Tíminn - 31.01.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 31.01.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 31. janúar 1975. Lúðrasveit Hafnarfjarðar 25 ára IDAG (föstudaginn 31. janúar) er Lúðrasveit Hafnarfjarðar 25 ára. Fyrsti stjórnandi hennar var Al- bert Klahn, um 12 ára skeið, eða þar til hann féll frá. Þá tók Jón Ásgeirsson tónskáld við sveitinni og stjórnaði henni i 3 ár, unz Hans Ploter Fransson varð stjórnandi hennar. Þessi 25 ár hefur lúðra- sveitinstarfað með miklum þrótti og verið snar þáttur i menningar- lifi Hafnfirðinga. Einnig hefur hún gert viðreist og ferðazt qm meginland Evrópu. leikið i sjón- varp og útvarpsstöðvar erlendis. Þá má geta þess til gamans, að hún lék i beinni útsendingu frá Loftleiða hótelinu i útvarpsstöð- ina i Vinarborg fyrir nokkrum ár- um. 1 tilefni afmælisins ætlar lúðrasveitin að halda hljómleika i Bæjarbió i Hafnarfirði laugar- daginn 1. febrúar kl. 3 e.h. For- maður Lúðrasveitar Hafnar- fjarðar er Einar Sigurjónsson. EFNAHAGSMÁLIN RÆDD Á FUNDI Á ÍSAFIRÐI A.Þ.-Reykjavik. Framsóknarfélag ísafjarðar efndi til almenns stjórnmálafund- ar á tsafirði fimmtudaginn 23. þ.m. Steingrfmur Hermannsson, alþingismaður, var frummæiandi og ræddi fyrst og fremst um efna- hagsmálin. Steingrimur gerði grein fyrir hinu alvarlega ástandi efnahags- mála, sem einna gleggst lýsir sér i hinum mikla viöskiptahalla og nálægt þvi tómum gjaldeyris- varasjóði. Hann ræddi um mark- aösmálin og hinar miklu sveiflur, sem orðið hafa á söluverði flestra sjávarafurða. Segja mætti, sagði Steingrímur, að við íslendingar höfum hirt okkar oliugróða á ár- unum 1972 og 1973 með hinu háa afurðaverði, sem þá fékkst. Þessu var þvi miður öllu strax veitt út i hringrásina með miklum kjarabótum. Sem betur fer var þó verulegum fjármunum varið til kaupa á stórvirkum atvinnutækj- um. Ljóst er, að vandinn væri minni nú,ef gripiðhefði verið i taumana siðastliðið vor, eins og Fram- sóknarflokkurinn lagði til á Al- þingi. Nú verður hins vegar ekki lengur beðið, sagði ræðumaöur. Gripa verður til samræmdra að- geröa I fjármálum og efnahags- málum. Mikilvægast er, að slikar aðgerðir séu markvissar. Fálm og fum gerir aðeins illt verra. Markmiðið á að vera full atvinna, en hófsemi I eyðslu gjaldeyris. Steingrímur taldi, að fremur ætti að leggja áherzlu á að draga úr einkaneyzlu en samneyzlu, þ.e. ýmsum sameiginlegum fram- kvæmdum þjóðarbúsins, sem eiga ekki slzt rétt á sér þegar at- vinna minnkar. Hann nefndi ýms- ar aðgerðir, sem til greina koma. Sumt verður eflaust kallað höft, en hvort er betra, sagði ræðu- maður, að láta bankana skammta þegar gjaldeyrinn er þrotinn, eða að vinna skipulega að þvi að draga úr gjaldeyriseyðslunni. Að lokum lagði Steingrimur á það áherzlu, að hin nýju og stór- virku atvinnutæki, sem aflað hefur verið til landsins og auður okkar til lands og sjávar, muni gera okkur kleift að komast auð- veldlegar yfir þessa efnahags- erfiðleika en flestum öðrum þjóð- um, ef markvisst og vel er á mál- um haldið. 1 lok ræðu sinnar fjallaði Stein- grimur nokkuð um raforkumálin, einkum með tilliti til Vestfjarða. Lýsti hann orkuþörfinni, sem hvergi nærri verður fullnægt með virkjun Mjólkár. Lagði hann á- herzlu á að hraða yrði tengingu Vestfjarða við hina svonefndu byggðallnu, jafnframt þvl, sem unnið er að undirbúningi næstu virkjunar. Kvað hann það einu leiðina til þess að sjá Vestfjörðum fyrir nægilegri orku. Orkumálin eru I dag ein stærstu mál Vest- fjarða, eins og þjóðarinnar allrar. Að framsöguræðu lokinni urðu miklar umræður og góðar og stóð fundurinn fram yfir miðnætti. Steingrímur Hermannsson Guðmundur Þorláksson á Seljabrekku: TVÆR Þau stórvirki I samgöngumái- um okkar, sem ég tel, að brýn- ust þörf sé að hrinda I fram- kvæmd, eru tvær nýjar brýr: Brúin yfir Borgarfjörð og brú- in á öifusárós, ásamt aðliggj- andi vegarköflum. Hvor þeirra um sig verður mikið mannvirki, en álitamál getur verið, á hvorri þeirra sé brýnni þörf. Vist er, að mikla nauðsyn ber til, að báðar brýrnar verði gerðar sem allra fyrst, og allur dráttur þar á gæti orðið okkur miklu dýrari en þótt einhver auka- kostnaður við öflun fjár kæmi til viöbótar áætluðu kostnaðarverði — ef það gæti flýtt fyrir framkvæmdum. Það gegnir annars nokkurri furðu, að ekki skuli fyrr hafa veriö ráðizt i þessar fram- BRÝR kvæmdir, til dæmis miðað við ýmislegt annað, sem miklum peningum hefur verið varið til, og það þvi fremur sem önnur brúin hefur verið á brúalögum yfir tuttugu ár! Þessum brúamálum er nú svo komið, að ákveðið hefur verið að hefja vinnu við aðra þeirra — Borgarfjarðarbrúna — næsta sumar, en ekki er gert ráð fyrir, að verkinu veröi lokið fyrr en seint á næsta ári. Það virðist ekki augljóst, hvað vinnst viö það, að þetta tekur svona langan tima, en trúlega er það vegna takmarkaðra fjárráða, að þessi aðferð er viðhöfð. Að þessu mun þó hæpinn ávinn- ingur, ef annað væri mögu- legt, því að varla má ætla, að verölag lækki svo á næstu tveim árum, að nokkur ábati verði að svona hægfaTa fram- kvæmdum — i stað þess að ljúka verkinu á styttri tima. Og til þess hljóta að vera ein- hver ráð. Mér skilst, að meginhluti verksins við vegargerð yfir Borgarfjörð sé efnisflutningur til uppfyllingar, og þar ættu að verða hæg heimatökin. Óviða mun aðstaða til efnistöku jafn- auðveld og þarna upp af Seleyrinni —• og af nógu að taka. Varla þarf mikinn undir- búning til þess, að það verk gæti hafizt. Um undanfarin ár höfum við litil kynni haft af atvinnuleysi, sem nú hrjáir margar þjóðir. Hitt er heldur, að hér hafi ver- ið hörgull á fólki til ýmissa starfa, þótt alltaf sé einhver slæðingur af fólki, sem telur sig atvinnulaust, einkum vegna þess, að það hefur ekki þá valkosti, sem hugur þess stendur til. Nú er þó svo kom- ið, að I einstökum starfsgrein- um er farið að bóla á nokkru atvinnuleysi, og einhverjum samdrætti hjá öðrum, einkum I sumum iðngreinum. Við síðustu atvinnuleysis- skráningu voru það helzt vörubilstjórar, sem töldu sig atvinnulausa, og er ekki nema eðlilegt, að svo sé á þessum tima árs og I þeim veðraham, sem verið hefur. En ekki er sama, hvernig við þessu er snúizt. Útborgun atvinnuleysisstyrkja er i flest- um tilfellum óhjákvæmilegt neyðarúrræði, og ber þvi að gera það, sem unnt er, til að koma I veg fyrir, að umtals- vert atvinnuleysi geti mynd- azt. Sem nokkur tilraun til úr- bóta væri hugsanlegt að hefja strax og veður leyfir- fyrstu framkvæmdir I brúarveginum við Borgarfjörð. Þar er um að ræða mjög mikinn og nærtæk- an efnisflutning, sem tölu- veröan bilakost þarf til, en öll aöstaða þannig, að svo virðist sem þar mætti hefja vinnu hvenær sem er. Gert er ráð fyrir, að áætlun um heildarverkið sé komin á þaö stig, að hægt sé að hefja þessa grunnvinnu hvenær sem væri. Er þar eftir nokkru að bíða, nema vinnufæru tiðar- fari? Svo má ef til vill virðast um það, sem að framan er sagt, sem þar sé ekki tekið nægjan- legt tillit til þess, hvaða fjár- hagskröggur sagt er, að við séum komin i. Má vera, að svo sé. En ég kem ekki auga á, að þeirra gæti að neinu marki. Og meðan við erum alltaf að kaupa ný skip og panta önnur, dveljum hundruðum saman árið um kring á eftirsóttustu skemmtistöðum Suður- Evrópu og höfum efni á að kaupa áfengi fyrir meira en tvo milljarða króna á ári (og er þá ekki talinn nema nokkur — lltill? — hluti þess áfengis, sem smyglað er inn i landið) þá vil ég ekki trúa, að við get- um ekki gert jafnnauðsynlega hluti og þá, sem gerðir hafa veriö að umtalsefni hér að framan. Og því síður vil ég trúa þvi, að við höfum ekki þá menn I forsvari, bæði á alþingi og i rikisstjórn, sem séu þess um- komnir að geta fundið úrræði þar til. Læknisaðstoð og rdðgjöf varðandi getnaðarvarnir og kynferðismál — hleypt af stokkunum í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur Heilsuverndarstöð Reykjavik- ur mun um næstu mánaöamót færa út kvlarnar með þvi að hafa opið tvisvar I viku fyrir fólk, karla og konur, sem óska eftir læknisaðstoð og ráðgjöf varðandi getnaðarvarnir og kynferðismál. Fram að þessu hefur H.R. boðið konum, sem sótt hafa mæðra- deildina, takmarkaða þjónustu á þessu sviði. Eins og kunnugt er liggur nú fyrir Alþingi frumvarp til laga um fóstureyðingar og má búast við að það verði tekið til meðferð- ar áður en langt um liður. Mjög skiptar skoðanir hafa verið um frumvarp þetta, en sá hluti frum- varpsins sem mælir með aukinni fræðslu og þjónustu fyrir almenn- ing, hvað varðar kynferðismál og getnaðarvarnir, hefur verið vel tekið af öllum sem eitthvað hafa til málanna lagt. Heilsuverndarstöð Reykjavik- ur litur svo á, að fræðsla um kyn- ferðismál og getnaðarvarnir séu þáttur i heilsuvernd og þvi sjálf- sagt að hafa þjónustu á þvi sviði fyrir borgarbúa. Þjónusta þessi verður opin sem hér segir: Mánudaga kl. 17—19. Föstu- daga kl. 10—12, og hefst starfsem- in þann 7. febrúar. Til viðtals verða kvensjúk- dómalæknar, heilsuverndar- hjúkrunarkona, og félagsráð- gjafi. Starfsemin fer fram I húsa- kynnum mæðradeildar heilsu- verndarstöðvarinnar við Baróns- stig (undir brúnni). Ekki er nauð- synlegt að panta tima fyrirfram en fólki er heimilt að koma á áð- urnefndum timum. Siminn er 22400. Einnig er hægt að gera þungun- arpróf á staðnum. Kynningar og fræðslurit verða á boðstólum og hefur heilsu- verndarstöðin þegar látið útbúa bækling, sem veitir upplýsingar um helztu getnaðarverjur sem nú eru til og verða þær jafnframt til sölu á staönum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.