Tíminn - 31.01.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 31.01.1975, Blaðsíða 17
Föstudagur 31. janúar 1975. TÍMINN 17 Óska- byrjun hjá Arsenal ARSENAL-liöið fékk óskabyrjun, þegar það vann góðan sigur (3:0) i leik gegn Coventry á Highbury. Hetja Arsenal-liösins var GEORGE ARMSTRONG — hann skoraði fyrsta mark liðsins, eftir aðeins 83 sek, og sfðan bætti hann öðru marki við, sfðar i leiknum. Þriðja markiö skoraði ungur nýliði, Matthews sem kom inn i Arsenal-liðið i staðinn fyrir Eddie Kelly. Arsenal mætir Leicester i 16- liða lirslitum bikarkeppninnar, og fer sá leikur fram á Highbury. Möguleikar liðsins á að komast i 8-liða úrslit bikarkeppninnar eru nú miklir. — SOS. ★ ★ Deildar- fyrir- komulag í blaki 1. deildar keppni verður komið á. 6 lið í deildinni Biaksamband islands hefur nú ákveðið, að deildarfyrirkomulag verði tekið upp i blaki næsta keppnistimabil, og verða þá 6 lið i 1. deild. Blaksambandið efnir nú, eins og síðast liðið ár, til blakmóts fyrir þau liö, sem ekki komust i úrslitakeppni islandsmótsins. Rétt til þátttöku eiga öll félög og héraðssambönd innan tSÍ. Þau félög, sem þátt taka i úr- slitakepppni íslandsmótsins i ár, hafa rétt til að senda lið i mótið, svo framarlega sem þau nota ekki sömu leikmenn i bæði mótin. Efsta liðið (A-liðið) i þessu B- móti öðlast rétt til að keppa við neðsta lið i úrslitum um sæti i 1. deild næsta keppnistimabil. Þátttökutilkynningar i B-mótið verða að berast fyrir 15. febrúar til Guðmundar E. Pálssonar, Stórholti 32 i Reykjavik — simi 18836. Þátttökugjald, kr. 1.500 fyrir lið, sem ekki tóku þátt i undankeppni íslandsmótsins, skal fylgja tilkynningunni. Skoti með Vals-liðið? Dýri og Hörður verða áfram í Val Nú eru uppi raddir um það, að Valsmenn verði með skozkan þjálfara næsta keppnistimabil Valsmenn hafa verið að leita sér að þjálfara á Bretlands- eyjum i vetur, og virðist sú leit nú vera að bera árangur. Valsmenn hafa nú fengið gefin upp nöfn nokkurra Skota, sem hafa áhuga á að þjálfa Vals- liðið I sumar. Þá má geta þess, að sögu- sagnir hafa verið á kreiki i vetur um, að Dýri Guðmunds- son myndi ekki leika með Valsliðinu i sumar, þvi að hann ætlaði að ganga aftur i FH, og að Hörður Hilmarsson myndi leika á Akureyri. Það er enginn sannleikur i þessum sögusögnum, — þeir Dýri og Hörður verða áfram i herbúð- um Valsmanna. -SOS. BETUR MA. EF DUGA SKAL... Landsliðið vann stórsigur í pressuleiknum, 26:17, þrátt fyrir gloppóttan leik PALMI PALMASON...átti mjög góðan leik með landsliðinu. Betur má, ef duga skal! tslenzka landsliðið i handknattleik verður að sýna betri leik gegn Svlum á Norðurlandamótinu i Kaup- mannahöfn heldur en gegn pressuliðinu, ef það ætlar sér að komast I úrslit á NM. Þrátt fyrir stórsigur landsliðsins (26:17), var leikur þess mjög gloppóttur. Leikmenn liðsins áttu nokkra góða leikkafla, en þess á milli duttu þeir ofan I gömlu gryfjuna, sem hefur svo oft orðið á vegi landsliðsins. Þá einkenndist leik- ur liðsins af feilsendingum og litt ógnandi sóknarleik. En það má ekki dæma landslið- iðhart, leikurinn á miðvikudags- kvöldið var góð æfing fyrir liðið. Leikmennirnir tóku góða spretti, og I byrjun komust þeir I 7:1 og 10:3. Þá fór liðið að slaka á, og dauft pressulið tók við sér á sama tima og jafnaði, 12:12 og 13:13, og komst yfir (13:14) með marki frá Hannesi Leifssyni, bezta manni pressuliðsins. Þarna er á ferðinni leikmaður, sem á heima i lands- liðinu — Hannes er maður fram- tiðarinnar. Landsliðið náði að jafna (14:14), og þá datt rassinn úr buxunum á leik pressuliðsins. Landsliðið komst i 26:15, og sigr- aði siðan 26:17. Landsliðið átti ekki neinn stór- leik, og var greinilegt að Birgir Björnsson, þjálfari liðsins, notaði leikinn til að reyna leikkerfi, sem liðið hefur verið að æfa. Beztu menn liðsins voru þeir ölafur Benediktsson, sem átti stórleik i markinu i fyrri hálfleik, Ólafur Jónsson, Pálmi Pálmason og Stefán Halldórsson. Gunnar Einarsson stóð sig einnig ágæt- lega i markinu i siðari hálfleikn- um. n Gerum okkur ekki of miklar vonir” — Við gerum okkur ekki of miklar vonir um að komast i úrslit Norðurlandamótsins. En ef þetta smellur saman hjá okkur gegn Svium, þá ættum við að geta sigr- að þá, sagði Birgir Björnsson, þjálfari og einvaldur landsliðsins 1 handknattleik. Það verða fjórar þjóöir sem berjast um NM-titilinn — tslendingar, Sviar, Danir og Norðmenn. Þessar þjóðir eru all- ar i sama gæðaflokki. — Hefurðu hugsað þér ein- hverja ákveðna ieikaaðferð gegn Svium, Birgir? — Við höfum æft fjórar einfald- ar uppbyggingar, sem ég vona að gangi vel upp. Það má búast við að Sviarnir leiki vörnina aftar- lega gegn okkur, eða svipaðan varnarleik og þeir leika örugg- lega gegn Færeyingum á sunnu- daginn. Við höfum æft svar við þessu — 3:3 sóknarleik, sem ,,Við reynum að... klóra í bakkann Það er þungur róður framund- an hjá tsiandsmeisturum FH i handknattleik. A morgun leika þeir siðari leikinn gegn a- þýzka meistaraliðinu ASK Vorwarts Frankfurt i Evrópu- keppninni. — Þetta verður erfiður leikur hjá okkur, og það er nokkur hætta á þvi, að við fáum slæman skell — munurinn á styrkleika liðanna er það mikiil. En við munum reyna að klóra i bakkann og komast skammlaust frá leikn- um í Frankfurt, sagði Birgir Björnsson, þjálfari FH-liösins. FH-ingar verða að taka á honum stóra sinum, ef þeir ætla sér að sleppa vel frá leiknum. Hermennirnir frá Frankfurt eru mjög sterkir á heimavelli — þvi til sönnunar er hægt að benda á leik þeirra - og komast skammlaust frá leiknum", segir Birgir Björnsson, þjálfari FH ★ FH-ingar mæta ASK Vorwarts í Evrópukeppninni á morgun gegn meistaraliði Belgiu, sem lauk með sigri Frankfurt 36:9 á heimavelli. Islenzk lið hafa einnig fengið skell á útivelli i Evrópukeppninni. Hver getur gleymt úrslitunum i Bjelovar i Júgóslaviu 1967 og 1971? Framarar töpuðu fyrirDartiz- an Bjelovar með 15 marka mun (9:24) 1967 og FH-ingar töpuðu með 19 marka mun i Bjelovar (8:27) 1971. — Við munum reyna að koma i veg fyrir að Bjelovar-leikirnir endurtaki sig, sagði Birgir. En hvernig er hægt að koma i veg fyrir að Bjelovar- rassskellingarnar endurtaki sig? Jú, FH-ingar verða að leggja áherzlu á að halda knettinum vel, án þess að tefja, og ekki skjóta nema i dauðafærum. Þá verða þeir að hafa gætur á stórskyttum Frankfurt-liðsins. Ef þetta heppnast hjá FH-ingum, þá geta þeir komið kinnroðalaus- ir frá Frankfurt. —SOS Mörkin i leiknum skoruðu: Landsliðið — Pálmi 7 (1 viti), Ólafur 5, Bjarni 4, Stefán 4, Einar 3, Viðar 2 og Pétur eitt. Pressan: Hannes 5, Páll 3 (1 viti), Stefán J. 2 (1 viti), Stefán G. 2, Gisli, Björn, Friðrik, Þórarinn og Sigfús eitt hver. —SOS — segir Birgir Björnsson landsliðseinvaldur ★ ísland mætir Svíþjóð í Helsingjaeyri á mánudaginn í NM dregur vörn Svianna fram. En við sjáum Sviana leika á sunnudag- inn —- þá eigum við að geta séð út, hvernig bezt er að leika gegn þeim. Augun beinast að leik Is- lendinga og Svia á mánudags- kvöldið. Ef sigur næst i Helsingjaeyrarhöllinni, þá eru ís- lendingarsvo gott sem komnir i úrslit. Róðurinn verður þungur, þvi að Sviar eru ekki taldir neinir aukvisar i handknattleik — leikurinn þýðir lif eða dauða fyrir Island. Að visu felst hætta i of mikilli bjartsýni, en ef rétt er haldiðá spilunum, er engin goðgá að ætla, að islenzka liðið komist i úrslit. — Ég hef ævinlega borið virð- ingu fyrir getu Islendinga i hand- knattleik. Þess vegna vil ég vara við of mikilli bjartsýni. Islending- ar eiga sterka handknattleiks- menn og skotharða, sem geta leikið góðan handknattleik, sagði Björn „Stóri” Andersson, leik- maður Saab-liðsins, i viðtali við sænska blaðið „Expressen” nú i vikunni. — Við gerum okkur grein fyrir þýðingu leiksins gegn Is- lendingum. Hann verður úrslita- leikurinn i riðlinum. Dönsku blöðin eru handviss um, hvaða lið komast i úrslit úr „veik- ari” riðlinum — ísland, Sviþjóð og Færeyjar. Aftur á móti tala þau um tvisýna baráttu milli Dana og Norðmanna i „sterkari” riðlinum — Danmörk, Noregur og Finnland. „Norðmenn hafa oft skotið okkur skelk i bringu, og þvi er eins gott að vara sig á þeim”, segir Politiken. —SOS Geir á batavegi — Geir Hallsteinsson er nú á góðri leið með að ná sér eftir hin slæmu meiðsli, sem hann hlaut í Evrópuleiknum gegn ASK Vorwarts Frankfurt i Laugardalshöilinni. Hann verður oröinn góður fljótlega og ég reikna fastlega með að hann leiki með FH-liðinu gegn Gróttu um miðjan febrúar, sagði Birgir Björnsson, þjálf- ari FH-liösins. Geir fer að sjálfsögðu ekki með FH-liðinu til A-Þýzka- lands. Þeir Jón Gestur Viggósson og Kristján Stefánsson fara heldur ekki meb liðinu þangað. -SOS. Jöfnuðu með skalla Skagamaðurinn Jón Gunnlaugs- son skoraði jöfnunarmark lands- liðsins I knattspyrnu, sem lék bandknattleik við kvennalands- liðið I handknattleik, með skalla (!) rétt fyrir leikslok. Leikur lið- anna var mjög jafn og skemmti- legur, og var staðan 7:6 fyrir kvenskörungana, rétt fvrir leiks- lok. Þá brugðu þær sér i knatt- spyrnu, og þrátt fyrir nokkra yfirburði þeirra i henni, tókst knattspyrnuköppunum okkar aö jafna (7:7) —Jón skoraði þó með kollspyrnu. Stúlkurnar misnotuðu undir lokin, tvær vitaspyrnur, sem dænidar voru á Magnús Guð- mundsson markvörð fyrir að góma knöttinn með höndunum innan vitateigs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.