðleikhússins á þessu leikári, veröur fimmtudaginn 30. janúar, en þá verður frumsýnt nýlegt sænskt nútlmaverk, Hvernig er heilsan? eftir þá Kent Andersson og Bengt Bratt. Leik- endur eru fjórtán aö tölu, en leik- Kópavogur TÓMSTUNDARÁÐ TILKYNNIR Námskeið í gagnfræðaskólum Senn hefjast eftirtalin námskeið: ljós- myndun, radióvinna, skák, leðurvinna og mótorvinna (bilvélar). Kennt er eitt kvöld i viku og stendur hvert námskeið i 8 vikur. Þátttökugjald er kr. 500.- Sjá nánari aug- lýsingar á gagnfræðaskólunum. Hæfileikakeppni Keppni þessi fer fram i marz þriðja árið i röð i biósal félagsheimilisins. Rétt til þátt- töku hafa þeir unglingar, sem vilja koma fram með ýmis konar lista og skemmti- efni, t.d. söng, dans, upplestur, tónlist, leikpátt, svo eitthvað sé nefnt. Þrenn verðlaun verða veitt, sem öll eru hin veg- legustu. Þátttökutilkynningar berist fyrir 20. febrúar. Skotlandsferð Um miðjan júli nk. fer 14 manna hópur unglinga úr Kópavogi ásamt 2 fararstjór- um i tveggja vikna kynnisferð til Skot- lands. Unglingar á aldrinum 15-18 ára eru gjaldgengir i ferð þessa, gegn ákveðnum skilyrðum. Þeir, sem áhuga kynnu að hafa, láti skrá sig fyrir 20. febrúar. Skíðaferðir Tómstundaráð og skiðadeild Breiðabliks, standa fyrir skiðaferðum i Bláfjöll eða Hveradali á laugardögum og sunnudög- um, og er öllum heimil þátttaka. Skiða- kennari verður á staðnum. Lagt er af stað frá Kársnesskóla með viðkomu við Vig- hólaskóla og Verzlunina Vörðufell. Brott- farartimi frá Kársnesskóla er kl. 13.30 á laugardögum og kl. 11 á sunhudags- morgnum. Fargjald er kr. 300.-, en börn 12 ára og yngri greiða kr. 225. — Allar nánari upplýsingar um áðurnefnda þætti gefur iþrótta og æskulýðsfulltrúi i sima 41570 og 41866. Skráning fer fram i sama sima. Tómstundaráð Kópavogs. stjóri er Sigmundur örn Arn- grlmsson, sem leikstýrir nú I fyrsta skipti viö Þjóoleikhúsið. Þýðingu leiksins gerði Stefán Baldursson, en leikmyndir gerði Sigurjón Jóhannesson. Söngtext- ar eru þýddir af Þorsteini frá Hamri. Höfundar Hvernig er heilsan?, þeir Kent Andersson og Bengt Bratt, eru að góðu kunnir hér á landi, en þetta mun vera þriðja leikritið, sem sýnt er hér eftir þá félaga, hin tvö voru Elliheimilið og Sandkassinn. Þá hafa nokkur leikrit eftir sömu höfunda verið flutt I útvarp. Leikritið Hvernig er heilsan? eða Tillstandet, eins og þaö heitir á frummálinu, var frumsýnt I Sviþjóð fyrir röskum tveimur ár- um. Vakti það strax mikla athygli og hefur þegar verið sýnt á öllum Norðurlöndunum og eins i Þýzka- landi. Leikurinn gerist á heilsu- hæli og fjallar um vandamál þeirra, sem þar þurfa að dvelja. Tekið er til meðferðar málefni vanheilla á geðsmunum og of- notkun lyfja. Leikstjóri og leikar- ar nutu aðstoðar starfsfólks og vistmanna að Kleppi i Reykjavik, og fóru nokkrar ferðir þangað til viðræðna, auk þess sem fólk frá Kleppi kom á æfingu leikritsins. Þó er leikritið ekki heimfært upp á einstakan spitala hér á landi. í leikritinu taka vistmenn á heilsuhælinu vandamál sin til meðferðar með þvi að setja upp kabarett og lýsa þar vandamái- unum frá sinu sjónarmiði. I leikn- um eru magir söngvar, sem sungnir eru af dvalargestum heilsuhælisins, en Carl Billich æfði söngatriðin. Leikendur eru: Þóra Friöriks- dóttir, Sigurður Skúlason, Ingunn Jensdóttir, Bessi Bjarnason, Þór- unn M. Magnúsdóttir, Rúrik Haraldsson, Herdis Þorvalds- dóttir, Flosi Ólafsson, Ævar Kvaran, Margrét Guðmundsdótt- ir, Gunnar Eyjólfsson, Valur Gíslason, Guðjón Ingi Sigurðsson, og Briet Héöinsdóttir. Auk þess eru nokkrir aukaleikarar með I leiknum. »—»———#————————m Tíminner peningar Auglýsitf : iTímanum ! . »——•———?—•—————• Fundur um framtíð Skálholts og kristni í landinu Annað kvöld (30. jan.) verður haldinn almennur fundur I Skál- holtsdómkirkju um efnið: Fram- tið Skálholts og kristninnar I landinu. Hefst fundurinn kl. 9 e.h. og verða frummælendur þeir Agúst Þorvaldsscn, fyrrv. alþingis- maður, Brunastöðum, Steinþór Gestsson, alþingismaöur, Hæli, Sveinn Skúlason, bóndi, Bræðra- tungu, Þórður Tómasson, safn- vörður, Skógum, Ingólfur Jóns- son, fyrrv. ráðherra, alþingis- maður, og tveir nemendur Lýðháskólans. Biskup tslands og vigslubiskup Skálholtsstiftis munu mæta á fundinum. Áður en fundurinn hefst leikur frú Rut Magnúsdóttir, Sólbakka, á orgel kirkjunnar 3 sálmalög eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Jón Þórarinsson og Pál Isólfsson, þá 4 sálmalög frá siðbótartimum og loks 3 stutt verk eftir Jóhann Pachelbel (samin um 1700) Orgelleikur frúarinnar hefst kl. 8.30 og mun hiin flytja stuttar skýringar á undan þáttunum. Kl. 8 e.h. fer fram stutt altaris- ' gönguguðsþjónusta, og geta þeir sem koma snemma á staðinn fengið te og brauð við vægu verði i matsal Lýðháskólans (milli kl 7 og 8). Fundurinn er haldinn á vegum Prestafélags Suðurlands, og er öllum boðin þátttaka. Það er von stjórnarinnar að sem flestir sjái sér fært að koma. UTSALA — teppabútar Afsláttur af öllu áklæði, allt frá 300 kr. metrinn. Teppabútar — Ryamottur. Aðeins til mánaðamóta. Kjörgarði Auglýsid iTímanum Frystiskáparog kistur í úrvaii trá Bauknecht * Fljót og örugg frysting. * Öruggar og ódýrar i rekstri. * Sérstakt hraófrystihólf. * Einangradar aó innan með áli. * Eru meö inniljósi og laesingu. * 3 öryggisljós.sem sýna ástand tækisins og margir fleiri kostir. Greidsluskilmálar eöa staögreiósluafsláttur Leitiö upplýsinga strax. fBauknecht ^^^^^^ veit hvers konan þarfnast Samband íslenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármúla 3 Reykjavík sími 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.