Tíminn - 29.01.1975, Blaðsíða 2
TIMINN
Miðvikúdagur 29. janúár 1975.
AAiðvikudagur 29. janúar 1975
^
V_J
•\
Vatsnberinn: (20. jan. - 18. febr)
Þú skalt vera litillátur i dag. baö er kominn timi
til þess, að þú gerir lát á þvi aö reyna að koma
vitinu fyrir aðra, og að likindum hefur þetta að-
eins verið tekið sem áróður. Þú skalt einbeita
þér að hag sjálfs þin.
Fiskarnir: (19. febr. - 20. marz)
Þér er alveg óhætt að taka það rólega sérstak-
lega seinni hluta dagsins. Þú lýkur öllum þeim
störfum.semþúþarftaðkoma frá fyrrihlutann,
og siðan ekki söguna meir. Athugaðu, hvað þú
getur gert fyrir þá, sem verr eru settir.
Hrúturinn: (21. marz — 19. april)
Þú skalt gera þér grein fyrir þvi, að þér tekst
ekki alltaf að vera hrókur alls fagnaðar, og það
er sannarlega kominn timi fyrir þig til þess að
hugsa þitt ráð. Þú skalt bjóða gömlum vinum til
fundar um landsins gagn og nauðsynjar.
Nautið: (20. april - 20. mai)
Þú verður aldeilis önnum kafinn i dag. Þú þarft
ekki að kviða verkefnaleysi. Það er nóg fram-
undan lika, þegar þessu sleppir, og þú skalt ekki
gera þér miklar vonir um að geta slakað á.
Mundu, að allt er bezt i hófi. '
Tviburamerkið: (21. mai - 20. júni)
Það er list út af fyrir sig að geta látið aðra I friði,
og það er gott að kunna hana, sérstaklega á degi
eins og þessum. Hins vegar eru útilif eða iþróttir
að komast á dagskrá hjá þér, hvort sem þú gerir
þér grein fyrir þvi eða ekki.
Krabbinn: (21. júni - 22. júli)
Það er ekki allt gull sem glóir, og sannleikurinn
sá, að það er ekki allt eins og það Htur út fyrir að
vera, þótt þér finnist þaðfint núna. Þú verður að
gjöra svo vel og skoða hug þinn vandlega, ef ekki
á illa að l'ara.
Ljónið: (23. júli - 23. ágúst)
t dag er þér nauðsynlegt að sýna fram á það, að
þú hefur sjálfstæðan vilja, og það er ekki alltaf
heppilegt að hlaupa eftir þvi, sem aðrir segja.
Aukin hvild gæti orðið þér gagnleg til að takast á
við aukinn vanda.
Jómfrúin: 23.
ágúst - 22. sept..)
Það eru einhverjar ráðagerðir uppi. Þær horfa
til heilla, og það væri alveg fráleitt af þér að
reyna að koma I veg fyrir þær. Hitt er annað
mál, að þessi dagur er þess eðlis, að það getur
verið fullt eins skynsamlegt að flýta sér hægt.
Vogin: (23. sept. -22. okt.)
Þú skalt ganga að þlnum störfum i dag með
jafnaðargeði. Það er engin ástæða til þess að
láta á sér bera af þvl tilefni. Það er ekkert sér-
stakt við þetta, og þú kemst meira að segja hjá
deilum. Lofaðu öðrum að komast að I dag.
Sporðdrekinn: (23. okt. - 21. nóv.)
Þú skalt hlusta eftir þvl, sem samvizka þin býð-
ur þér i dag. Það eru viðsjárverðir hlutir að ger-
ast, en þú þarft engu að kviða, ef þú gætir þin.
Siðari hluta dagsins verður þú önnum kafinn við
að undirbúa eitthvað — skemmtilegt?
Bogmaðurinn: (22. nóv. - 21. des.)
t dag skaltu nota hvert tækifæri, sem þér gefst til
þess að afla þér stuðnings. Það er einhver áætl-
un, sem þú þarft að endurskoða og reyna að bæta
eftir megni, helzt þannig að hún komi sem flest-
um að notum.
Steingeitin: (22. des. - 19. jan.)
Þu skalt ekki láta það á þvi fá, þótt einhverjum
verði það á að kalla þig letingja, þvi að þetta eru
orð að sönnu, og þú þarft að fara að athuga þinn
gang sérstaklega. Þér veitir ekki af að koma þér
á strik likamlega.
/imi 28818
AUGLÝSINGASTOFA
HAFNARSTRÆTI 5 • REYKJAVÍK
Viöa um lönd hafa að undan-
förnu staðið miklar deilur um
fóstureyðingar, og er svo enn.
Hér á landi er þetta mál ekki til
lykta leitt, og þess vegna ekki
nema að vonum, að það sé tals-
vert á dagskrá, og sýnist sitt
hverjum, eins og að likum lætur
um deilumál, þar sem fylkingar
standa á öndverðum meiði.
Töfraorð, sem enginn
skilur
Bréf um þetta efni hefur
Landfara borizt frá Þorsteini
Guðjónssoni. Þar segir:
,,í fyrra og hitteðfyrra mætti
fóstureyðingarfrumvarpið
almennri andstöðu hér á landi.
Það er óhætt að segja, að
almenningsálitið hafi þá knúið
þing og stjórn til að láta mál
ið niður falla — hafi það ekki
verið svo, að þingmenn væru I
rauninni jafnandsnúnir frum-
varpinu og kjósendur þeirra.
Það er dálitið undarlegt, að
slikt frumvarp skuli koma fram
að nýju, engu betra en áður,
eftir að almenningsálitið hefur
komið svo berlega fram, sem
raun hefur á orðið.
Asatrúarfélagið hefur lýst
yfir andstöðu sinni, fyrst i
upphafi árs 1973, siðar með
aðalfundarsamþykkt 1974.
Prestastefna ogkirkjuþing hafa
lýst yfir andstöðu sinni, og ekki
er þaö siður athyglísvert, að
læknar snerust gegn
frumvarpinu. En sé nú allur al-
menningur mótfallinn sliku
frumvarpi, ásamt ýmsum sér-
staklega ábyrgum aðilum,
hvaöan kemur þá su nauðsyn,
að stefna hér að stórauknum
fóstureyðingum?
Þingmaðurinn, sem talaði
fyrir þessu máli i kvöldfréttum
útvarpsins þ. 24. janúar s.l.,
hafði I rauninni ekkert fram að
færa þvi til stuðnings. Menn gái
að þvi, að það var hægrimaður,
sem þarna talaði. Hægrimenn,
eru_ þeir ekki oftast heldur með
kirkjunni? En það var
auðfundið, að yfirlýstar
skoðanir kirkjunnar manna
réðu ekki ferðinni hjá þessum
hægri alþingismanni I þetta
sinn, heldur voru einhverjar
aðrar ástæður þyngri á
metunum. En gallinn var sá, að
þær ástæður komu ekki fram.
Tófraorðið „félagslegur" var
hér látið koma i staðinn fyrir
rök. Það er óhætt að segja að
90% þjóðarinnar hafa ekki
hugmynd um, hvað við er átt
með þvi orði, — ef þeir eru þá
nokkrir til, sem vita það.
örlög mannkyns
Norðmenn hafa fellt fóstur-
eyðingafrumvarp með eins
atkvæðis meirihluta I Stór-
þinginu. Það mun vera óhætt að
gera ráð fyrir, að meðal
almennings sé andstaðan miklu
meiri, og mætti jafnvel láta sér
til hugar koma, að hið Islenzka
fordæmi hafi vakið Norðmenn
af dvala I þessu efni.
Norðmenn og Islendingar
hafa, hvorir i sinu lagi, öðrum
þjóðum betur staðið af sér ýmsa
þá faraldra, sem nú eru verstir.
Það stafar af þvi að báðar
þessar þjóðir eru af norrænu
kyni. Hið norræna kyn er hér
öflugra og nær upprunanum en i
öðrum stöðum. örlög mann-
kynsins ráðast hér, og það er
undir þingmönnum komið,
hvaða stefna verður tekin I einu
hinu örlagarikasta máli."
tl Permobel
Blöndum
bílalökk
Skipholti 35 ¦ Sfmar:
8-13-50 verzlun ¦ 6-13-51 verkstæöi -8-13-52 skrifstofa
Kveikjuhlutir
í flestar tegundir
bíla og yinnuvéla
frá Evrópu og Japan.
KLOSSIr----
Lögtök
Eftir kröfu tollstjórans i Reykjavík og að undangengnum
úrskurði verða lögtök lálin fara fram án frekari fyrirvara,
á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum
liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir eftirtöld-
um gjöldum:
Aföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi,
svo og söluskatti af skemmtunum, vörugjaldi af innlendri
framleiðslu, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, söluskatti
fyrir október, nóvember og desember 1974, svo og nýlögð-
um viðbótum við söluskatt, lesta-, vita- og skoðunargjöld-
um af skipum fyrir árið 1975, gjaldföllnum þungaskatti af
dlsilbifreiðum samkvæmt ökumælum, almennum og sér-
stökum útflutningsgjöldum, aflatryggingasjóðsgjöldum,
svo og tryggingaiðgjöldum af skipshöfnum ásamt skrán-
ingargjöldum.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik
27. jan. 1975.
Slökkviliðsstjóri
Starf slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum
Árnessýslu erilaust til umsóknar.
Umsóknum, ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf, skal skila fyrir 10.
febrúar n.k. til undirritaðs, sem veitir
nánari upplýsingar um starfið.
Selfossi 25. janúar 1975.
Sveitarstjóri Selfosshrepps.