Tíminn - 31.01.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.01.1975, Blaðsíða 1
m ' IKB vélarhitarinn í f rostí og kulda HFHORÐUR GUNNARSSON SKULATUNI 6 - SÍMI (91)19460 V. Áætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 Hertar gjald eyrisreglur JH-Reykjavik. — Það gekk fjöllunum hærra i gær, að gengisfeliing væri yfirvofandi. Þetta er þó úr lausu lofti gripið. Aftur á móti eru i undir- búningi strangari reglur um gjaldeyris- yfirfærslu en áður hafa gilt. Þessar reglur eru settar vegna þess, að vörukaup umfram aflafé hafa að undan- förnu verið svo skefjalaus, að gjaldeyrissjóður þjóðarinnar er til þurrðar genginn, svo að ekki er til handbær gjaldeyrir nema til brýnna þarfa og skamms tima. Þegar i gærkvöldi sendi stjórn Seðlabankans fjöl- miðlunum svolátandi frétta- tilkynningu um eðli nýrra reglna um yfirfærslu gjald- eyris: ,,Á ný hefur verið tekinn upp sá háttur i gjaldeyrisaf- greiðslu, að gjaldeyrisdeild bankanna fjalli um yfir- færsluumsóknir áður en til af- greiðslu kemur, og getur þetta leitt til dráttar á afgreiðslu þeirra. Þeirri reglu er fylgt, að aðeins gjaldfallnar kröfur eða kröfur, sem eru að falla til greiðslu, verða afgreiddar. A sama hátt skal á það bent, að gjaldeyrir vegna ferðalaga er afgreiddur, þegar þrir dagar lengst eru til brottfarar. t þessu felst, að innflytjend- ur vara geta átt von á nokkurri töf i afgreiðslu gjald- eyris, frá þvi sem verið hefur. Sama gildir um allar yfir- færslur utan frílista, svo sem alls konar þjónustugreiðslur. Að gefnu tilefni skal loks tekið fram, að engar breytingar hafa verið gerðar á frílistanum né reglum um náms- og ferðagjaldeyri eða aðrar hliðstæðar reglu- bundnar greiðslur.” Oft hefur mönnum orðið tiðrætt um mengun frá álverinu í Straumsvik, og þá hættu, sem stafar af henni fyrir gróður og annað. Nú virðist sem viðunandi lausn hafi fengizt á þessu mikia vandamáii, þvi ákveðið hefur verið að kaupa mjög fullkomin hreinsitæki, sem munu gera það að verkum, að mengun út I and- rúmsloftið verði hverfandi lltil. Timamynd: Róbert. Hreinsitæki fyrir 2000 millíónir íályerksmiðjuna Aöför aö hunaum í Reykjavík í vændum ? — Getum ekkert gert fyrr en að fenginni dómsniðurstöðu, segir lögregiustjóri HHJ—Reykjavik. — Borgarráð fór þess á leit við lögreglustjóra- embættið I Reykjavik fyrir nokkru, að athugað yrði, hvernig framfylgt væri banni við hunda- haldi I borginni og hversu mikil brögð væru að þvi að bannið væri hunzað. Athugun sýndi, að alls tók lögreglan 53 skýrslur vegna hundahalds á s.l. ári, og 16 skýrsl- ur hafa verið sendar sakadómi til meðferðar. Tvö þeirra mála voru fyrir skömmu send rlkissak- sóknara, sem úrskurðar hvað að- hafzt skuli I málunum. Sigurjón Sigurðsson lögreglu- stjóri sagði í viðtali við Tímann I gær, að bærust kærur til lögregl- unnar vegna hunds, væri haft samband við eiganda hundsins eða forráðamann, honum skýrt frá þvi, að hundahald væri ekki leyfilegt í Reykjavik, og honum gefinn vikufrestur til þess að losa sig við dýrið. Stundum sinna eigendur dýr- anna ekki tilmælum lögreglunn- ar, og þá er tekin skýrsla um mál- ið, sagði lögreglustjóri sem siðan er send sakadómi. Mér finnst ekki rétt að lögreglan gangi lengra, en svo i þessum efnum, þvi að lög- mæti þessa banns hefur verið véfengt. Kæmi hins vegar til dómsúrskurðar á þá lund, að hundahald sé ólöglegt, myndi lög- reglan herða aðgerðir sinar, sagði lögreglustjóri að lokum. Þá ræddi Timinn við William Möller, fulltrúa lögreglustjóra, sem fjallar um þessi mál af hálfu lögreglustjóraembættisins. — Yfirlit yfir þessi mál sem tekið var saman að beiðni borgarráðs, sýndi, að á s.l. ári voru alls teknar 53 skýrslur vegna hunda I Reykjavik, sagði William. Þar af voru 4 skýrslur um meiðsl á fólki. í þeim tilvikum var oftast um það að ræða að hundar höfðu glefsað i börn, en ekki höfðu nein alvarleg meiðsl hlotizt af þvi. Þá voru 28 skýrslur teknar vegna þess, að börn höfðu orðið hrædd við hunda og hávaða af völdum dýranna. NIu skýrslur eru um flækings- hunda, og loks fjalla 33 skýrslur um áminningar, sem hunda- eigendur hafa fengið, en þeim er alltaf veittur ákveðinn frestur til þess að losa sig við dýrin. Sakadómi hafa alls verið send- ar 16 skýrslur sagði William. Flestar munu þær enn biða af- greiðslu hjá sakadómi, en nú nýlega voru tvær sendar áfram til saksóknara, til fyrirsagnar. Að þvi loknu fara málin aftur til sakadóms, sem siðan mun fjalla um þau samkvæmt fyrirmælum saksóknara. Ekkert er hægt að segja um það, til hvaða ráða lögreglan gripur i þessu efni, fyrr en fengin er ákveðin dómsniðurstaða varðandi hundahald, sagði William. Gsal-Reykjavik Svo virðist sem fullnægjandi lausn hafi fengizt á vandamálum I sambandi viö mengun frá álverinu I Straums- vlk. Akveðið hefur verið að kaupa hreinsitæki erlendis frá, og mun verð þeirra vera um 2000 milljónir króna. Timinn ræddi i gær við Svein Guðbjartsson, heilbrigðisfulltrúa i Hafnarfirði. — Loftið inni i sjálfum ker- skálunum hefur verið okkar höfuöverkur og eins þau efna- sambönd, sem borizt hafa út i and rúmsloftið. Með þessum hreinsitækjum, sem ákveðið er að festa kaup á, fæst viðunandi lausn á báöum þessum vandamálum. Þessi hreinsitæki munu að öllum likindum kosta um 2000 milljónir króna. Sagði Sveinn, að hreinsun á lofti gerðist almennt ekki betri heldur en I þessum tækjum — og þau nýttu efnasamböndin og endur- nýttu sum þeirra. — Allar lofttegundirnar frá kerj- unum fara upp i sérstaka véla- samstæðu, sem vinnur úr þeim, nýtir efnasamböndin, m.a. flúor og einhver fleiri. Lofttegundirnar fara þvi ekki út i kerskálana, eins og svo oft vill brenna við. Gufur og rykagnir, sem hingað til hafa borizt út i andrúmsloftið og út i sjálfa kerskálana, hreinsast i þessum tækjum. Sagði Sveinn, að hingað til lands hefðu komið sérfræðingar I mengunarmálum erlendis frá, og verið á fundum með forráða- mönnum Isals, Baldri Johnsen, forstöðumanni heilbrigðiseftirlits rikisins og heilbrigðisráði Hafnarfjarðar. A fundunum hefðu þessi mál verið gaumgæfi- lega rædd og lagðar fram frumáætlanir. Ýmsar hugmyndir hefðu verið ræddar, og itarlegar teikningar og ljósmyndir af hreinsitækjunum hefðu sýnt, hvernig þau vinna. — Þetta verður geysileg breyting — og þá kannski sérstaklega á vinnuskilyrðum þeirra manna, sem þurfa að vinna I kerskálun- Framhald á 19. siðu 400 Austfirðingar mótmæla: ÞEIR MEGA INNSiGLA TÆKIN - VIÐ GREIÐUM EKKI FULLT AFNOTAGJALD SJ—Reykjavik. Þrjú hundruð niutlu og fjórir sjónvarpsnotend- ur á Austfjörðum hafa skrifað undir mótmælaskjöl vegna slæmra útsendinga sjónvarps og bilana, og þar skýra þeir einnig frá þvi, að þeir muni ekki greiða áfnotagjöld sin fyrir fyrri helm- ing þessa árs. Mótmælaskjölin hafa verið send Andrési Björns- syni útvarpsstjóra. Þeir sem fyrstir riðu á vaðið með undirskriftirnar voru Reyð- firðingar. Asta Jónsdóttir hús- móðir, sem er i hreppsnefnd á Reyðarfirði og stóð fyrir undir- skriftasöfnuninni sagði i viðtali við Timann i gær: — Það skrifuðu allir undir, sem til náðist eða 120 manns, en ófærð var mikil, svo_að ekki var farið á alla bæi i sveitinni. Við mótmælum I þvi skyni að fá einhverjar úrbætur. Ástandið hér I sjónvarpsmálum hefur verið al- gerlega óviðunandi. Auk bilana á Gagnheiði hafa verið bilanir i stöðinni hér á Reyðarfirði. Við höfum aðeins séð sjónvarp i um það bil sjö daga siðan um eða fyrir miðjan desember. — Nú telja forráðamenn rikis- útvarpsins sig ekki bera ábyrgð á þessum bilunum nema að litlu leyti og telja stofnuninni ekki skylt aö gefa ykkur afslátt af af- notagjöldum. —■ Þeir ráða þvi, hvort þeir koma og innsigla tækin, við miss- um af svo miklu af dagskránni hvort eð er. Reyðfirðingar hafa greitt af- notagjöld af sjónvarpi i fimm ár. Við vorum farin að greiða það ári áöur en Reyðarfjörður komst á áætlun hjá þeim, en stöðin hér var byggð af áhugamönnum. Og við höfum greitt afnotagjald siðan i von um endurbætur, en ég hef ekki ennþá séð að neitt hafi verið gert fyrir Reyðarfjarðarstöðina. Ómar Bjarnþórsson á Fáskrúðsfirði skýrði blaðinu frá þvi, að 122 sjónvarpsnotendur þar hefðu sent útvarpsstjóra mótmæli sin: — Siðustu þrjá mánuðina hefur sjónvarp sézt hér i 21 dag, við töldum það saman, og auk þess hafa oft verið truflanir. Við teljum okkur ekki hafa hálft gagn af dagskrá sjónvarpsins. Við förum ennfremur fram á að framvegis verði öll dagskrá sjón- varpsins, sem ekki berst hingað á réttum tima, endursýnd. Það hafa ekki nema tveir þættir verið endursýndir vegna bilananna hér. En þegar rafmagnsbilanir eru á Suðvesturlandi, er rokið til og endursýnt, eins og gert var i gær, þegar þátturinn Söngur Sól- veigar var á dagskrá. A Seyðisfirði hafa 152 eigendur sjónvarpstækja skrifað undir mótmæli, sem send voru til Rikis- útvarpsins, innan við tiu manns vildu ekki skrifa undir, af þeim sem til náðist. — Ástæðan fyrir mótmælum okkar eru ekki aðeins Framhald á 19. siðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.