Tíminn - 31.01.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.01.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 31. janúar 1975. Engar druslur utan Keisarinn i Persiu sparar ekki fé, þegar hans háæruverðuga persöna er annars vegar. Ný- lega eyddi hann stórfé til að punta upp á vaxmynd af sjálf- um sér i safni Madame Tussaud i London. Myndin hefur i áraraðir staðið ásamt öðrum þjóðhöfðingja- styttum, og þegar keisarinn kom að skoða sjálfan sig i safn- inu veitti hann þvi athygli, að um keisarann myndin af honum var orðin ryk- fallin og búningur hennar ekki i sem beztu ásigkomulagi. Hann lét þegar i stað taka mál af sjálfum sér, og ffnustu skradd- arar i Bretaveldi voru kallaðir til, að sauma nýjan búning a vaxfigúruna, og sjálfur lagði keisarinn til þær orður, sem við á að bera, og eru þær úr skira gulli, skreyttar demöntum og öðrum eðalsteinum. Pólverji leikur á ,,gajdy' Hann heitir Jozef Broda Pól- verjinn með þetta einkennilega hljóðfæri. A hverju ári er hald- inn þjóðlegur markaður með gömlum hefðum og siðum i Cieszynhéraði i Póllandi. Þar eru sýndir gamlir dansar og mikið sungið af þjóðlögum og leikið á hljóðfæri. Þetta hljóð- færi, sem nefnist á pólsku „gajdy”, vekur alltaf mikla athygli. Búningurinn, sem Jozef Broda klæðist á myndinni er margra alda gamall að allri gerð, og skyrturnar eru alltaf saumaðar með sömu gömlu mynztrunum. Mikið er um ferðamenn, sem koma gagngert til þess að sjá þessa markaði, og einnig til að kaupa heimagerða smiöi ýmiss konar og handa- vinnu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.