Tíminn - 31.01.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 31.01.1975, Blaðsíða 14
14 TíMINN Föstudagur 31. janúar 1975. „O, — það var ekkert. Þykir þér það fallegt?" sagði Gústaf. ,,Fallegt — hvort það er! Það er svo Ijómandi, Ijóm- andi fallegt. Ég fæ svei mér fínan sunnudagskjól úr því". Jóhann var forvitinn og uppveðraður eins og barn og skoðaði nú einnig það, sem honum var gefið. I' Ijós kom stór marglit askja. Orðvana af undrun opnaði hann hana. ,,Súkkulaði!" hrópuðu þau öll þrjú samtimis. ,,Ja-há, það er súkkulaði", endurtók Jóhann og velti öskjunni milli handanna. ,,Þetta er ein af fallegu öskjunum, sem þeir fengu í búðinni i haust", sagði Katrín. ,,Já. Norðkvist tók fimm svona öskjur heim til sín, en enginn hefur viljað kaupa svona dýrt sælgæti, nema Svanström kapteinn keypti eina handa kærustunni sinni um jólin. En þaðer líka sú eina, sem selzt hefur — og svo þessi hérna auðvitað", sagði Jóhann hátíðlega, og það var aftur komið dálítið af gömlu öryggi í röddina. Gústaf ók sér borginmannalega, en Eiríkur var orðinn ókyrr. „Og, hanr, pabbi hesthúsar þetta víst áreiðanlega á einum deai." „Skrattinn hafi það, — nei-nei. Þetta endist mér í heilan mánuð að minnsta kosti", sagði Jóhann barnalega glaður. Til þess að gera þenna dag ennþá eftirminnilegri fór Katrín nú að hnoða deig og baka. Þeir fengu sína f latkök- una hver og rúsínur og smjör ofan á. Þeim fannst öllum eins og jólin sjálf væru komin, þegar þau höfðu drukkið kvöldkaffið. Og skapið var létt og tært eins og sumar- dagur eftir þrumuveður. Dagnokkurn biðu Katrínar óvænt tíðindi. Hún hafði verið i vinnu niðri í þorpinu, og kom heim að áliðnum degi. Jóhann sat á dyraþrepinu og reri f ram í gráðið. „Sittu ekki þarna úti í kuldanum, Jóhann, Komdu inn", sagði hún. „Strákarnir ráku mig út", svaraði hann. „Ráku þig út?" hrópaði Katrín, dauðhrædd um, að nú hefðu einhver ósköpin gengið á. „Hvað ertu að segja". En, Jóhann sefaði hana. „Þeir voru ekki vondir við mig, en þeir ætluðu að gera eitthvað sem ég mátti ekki sjá." ,, Ég vona að þeir séu ekki að gera nein skammarstrik", sagði Katrin og ætlaði að ryðjast inn. En í sömu andrá opnaði Gústaf dyrnar og stjakaði henni aftur á bak út á stéttina. „Hvað eruð þið að gera? Hvers vegna lokið þið föður ykkar úti?" spurði hún. „Þú sérð það bráðum. Bíddu nú hérna og vertu ekkert að forvitnast um okkur. Katrin varð að gera svo vel að sitja á f reðinni stéttinni við hliðina á manni sínum, þangað til drengjunum þóknaðist að hleypa þeim inn. Hún heyrði hamarshögg og mikinn f yrirgang inni f yrir meðan hún beið og gat sízt látið sér detta í hug upp á hverju þeir hefðu f undið. Loks voru dyrnar opnaðar upp á gátt, og Katrín og Jó- hann fengu náðarsamlegast að koma inn. Það lagði reykjarstybbu og múrlykt fram í ganginn. Katrín svipaðist um, næsta tortryggin því að hún bjóst ekki við að skelmislegt augnaráð sona sinna boðaði neitt gott. Eitthvað hafa þeir gert af sér, hugsaði hún. Loks varð henni litið til hlóðanna, og nú spennti hún greipar í hljóðri undrun. „Elsku drengirnir mínir!" hrópaði hún. Þeir hlógu báðir. „Höfum við unnið okkur eitthvað til óhelgis, eða hvað?" „Guð komi til! Hér er komin fínni eldavél heldur en hjá Larsson", sagði Jóhann. „Þetta var það, verð ég að segja, sem ég hef lengst og heitast óskað mér. En hvar í ósköpunum fenguð þið hana?" „Við smíðuðum hans sjálfir", sagði Gústaf hlæjandi. En Eiríkur sagði eins og var: „Við keyptum hana af Svensson. Hann fékk nýja stærri sjálfur". „Og þið duglegir að geta komið henni f yrir eins og hún á að vera!" „Það var enginn vandi. Við hlóðum bara fáeinum múrsteinum, og það var allt og sumt. — Nú getum við fleygt gamla þrífætinum út". „Nei, f leygið honum ekki. Ég nota hann, þegar ég hita vatn til þvotta úti við". „Kveiktu upp, Katrín, og hitaðu á henni kaffi", sagði Jóhann uppveðraður. Og raunar var Katrín ekki siður hrifin en hann. „Það geri ég undir eins", sagði hún hlæjandi. „Ég veit ekki, hvað ég á að gera f yrir ykkur í sfaðinn", bætti hún viöogbeindi nú máli sinu til drengjanna. „Bakaðu handa okkur lummur", sagði Eiríkur. ,, Já — og láttu okkur f á svolítið af hindberjasultu með þeim", bætti Gústaf við. III liiiiíi Föstudagur 31. janúar 7.00 Morgunútvarp Veöurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbænkl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Bryndis Viglundsdóttir heldur áfram lestri þýöingar sinnar á sögunni „1 Heiömörk” eftir Robert Lawson (10). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir 9.45. Létt lög milli liöa. Spjallaö viö bændur kl. 10.05. „Hin gömlu kynni” kl. 10Ú25: Sverrir Kjartansson sér um þátt með frásögum og tónlist frá liönum árum. Morguntónleikar kl. 11.00: Chamber Harmony hljóm- sveitin tékkneska leikur Serenötu fyrir blásarasveit, knéfiðlu og bassafiðlu op. 41 eftir Dvorák / Arthur Grumiaux og Lamoureux hljómsveitin I Paris leika Fiölukonsert nr. 4 i d-moll efti Paganini. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna. Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Himin og jörö” eftir Carlo Coccioli Séra Jón Bjarman les þýð- ing slná (3) 15.00 Miðdegistónieikar 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir) 16.25 Popphorniö 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Strákarnir, sem struku” eftir Böðvar frá Hnifsdal. Valdimar Lárusson les (3) 17.30 Tónleikar Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Þingsjá Umsjón: Kári Jónasson 20.00 Sónata nr. 3 i A-dúr fyrir knéfiðlu og pianó op. 69 eftir Beethoven Mstislav Rostroprovitsj og Svjatos- lav Rikhter leika. 20.25 islensk fræði á krossgötum Einar Pálsson skólastjóri flytur erindi. 21.10 Dansar eftir Rimský- Korsakoff, de Falla o.fi. Rawicz og Landauer leika fjórhent á pianó. 21.30 Ú t v a r p s s a g a n : „Blandað í svartan dauðann” eftir Steinar Sigurjónsson Karl Guðmundssonleikari les (6) 22.00 Fréttir 22.15 Veöurfregnir Lestur Passiusálma (5) 22.25 Húsnæðis- og byggingar- mál ölafur Jensson sér um þáttinn 22.45 Afangar Tónlistarþáttur I umsjá Asmundar Jóns- sonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur 31. janúar 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.35 Lifandi veröld Fræðslu- myndaflokkur frá BBC um samhengið I riki náttúrunn- ar. 2. þáttur. Lífið á gresj- unni.Þýðandi og þulur Ösk- ar Ingimarsson. 21.05 Kastljós Fréttaskýringa- þáttur. Umsjónarmaður Eiður Guðnasón. 21.55 Villidýrin Breskur saka- málamyndaflokkur. 5. þátt- ' ur. Listaverkarán Þýöandi Kristmann Eiðsson. 22.45 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.