Tíminn - 29.01.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.01.1975, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 29. janúar 1975. TÍMINN MEÐALVEGURINN Fyrir nokkrum áratugum deildu menn ákaflega um rekstrarform og eignarhöld i fyrirtækjunum i atvinnulifinu. Sósialistar héldu þvi fram aö sameign á öllum framleiðslu- tækjum undir stjórn rikisins myndi leysa flestan vanda, en hægri menn mótmæltu öllum opinberum afskiptum af at- hafnalifinu. Báðir þessir aðilar hafa á sið- ari árum nauðugir viljugir neyðst til að láta af fyrri skoð- unum sinum meira eða minna. Hins vegar hefur reynslan sýnt að skoðanir Framsóknarmanna voru raunsæjar og virtu i senn frelsi þegnanna og félagslegt réttlætiog öryggi. Framsóknar- menn héldu þvi fram þegar í upphafi að eðlilegast væri að mismunandi rekstrarform störfuðu hlið við hlið I efnahags- Hfinu. Þeir töldu flest benda til þess að æskilegast væri að smá- fyrirtæki væru I einkaeign og rekin á fjölskyldugrundvelli, hvort sem væri við búskap báta- Utveg eða handverk svo að dæmi séu nefnd. Á hinn bóginn töldu þeir, að samvinnurekstur bæri af öðrum rekstrarformum þégar um stærri fyrirtæki er að ræða, ekki slzt i verksmiðju- rekstri og ýmissi þjónustustarf- semi sem snertir fjöldann, svo sem verzlun. Þá studdu Fram- sóknarmenn framkvæmdir á vegum sveitarfélaga, t.d. út- gerðarfyrirtæki bæjanna á kreppuárunum. Loks var það sjónarmið Framsóknarmanna að rikisvaldið ætti að hafa yfir- umsjón með atvinnulifinu yfir- leitt og jafnvel að hafa veruleg afskipti af þvi þegar þörf krefði, jafnframt þvi sem ríkið annað- ist rekstur fyrirtækja sem af ýmsum ástæðum hafa einokun- araðstöðu, svo sem er um Póst og slma, Vegagerð, Afengis- og Tóbaksverzlun. Enn I dag eru þessi sjónarmið Framsóknarmanna,og reynslan hefur sýnt að þau eru farsæl, raunsæ og öfgalaus. Ofgaöflin til hægri og vinstri hafa þokast nær þessari miðju þegar ljóst varö að stefna þeirra veitti eng- in svör við samfélagsvandamál- unum. Ný viðhorf i anda Framsóknarstefnunnar Á slðari árum hafa mótast ýmis ný viðhorf varðandi rekstrarform og eignarhöld I fyrirtækjum, og þótt margir eigi hér hlut að máli eru þessi sjón- armið i anda Framsóknarstefn- unnar. Það er þannig almennt viðurkennt nú á dögum að rekstrarhættir skipta meira máli en rekstrarform, þegar höfð er hliðsjón að skattalögum, almennri hagstjórn og rétti launþega og neytenda. Stærð fyrirtækisins, jafnt hvað varðar fjölda starfsmanna sem veltu eða fjárfestingu, vegur og þyngra i þessu efni heldur en formsatriði, enda felur stór- fyrirtæki I sér mikið vald og á- hrif. Þá hafa komið fram ýmsar hugmyndir sem i rauninni eru tilraunir til að samrýma hin ó- Hku rekstrarform' I fram- kvæmdinni. Þar má nefna nokkrar af þeim hugmyndum sem uppi hafa verið um al- menningshlutafélög og þó ekki slzt svonefnt atvinnulýðræði, en segja má að þar sé um að ræða tilraun til að halda uppi sam- vinnufélagi innan annars rekstrarforms. Enn er of snemmt að spá nokkru um það hversu til mun takast um þessar tilraunir, en bæði er að þær eru merkilegar og að ekkert má til spara að kanna hvað þær geta falið í sér I reynd. Enn má nefna það að það skiptir t.d. launþeg- ann miklu meira máli hvað hann á sjálfur, IbUðarhUsnæði, sérþekkingu, rétt á trygginga- bótum og fyrirgreiðslu verka- lýðsfélags, möguleika á öðru og betra starfi o.s.frv., heldur en þær reglur um form og skipan sem gilda um það fyrirtæki sem hann starfað við hverju sinni. Loks er öllum orðin ljós þörfin á góöri almennri hagstjórn I þjóðfélaginu, og ætti sú þörf ef til vill að vera íslendingum aug- ljós eftir þróun undanfarinna áratuga I efnahsgsmálum hér- lendis, Raunar eigum við ts- lendingar margt enn ólært á þessu sviði, en það er þó greini- legt, að ekki er hægt að vænta meiri festu i Islenzku efnahags- Hfl ef ekki tekst samkomulag um traustari almenna hag- stjórn. öfl hófsemi og öfgaöfl NU á dögum má segja að hin upphaflegu sjónarmið Fram- sóknarmanna njóti almennrar viðurkenningar meðal hóf- samra manna, og islenzkt efna- hagslif starfar þegar að tals- verðu leyti samkvæmt félags- hyggjusjónarmiðum þótt mörgu sé að vonum ábótavant og margt standi til bóta. Til beggja át'ta eru þó andstæð öfl. Innan Sjálfstæðisflokksins eru enn I dag áberandi einstak- lings- og auðhyggjusjónarmið sem ekki geta samrýmst félags- legu öryggi eða jöfnuði i þjóðfé- laginu. Og innan Alþýðubanda- lagsins halda sterkir valdaaðil- ar uppi skoðunum sem ganga I berhögg við athafnafrelsi þegn- anna, og þess verður að minnast að frelsið verður að innihalds- lausu slagorði ef menn eiga ekk- ert að styðjast við, eign er vald og frelsi byggist á þvi að allir hafi eitthvert vald sem ekki verður af þeim tekið. Hin andstæðu öfl eiga þó við ýmsan vanda að striða i þeirri viðleitni sinni að berjast gegn raunsæjum viðhorfum I efna- hagsmálum. Þannig er það haft á orði um stefnuskrárdrög þau sem lögð voru fyrir landsfund Alþýöubandalagsins nýverið aö þar hafi verið talað um einhvers konar samyrkjubiiskap i smá- bátaUtveginum, „félags- lega" eign á trillum og fiskibát- um, þegar Lúðvik Jósepsson las þetta á fundinum á hann að hafa sagt: „Jæja, maður getur vist svo sem haldið áfram að verja þessa vitleysu, maður hefur gert þaö áður". Sannleikurinn verður ekki fundinn i eitt skipti fyrir öll, og samfélagsveruleikinn er sifellt að taka breytingum. Það er þvi fyrir miklu að hefðbundin sjón- armið er reynst hafa farsæl séu slfellt löguð að breytilegum að- stæðum. Eins og nú standa sakir er fyrir höndum að bæta og styrkja hagstjórnina I Islenzku samfélagi. Endurmótun hag- stjórnar hlýtur að verða megin- verkefni i islenzkum efnahags- málum á næstunni ef árangri skal náð i baráttunni gegn verð- bólgudrauginum. JS Vindhögg gervihippanna I sjónvarpi slnu nú á sunnu- dagskvöldið var, fengu ís- lendingar að sjá þriðju ,,heimildar"-kvikmyndina eftir tvo unga menn, sem enn eiga eftir að framleiða 4 myndir upp I samning. Frægir eru þeir fyrir „Fisk undir steini", mynd sem gerði lltið úr „menningar- neyzlu" vinnandi fólks. Að þessu sinni var um aö ræða ómerkilega lýsingu á fjórum unglingum, sem gefist hafa Upp á „samkeppnismóralnum" i borginni, eins og þau orðuðu það sjálf. Þau taka sig upp, tvö pör, og leigja einbýlishUs fyrir aust- an fjall, ekki til þess að taka nU til höndunum við göfugan bU- skap, heldur til þess að fram- leiða ýmis konar leðurvörur, sem þau selja siðan I næsta ná- grenni, Reykjavik, væntanlega I samkeppni við aðra framleið- endur á sams konar vörum. I þvi skyni að standa sig betur I samkeppninni stofna þau síðan hlutafélag! Góður „mórall", ekki satt? t raun og veru er þessi mynd svo yfirborðskennd, að varla gefur hUn tilefni til mjög alvar- legra umræðna. Nokkrir þankar fylgja þó hér. Svigrúm Vlst er um það, að þéttbýlið hér á Stór-Reykjavikursvæðinu hefur nU orðið nokkur einkenni milljónaborga. IbUar dreifðari byggða finna fyrir þvi, er þeir koma til borgarinnar, að hrað- inn er nU áberandi meiri hér en I dreifbýlinu. Nægir að nefna bilaumferðina. Við, sem bUum hér i þéttbýlinu, finnum einnig fyrir friðsælla umhverfi, er við dveljum sem gestir á fámennari stöðum. Hinu verður ekki neitað, að Reykjavik, enn sem komið er, hefur ekki nema brot þeirra streitueinkenna, sem svo mjög gera vart við sig I milljónaborg- um. Hér er því enn töluvert svigrUm. Borgin okkar hefur enn mörg einkenni þorpsins, ef miðað er við milljónaborgirnar. Við getum og eigum að læra af ýmsum mistökum stærri borga, sem dýrkeypt hafa verið á fé- lagslega sviðinu. 1 þeirri mark- vissu stefnu, sem taka verður upp i þessu skyni, skiptir miklu, að allir borgarbUar leggist á eitt. Fjöldi borgarbUa, „já raunar landsmanna allra, er þannig, að likja má við eina stóra fjölskyldu. Þar munar mikið um hvern og einn vegna fámennisins verðum við að treysta á samfélagssiðgæði allra tslendinga. Rógur um lögreglu Þegar einstaklingar, hvort sem það er vegna barnaskapar eða illgirni, taka upp á þvl að rægja illkvittnislega næsta um- hverfi sitt, i þessu tilviki borg- ina og nágrannana, þarf að svara sliku af fullri einurð og koma I veg fyrir, að gervi- rómantlk tveggja róttækra kvikmyndagerðarmanna glepji e.t.v. fyrir hrekklausu ungu fólki. í myndinni segja ungmennin, að þau hafi reynt að bUa i borg- inni, en lögreglan hafi stöðugt verið að angra þau. Hvað kemur til? Er lögreglan að ofsækja fólk? Nei, ætli það. „Við viljum bara vera við" sögöu hipparnir og spiluðu tónlist um nætur. Þeir borgarbUar, sem um miðbæinn fara, muna vafalítið eftir nokkrum hópi ungs fólks, sem gjarnan sat undir Bern- höftstorfunni, spiluðu á gltar og neyttu rauðvlns og sterkari vimugjafa. Oft angraöi þetta fólk vegfarendur. 1 þessum hópi vaYmeölafánnarra spekingur Ur uiyiiuniiii, i^ugregian er eKKi ao ógna borgurunum. Þvert á móti. En það er tizka hjá smá- hópi nokkrum, að vera stöðugt að setja Ut á störf hennar. Lög- reglan er aö framfylgja settum lögum og reglum, sem til eru I þágu heildarinnar. Þannig eru t.d. hvers konar eiturlyfja- neyzla bönnuö hér á landi, þvi hUn lamar siðferðisþrek ein- staklinganna og heildarinnar. Hlutverk fjölskyldunnar Hlutverk fjölskyldunnar, hvort sem það er i borgum eða ekki, er að viðhalda stofninum og efla samfélagsleg og menn- ingarleg viðhorf einstakling- anna. Maðurinn einn er ei nema hálfur, segir máltækið. Það er hlálegt, er barnlausir „hippar" ætla að alhæfa um uppeldismál. Félagsmótunin fer fram innan ákveðins hóps, fjölskyldunnar, ættarinnar. Þau tengsl, sem þar takast hafa ævarandi áhrif á einstaklinginn og þau veita lifi hans venjul. það innihald, sem er nægjanlegt til þess að gefa honum öryggi og vissu með tilgang starfs slns og tilveru yfirleitt. Hegðun manna i nágrenni við aðra menn fellur alls staðar, á öllum timum, undir vissar regl- ur. Mjög erfitt er að komast hjá þvi að hlýða þeim. Venjulega er félagsmótun einstaklingsins þannig I þessum efnum, að hann tekur við þessum reglum ósjálf- rátt, þær verða ekki meðvitað- ar, neldur samvaxnar persónu- leikanum. Einstaka sinnum mistekst þetta félagsmótunarhlutverk fjölskyldunnar. Einstaklingar sýna andfélagslega hegöun, sem ógnar eða skemmir fyrir nágrönnum, -ættingjum eða vinnufélögum. Einnig getur það komið fyrir,, að einstaklingur verður fyrir áföllum (t.d. ætt- ingja- ástvinamissir, heilsu- missir eða eiturlyfjanotkun) og tekur þá upp andfélagslegt at- ferli. t þeim tilvikum þar sem brotið er á rétti einstaklinga i umhverfi brotamanns, er kallað Er almenningur á tslandi „geöveikur"? á hjálp lögreglu. Siðan er reynt að gera viðkomandi brotamann að gildum þjóðfélagsþegni að nýju. „Geðveiki"? Það er hótfyndni, ef ætlazt er til þess að borgarbUar taki alhæfingar-gagnrýni fjórmenn- inganna til sin. ,,Að minu mati er meirihluti borgarbUa geðveikur", sagði foringinn, stUlkan, sem elzt er, stúlkan, sem er stUdent(l) stUlkan. sem greinilega hefur flutt inn með sér hippahug- myndir frá Bandarikjunum, hugmyndir, sem þar urðu til viö allt aðrar þjóðfélagslegar að- stæður en eru hér á landi, stUlk- an, sem sagðist verða að hlaupa á brott ef hUn væri farin aö vinna „eftir vissu kerfi". Þessi foringi, sem talaði mest fyrir hópinn, sagði einnig. að hUn gæti ekki hugsað sér ,,að vera undir nokkrum". Ætli hUn verði þá ekki að hlaupast á brott ef hinir þrir einstaklingarnir vilja annað en hUn i einverju máli? Er það ekki að vinna eftir „kerfi" ef börn, sem sinna þarf, fæðast i heiminn? Að taka tillit til annarra er og verður aðals- merki hins siðaða manns. tbUar Reykjavíkur voru að meirihluta „geðveikir", þjóðin öll með „eindæma lélegan smekk" og „lifsmark" með þvi fólki, sem kastar af sér samfé- lagslegri ábyrgð, þetta var boð- skapur myndarinnar. Það ev sjalfsagt allt i lagi, að gera slikar yfirdrepskapsmynd- ir á velmegunartimum, þ.e.a.s. þegar næg f járráð sjónvarpsins og þjóðarbUskapsins eru fyrir hendi. En á fjárþröngstimum, eins og nú eru hjá Sjónvarpinu og sparnaður boðaður i þjóðar- rekstrinum, jaðrar það við „geðveiki", að skattborgararn- ir þurfi að standa undir kostnaði af gerð svivirðinga um þá sjálfa. Fyrir alla muni: SPÖRUM. H.W.H.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.