Tíminn - 31.01.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.01.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 31. janúar 1975. Föstudagur 31. janúar 1975 Vatsnberinn: (20. jan. - 18. febr) Þetta er enginn sérstakur skemmtilegheitadag- ur, og það er rétt eins og leiðinn nái tökum á þér I dag. Ef þú ert langt að heiman, skaltu halda lengra og athuga, hvort þú sérð ekki eitthvað nýtt og glæstara. Fiskarnir: (19. febr. - 20. marz) I dag skaltu umfram allt reyna að ná þér á strik og safna birgðum. Það er eitthvað aö i einkalif- inu. Það þarf ekki að vera stórvægilegt, en þú skalt kippa þvi I lag, áður en það fer að skemma út frá sér. Hrúturinn: (21. marz — 19. april)' Sennilega hittir þú einhverja I dag, sem þú hittir ekki á hverjum degi, og hvort sem það stafar af þvi eða öðru, er bara liklegt, að þú verðir sæmi- lega ánægður með árangur dagsins i dag, jafn- vel i fjárhagslegu tilliti. Nautið: (20. april - 20. mai) Verkefni, sem þú hefur látið reka á reiðanum, biöa þess að þú sinnir þeim og leysir vandamál I sambandi við þau. Þú skalt hrinda tæknilegum erfiðleikum úr vegi og i þvi skyni skaltu leita sérfræðilegrar þekkingar, ef með þarf. Tviburamerkið: (21. mai - 20. júni) Þaö er eitthvert vandamál, sem við þér blasir I dag, og velgengni þin I dag er undir þvi komin, hvernig þú bregzt við þeim vanda. Þú skalt ekk- ert hika við að segja hug þinn allan, þvi að fals og fláræði er fráleitt i dag. Krabbinn: (21. júni - 22. júli) Þú skalt hafa augu og eyru opin i dag. Það er svo margt, sem manni finnst sjálfsagðir hlutir, en eru I raun og veru dásamlegir, þegar farið er að skoöa þá nánar. Margt, sem virðist flókiðjeysist snögglega og fyrirhafnarlitið. Ljónið: (23. júli - 23. ágúst) Þú skalt búa þig undir það að njóta aðstoðar og fyrirgreiðslu góðra manna i dag, — og það, sem þú gerir I fullri einlægni, gæti hæglega orðið þér minnisstætt. Þú gætir hæglega hagnast fjár- hagslega á einhverju. Jómfrúin: 23. ágúst - 22. sept.) Þú skalt reyna að komast aö samkomulagi við óvini þina, jafnvel semja frið. Það er hætt við, að ef þú skoðar hug þinn nánar, munir þú komast að raun um, að þetta borgar sig ekki. Bættu það, sem til er. Vogin: (23. sept. - 22. okt.) Þú skalt nota daginn til þess að taka til hjá þér og henda þvi, sem ekki hefur lengur notagildi. Það er ekkert óliklegt að þú fáir góða aðstoð hjá öðrum. Stuttar ferðir gætu heppnast vel og orðið þér til ánægju. Sporðdrekinn: (23. okt. - 21. nóv.) Þú skalt taka að þér hlutverk spyrjandans og á þann hátt reyna að komast að þvi, sem þú þarft að vita. Einnig sakar ekki að láta i ljós sam- starfsvilja, — en mörgu verður að breyta af þvi, sem fyrirhugað var. Bogmaðurinn: (22. nóv. - 21. des.) Það er alls ekkert óliklegt, að lánið leiki við þig i dag. Þú hefur verið með hugmyndir um það, að það ætti að skipta þvi með öðrum, sem áskotnazt hefur. Þú skalt láta verða af þvi. Astamálin eru I algleymingi. Steingeitin: (22. des. - 19. jan.) Það, sem máli skiptir, á að nást fram að ganga. Það skaltu sjá um, að verði. Þú skalt hlusta eftir fréttum og leita upplýsinga. Það getur vel verið, að ýmislegt komist á kreik, sem betur hefði ver- ið ósagt látið. /imi 28818 IAUGLYSINGASTOFA HAFNARSTRÆTI 5 • REYKJAVÍK NO SKÍN sól eftir hret og fár, og við höfum uppgötvaö, að daginn er stórum tekið að lengja á ný. Skammdegið er liðið hjá þessu sinni, þótt enn sé þorri — og ekki nema skammt fram á hann komið. Aburðarframleiðsla En snúum okkur að bréfun- um, sem biða birtingar. Fyrst verður fyrir Guðmundur, sem bæði er stuttorður og gagnorð- ur: ,,Við lifum i heimi, þar sem tugmilljónir svelta. Væri ekki vit i þvi, að íslendingar notuðu eitthvað af orku sinni til þess að auka áburðarframleiðslu sina? Tilbúinn áburður er nú dýr, veröldin hefur þörf fyrir meira af tilbúnum áburði og sala slikr- ar framleiðslu til annarra landa gæti verið i höndum okkar sjálfra. Hvað segja forystu- menn um þetta?” Svarti bletturinn V.St. hefur sent Landfara bréf um hrossin á Skagaströnd, sem hröktust fram af sjávarbökkum og týndust i stórviðrunum á dögunum. Bréf hans fer hér á eftir: „1 dagblaðinu Timanum 22. janúar birtist smáfréttagrein fra Skagaströnd með fyrirsögn- inni: Tiu hesta saknað — þrjú hross hröpuðu fram af bökkum, hestur og folald héldu lifi. Siðan segir: ,,I óveðrinu i byrjun sið- ustu viku hröpuðu þrjú hross niður af sjávarbökkum fyrir neðan Höskuldsstaði I Vindhæl ishreppi. Ein hryssan var dauð, þegar hestarnir fundust i gil- skorningi I sjávarmálinu, en taminn hestur og folald náðust lifandi, og að þvi er virtizt heil á húfi, en svöng og köld. Var tiu hesta saknað i viðbót frá bæjum hér i nágrenninu, og hafa menn leitað þeirra nú i vikunni. Talið er að hestana þrjá frá Höskulds- stöðum hafi hrakið undan veðri fram af bökkunum. Þegar að var komið, stóð folaldið ofan á dauðu hryssunni og þvi ekki á kafi i snjó. Það var dregið upp og hesturinn teymdur upp bakk- ana með stuðningi. Fjögurra hrossa er saknað frá Ytra-Hóli, en þar eru háir klettabakkar við sjó fram. Fimm hestar frá Bakka, sem geymdir voru i girðingu nálægt eyðibýlinu Háa- gerði, finnast ekki, og er trúlegt, að þeir hafi farið fram af háum bökkum, sem þar eru. Þá er einnig saknað folalds frá Felli”. Þetta eru fréttirnar, og mér þykja þær ekki fallegar. Það var sagt hér fyrr á öldinni, að svarti bletturinn á bændastétt- inni væri meðferðin á útigangs- hrossunum. Margt er nú breytt til hins betra, og hann hefur þó ekki verið afmáður. Það er liðin vika, þegar ég skrifa þessi orð, frá þvi umrædd frétt birtist i blaðinu. Ekkert hefur siðan verið minnzt á týndu hrossin. Ekki er það þó lltill skaði að missa ellefu hross, og margur hefur barmað sér við minna tjón, eins og hrossaverð er nú. Ég, er þessar linur skrifa, vil nú skora á eigendur þessara hrossa að senda greinargóðar fréttir um þetta allt sem fyrst. En annars er stjórn Dýravernd- unarfélagsins réttur aðili, og ber henni skylda til þess að rannsaka svona mál, ef það er eitthvaö meira en nafnið tómt. Með þökk fyrir birtinguna”. Blikksmiðjan GRETTIR H.F. Brautarholti 24, Reykjavik. Simar: 10412 skrifstofa, 12406 blikksmiðja, 17529 vatnskassaverkstæði. Höfum á lager eða framleiðum með stutt- um fyrirvara: Til húsbygginga: þak- rennur, rennubönd, niðurföll, kjöljárn, þakglugga, lofttúður, kantjárn, reykrör og einnig rafmagnskúta og miðstöðvarkúta. Til bifreiða: vatns- kassa og miðstöðvar, bensíntanka, hurðar- birði og silsar. Tíminner • peningar | Auglýsítf : íTímamun .••••••••• !•••••••••••• Fy rsti r á i morgnana Kveikjuhlutir í flestar tegundir bíla og vinnuvéla _ frá Evrópu og Japan. Í3LOSSK---------------- Skipholti 35 ■ Simar: 8-13-50 verrlun ■ 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa Permobel Blöndum bílalökk ILOSSI! Skipholti 35 - Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrífstofa Fjórmólastjóri Starf fjármálastjóra hjá Rafveitu Hafnar- fjarðar er laus til umsóknar. Laun samkvæmt 28. launaflokki. Umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skila ekki siðar en 2. febrúar n.k. til rafveitustjóra, sem veitir nánari upplýsingar um starfið. Rafveita Hafnarfjarðar Snjó-hjólbarðar "I sölu í fiestum stærðum góð snjó-mynstur HAGSTÆTT VERÐ Sólum flestar stærðir ÁBYRGÐ Á SÓLNINGU Sendum i póstkröfu SÓlsMHfG? BE Nýbýlaveg 4 • Simi 4-39-88 Kópavogi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.