Tíminn - 07.03.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.03.1975, Blaðsíða 2
TÍMINN Föstudagur 7. marz 1975 Föstudagur 7. marz 1975 ^sAVi) 4 Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.) Þú þarft að afla þér stundarhlés til þess að ganga frá ýmsu þvi, er varðar þig persónulega, og þá sérstaklega vandamálin, svo að þú ættir að reyna aö taka þér fri i dag, ef þess er nokkur kostur. Fiskarnir (19. febr.—20. mai Þú hefur kastað teningunum, svo að ekki verður aftur snúið, en þú ert i það erfiðri aðstöðu, að þú þarft á öllu þinu að halda, ef þú átt aö koma upp- réttur úr þessum leik. Aðstaðan er erfið. Hrúturinn (21. marz—19. april) Það er alls ekki að vita, nema þetta verði erfiður dagur fyrir þig, af þvi að það hefur eitthvað gerzt, sem gerir aðstöðu þina erfiða. Þú skalt gæta þin á einhverjum, sem reynir að gera þér lifið leitt. Nautið (20. april—20. maí) Það er einhver vinur þinn, sem þarf sannarlega á þér að halda, og enda þótt þér finnist þú eiga erfitt meö að hjálpa honum, skaltu ekkert til spara, þvi að þetta er mál, sem kann siöar að snerta þig sjálfan. Tviburarnir (21. mai—20. júni) Þér ætti að geta orðið vel ágengt i dag, en til þess þarftu að beita skipulagsgáfunum. Þú verður að gera þér ljósa grein fyrir eöli málanna, áður en þú framkvæmir nokkuð, og þú skalt nota kvöldið til að kryfia þau til mergjar. Krabbinn (21. júni—22. júli) Það er eins og skapiö i þér sé eitthvað skrýtið i dag, og að likindum er þaö farið að valda á- hyggjum hjá þinum nánustu. En þaö er mikils um vert, að þú kippir þessu i lag. Farðu varlega i umferöinni i dag. Ljónið (23. júlí—23. ágúst) Þaö er rétt eins og þessi dagur virðist ósköp ró- legur, en það er bara á yfirborðinu. Það eru i vændum mikil átök, sem þú skalt búa þig undir. Þú gerir þér ljóst eðli málsins, og þú einn getur ráöið þvi farsællega til lykta. Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.) Mundu, að þaö eru tvær hliðar á hverju máli. Þetta er mikilvægt i dag. Taktu ekki ákvörðun fyrr en þú hefur kynnt þér eðli málsins niöur i kjölinn, og forðaztu að láta ögrun ákveðinnar persónu fara i taugarnar á þér. Vogin (23. sept.—22. okt.) t dag skaltu hafa það hugfast, að i ákveðnu máli er varasamt að gera nokkuð, nema hafa samráð við þina nánustu. Þú átt i einhverjum erfiðleik- um við persónu af gagnstæða kyninu, en með til- litssemi er hægt að laga það. Sporðdrekinn (23. okt—21. nóv.) Þú hefur átt erfitt með að gera þér grein fyrir þvi að undanförnu hvað það er, sem þú vilt, en þetta er nokkuð, sem þú verður að gera upp við þig. Þú verður að finna leið og fara eftir henni, þegar þú ert ákveöinn. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Þú skalt vera gagnrýninn á sjálfan þig i dag, svo að þú getir kinnroðalaust kannazt við það, sem þú hefur gert. Það er rétt eins og sumt megi kyrrt liggja af þvi, sem þú hefur fullan hug á að koma á framfæri. Steingeitin (22. des.-19. janj Það er rétt eins og fyrri hluti dagsins verði þér þungur i skauti. Þú skalt ekki hafa mikið um- leikis i dag, og ekki taka neinar afgerandi á- kvaröanir. Hitt er annað mál, að kvöldið getur orðið sérlega ánægjulegt. Auglýsicf í Tísnanum Sumarhús — Veiðihús Við byggjum og seljuin sumarbústaði i stöðluðum stærð- um frá 24,5 l'erm. Fast verð með eða án uppsetningar. Eigum einnig til lönd. Erum sérhæfðir með vélar til vinnu, þar sem ekki er rafmagn. Þegar er komin mjög góð reynsla á okkar hús. Sumarbústaðaþjónustan — Kvöldsimí 8-54-46. Landfari lyftist i sæti, þegar honum berast bréf, þar sem far- ið er á flot með eitthvað nýtt. Nýtt, leyfum við okkur að segja, þótt hugmyndin sé tengd Jóni Vídalin, sem dó I tjaldi i Biskupsbrekku á sumarmánuð- um árið 1720. Passiusálmar — Vidalinspostilla Bréfið er frá B.Sk. og uppá- stungan sú, að við fáum kröftugt guðsorð með þróttmiklu tungu- taki I útvarpið: „Enginn mun neita þvi, að Sverrir Kristjánsson sagn- fræðingur er ágætur útvarps- maður, sem oft hefur stytt hlustendum stundir með upp- lestri og frumsömdum erindum sagnfræðilegs efnis. En því er ekki að leyna, að margir hafa orðið fyrir vonbrigðum með flutning hans á Passlusálmun- um. Þeir hafa verið betur lesnir áður. Manni dettur helzt I hug, að hann hafi aldrei litið i þá fyrr, er það þó harla ótrúlegt. En hvað sem um það er, hefur hann engu bætt við hæð sina, né Hallgrlms Péturssonar, með lestri þeirra I vetur. — En fleira hefur nú þótt guðs- orð á Islandi en passiuslmarnir. Meöan lesnir voru húslestrar á heimilum, þóttu prédikanir Jóns biskups Vidalins full boð- legt guðsorð vlðast hvar. — Nú legg ég til, að Gils Guð- mundsson alþingismaður verði fenginn til að hefja lestur Vida- linspostillu með næstu jólaföstu og lesi einn lestur á hverjum sunnudagsmorgni, meðan til endast prédikanir i bókinni. Engan þekki ég, sem tekur Gils fram um lestur á óbundnu máli um þessar mundir. Og mikið mætti Theodór gamli Friðriksson vera Gils þakklátur fyrir meðferðina á sögu hans, í verum, I vetur.” Svara óskað Markús B. Þorgeirsson ber fram þessar spurningar og beinir þeim til Matthíasar Bjarnasonar sjávarútvegs- málaráðherra: „1. Hvað margir eru starfs- menn Hafrannsóknarstofnunar á landi og sjó? 2. Hver eru laun og heildar- kostnaður við rekstur stofn- unarinnar á öðrum vettvangi? A) á sjó, vinnulaun? B) á landi, vinnulaun? C) annar kostnaður?” Um zetuna Vilhjálmur Einarsson sendir örstutt bréf um stafsetningar- mál. Hann segir: „Undarlegt er að sjá þvi hald- iðfram, að zetan efli þekkingu á uppruna og skyldleika orða, svo augljóst sem það er, að fyrst veröur að afla vitneskjunnar um upprunann og skyldleikann til þess að geta ritað zetu af viti. Stundum ber fyrir auga „öfugan Darwinisma”, sem ekki hrósar árangrinum af zetu- stritinu. I jiagblaði sást fyrir nokkrum dögum: „Vandamálið hefur ekki leyzt”. Állka dæmi, sem ég hafði ekki hirðu á að skrifa hjá mér, kom fáeinum dögum fyrr. Pólitizka og rómantizka zetan riður húsum oftar en svo, að ástæða sé til að nefna dæmi”. Æ-já, annað hvort hefur þar verið slaklega lært eða illa kennt, nema hvort tveggja sé. Og ekki er siður þess aö minnast, að ekki er allt gull, sem glóir i blöðunum, guð hjálpi manni. Eftir á að hyggja: Er það út- hýsingarsök i öðrum fræðum, þótt þar séu atriði, sem menn villast á? Fjölmiðlar og andlit Og enn er örstutt bréf — sá nefnir sig F„ er það ritar: „Svonefnt ,,Watergate”-mál, sem var afhjúpað og á loft hald- ið til lokastigs af fjölmiðlum i Bandaríkjunum, hefir llklega sýnt betur en nokkuð annað, hve blöð og útvarp eru nauðsynleg lýöræöinu. Ef þau gegna ekki hlutverki sinu, rotnar þjóðfélag- iö innan frá og glatar loks frelsi slnu. Margt er vel um íslenzka fjöl- miöla. T.d. skapa ýmsir spurn- inga- og gagnrýniþættir I sjón- varpi gifurlegt aðhald. En einn galli er á gjöf Njarðar, og á hann raunar við um hljóðvarp ogdagblöðinlika. Gallinn er sá, að of oft (nær alltaf) er leitað álits um t.d. efnahagsmál hjá sömu mönnum, — þeim, sem skipa æðstu stöðurnar. Fá þeir þannig oft óverðskuldað tæki- færi til að afsaka sig og verja sig. Ég segi: Leitið álits fleiri aðila, — annarra sérfræðinga, greindra manna, reyndra manna, jafnvel óbreyttra borg- ara. Ekki alltaf sömu andlitin á skjánum, ekki alltaf sömu raddirnar I hljóðvarpinu, ekki alltaf sömu myndirnar 1 dag- blaðinu.” Svigrúm til sparnaðar F. R.skrifar: „Svigrúm til tjáningar kallar G. G., er peningum er ausið á báðar hendur i Ugluþættinum. Ég þakka þetta svar, en get ekki látiö sannfærast. Eftir sem áður finnst mér þessi meðferö á pen- ingum siöferðilega röng, næst- um kennslustund I ódyggð, sem þjóðin er illa haldin af — hirðu- leysi um meðferð verðmæta. Þetta örlæti á umtalsverða peninga sannar áhorfendum, að hjá sjónvarpinu er svigrúm til sparnaðar, ef það væri notað”. Auglýsið í Tímanum Þér getið sparað rúm 40 ÞÚSUND ef þér látið okkur útbúa frysti- eða kælihólf í t jölbýlishúsi yðar — þar sem frystikistan verður þá óþörf, en 385 I frystikista kostar nú um 80 þúsund krónur, en viðgerum yður fast verðtil- boð—þar sem allter innifalið — í gerð 450-500 I hólfa á kr. 35-40 þúsund. Auk þess er rekstrarkostnaður hverf- andi og húsrými sparast, svo og er- lendur gjaldeyrir, og skattarnir lækka, þar sem afskrifa má frystihólfin. Kynnið yður þessi kostakjör. AÚGLÝSINGADEILD TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.