Tíminn - 07.03.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.03.1975, Blaðsíða 3
Föstudagur 7. marz 1975 TÍMINN 3 EITT DYRASTA FRÍMERKI í HEIMI REYNDIST FALSAD — var fyrir skömmu boðið til sölu fyrir 100 milljónir króna Reykjavik fid. SHÞ. — Endanleg- ur úrskurður sænskra frimerkja- Þannig litur sænska merkið út. sérfræðinga hefur verið kveðinn upp, um að eitt dýrasta frimerki I heimi, 3 skildingar sænskir, gulir I stað grænir, sé falsað. A sjónvarpsskermi fyrir alþjóð, og reyndar fleiri Norðurlandabú- um, var kveðinn upp sá dómur á miðvikudagskvöldið, að 3 skiid- ingar guiir væru faisaðir. Dómur- inn var kveðinn upp af hópi sænskra frimerkjasérfræðinga, eftir að þeir höfðu I fyrsta skipti I sögunni fengið tækifæri til að skoða merkið nákvæmlega, en eigendur þess hafa alltaf meinað sérfræðingunum athugun þess. Það hafa vist ekki svo fáir hrokkið illa við, er þessi dómur var uppkveðinn. Yfirmaður Innbrot hjó Kaupfélagi Patreksfjarðar: Verðmæti þýfisins d 3. hundrað þúsund SJ-Patreksfirði — Aðfaranótt miðvikudags var brotizt inn i verzlunarhús Kaupfélags Pat- reksfjarðar á Patreksfirði og stolið þaðan 20 lengjum af siga- rettum, 11 armbandsúrum, 3 borðklukkum, útvarpstæki og ýmsum smávörum. Auk þess var stolið 37 þúsund krónum i pening- um. Þýfið var alls að verðmæti nokkuð á þriðja hundrað þúsund krónur. Þjófarnir höfðu brotið rúðu á neðstu hæð hússins og farið þar inn. Lögreglan á Patreksfirði tók málið strax til rannsóknar i gærmorgun, og er það nú upplýst. Verknaðinn frömdu tveir að- komumenn, sem nú stunda hér sjómennsku. Þýfinu hefur öllu verið skilað og mennirnir eru báðir i gæzluvarðhaldi. Bæjarfógetinn í Keflavík tók duflið í sínar vörzlur FB-Reykjavik. — Siðdegis I gær tók bæjarfógetaembættið i Kefla- vik í sinar vörzlur dufl það, sem áhöfnin á Arsæli KE 77 fann kl. 18 þriðjudaginn 25. febrúar, 10 mil- um austur af Skarðsfjöru. Aður hafði eigandi Arsæls neitað að af- henda duflið, nema fá greiðslu fyrir fund sinn. (Jrskurður bæjar- fógetaembættisins byggist á þvi, að kanna þurfti, hvort duflið sé að öllu leyti meinlaust. Reynist svo vera, getur finnandinn fengið það aftur. Jón Eysteinsson hjá bæjar- fógetanum i Keflavik sagði, að á- kveðið hefði verið að taka duflið til rannsóknar, og hefði það verið flutt upp á Keflavlkurflugvöll i bragga, sem þar er undir yfirráð- um islenzku lögreglunnar á Keflavlkurflugvelli. Duflið hefði verið flutt á þennan stað, þar sem lögreglan I Keflavik hefði ekki haft neinn stað til þess að geyma það á, þar til rannsókn hefði farið Borinn þvl hefði seinkað um eina viku vegna veðurs. Mastur borsins, sem er fyrirferðarmesti hluti hans, var á dekki skipsins, en þyngsta stykkið, sem er vélarhúsið og vegur fjörtiu tonn, er I lest skipsins, og mun þurfa flotkrana, sem Reykjavlkurhöfn á, til að koma þvi á land. Borinn verður fyrst um sinn, geymdur i vöruporti Vegagerðarinnar. ■ — Ekki hefur verið endanlega ákveðiö, hvar borinn verður notaður fyrst, sagði Páll Hafstað, fulltrúi Orkumálastjóra, — en I áætlun er, að það verði I Þor- lákshöfn og veröur hann þá fyrst settur upp þar. Tveir vanir bormenn á vegum Orkustofnun- ar, fóru til Houston, áður en borinn var tekinn i sundur og fylgdust með, hvernig hann vann, svo og uppsetningu hans. Þá sagði Rögnvaldur Finnbogason, aö ekki væri endan- lega hægt að segja ennvum hver leigan á bornum á sólarhring yrði, en ef gert verður ráð fyrir. eðlilegum afskriftum, mun hún sennilega verða allt að hálfri milljón króna, fyrir utan vinnu- laun starfsmanna. fram og úrskurður fallið um það, hvort duflið væri með öllu mein- laust. Duflið er geymt I braggan- um, en er þó á vegum embættis- ins I Keflavik, Jón Eysteinsson sagði, að duflið væri ekki stórt, u.þ.b. 100 kg á þyngd, og lengdin á við meðal- mann. Þvermálið væri 50—60 sm. Aletranir á ensku eru á duflinu, og má meðal annars greina á því eftirfarandi: No39’66 Maker B.T. R. Ltd. Ekki sagði Jón menn vita, hvað þetta þýddi. Enn fremur sagði hann, að ekki væri annað læsilegt á duflinu, sem virtist vera búið að liggja nokkuð lengi i sjó, þvl að á þvl væru hrúður- karlar og annar gróður. Hann sagði að lokum, að duflið yrði nú rannsakað af fulltrúum Land- helgisgæzlunnar og Landsímans mjög fljótlega. Þá hafði Tlminn samband við Hannes Guðmundsson, fulltrúa I varnamáladeild utanrlkisráðu- neytisins. Hann var einn þeirra, sem fóru austur að Hala i Suður- sveit, til þess að lita þar á dufl, sem fréttist af nú fyrir skömmu, er menn fóru að ryfja upp fyrir sérduflfundi undanfarinna ára og mánaöa. Hannes sagði, að bændurnir á Hala hefðu fundið duflið fyrir ein- um 10 til 11 mánuðum. Héldu þeir I fyrstu, að það tilheyröi Hafna- málaskrifstofunni, og létu tviveg- is vita um það þangað. Slðan var ekki meira fjallað um duflið, enda fór enginn austur til þess að lita á það. Þegar menn findu svo dufl við Stokksnes og á Landeyja- sandi, var aftur farið að ræða um dufliö á Hala, og þá varð úr, að sendir voru menn austur til þess að rannsaka það. Enn fremur fréttist af dufli, sem fundizt hafði árið 1972 og geymt I Vestmannaeyjum, en hlutar úr þvi glötuðust I gosinu. Hannes sagði, að duflin frá Stokksnesi, Landeyjasandi og Vestmannaeyjaduflið væru öll eins, en Haladuflið og duflið, sem Arsæll fann, eru allt öðruvlsi út- lits. A duflunum öllum, nema þvi sem Ársælsmenn fundu, hafa ver- iö áletranir með cyrilisku staf- rófi, sem menn lesa ekki svo glatt, og liggur þvL ekki endan- lega fyrir, hvað raunverulega stendur á duflunum. sænska póstsafnsins, Gilbert Svenson, gerði úrskurðinn kunn- an I sjónvarpinu. Frímerki þetta hefur i nær 100 ár, verið eitt hinna sjaldgæfustu afbrigða heims og eina sænska merkið, sem fyllt hefur þann flokk. Lengi hefur verið reynt að ná i þetta frimerki fyrir sænska frimerkja-og póstsafnið. Það hef- ir þó ekki tekizt, enda enginn fundizt er væri reiðubúinn til að kaupa það og gefa safninu. Núverandi eigandi merkisins er René Berlingin, i Luxembourg, sem á slnum tíma keypti það fyrir eina milljón sænskra króna. Með- an á frimerkjasýningunni Stock- holmia ’74 stóð, var hann reiðubú- inn til að selja það á tvær og hálfa milljón sænskra króna, eða um eitthundrað milljóni# Islenzkra króna, og það var jafnvel fundinn kaupandi, sem ætlaði að gefa sænska póstsafninu merkið. Sá hinn sami þykist vist sæll og heppinn núna, að hafa ekki keypt, sagði Gilbert Svenson, sem alltaf hefur litið á merkið sem vafa- saman hlut, og segist nú, eftir að merkið er úrskurðað falsað, að- eins vera reiðubúinn til að borga 7 sænskar krónur fyrir það, eins og það var keypt af sænskum skóla- dreng, sem fann það 1885. Hópur 9 sérfræðinga notaöi tækifærið til aö grannskoða merkið, meðan það var i Sviþjóð. Þeir komust að þeirri niðurstöðu, að það er gert úr tvenns konar pappír, og að litur þess er ekki sá rétti, sem ætti að vera á 8 skild- ingum, þvf álitið hafði verið að víxlazt hefði myndamót milli 3 og 8 skildinga plötu. Auk þess voru ummæli danskra sérfræðinga, sem héldu þvl fram, að merkið hefði verið endurtakk- aö I efra horni vinstra megin, staðfest. Sem sagt: samsett — prentað i röngum lit —endurtakkað = vilj- andi falsað. „Sic transit gloria mundi”. uj; |J 1 Þarflaus f jórhagsbaggi Flestir geta væntanlega verið sammála um, að óskyn- samlegtsé að stofna til mikils tilkostnaðar, ef ekki er til ein- hvers að vinna. Einkanlega ætti mönnum að hrjósa hugur við þvi nú, þegar fjármál þjóð- arinnar eru I öngþveiti og eng- inn getur um það spáð, hvern- ig einstaklingum, stéttum og þjóðarheildinni muni vegna á komandi árum. Þess vegna er einkennilegt, hve litill gaumur þvl hefur verið gefinn i umræðunum um breyttar stafsetningarreglur, að þar er þjóðinni bundinn fjárhagsbaggi, ef ekki veröur stungið við fótum. Enginn virðist hafa áhyggjur af þvl, hvar innheimta skal þá reikn- inga, sem fljóta munu af breytingunum. sem gerðar voru á stafsetningarreglum, ef þær eiga að gilda áfram, og má þó staðhæfa, að þar þarf til milljónatugi á milijónatugi of- an, þegar öllu hefur verið til skila haldið. Hvað kostar að setja biblíuna upp d nýtt? Meginþorri islenzkra bóka hefur verið prentaður á þeirri aldarhelft, er við höfum búið við fastmótaða stafsetningu. Þar á meðal eru allar kennslu- bækur, sem notaðar eru I skól- um landsins, orðabækur fiest- ar og handbækur, lagasöfn, bibliur, fornritaútgáfur með nútimastafsetningu og hvað- eina annað. Af breyttri staf- setningu hiýzt, að sumt af þessu, svo sem skólabækur, verður að endurprenta hið bráðasta, hvað sem líður ónot- uðum upplögum, ef halda skai breytingunum til streitu, án þess að stofna til fullkominnar ringulreiðar. Annað verður að endurprenta siðar með mikiu meiri tilkostnaði en vera þyrfti, ef hyggingi og skyn- semi fengi að ráða. Allir, sem nokkuð þekkja til kostnaðar við bókagerð, geta gert sér I hugarlund, hvaða fjárútlát það hefur i för með sér, ef efna þarf til endurút- gáfu á bibliunni á þann veg að setja hana að nýju staf fyrir staf til þess eins að þjóna breytingagirni i stafsetning- armálum, til dæmis brottfell- ingu z. En biblian er aðeins eitt rit af mörgum, sem hið sama yrði að ganga yfir — með miklum kostnaði, sem enginn virðist hafa leitt hug- ann að, áður en farið var að rjála við stafsetninguna. Mörg fleiri dæmi mætti færa fram til aukins skilnings á því, upp á hverju hér hefur verið fitjað, án þess að skeyta um, hvaða dilk það hlaut að draga á eftir sér. Allt í hrærigraut Fráleitast er þó það ástand, sem nú rikir, og skulu þar prentarar landsins kallaðir til vitnis. Óvissan um stafsetn- inguna er þegar farin að setja mark sitt á handritin, sem i prentsmiðjur berast, og séu þetta handrit af safnriti, má vita fyrirfram, að ein staf- setning er á þessum kaflan- um, og önnur á hinum, þannig að hvað rekst á annars horn. Það er því ekki seinna vænna, að úr þvi verði skorið, hvað hafa skal: Hvort við það skuli búið, sem þótt hefur gott og gjaldgengt i nálega hálfa öld og engum verið fjötur um fót, eða fylgt hinu nýja ráði með öllum þeim kostnaði, sem af þvi stendur — einmitt nú, þegar við stöndum höllum fæti, verðum fresta margs konar framkvæmdum, sem þó eru brýnar, og þó að skerða al- mannahag til verulegra muna. Það er kannski vandi úr að skera, hvort við eigum að axla þennan stafsetningar- bagga eða ekki. En nauð- beygðir erum við ekki til þess að snara honum á bakið ofan á annað, sem við verðum að bera. JH Vilhjdlmur Hjdlmarsson menntamdlardðherra: Námsmönnum bætt tjón vegna gengisfellingarinnar Gsal-Reykjavik — í fréttatilkynn- ingu, sem Timanum hefur borizt frá Sambandi islenzkra náms- manna erlendis, er vakin athygli á þvl, að enn hafi ekki fengizt staðfesting á munnlegu loforði stjórnvalda um, að námsmönnum erlendis verði bætt að fullu það fjárhagslega tjón, sem þeir urðu fyrir vegna slðustu gengislækk- unar. Timinn leitaði til Vilhjálms Hjálmarssonar menntamálaráö- herra af þessu tilefni, og sagði hann, að tjónið yrði bætt. Hins vegar væri ekki endaniega gengið frá þvl, á hvern hátt sú bót yrði, en eflaust yrði það gert á svipaö- an hátt og áður I tilfelium sem þessum. Fréttatilkynning SÍNE fer hér á eftir: „Stjórn SINE samþykkti á fundi sinum þann 4. marz eftir- farandi ályktun: „Stjórn SINE vekur athygli á þvi, að enn hefur ekki fengizt staðfesting á munnlegu loforði stjórnvalda um,að námsmönnum erlendis verði bætt að fullu þaö fjárhagslega tjón, sem þeir urðu fyrir vegna síðustu gengislækk- unar. Ljóst er, að beint tap náms- manna erlendis er geysilegt, þeg- ar gjaldeyrir hækkar i verði um 25% en lánaupphæð helzt óbreytt. Dæmi: Námsmaður sem fær 300.000,- i lán, tapar þvi 75.000.- með einu pennastriki yfirvalda. Lán hans samsvarar þvi aðeins i raun 225.000.- eftir gengislækkun. Verði þetta tap þessa láglauna- hóps ekki bætt, er fyrirsjáanlegt, að fjöldi námsmanna verður að hætta námi fyrir vorið. Islenzkir námsmenn erlendis krefjast þess, að þeim sé þegar I stað tryggö sú lágmarksaðstoö, sem I gildi var fyrir gengislækk- un.” ” Fegurðardrottnlngar valdar á Sunnukvöldum og „miss Universe' — þdttakendur í „miss World' valdir d sunnudagskvöld eru taldar hafa mikilvæga þýð- ingu sem landkynningaratriði, og er þvi mikilvægt, að vel takist til um val fulltrúa Islands. Miss Europe verður kjörin i Beirut 30. mai til 10. júni, en Miss Universe verður kjörin 6. til 20 júli I San Salvador. Þær stúlkur sem sigra fá há verðlaun, en allir þátttakendur fá greiddan allan ferðakostnað og dagpeninga. Auk þess mun Ferðaskrifstofan Sunna gefa for- eldrum þeirra stúlkna, sem vald- ar eru fyrir íslands hönd I alþjóð- FERÐASKRIFSTOFAN Sunna hefur nú tekiö að sér að annast framkvæmd á vali fulltrúa ts- lands i alþjóðlegu fegurðarsam- keppnunum: MISS WORLD, MISS UNIVERSE, MISS INTER- NATIONAL, MISS YOUNG INTERN ATION AL, MISS EUROPE og MISS SCANDI- NAVIA. Þessar alþjóðlegu fegurðasam- keppnir, sem eru haldnar til skiptist i boðum stjórnar- og borgaryfirvalda viða um heim, legu feguröasamkeppnirnar, fritt flugfar til suðurlanda. Næstkomandi sunnudagskvöld verða valdir þátttakendur til þess að kappa um útnefningu til þátt- töku af Islands hálfu i fegurðar- samkeppnunum „Miss World” og Miss Universe”. Það kvöld verð- ur skemmtikvöld og ferðakynn- ing Sunnu haldin á Hótel Sögu. Þar koma fram brezku sjón- varpsstjörnurnar „The Settlers”, og i bingó eru 3 utanlandsferöir i vinninga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.