Tíminn - 31.01.1975, Blaðsíða 8
8
Föstudagur 31. janúar 1975.
Nýárskveðja
til vinar míns
Upp er að renna árið nýja,
oft eru kröggur i vetrarferðum.
Sjötiu ár á sumra herðum,
sviti á enni, þó að hlýja
máske sé að mestu leyti
i minningunni frá horfnum dögum.
En margt er i lifsins lygasögum
litils virði — bara glýja.
Sizt skyldi gráta gamlar syndir
og gengin spor, þau koma ei aftur,
en samur er lifsins sóknarkraftur,
svo það er ekki neitt að láta.
Vinur minn góði i Hrafnahrófi,
hver veit nema þú finnir siðar
vindatjörn og borðabáta,
blikandi sund og eyjar friðar?
Hver veit nema hnellin hnáta
hitti þig og varir bjóði
i öllu þessa englastóði
alheimsins á vetrarbrautum?
Eitt er vist, án kærleiks konu
kynni ég ekki sælu að njóta.
Hjálpi þér guð til höfða og fóta,
hirtu svo ljóðið — en þvi skal
brenna.
Holt
FAGURT VEÐUR
Á NORÐURLANDI
— fyrri hluta þessarar viku
JH—Reykjavík. — Fyrri hluta
þessarar viku hefur verið mikið
blíðviðri á Norðurlandi, og hefur
sums staðar ekki bærst hár á
höfði manns.
Að sjálfsögðu eru fannalög
mikil, geysilegar snjödyngjur i
fjöllum og allt á kafi, þar sem
ekki reif af i norðangarðinum á
dögunum. Þessu fylgir, að jarö-
Iaust er viðast hvar. Kemur það
sér illa i þeim sveitum, þar sem
menn eiga margt hrossa. En sú er
bót f máli, aö þorri manna er nú
farinn að gera betur við útgöngu-
hross en áður, þótt þar sé óneitan-
lega enn misbrestur á hjá sum-
um.
Mjög fagurt er um að litast I
sveitum, þegar sólfar er, sindr-
andi fönn hvert sem litið.er, nema
svört klettabeiti I brúnum, þar
sem svo hagar til. Eins og nærri
má geta er skiðafæri með miklum
ágætum, og ófáir, sem nota sér
það, enda beztu skíðamenn lands-
ins I sumum byggðarlögunum
nyrðra — einkum I byggðarlögun-
um á milli Eyjafjarðar og Skaga-
fjarðar.
Fyrstu sex lotunum
lokið í bridge
Sex lotur voru spilaðar um sl.
helgi, I forkeppni fyrir landsliðs-
val I bridge. Spilað var i tveim
flokkum, opna flokknum og ung-
lingaflokki. Mótið fór fram I fé-
lagsheimili Hreyfils.
Staöa efstu paranna i opna
flokknum er sem hér segir:
1. Asmundur Pálsson
— HjaltiEliasson 105 stig
2. Hallur Simonarson
— Þórir Sigurðsson 84 stig
3. Jakob R. Möller
— Jón Baldursson 76 stig
4. Höröur Arnþórsson
— Þórarinn Sigþórsson 70 stig
Staöa efstu paranna i
unglingaflokknum:
1. Guðmundur G. Sveinsson
— Þórir Sigursteinsson 95 stig
2. Helgi Jóhannsson
— Logi Þormóðsson 90 stig
3. Jón Alfreðsson
— ValurSigurðsson 84 stig
4. Skafti Jónsson
— SkúliEinarsson. 74 stig
Mótinu verður haldið áfram um
næstu helgi i félagsheimili
Hreyfils og hefst kl. 13:00 á
laugardag. Keppnisstjóri er
Agnar Jörgenson.
Hvernig á að stjórna fyrirtæki?
Samstarf Stjórnunarfélags
Islands og Stjórnunarfræðslu iðn-
aðarráðuneytisins hófst sl. haust,
en I vetur verða haldin 25 sameig-
inleg námskeið á vegum þessara
aðila.
Markmið námskeiðanna er að
veita þeim, sem fást við stjórn-
unarstörf og fyrirtækjarekstur,
haldgóða þekkingu, sem komi að
Tímitin er
peningar
beinum notum i starfi þeirra og
auðveldi ákvörðunartöku á hinum
ýmsu sviðum fyrirtækjarekstrar.
Hvert námskeið fjallar um á-
kveðinn þátt stjórnunar, en þátt-
takaendur geta tengt saman
námskeiðin á ákveðnum sviðum.
Sextán námskeið verða haldin á
timabilinu janúar/april. Nám-
skeiðin eru haldin seinni hluta
dags, nema laugardaga fyrir há-
degi. Hin námskeiðin verða svo
haldin i april og marz. Allar
nánari upplýsingar er að fá á
skrifstofu Stjórnunarfélagsins.
'fíMINN
JÓHANN EYFELLS SÝNIR í
MONTGOMERY I ALABAMA
FB-Reykjavík. Frá 7. janúar síðast liðnum og fram til mánaðamótanna
janúar-febrúar hefur staðið yfir i Montgomery Museum of Fine Arts í Mont-
gomery í Alabama i Bandaríkjunum listsýning, Marathon Art, eftir þrjá
listamenn. Einn þeirra er Islendingurinn Jóhann Eyfells, serrt undanfarin ár
hefur dvalizt i Bandaríkjunum. Jóhann er myndhöggvari, en með honum sýna
í þetta sinn Walter Gaudnek, sem er listmálari og Steve Lotz, sem er
teiknari.
Maraþon-list er list, sem sköpuð er í áhlaupum, og í samvinnu þeirra, sem
taka þátt i sköpuninni hverju sinni. Þremenningarnir sem áður voru nefndir,
sýndu í fyrsta sinn Maraþon-list sína i Jacksonville Art Museum í Florída í
janúar 1971. Síðan hafa þeir tekið þátt í tíu slíkum sýningum, þar á meðal á
ólympíu-leikunum í Munchen í Þýzkalandi. Þar til fyrir skömmu lögðu aðeins
þessir þrír eitthvað af mörkum á Maraþon-sýningum sínum, en nú eru þeir
farnir að leita til áhorfendanna um framlag til listsköpunarinnar, að því er
segir í sýningarskrá sýningarinnar í Montgomery, sem Tímanum hefur
borizt. Hér með fylgja tvær myndir frá sýningunni. önnur myndin sýnir verk
Jóhanns á þessari sýnjngu, en hin er af einu verkanna, sem gert er úr
gúmmislöngum, eins og sjá má.
Steinmyndirnar fremst á mýndinni kallast í skránni Hydroston. Aftast og
fyrir miðri þeirri mynd er svo Cactus with Roots, eða kaktus með rótum, en
gúmmislönguverkið er nefnt Ensemble.