Tíminn - 29.01.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.01.1975, Blaðsíða 9
Miövikudagur 29. janúar 1975. TÍMINN Ballettsýningar í Norræna húsinu: ÍSLENZKAR DANSMYNDIR listaverk eftir kunna ísl. listamenn túlkuo í dönsum Hvaðeripokanum? Hiðþekkta ljóðTómasar Guðmundssonar i túlkun Unnar Guðjónsdóttur. Ðansararnir eru Asdis Magn úsdóttir og Jón Sveinsson. Gsal-Reykjavík — Unn- ur Guð jónsdóttir, ballettmeistari, sem bú- sett hef ur verið í Svíþjóð f rá árinu 1963 er komin t stutta heimsókn til (s- lands, og hefur að undanförnu æft f lokk ís- lenzkra ballettdansara í 10 dönsum, sem hún hefur samið. Tilurð dansanna er með allsér- !f|fflffWinHBHMBHMMTMWnM^n!Wmfflffl^ff Helga Magnúsdóttir túlkar hér listaverkið Trúarbrögð eftir Asmund Sveinsson. Timamyndir G.E. stökum hætti, þvi að Unnur hefur samið þá með nokkur listaverk eftir okkar kunnustu listamenn i huga. Er Unnur með þessu móti að túlka þau áhrif, sem þessi listaverk hafa haft á hana, og tjáningar- formið sem hún notar er dansinn. Listaverkin eru m.a. eftir Kjarval, Ás- mund Sveinsson og Tómas Guðmundsson, Sýningar á þessum dönsum hefjast í Nor- ræna húsinu í kvöld, og verða sýningar fimmtu- dag og föstudag, og hef jast þessi þrjú kvöld kl. 20.30 en lokasýningin er á laugardag og hefst kl. 16:00. í stuttu viðtali við Tímann sagði Unnur, að þetta væri í fyrsta sinn, sem hún semdi dansa til að túlka listaverk í ballett, og aðspurð sagði hún að sér væri ekki kunnugt um að slíkt hefði verið gert áður. Sagði Unnur, að lista- verkin, bæði höggmynd- ir og málverk hefðu verið fengin að láni frá Ásmundi Sveinssyni og Listasafni l'slands, og væru þau notuð sem hluti í dönsunum. Tónlistin er eftir Ralph Lundgren, en hann hefur gefið út 12 LP-plötur með elektrón- ískri tónlist, þ.á.m. nokkrar fyrir ballett. Hann gerði m.a. hljóm- listina fyrir ballettinn „Gunnar á Hlíðarenda" sem Unnur setti upp fyrir Operuna í Svíþjóð 1972, en þá var 6 ungum danshöfundum boðið að setja upp frumsamda balletta í tilefni af 200 árá afmæli óperunnar. Unnur Guðjónsdóttir hefur ballettkennara- próf frá Koreografiska Institut i Stokkhólmi, og hún stöfnaði Fenixball- ettinn 1970 sem hún rek- ur enn. Unnur vann hjá Þjóðleikhúsinu í Reykjavík sem ballett- meistari veturinn 1971- 1973. Hún hefur dansað við Drottningholms- ballettinn, . Cramér- ballettinn og Dramaten. Asdis Magnúsdóttir túlkar hér listaverk Asmundar Sveinssonar, Fönix. „Halldór leysir frá skjóðunni" Þessi fyrirsögn er tekin úr Alþ.bl. 22. þ.m. Þar tekur S.B. — væntanlega Sighvatur Björg- vinsson ritstjóri og alþm. — upp nokkrar setningar Ur áramóta- grein eftir mig i blaðinu Isfirð- ingi. Það er að minu viti ágætt, að Alþbl. endurprenti það serh ég segi um þjóðmál, og mætti það gera meira af þvi, Hins vegar er það erindi mitt i þetta sinn að lýsa ánægju minni yfir framför ritstjórans frá þvi I fyrravetur. Þá lét hann blað sitt hrósa Alþ.ö. fyrirað rétta „neytendum" 1200 milljónir króna. Sú fjárhæð var að nokkru fengin með þvi, að niðurgreiðslur voru ekki minnk- aðar, en að nokkru með þvi að söluskattur hækkaði minna en ráðgert var og rikissjóður þurfti. Ég hef skrifað nokkrar grein- ar á undan þessari áramóta- grein til að benda mönnum á að þeir hafa gott af þvi að skatt- heimta sé til að standa undir opinberum framkvæmdum. Ég lærði það ungur i Timan- um, að góð stjórn gerði skatt- peninginn að gæfupeningi þjóð- arinnar i heild. Mér er það sönn ánægja að ritstjóri Alþ.bl. fér nú loksins að skilja þetta. Kannski hugsar hann öðruvisi siðan hann varð þingmaður. Um hitt má lengi deila, að hve miklu leyti rikisstjórnin sé ábyrg fyrir verðbólgunni. Ef ritstjórinn læsi nú einu sinni til það sem hann hefur eftir mér I blaði sinu um frjálsræðið og áhrif þess, færi það kannski að renna upp fyrir honum, að völd stjórnarinnar eiga sér takmörk. Stjórnarandstaðan, sem var 1 fyrra, kallaði samningana við opinbera starfsmenn kjara- skerðingarsamninga. Auðvitað eiga þeir sinn þátt i þvi að fjár- lög þessa árs eru verðbólguf jár- lög. Kannski S.B. vildi skrifa næsta pistil sinn um úrræði Alþ.fl. til að hamla gegn verð- bólgunni? Vissulega vann vinstri stjórn- in dálitinn varnarsigur, þegar henni tókst að koma i veg fyrir það i fyrravetur, að kaupsamn- ingar yrðu eins óskaplegir og þáverandi stjórnarandstaða vildi. Samt þurfti ekki að hika við að kalla þá samninga verð- bólgusamninga. Þá var lika augljóst, að eftir hlytu að koma verðbólgufjárlög. Þeir sem fjárlög semja, verða að taka af- leiðingum þess verðlags, sem er I landinu. Sú stjórn, sem lagöi fram fjárlagafrumvarp i haust, verður ekki sem rikisstjórn sök- uð um þá verðbólgu, sem var i landinu, þegar hún tók við. Auð- vitað eiga flokkar hennar fortið á þvi sviði, eins og aðrir þing- flokkar. En þó að ég telji það ekkert launungarmál, að sitthvað fer öðruvisi en æskilegt væri, þegar minn flokkur fer með stjórn- völd, er það allt annað en að ég þurfi að vera hrifinn af Alþýðu- flokknum. Halldór Kristjánsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.