Tíminn - 09.02.1975, Qupperneq 2

Tíminn - 09.02.1975, Qupperneq 2
2 TÍMINN Sunnudagur 9. febrúar 1975 Sunnudagur 9. febrúar 1975 Vatnsberinn: (20. jan. - 18. febr) í dag dregur til úrslita I máli, sem þú hefur verio efins um, hvernig mundi fara. Hér veröur um málamiðlum aö ræða, og þú veröur sennilega ekkert alltof hrifinn af úrslitunum, en það hefði getað farið verr. Fiskarnir: (19. febr. - 20. marz) Það er eitt, sem þú skalthafa hugfast umfram annað i dag, og það er þetta: Hver einasta til- raun, sem þú gerir i dag til þess að komast áfram kemur til með að bera árangur og verða þér lærdómsrik. Hrúturinn: (21. marz — 19. april) I dag skaltu hafa það hugfast, aö það er afskap- lega auðvelt að áfellast aöra og kenna þeim um allt. En málið er bara ekki svona einfalt. Þér bjóðast fleiri en eitt tækifæri til að gerast þátt- takandi i einhvers konar bralli. Nautið: (20. april - 20. mai) Það kann að renna upp fyrir þér ljós i dag... og þegar þú hefur gert þér staðreyndirnar ljósar, veiztu það ef til vill, að allir eru að vinna að sin- um málum, og þér ber aö gera slikt hið sama. Tviburamerkið: (21. mai - 20. júní) Það gæti oröið einhver breyting á hjá þér i dag, og að öllum likindum stendur það i einhverju sambandi við gamlan kunningja. Þú er önnum kafinn, og það hindrar þig i aö gera það, sem þig langar mest til aö gera. Krabbinn: (21. júni - 22. júli) Verkefnin viröast hlaðast upp hjá þér, og það er þér fyrir beztu að reyna aö vinna þau jafnóðum, ef þú vilt komast hjá að lenda i vandræðum með allt saman. Fjölskyldumálin eru undir góðum áhrifum þessa dagana. Ljónið: (23. júli - 23. ágúst) Þú færö einhver skilaboð, sem að öllum likind- um valda breytingum á viöhorfum þinum til ein- hvers málefnis. Hitt er annaö mál, að ef þú gætir ekki itrustu varfærni, er nokkur hætta á, að þér verði einhver skyssa á i starfinu. Jómfrúin: 23. ágúst - 22. sept.) Þaö litur út fyrir, að einhver vinur þinn sé sér- lega langtniöri þessa dagana, og þú gerðir gott I þvi aö fórna einhverjum tima hans vegna. Það er eins og það riki einhver óvissa i sambandi við vinnustaöinn. Vogin: (23. sept. - 22. okt.) Það er rétt eins og athyglin beinist skyndilega að þér, og þess vegna skaltu vera viss um, aö ástæðan til þess sé af jákvæðum toga spunnin. Gremja kemur þér ekki að neinu liði, getur skemmt aðstöðu þina. Sporðdrekinn: (23. okt. - 21. nóv.) Það, sem þú ert að aðhafast núna, orkar tvimæl- is. Það getur svo sem vel verið, að þaö eigi fullan rétt á sér, en þú ættir að gefa þessu svolitið fri og nota tækifærið til að reyna að hafa uppbyggjandi áhrif á aðra. Bogmaðurinn: (22. nóv. - 21. des.) Þú skalt ekki vera of bjartsýnn. Það eru nefni- lega þó nokkrar likur á þvi, að þú hafir alls ekki rétt fyrir þér, og þetta getur valdiö þér þó nokk- urri gremju. Það er eitthvað dularfullt, sem kemur i kjölfar nýs kunningja. Steingeitin: (22. des. - 19. jan.) Þaö er fjölskyldan, sem máli skiptir i dag, og þú skalt kappkosta að leggja grundvöllinn að ýms- um umbótum I þágu heimilisins. Þú skalt forð- ast fólk, sem fer i skapið á þér, alveg sérstak- lega I dag. Til umboðsmanna Tímans Þeir umboðsmenn sem ekki hafa nú þegar sent lokauppgjör fyrir árið 1974 eru vinsamlega beðnir að gera fullnaðar skil nú þegar. Skrifstofustjóri. „Margt býr I þokunni”, smalinn og tröllin I fjöllunum. Teikning gerð 1957-58. opnuð í Ásgrimssafni Skólasýning 1 dag verður 12. skólasýning Ásgrimssafns opnuð. Eins og á hinum fyrri skólasýningum safnsins er leitazt við að gera hana sem fjölþættasta. A sýningunni eru oliumál- verk, vatnslitamyndir og teikningar. Ásgrimur Jónsson var mikill unnandi Islendinga- og þjóðsagna, og er mikill fjöldi þjóðsagnateikninga i eigu safnsins, ásamt myndum máluðum með vatnslitum. Nokkrar þessara sagna- mynda sýnir Ásgrimssafn ætið á skólasýningum, og vill með þvi gefa æskufólkinu kost á að skyggnast inn i þann furðuheim sem varð Ásgrimi slikt yrkisefni i myndlistinni, að stundum skyggði á annað verkefni. Sú tilraun Asgrimssafns fyrir 12 árum aö halda sérsýn- ingu fyrir skólafólk hefur gef- izt mjög vel, og virðast þessar sýningar njóta vaxandi vin- sælda. Ýmsir skólar hafa gefið nemendum sinum tómstund frá námi til þess að skoða listaverkagjöf Asgrims, hús hans og heimili, sem er ein- asta listamannaheimilið til sýnis.I Reykjavik. Skólayfir- völd borgarinnar hafa stuðlað að heimsóknum nemenda I söfn, enda virðist slik list- kynning sjálfsagður þáttur I námi uppvaxandi kynslóðar. Sýningin er öllum opin sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 1,30-4. Skólar geta lika pantað ’sértima hjá forstöðukonu Ásgrimssafns I sima 14090. Aðgangur ókeypis. Asgrimssafn, Bergstaðastræti 74. Búnaðarþing kanni skyldu- tryggingu heyja, fénaðar og útihúsa MÓ-Sveinsstöðum. A miðviku- daginn var haldinn á Blönduósi árlegur fundur stjórnar Búnaðar- sambands Austur-Húnvetninga, formanna allra hreppabúnaðar- félaga i héraðinu og fulltrúa á stéttarsambandsfund og búnað- arþing. Auk málefna sambands- ins voru ýmis önnur mál rædd og ályktanir gerðar. Með tilliti til þess, að sifellt ber að höndum brunatjón á óvá- tryggðu heyi og búfénaði, leit fundurinn svo á, að hefja þurfi skelegga baráttu fyrir þvi, að bændur taki upp tryggingar I auknum mæli. Beindi fundurinn þvl til búnaðarþings að taka mál þetta til meðferðar, með það fyrir augum, að skyldutrygging verði tekin upp á heyi, fénaði og öllum útihúsum. Þá hvatti fundurinn stjórnir Búnaöarfélags Islands og Stéttar- sambands bænda til að vera betur á verði gagnvart óréttmætum á- róðri, sem rekinn er gegn bænda- stéttinni, og hafa ávallt á reiðum höndum tölulegar staðreyndir um gildi landbúnaðarins I þjóðarbú- skapnum. A miðvikudagskvöldið var siö- an haldinn almennur bændafund- ur á Blönduósi. Þar voru frum- mælendur þeir Gunnar Jónasson, forstöðumaður Byggingastofnun- ar landbúnaðarins, og Ingvar G. Jónsson byggingafulltrúi. HÚSGAGNAVERZLUN REYKJAVIKUR ARON sófasettið sett í sérflokki Verð Það er hagstœtt að verzla í HÚSGAGNAVERZLUN REYKJAVÍKUR BRAUTARHOLTI 2 - SÍMI 11940

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.