Tíminn - 31.01.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.01.1975, Blaðsíða 7
Föstudagur 31. janúar 1975. TÍMINN 7 Rækjustríðið við Húnaflóa: BLÖNDUÓSING- AR MÓTMÆLA JH-Reykjavik. — Hreppsnefnd Blönduóss hefur sent sjávarút- vegsráðuneytinu ályktun, þar sem þvi er mótmælt, að Blöndu- ósbátum sé meinað að landa rækjuafla iheimahöfn, og vefengt að það sjónarmið að vernda rækjustofninn gegn óhóflegri veiði hafi ráðið gerðum þess. Þá segir I ályktun hrepps- nefndarinnar, að árstiðabundið atvinnuleysi sé á Blönduósi, þótt næg vinna sé á sumrum. Mótmælt er þvi, að allur hagnaður sé skatt- lagður til rikissjóðs i stað að sveitarsjóðir fái þar hlutdeild. Loks kveðst hreppsnefndin reiðu- búin að beita áhrifuni sinum i þá átt, að samkomulag verði gert um rækjuveiðar i Húnaflóa. Þá hafa stjórn og fulltrúaráð Verkalýðsfélags Austur-Hún- vetninga á Blönduósi sent sjávar- útvegsráðherra, Matthiasi Bjarnasyni, svolátandi bréf, undirritað af Pétri Péturssyni: „Fundur stjórnar og fulltrúa- ráðs Verkalýðsfélags Austur- Húnv. Blönduósi, þ. 18. jan. s.l., átelur mjög þá ráðstöfun yðar að svipta rækjuveiðibáta Blöndu- ósinga veiðileyfum á þeim for- sendum, að ekki megi vinna rækj- una á heimastað bátanna, þ.e. Blönduósi. Vill félagið þvi fá hik- laus svör við eftirfarandi: 1. Hvers vegna voru leyfin veitt? a. Til að minnka álag á veiði- svæðin? b. Til að tryggja atvinnu á öðr- um vinnslustöðum v/Húna- flóa? c. Til að lengja úthaldstimann (hjá öðrum)? d. Til að tryggja eigendum bát- anna tekjur af þeim? e. Til að tryggja öðrum vinnslu- stöðvum hráefni? Já, til hvers voru leyfin veitt? 2. Þvi mega Blönduósingar ekki nýta til fulls og i eigin þágu framleiðslutæki sin, og alls ekki vinna rækju, ef hún er veidd i Húnaflóa (allt i lagi ef rækjan er veidd annars stað- ar)? 3. Telur hæstv. ráðherra, að at- vinnuháttum Blönduósinga sé þann veg komið, að ekki sé þörf á viðbótaratvinnu? 4. Telur hæstv. ráðherra, að iðn- fyrirtæki staðarins hafi verið það studd af rikisvaldinu, að ekki sé frekari þörf fyrir hendi? 5. Telur hæstv. ráðherra væntan- lega framvindu I atvinnumál- um það góða, að ekki sé ástæða til aðgerða fyrir Blönduósinga? Að þessum atriðum athuguðum verður ekki séð, að nein rök styðji mál yðar, og lýsir V.A.H. þvi yfir algerri andstöðu við framkomna leyfissviptingu og krefst þess, að banninu verði aflétt nú þegar og bátunum heimiluð löndun og vinnsla rækjunnar á Blönduósi.” Lionsmenn á Sauðárkróki safna fé til kaupa ásnjóbíl Fyrir forgöngu Lionsklúbbs Sauðárkróks fer nú fram fjár- söfnun i Skagafirði til kaupa á snjóbil. Hefur verið skipuð nefnd til framgangs málinu og eiga i henni sæti fulltrúar Lionsklúbbs- ins, Rauðakrossins, Suðárkróks- bæjar og Skagafjarðarsýslu. Búið er að panta bilinn og kemur hann væntanlega til landsins um 10 febrúar nk. Er búist við að hann kosti um 1.8 millj. kr. Verulegt fé vantar enn til að hægt verði að leysa bflinn út og væntir fram- kvæmdanefndin þess að sveitar- stjórnir, félög, stofnanir og ein- staklingar leggi þessu máli lið og tryggi að þetta þarfa tæki komi til nota i héraðinu, en atburðir und- anfarinna vikna hafa sýnt það ljóslega að þvi er mikil nauðsyn. Búnaðarbankinn á Sauðárkróki og Hofsósi taka á móti fjár- framlögum i þessu skyni. Réttaröryggi í stjórnsýslu — rætt d fundi Lögfræðingafélagsins LOGFRÆÐINGAFSEL. Islands heldur almennan félagsfund mið- vikudaginn 5. febrúar n.k. og hefst fundurinn kl. 20:30 á 1. hæð i Lögbergi. A fundinum verður rætt um efnið „Réttaröryggi i stjórn- sýslu” og verða frummælendur þeir Þór Vilhjálmsson, prófessor og ólafur Jónsson, lögfræðingur, formaður barnarverndarráðs. Loðnan: 30 skip með 5600 lestir Gsal-Rvik — Frá miðnætti i fyrrakvöld til siðari hluta dags i gær tilkynntu 30 skip um loðnu- veiði, alls 5600 tonn. Langflest þessara skipa lönduðu afla sinum á Djúpavogi og Höfn Hornafirði./ Athugasemd TtMANUM barst i gær „athuga- semd við fréttatilkynningu flug- slysanefndar” undirrituð af Húni Snædal, Haraldi Asgeirssyni og Sigurði Aðalsteinssvni. Athugasemd þeirra er svohljóðandi: „Fréttatilkynning rannsóknar- nefndar flugslysa hefur vakið undrun margra. Furðulegt er hvað nefndin gefur i skyn, áður en rannsókn er lokið. Okkur undir- rituðum finnst full ástæða til að vekja athygli á eftirfarandi. 1. 1 bókinni The Aircraft of the World, Macdonald, London 1965, sem hefur allar sinar upplýsingar beint frá flugvélaframleiðendum, segir m.a. um Sikorsky S-55: Hún varjyrsta þyrlan, sem flugmála- stjórn Bandarikjanna leyfði reglubundið áætlunarflug, og þá með allt að sjö farþega, auk tveggja flugmanna. Hjá banda- riska flughernum mátti hún flytja 10 vigbúna hermenn. Um þunga- takmarkanir segir svo i bókinni: Tómaþungi 2375 kg. Mesti flug- taksþungi 3550 kg. Mismunurinn, 1175 kg, er burðarþol þyrlunnar. Samkvæmt þessu ætti þyrla Þyrluflugs ekki að hafa verið of- hlaðin, þótt hún hafi verið meö rúmlega 500 kg. af eldsneyti. 2. Hvernig getur þyngdar- punktur farið aftur fynr leyfileg mörk, þegar aðeins fimm farþegar eru i tiu manna klefa? 3. Staðreynd er, að þyrlur láta betur að stjórn i ókyrru lofti heldur en venjulegar flugvélar, og virðist okkur þvi úr lausu lofti gripið, að þyrlunni hafi stafað nokkuð hætta af órólegu veðri.” BÆKUR „Frimærkearbogen, ’74-’75” Eftir Ib Eichner-Larsen, fri- merkjaritstjóra Berlingske Tid- ende. 176 bls. Dkr. 23. Vintens forlag, Köbenhavn, 1974. Um mánaðamótin nóv.-des. kom út 8. útgáfa af Frimerkja- árbókinni eftir Islandsvininn Ib Eichner-Larsen. 1 ár stækkar hún enn i 176 sfður og er prentun sizt verri, en undanfarið. Þessi bók þjónar þvi hlutverki fyrst og fremst, að vera annála- ritun ársins i þeim málum er merkust hafa komið fram varð- andi frlmerkjafræði. Þó má eiginlega segja að hún geri meira, hún gægist aðeins fram i framtiðina og getur til um ó- orðna hluti. Aldrei hefi ég kynnzt manni með jafnsterkan hæfileika á að segja fyrir verð- launaveitingar á stórum fri- merkjasýningum og Ib. Þar hefur á 10 árum aðeins skeikað tvisvar um hverjir hlytu helztu verðlaun viðkomandi sýningar og þær eru margar. Þessi hæfi- leiki hans stafar fyrst og fremst af langri reynslu og afburða smekkvisi, sem nær alltaf er af sama „kaliber” og dómnefndin hefur. Annars er það W.B. Möller póstmeistari, sem gægist inn i framtlðina i grein sinni „Fra förf ilateli til edb-fankering”. Blaðamaðurinn Eichner- Larsen er svo sannarlega i ess- inu sinu I yfirlitinu, sem hann gefur yfir sögu þess að færeysku frlmerkin urðu loksins til, og þá ekki siður I greininni „Fri- mærker og krimi.” I bókinni eru 33 karlar, og þar meðal „fastir liðir eins og venjulega” Frimerki ársins. Kannski ætti nú að fara að skipta þeim i frimerkjalönd og hafa hvert út af fyrir sig: Dan- mörk, Grænland, Færeyjar. Án þess að kasta nokkrum skugga á þær bækur, er þegar eru út komnar, verður að segja um þessa 8. útgáfu, að hún er tvimælalaust bezt. „FACIT 1974-1975” Fri- merkjaverðlisti yfir Norður- lönd. Utgefandi Frimarkshuset, Stockholm, 1974. Umboðsmenn, Frimerkjamiðstöðin, Skóla- vörðustig 21 A, Revkjavik. Það eru alltaf nokkur tiðindi á Norðurlöndum, er Facit-verð- listinn kemur út. Þetta er sá listi, sem nákvæmast skráir efni þessara landa hverju sinni, að undanskildum einstökum listum hvers lands. Kaflinn um Island i ár skiptist i: konungsrlkið, lýð- veldið, þjónustu, póstbréfsefni, og stimpla. Eru þar teknir kórónustimplar, númerastimpl- ar og herstimplar. Listinn er eins og venjulega I vandaðri út- gáfu, en verðlagning er eilitið handahófskennd. Tökum sem dæmi hið lága verð Alþingis- hússins 25,00 og hið geypiháa verð sumra númerastimpla. Þá vantar enn eins og t.d. Háls i kórónustimpla typa II. Ekki má heldur gleyma að geta kaflans um burðargjöld i íslandsdeildinni. Bókin er hin vandaðasta. SigurðurH. Þorsteinsson. NÝ ÞJÓNUSTA Um leið og við tökum upp nýjar rafljósasendingar viljum við koma til móts við viðskipta- vini okkar og bjóðum því nýja þjónustu. Við útvegum fagmann sem sam- dægurs sér um upp- setninguna - gegn vægu gjaldi. Þetta á við um allt Stór- Reykjavíkursvæðið Fari rafljósakaupin yfir dkveðna upphæð veitum við afslótt sem nemur uppsetningar- gjaldinu, þ.e. þér fóið rafljósin sett upp endurgjaldslaust Opið til kl. 7 á föstudögum — Lokað á laugardögum Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt 28-600 Byggingavörukjördeild 28-602 Raftækjadeild 28-601 Húsgagnadeild 28-603 Teppadeild

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.