Tíminn - 31.01.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 31.01.1975, Blaðsíða 9
Föstudagur 31. janúar 1975. TÍMINN 9 ■ J Otgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 35.00. ^____Askriftargjald kr, 600.00 á mánuði._Blaðaprent h.f. j Kanadaför forsætisráðherra Geir Hallgrimsson forsætisráðherra hefur nú lokið heimsókn sinni til Kanada, þar sem hann sat sem boðsgestur þing þjóðræknisfélags íslendinga i Vesturheimi i tilefni þess, að minnzt verður á þessu ári 100 ára afmælis íslendingabyggðar vest- an hafs. Þótt forsætisráðherrann ætti illa heiman- gengt vegna efnahagsmálanna var eigi að siður eðlilegt, að hann heimsækti Vestur-íslendinga vegna þessa tilefnis. í undirbúningi er af hálfu rikisvalds og einkaaðila, að þessa merka afmælis verði minnzt með ýmsum hætti á árinu. í för sinni til Kanada ræddi forsætisráðherra við ýmsa ráðamenn, m.a. Trudeau forsætisráðherra Kanada. Umræður þær snerust um landhelgismál- ið, sameiginleg öryggismál o.fl. Af mörgum ástæðum er lærdómsrikt fyrir er- lenda stjórnmálamenn að heimsækja Kanada um þessar mundir, sökum þeirrar endurskoðunar, sem þar fer fram á utanrikisstefnunni, einkum þó varðandi afstöðuna til Bandarikjanna. Ræða, sem kanariski utanrikisráðherrann, Mac Eachen flutti i Winnipeg um það leyti sem forsætisráðherra ís- lands var vestan hafs, hefur vakið sérstaka athygli i þessu sambandi. Aðalþráður hennar var á þessa leið: Kanada hefur endurskoðað afstöðu sina til Bandarikjanna og ákveðið að breyta henni. Stefnt er að þvi að hin svokölluðu sérstöku tengsl, sem er talið hafa verið milli Kanada og Bandarikjanna, hverfi úr sögunni. Kanada hefur ákveðið að styrkja sjálfstæði sitt á öllum sviðum þjóðlifsins. Vissu timabili i samskiptum Kanada og Banda- ríkjanna er að ljúka og nýtt að hefjast. Takmark Kanada er fullt efnahagslegt sjálfstæði. Utanrikisráðherrann sagði, að i byrjun sjöunda áratugs aldarinnar hefði sú breyting verið hröð, að bandariskt fjármagn hefði náð yfirráðum i iðnaði og fleiri atvinnurekstri i Kanada, einkum þó i námarekstri og oliuvinnslu. Sama hefði gerzt á menningarsviðinu. Bandarikin hefðu náð yfirráð- um i kanadiskum útvarpsrekstri, kvikmyndagerð og bókaútgáfu. Svo langt hefði verið komið i þess- um efnurn að eignarhluti Bandarikjamanna hefði verið yfir 75% i sumum undirstöðuatvinnugrein- um. Það var þessi staðreynd, sagði ráðherrann, sem vakti okkur og gerði það óhjákvæmilegt, að við endurskoðuðum afstöðu okkar til Banda- rikjanna, og gerðum okkur nánari grein fyrir þvi, hvert Kanadamenn raunverulega stefndu. Mac Eachen sagði, að niðurstaða endurskoðun- ar hefði orðið sú, að Kanada ætti að treysta eigið sjálfstæði og taka upp meira samstarf við önnur lönd, sem gætu vegið á móti hinum miklu áhrifum Bandarikjanna. í þessu sambandi nefndi hann sér- staklega Vestur-Evrópu og Japan. Áfram þyrfti þó að haldast samvinna við Bandarikin um öryggis- mál. Þessi samvinna hefði verið mjög náin um skeið og einkum snúizt um eftirlit með hugsanlegri flugárás úr norðri og hvernig ætti að mæta henni, ef hún væri gerð. Aukin hernaðartækni á siðari ár- um hefði nokkuð dregið úr þessu samstarfi og ekki gert það jafn mikilvægt og áður, en þótt ástæður væru þannig breyttar mun Kanada halda áfram hernaðarlegu samstarfi við Bandarikin og full- nægja skyldum sinum við Atlantshafsbandalagið og hið sameiginlega öryggi. Hér hefur i stuttu máli verið rakið efni i ræðu kanadiska utanrikisráðherrans. Hún er athyglis- verð fyrir Islendinga, eins og aðrar smærri þjóðir. Smáþjóðir þurfa jafnan að halda vel vöku sinni en þó ekki sizt i skiptum við stóra og volduga nábúa. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Skytte er laginn samningamaður Hann nýtur mikils trausts meðal þingmanna VERULEGAR llkur benda nú til, aB bóndinn Karl Skytte verBi næsti forsætisráBherra Danmerkur. Vegna ósam- komulags og samkeppni tveggja stærstu flokkanna, Vinstri flokksins og sosialdemókrata, ér erfitt aB ná samkomulagi um foringja þeirra sem leiBtoga stjórnar, er nýtur stuBnings meirihluta þings. Þvi var strax fariB aB ræBa um þaB eftir aB úrslit þingkosninganna urBu kunn, aB Hilmar Baunsgaard, leiB- toga Radikalaflokksins, yrBi faliB aB mynda stjórn, sem styddist viB sosialdemokrata og miBflokkana. Liklegra þótti, aB hægt væri aB ná sam- komulagi um hann en um Hartling eBa Anker Jörgen- sen. ÞaB mun þó hafa komiB i ljós viB nánari athugun, aö annar af leiötogum Radikala flokksins nyti almennari stuBnings i þinginu. Þessi maBur var Karl Skytte, forseti þingsins. Þetta varö enn ljós- ara, þegar samkomulag náö- ist um aö kjósa hann áfram forseta þingsins. Um likt leyti lét formaöur Kristilega flokksins þaö opinberlega I ljós, aö Karl Skytte væri maö- urinn, sem auöveldast væri aö sameinast um. Astæöan var ekki aöeins sú, aö Skytte nýtur mikils álits og trausts, heldur einnig þaö, aö hann nýtur meiri vinsælda hjá sósial- demokrötum en Baunsgaard, m.a. vegna þess aö hann átti um sjö ára skeiö sæti i sam- stjórn sosialdemokrata og Radikala flokksins eöa á árun- um 195751964 og féll vel á meö honum og leiötogum sosial- demokrata. Skytte átti þess kost aö eiga sæti I rikisstjórn Radikala flokksins. Vinstri flokksins og íhaldsflokksins, sem fór meö völd 1968—1971, en hann hafnaöi þvi og kaus heldur aö veröa forseti þings- ins. Hann hefur veriö forseti þingsins óslitiö siðan 1968. I þvi starfi hefur hann unnið sér miklar vinsældir meðal þing- manna, m.a. hefur hann aflað sér þess álits að vera laginn samningamaður. KARL SKYTTE er bóndi að starfi, fæddur 31. marz 1908. Hann hóf ungur þátttöku i stjórnmálum og gerðist strax fylgismaöur Radikala flokks- ins. Radikali flokkurinn klofn- aöi Ur Vinstri flokknum skömmu eftir aldamótin og voru það einkum smábændur og menntamenn, sem fylgdu honum að málum. Á timabil- ‘inu milli heimsstyrjaldanna var náið samstarf milli hans og sosialdemokrata og hélzt það lika fyrstu tvo áratugina eftir styrjöldina. Skytte vann sér fljótt mikið álit i Radikala flokknum og hinir frægu aðal- leiötogar flokksins á þessum tima, Bertil Dahlgaard og Jörgen Jörgensen fengu fljótt mikiö álit á honum. Skytte var fyrstkosinn á þing 1947 og hef- ur hann átt þar sæti óslitiö siö- an. Hann var landbúnaðarráð- herra á árunum 1957—1964, eins og áður segir, og þótti reynast vel I þvi starfi. Á ár- unum 1964—1968 var hann for- maður þingflokks Radikala flokksins en sleppti þvi starfi, þegar hann varð þingforseti. Þótt Skytte sé ekki nema 67 ára, er hann sá þingmaður, sem á orðið lengstan feril sem stjórnmálaleiðtogi að baki. Karl Skytte hefur átt sæti i Norðurlandaráði siðan 1964. Hann hefur nokkrum sinnum komiö hingað til lands. Hann lét I ljós mikla ánægju yfir þvi á fundi Norðurlandaráðs á Alaborg fyrir skömmu, að hitta þar annan bónda sem einnig væri þingforseti, en þaö var Ásgeir Bjarnason. EINS OG AÐUR hefur verið sagt frá hér I blaöinu, féll stjórn Hartlings siðastl. þriöjudagskvöld. Þingið samþykkti þá á hana van- trauststillögu með eins at- kvæöismun. Eftir fall stjórnar Hartlings var yfirleitt búizt við þvi, að Anker Jörgensen yrði falin stjórnarmyndun, og hafði þingflokkur sosialdemo- krata lýst fylgi sinu við það, en breytti siðan afstöðu sinni og féllzt á þá tillögu, að Skytte yrði falið að reyna að mynda stjórn. Aður mun Hartling einnig hafa lagt það til. Skytte féllzt á að gera tilraunina, en hann hefur tekið fram, að hann ætli sjálfum sér ekki stjórnarforustuna, nema hann fái sérstaklega áskorun þings- ins. Aðalmarkmið hans sé að reyna að mynda meirihluta- stjórn, en það verði sfðan að ráðast, hver fari með stjórnarforustuna. Það þykir liklegt, að Skytte þurfi að fá talsverðan tima til umráða, ef honum á að takast að mynda meirihlutastjórn, þvi að jafnframt þurfi að ná samstöðu um Urræði I efna- hagsmálunum. Viðsjár eru nú miklar I dönskum stjórnmál- um og hafa þær ekki minnkað við þingkosningarnar. Leið- togar Vinstri flokksins hafa ætlað sér stóran hlut eftir hinn mikla kosningasigur, sem flokkurinn vann, en vafasamt er að þeim nýtist hann. Meðal annars munu samstarfsflokk- ar hans, eins og íhaldsflokkur- inn og mið-demókratar hafa takmarkaðan áhuga á að skapa Vinstri flokknum að- stöðu til meiri fylgisaukning- ar. Mjög erfitt getur reynzt að mynda meirihlutastjórn, þvi að hUn er vart möguleg án aöildar bæði sosialdemokrata og Vinstri flokksins, en sam- starf milli þeirra virðist ekki liklegt að sinni. Ef tilraunin til að mynda meirihlutastjórn misheppnast, er nú helzt rætt um minnihlutastjórn sosial- demokrata og Radikala flokksins, sem nyti þá stuðn- ings Kristilega flokksins, mið- demokrata og sosialska Þjóðarflokksins. Slikt sam- starf gæti þó orðið miklum vanda bundið. Það gæti orðið hlutskipti þeirrar stjórnar að efna fljótt til kosninga, og þá gæti Vinstri flokkurinn þurft að gæta sin, þvi að hvergi nærri var það allt traust fylgi, sem hann fékk i kosningunum 9. janUar. Það ætti að geta orðið til þess að greiða fyrir stjórnar- myndun I Danrriörku, að efna- hagsástandið er mjög slæmt og Utlitið hefur aldrei verið verra. Halli á utanrikisvið- skiptum Dana hefur aldrei verið meiri en á siðasta ári, verðbólga hefur aldrei verið meiri og atvinnuleysið er orðið stórkostlegt og fer ört vax- andi. Flokkaglundroðinn og ósamkomulag stærstu flokk- anna valda hins vegar þvi, að erfitt er að ná samkomulagi. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.