Tíminn - 31.01.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.01.1975, Blaðsíða 3
Föstudagur 31. janúar 1975. TÍMINN 3 Þessa Tlmamynd tók Róbert t gærkvöldi, þegar þeir Friðrik og Margeir áttust við. FRIÐRIK REYKJAVÍKUR- MEISTARI - MARGEIR KOM- INN í LANDSLIÐSFLOKK SOS-Reykjavik. Friðrik ólafsson stórmeistari tryggði sér Reykja- vtkurmeistaratitilinn i skák 1975. í siðustu umferðinni á miðviku- dagskvöldið, tefldi Friðrik við Margeir Pétursson, sem er aðeins 14 ára, en mjög efnilegur skák- maður. Friðrik náði strax betri stöðu gegn Margeiri og vann siðan örugglega. Margeir kom skemmtilega á óvart I mótinu, og tryggði hann sér rétt til að leika i landsiiðsflokki i fsiandsmótinu, og er það frábær árangur hjá svo ungum skákmanni. Jón Kristjánsson, sem er hálfur alþjóðlegur meistari, var I öðru sæti I mótinu. Jón, sem vann Björn Jóhannesson I siðustu um- ferð, er einn af okkar beztu skák- mönnum. Úrslit i sfðustu umferð skákþings Reykjavikur urðu sem hér segir: Friðrik vann Margeir og Jón Kristjánsson vann Björn Jóhannesson. Leifur Jósteinsson og Jóhann Orn Sigurjónsson gerðu jafntefli, og einnig Bragi Kristjánsson og ómar Jónsson, en skákir Jóns Þorsteinssonar og Björns Þorsteinssonar, og Haralds Haraldssonar og Gylfa Magnússonar fóru i bið. Björn er með unna biðskák gegn Joni. Staðan er nú þessi i Reykja- vikurmótinu, þegar biðskákunum tveim er enn ólokið: Friðrik 91/2 Jón K 8 Margeir 7 Björn Þ. Ómar Jón Þ. Bragi Leifur Gyifi Jóhann ö Haraldur Björn J. 61/2 (biðskák) 61/2 51/2 (biðskák) 5 41/2 4 (biðskák) 31/2 21/2 (biðskák) 11/2 Að lokum má geta þess, að Friðrik tapaði 1 1/2 vinningi i mótinu — hann tapaði fyrir Jóhanni Erni i 5. umferð og gerði jafntefli við Björn Þorsteinsson i 10. umferð. Fjarlægðin gerir fjöllin bló Það rifjast upp, þegar Alþýðublaðið er að býsnast yfir „lúxusflakki” núverandi og fyrrverandi stjórnarþing- manna, þ.e. þingmanna alira flokka nema Alþýðu- flokksins, að sú saga er sögð, að eitt sinn hafi Gylfi Þ. Gislason verið að þvi spurður á Keflavikurflugvelli, hvort hann væri að koma eða fara. Þetta var, þegar Gylfi var menntamálaráðherra. Þessi spurning var ofur eðliieg, þvi að stundum var erfitt að henda reiður á þvi, hvort ráðherrann var að koma til landsins eða halda utan. Hefur það æ siðan loðað við núver- andi formann þingflokks Alþýðuflokksins, að enginn kæmist með tærnar, þar sem hann hefði hælana i þessum efnum. Það væri ekki ónýtt fyrir Aiþýðublaðið, ef Gylfi tæki undir söng þess um „lúxusflakkið” i þingmönn- um. A.'m.k. hefur enginn þing- manna meiri reynslu I ferða- lögum til útlanda en fyrrver- andi menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gisiason. Gæta ber aðhaldssemi Þótt Alþýðubiaðið væri seinheppið aö þessu leyti i gagnrýni sinni, þá skai undir það tekið, að gæta ber fyllstu aðhaldssemi varðandi ferða- lög á vegum hins opinbera. Er þar ekki aðeins átt við þing- menn, heldur einnig opinbera starfsmenn. Svo virðist sem litillar sparsemi hafi gætt, þegar um slík ferðalög er að ræða, og kannski ekki alltaf hirt um þaö að skipuleggja feröir á sem ódýrastan hátt. Þó varð sú breyting á um næstsiðustu áramót, að til- hlutan þáverandi fjármála- ráðh Halldórs E. Sigurðss að Ferðaskrifstofu rikisins var falið að skipuleggja ferðir, sem farnar eru á vegum ráöu- neytanna. Það ætti að tryggja það, að ekki sé bruðlað með almannafé, en þessi ferðalög eru vitaskuld greidd með skattpeningum almennings. Opinber fyrirtæki og stofnanir En það er á ýmsum öðrum sviðum, sem gæta þarf meiri aðhaldssemi. Rikisbáknið hefur þanizt út. Innan þess eru starfandi ýmis sjálfstæð fyrir- tæki, sem reka þjónustustarf- semi. Þessi fyrirtæki biðja ár- lega um hækkanir á töxtum og bera fyrir sig vaxandi dýrtiö. Auðvitað þurfa þessi fyrirtæki á hækkunum að halda, en er nægilega vel fylzt meö rekstri þeirra? Þegar fyrirtæki, sem eru með einkarekstur, draga saman seglin og gæta ýtrasta sparnaðar er harðnar á dain- um, ber ekki á neinum sparnaði hjá þessum opinberu fyrirtækjum. Kröfur eru geröar um nýtt og betra hús- næði og tækjakost af dýrustu gerð og ekkert er sparað i mannahaldi. Það ætti að vera viðtekin regla, að forstöðu- menn þessara fyrirtækja héidu blaöamannafund einu sinni áári oggetiðu aimenningi grein fynr rekstri fyrir- tækjanna. t svipinn man sá, sem þessar linur ritar, aðeins eftir einu rikisfyrirtæki, sem hefur þennan hátt á, en það er Áfengis- og tóbaksverzlun rikisins. -a.þ. Sérstakt línu-og netaveiðisvæði út af Snæfellsnesi Nú, eins og á sfðastliðnu ári, barst sjávarútvegsráðuneytinu beiðni frá stjórn Útvegsmanna- félags Snæfellsness, um að sett yrði sérstakt linu- og netaveiði- svæði út af Snæfellsnesi á kom- andi vetrarvertið. Sjávarútvegsráðuneytið sendi þessa beiðni til umsagnar Fiski- félags Islands, sem kannaði við- horf útgerðar- og skipstjórnar- manna á svæöinu frá Vestmanna- eyjum til Vestfjarða til þessa máls. Þar sem hin ýmsu félagasam- tök mæltu með slíku linu- og neta- svæði, hefur ráðuneytið nú gefið út reglugerð, sem bannar allar veiðar með botnvörpu og flot- vörpu frá útgáfudegi reglugerð- arinnar til 15. april 1975 á svæði út af Snæfellsnesi, er afmarkast af linu milli eftirgreindra punkta. 1. 64 gr 51,5 ’N 24grl3,0’V 2. 64 gr 47,5 ’N 24gr31,0’V 3. 65 gr 10,0 ’N 24 gr 45,5 ’V 4. 65 gr 10,0 ’N 24gr25,0’V Sjávarútvegsráðuneytið, 30. janúar 1975. Allar loðnuþrær á Skipstjórínn hlaut eina milljón í sekt Gsal-Reykjavik. Laust fyrir kl. fjögur I fyrrinótt var kveðinr upp dómur i máli skipstjórans á togaranum Þormóði goða, sem tekinn var að meintum ólöglegum veiðum á miðvikudaginn, nokkru fyrir innan 12 milna mörkin úti fyrir Skarðsfjöruvita. Skipstjóri togarans var dæmdur til að greiða eina milljón króna sekt til Landheigissjóös islands innan fjögurra vikna frá lögbirtingu dómsins, ella sæta varðhaldi I þrjá mánuði. Allur afli og veiðarfæri Þormóös goða voru gerö upptæk, þar með taldir drangstrengir, og rennur andvirði þess i Land- helgissjóðs tslands. Afli og veiöarfæri togarans voru metin á rúmar átta milljónir króna. Aflinn var metinn á tæplega tvær og hálfa milljón króna og veiöar- færi á tæplega 5,8 ínilljónir. Skipstjórinn var og dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. Varöskipið Ægir kom að togaranum siðari hluta dags á miðvikudaginn, og um klukkan 22 um kvöldiö var varðskipið komið með togarann til Vestmannaeyja. Laust fyrir kl. 23 hófust réttar- höld I máli skipstjórans, og þeim lauk eins og áður segir klukkan tæplega fjögur um nóttina. Skipstjóri á Ægi er Gunnar Ólafs- son. Fáskrúðsfirði fullar Öxnadalsheiði ekki rudd fyrr en blotnar Fært um Holtavörðuheiði og til Víkurí gærmorgun, en veðurspá var óhagstæð SJ-Reykjavik. Verið er aö byggja nýtt hraðfrystihús á Fáskrúðs- firði, og standa vonir til að það verði tekið i notkun seint á þessu ári, að sögn Jóns Erlings Guðmundssonar sveitarstjóra. Mikið af loðnu hefur borizt á land að undanförnu, og voru þrær þar að fyllast á miðvikudag. Ekki fylgir mikil atvinna loönunni, en þó lifnar töluvert yfir. Ljósafell SE 70, nýlegur japanskur togari Fáskrúðs- firðinga bilaði 11. desember, og siðan hefur veriö dauft yfir at- vinnulifinu. Þaö vildi til að mikil vinna var i þorpinu á siðasta ári og margur varð feginn að fá gott jólaleyfi. Um tæringu reyndist - vera að ræða I aðalvél skipsins, og viðgerð var ekki lokið fyrr en 22. janúar. Veður hamlaði viðgerðum á togaranum, m.a. voru viðgerðarmenn frá Héðni veðurtepptir á leiðinni til Fá- skrúðsfjarðar. Heildarafli togarans ifyrra var 3140 tonn Að sögn Jóns Erlings var bilunin i togaranum áfall, en hann kvaðst vonast til að tækist að komast fyrir hana. Minna skip, Sturlaugur ÁR 7, var nýlega keypt til Fáskrúðs- fjarðar og hefur verið gert þaðan út frá áramótum, en ótið hefur hamlað aflabrögðum. Félaglif er með blóma á Fá- skrúösfirði. M.a. var sett þar á svið fyrir jólin leikritið vinsæla, Ævintýri á gönguför Þaö var sýnt þrisyar á heimavigstöðvum, en einnig I Neskaupstað, á Seyðis- firöi, Eskifirði, og Egilsstööum, og alls staöar við góða aðsókn. Fáskrúðsfiröingar eru óánægðir með, hve litið er aðhafzt i að ryðja vegi milli Austfjarðanna. 1 gær var okkur sagt, að gott veröur hefði verið i viku, og ekki hefði verið rutt. Vegagerðin teldi ekki ástæðu til að ryðja milli fjarða, nema þegar Fagridalur væri fær. En menn gætu átt erindi til Reyðarfjarðar eða Eskifjarðar, og alla vega væri einangrunin minni. SJ—Reykjavik. Góö færð hefur verið um Suðvesturland og Suð- urlandsundirlendi undanfarið. t gærmorgun var Holtavörðuheiði fær, en fyrir hádegi var kominn skafrenningur og ekki séð, hvort heiðin tepptist, þegar þetta var skrifað. Rutt er á þriðjudögum og föstudögum, svo fært ætti að verða i Skagafjörð I dag, ef veður veröur gott. Hins vegar var veð- urspá óhagstæð og engu að treysta um þessi mái. öxnadals- heiöi er ófær og verður ekki rudd fyrr en eitthvað slotar. A miðvikudag var fært til Vikur I Mýrdal, en þar var einnig kom- inn skafrenningur fyrir hádegi I gær og talin hætta á aö vegurinn lokaðist. Mokað er á þeirri leið einnig á þriðjudögum og föstu- dögum. A miðvikudag var fært stórum bilum alla leið til Hornafjarðar. Breiðamerkursandur lokaðist fyrir rúmri viku, en var siðan ruddur, og hefur veriö fær síðan, enda stillt veður. Þar eru háir snjóruðningar, og þarf litiö út af að bera til aö ófært verði. Fært er frá Höfn út i Lón, én Lónsheiði er ófær. A Fljótsdalshéraði er mikill snjór. A miðvikudag var aðeins fært til Eiða og Reyðarf jarðar og Eskifjarðar, en ekkert skal um það sagt hvernig ástandið er nú. A miövikudag var fært á milli Húsavikur og Raufarhafnar, að sögn Hjörleifs Ólafssonar vega- eftirlitsmanns i Reykjavik I gær, en hann hafði ekki nýrri fréttir af þeim slóðum. Sæmileg færð hefur verið I nágrenni Patreksfjarðar að und- anförnu, bæði til Bildudals og suður yfir Kleifaheiði til Barða- strandar. Frá Isafirði var fært til Bolungavikur og Súðavikur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.