Tíminn - 31.01.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 31.01.1975, Blaðsíða 13
Föstudagur 31. janúar 1975. TÍMINN 13 SKORTIR TILFINNANLEGA MEIRA KENNSLUHÚSNÆÐI — segir Egill Olgeirsson, bæjarfulltrúi á Húsavík Ráðuneytis- ringulreið — og byggðastefna í reynd Egill Olgeirsson er 25 ára garnall bæjarfulltrúi á Húsa- vik. Hann er rafmagnstækni- fræðingur fæddur og uppal- inn þar. Það er alltaf fagnað- arefni þegar svo ungum mönnum eru faiin trúnaðar- störf i stjórnmálum. SUF siðan átti orðastað við Egil um viðhorf hans og fram- kvæmdir i nóvember á sfð- asta ári. — Hver eru helztu við- fangsefni þin i bæjarstjórn? — Það er alltaf erfitt að taka við fjárhagsáætlun, sem útbúin hefur verið af annarri bæjarstjórn og litlu hægt að breyta, svo að fram- kvæmdir þetta árið geta ekki orðið eins og ég hefði helzt viljað. Ég álit, að i tið fyrr- verandi bæjarstjórnar hafi alltof mörg verkefni verið i takinu i einu. Það á að taka færri verk fyrir i einu og full- vinna þau, þannig að þau komist fyrr i gagnið. Helztu mál min i kosningabarátt- unni voru e.t.v. æskulýðs-, iþrótta- og skólamál. Húsa- vik býður mikla aðstöðu til iþróttaiðkana. Við höfum góðar skíðabrekkur rétt við gagnfræðaskólann, þar sem eru skiðalyftur og oft eru þar allt að 200 unglingar á skið- um. Ég legg mikla áherzlu á það, að nú verði unnið að þvi að fullgera iþróttavöllinn og skiðalyftu. Siðan þarf að hefja önnur verkefni eins og byggingu iþróttahúss sem hefði löglega stærð keppnis- vallar. Aðkomumönnum hér finnst oft að skólamál á Húsavik hljóti að vera i góðu lagi, þvi að hér erum við með nýjan gagnfræðaskóla. Það er hins vegar misskilningur. Það sem byggt hefur verið er aðeins fyrsti áfangi af þrem- ur. Nemendum hefur mikið fjölgað, kennslufyrirkomu- lag er breytt og við erum eini bærinn á Norðurlandi fyrir utan Akureyri, sem er með framhaldsdeild þ.e.a.s. fimmta bekk. Mið hliðsjón af grunnskólalögunum þá tel ég sýnilegt að 1976 verðum við lentir i vandræðum með unga fólkið, þvi þá þarf það að leita burtu til frekari menntunar ef ekki verður lokið við II. og III. áfanga, sem átti reyndar að vera lok- ið 1974. Þetta mál er svo brýnt, að ef ekkert verður að gert þá verðum við að skera niður fimmta bekk strax næsta vetur og siðan hætta fjórða bekk 1976 og tvisetja gagnfræðaskólann aftur. Ég legg mikla áherzlu á að haldið verði i horfinu a.m.k. en ekki gengið skref aftur á bak i skólamálum hér. Ég tel, að hér ætti að koma fjölbrautarskóli, sem gæfi kost á framhaldsnámi. Reyndar hefur verið unnið að þvi að fá fjárveitingu til II. hluta og ég ætla ,að vona að fjárveitingarvaldiö taki tillit til þess. Þetta atriöi tel ég brýnast i skólamálum Húsavikur eins og málum er nú háttað. — Nú ert þú áreiðanlega með yngstu bæjarfulltrúum á landinu. Hvernig fellur þér starfið? — Það væri hægt að segja fyrir mig persónulega, að mér fellur það i einu orði Framhald á 19. siðu Fyrir rúmlega einu ári var þess farið á leit viö sjávarút- vegsráðuneytiö, aö leyfi yröi gefiö til leigu frystiskips, sem notaö yröi á loönuver- tiöinni, sem þá fór i hönd. Var þetta i alla staöi mjög eölileg máialeitan, þar sem útlit var fyrir gott verö á frystri loönu og meiningin þvi sú, aö frysta sem allra mest, en allar Ilkur á þvi, aö afkastageta frystihúsanna yröi ekki nægileg. Leitað var umsagnar nokkurra hagsmunaaðilja, — ekki þó sjómanna ef rétt er munaö —, þ.á.m. frystihúsa- eiganda og sölusamtaka þeirra. Ekki komu opinber- lega fram mótmæli þessara aðilja, en það lá i loftinu, aö þeir hafi ekki verið býsna hrifnir af hugmyndinni og látið ráðuneytið um þaö vita. Niðurstaða málsins varð hins vegar sú, að ekki var unnt að veita þetta leyfi vegna laga frá 1922, sem bönnuðu fiskverkun um borð i erlendum skipum i islenzkri lögsögu. Vafalitið hafa það verið lögfróðir embættis- menn ráðuneytisins, sem komust að þessari niður- stöðu, undir handleiöslu þá- verandi sjávarútvegsráö- herra, Lúðviks Jósepssonar. Nú hefur hins vegar sjávar ihaldsráðherrann Matthias Bjarnason, komizt að þeirri niðurstööu, væntan- lega með tilstilli hinna sömu lögspöku ráðuneytismanna, að leyfa beri norsku bræðslu- skipi vinnslu loðnu innan fiskveiðilögsögunnar á yfir- standandi loönuvertiö. Eöa voru það ef til vill flokks- bræðurhans tveir, sem fórna vilja sér fyrir dreifbýlið með þvi að lána þeim við Húna- flóann svo sem eina rækju- vinnslustöð, sem veittu hinar júridisku leiðbeiningar að þessu sinni? Hvað um þaö, — nú virðist ekkert þvi til fyrirstöðu, að erlent skip fái vinnsluheim- ild og þarf ekki einu sinni lagabreytingu til, þó að hlið- stæöri leyfisbeiðni hafi veriö hafnað fyrir einu ári á þeirri Framhald á 19. siðu Loddaraskapur íhalds Loddaraskapur ihaldsins. Ef staldrað er við nú eftir siðustu ára- mót og litið til baka, hugurinn látinn reika yfir siðastliðið ár getur ekki hjá þvi farið að jafnvel alþýðumaðurinn, sem hefur mjög slævða athyglisgáfu vegna of langs vinnudags, komist að þeirri niðurstöðu að árið hafi verið við- burðarrikt á ýmsum sviðum. óhætt er að fullyrða að stórviðburðir i stjórn- málaheiminum hafi þó sett hvað mest- an svip á þetta ár. Fall stjórnar Ólafs Jóhannessonar olli okkur framsóknarmönnum og öðrum félagshyggjumönnum ómældum von- brigðum. Ef atburðirnir fyrir og i kring- um þingrofið eru skoðaðir betur kemur margt fram sem þarfnast meiri athug- unar. Það verður t.d. ekki með sanni sagt, að þeir verkalýðsforingjar, sem stóðu fremstir i flokki við að koma vinstri stjórninni á kné hafi þá i reynd látið hagsmuni launþeganna ráða gerðum sinum. Jafnvel þó maður vilji ganga sig upp að hnjám i þvi að vera sanngjarn, og skilja erfiða aðstöðu fyrrverandi for- seta A.S.Í. til að styðja frumvarp Ólafs Jóhannessonar, sem hann kallaði „Viðnám gegn verðbólgu”, þá stendur það sem óhagganleg staðreynd að fall vinstri stjórnarinnar þýddi i reynd verri aðstöðu og minni möguleika launþega- samtakanna til að hafa áhrif á gang þjóðmála og um leið mun verri lifsaf- komu launþega. Það er nú einu sinni svo, að gaman er að halda um stjórnartaumana á skút- unni þegar vel gengur, en það er i hæsta máta litilmannlegt og óábyggilegt að stökkva strax fyrir borð þegar á móti blæs. Við framsóknarmenn undir traustvekjandi og röggsamri forustu þ.v. forsætisráðherra ólafs Jóhannes- sonar, ákváðum að sjálfsögðu að tak- ast á við efnahagsvanda sem orðinn var nokkur. Annar samstarfsflokkur ásamt Magnúsi Torfa Ólafssyni ákvað að gera það sama og ber að meta það. En þrátt fyrir margendurteknar tilraunir tókst ekki að fá stjórnarandstöðuna til að taka ábyrga afstöðu til þessara mála. Þjóðin stóð nú augliti til auglitis við það, að fullkomlega óábyrgir pólitiskir ævintýramenn steyptu þjóðinni út i mikla efnahagserfiðleika, sem annars hefði verið hægt að milda og draga úr að miklum mun hefði ábyrgðartilfinning ráðið gerðum stjórnarandstöðunnar. Afleiðingar alls þessa hlutu þvi að verða þingrof og nýjar kosningar. Þrátt fyrir þær staðreyndir, að við tilkomu vinstri stjórnarinnar undir forystu Framsóknarflokksins tók lifið i landinu fjörkipp, kjör launafólks stórbötnuðu, þjóðarbúskapurinn stóð með meiri blóma en nokkru sinni fyrr og almenn velmegun i landinu var miklu meiri en áður. 1 þeim byggðarlögum, þar sem áður hafði rikt atvinnuleysi og kyrking- ur, rikti nú bjartsýni og framfarasókn. Með allar þessar staðreyndir i huga má með sanni segja, að hlýir vindar hafi blásið um land og þjóð. Mátt hefði ætla, að menn mætu það einhvers og sýndu i verki, hve gott var að losna úr klóm ihaldsins og hinna andfélagslegu afla. En hvað gerðist? Að ins loknum kosningum höfðu fyrrverandi stjórn og stjórnarandstaða jafnt þing- fylgi. Þetta hlaut að verða okkur fram- sóknarmönnum vonbrigði. Um stjórn- armyndunartilraunir á sl. sumri skal ekki fjölyrt að sinni, en þó verður að hafa það skýrt i huga, að ef Alþýðu- bandaiag og Alþýðuflokkur hefðu látið hagsmuni launafólks sitja i fyrirrúmi hefði Ólafi Jóhannessyni tekizt að mynda nýja vinstri stjórn. Þetta verða menn að muna. Þess vegna, meðal annars, verður barátta launþegasamtakanna, til að endurheimta nú jafngildi kjarasamn- inganna frá þvi febr. ’74 mun erfiðari en annars. Það verkaði ekki traustvekjandi er núverandi forsætisráðherra Geir Hall- grimsson sagði i áramótaávarpi sinu, að nú væri ekki timabært að halda á lofti kröfupólitik. Nú yrðu menn að vera ábyrgir. Þetta var hægt að segja nokkr- um mánuðum eftir að Geir Hallgrims- son hafði sjálfur staðið fremstur i flokki þeirra er kröfðust þess að stjórn Ólafs Jóhannessonar færi frá, eins og þá var ástatt, og hafði einnig neitað stuðningi við frumvarp um „Viðnám gegn verð- bólgu” eins og áður er getið. Var það kannski vegna þess að Geir Hallgrims- son var orðinn forsætisráðherra, að all- ir áttu nú að verða fullkomlega ábyrg- ir? Þennan loddaraskap verður forystu- lið verkalýðshreyfingarinnar að hafa rikt i huga við gerð komandi kjara- samninga. H.H.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.