Tíminn - 07.03.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.03.1975, Blaðsíða 9
Föstudagur 7. marz 1975 TtMINN 9 r Ctgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur f Aöalstræti 7, sfmi 26500 — afgreiöslusfmi 12323 — auglýsingasfmi 19523. Verö i lausasölu kr. 35.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Skattar á brýnustu nauðsynjum Fyrir Alþingi liggur m.a. frumvarp frá alþýðubandalagsmönnum um að fella niður söluskatt á matvælum. Frumvarp þetta er at- hyglisvert fyrir þá sök að það er i anda þeirrar stefnu, að undanþiggja brýnustu nauðsynjar sköttum, eða að leggja mjög lág gjöld á þær, en hafa þeim mun hærri skatta á öðrum vörum. Þetta er i meginatriðum sú stefna, sem rikti á þvi fjármálastjórnartimabili, sem kenna má við Eystein Jónsson og segja má að staðið hafi i aldarfjórðung, eða frá 1934-1959. Eysteinn var fjármálaráðherra i 16 ár á þessu timabili og þau ár, sem hann var ekki fjármálaráðherra, var þessari stefnu einnig fylgt i höfuðdráttum. Siðan 1960 hefur hins vegar verið horfið meira og minna frá henni og valda þvi einkum tvær ástæður. önnur er sú, að 1960 var lagður á söluskattur, sem náði jafnt til allra vara, nema nýmjólkur og neyzluvatns. Þessi skattur var upphaflega ekki nema 3%, en er nú orðinn 20%. Hin ástæðan er sú, að innflutningstollar hafa farið lækkandi á siðari árum, m.a. vegna fri- verzlunarsamninga. Þetta veldur þvi, að brýn- ustu neyzluvörur eru nú hlutfallslega stórum meira skattlagðar en áður. Af hálfu Framsóknarmanna hefur þetta ekki verið talin æskileg þróun. Þvi fluttu þeir á kjörtimabilinu 1967-1971 tillögur um að undan- þiggja ýmsar brýnustu nauðsynjar söluskatti. í framhaldi af þvi var það eitt fyrsta verk Hall- dórs E. Sigurðssonar, þegar hann varð fjármálaráðherra sumarið 1971, að nota heim- ild i söluskattslögum til að undanþiggja sölu- skatti allar mjólkurvörur og neyzlufisk, hita- veitugjöld og oliu og rafmagn, sem notað er til ibúðahitunar. Afnám söluskattsins á hitaveitu- gjöldum og rafmagnsgjöldum og á oliu til ibúðahitunar hefur vissulega komið almenn- ingi vel siðustu misserin. í tilboði þvi, sem rikisstjórnin hefur gert verkalýðssamtökunum um skattalækkun, sem komi i stað kauphækkunar, hefur þeim verið gefið frjálst val milli lækkunar á beinum skött- um og óbeinum. Á þvi sést, að ekki stendur á rikisstjórninni að taka umrædda tillögu alþýðubandalagsmanna til athugunar, ef verkalýðshreyfingin kýs heldur lækkun óbeinna skatta en beinna skatta. Það er hins vegar talið nokkrum vanda bundið að undanþiggja söluskatti vissar vörur, sem seldar eru i almennum matvöruverzlun- um, þvi að það geti auðveldað skattsvik. Af þeim ástæðum var hætt við sumarið 1971 að undanþiggja kjötvörur söluskatti. Útilokað er þó ekki, að hægt sé að finna framkvæmanlega leið i þessum efnum. Fyrir dyrum stendur nú allsherjarathugun á öllu skattakerfinu. 1 sambandi við þá athugun kemur það meira en til greina, að aftur verði horfið til hinnar fyrri stefnu að leggja helzt enga skatta, eða þá mjög lága skatta á brýn- ustu nauðsynjar. Það er augljós hagsbót fyrir þá, sem eru veikastir fjárhagslega. Það má ekki leggja óeðlilegar skattbyrðar á þá og bæta þannig beint eða óbeint hlut þeirra, sem betur mega. Þ.Þ. Theo Sommer, Newsweek: Rússum er um og ó um vestræna kreppu Óttast að hún geti eflt nýjan fasisma Ilöfundur þessarar grein- ar er aðalritst jóri hins merka vestur-þýzka viku- blaðs Die Zeit. Hann dvald- ist I Sovétrikjunum nokkra daga I siðastl. mánuði og ræddi við ýmsa áhrifamenn þar. t greininni lýsir hann viðhorfi Rússa, eins og hann dæmir það eftir áðurgreind- ar viðræður. LEONID I.Brézjnef er aftur kominn á kreik sprækur og hress að þvi er virðist. Enn veit almenningur ekki, hvað að honum amaði. Valdamenn i Kreml leggja ekki i vana sinn aö birta sjúkdómslýsingar og sovézkir stjórnmálamenn bera ekki blaðamönnum gróna skurði á likama sinum. Þeir láta nægja að hoppa að nýju fram á sviðið eins og ekk- ert hafi i skorizt. Ég dvaldi i Moskvu fyrstu viku febrúarmánaðar sem fulltrúi i vestur-þýzkri við- ræðunefnd. Við ræddum sam- búð Austurveldanna og Vesturveldanna i framtiðinni við sovézka fulltrúa á tveggja daga fundi. Við komumst fljótt að raun um, að óhætt væri að hætta öllum vangaveltum um að Brézjnef væri að hverfa af sjónvarsviðinu. Fjarri fór að hann væri úr sögunni. Sér- prentaðar ræður eftir hann voru hvarvetna á boðstólum og myndir af honum héngu uppi um alla borgina. Hans var ávallt getið á forsiðum dagblaðanna og viðmælendur okkar vitnuðu iðulega til hans. Hátt settur maður i æðsta- ráðinu sagði einum af okkur, þingmanni úr stjórnarand- stöðunni, að Brézjnef yrði til taks til þess að taka á móti Harold Wilson forsætisráð- herrá Breta. Ekkert benti til þess, að formaður rússneska kommúnistaflokksins ætti við erfiöleika að striða umfram það, sem eðlilegt verður að telja um 68 ára gamlan þjóðarleiðtoga, sem finnur hestaheilsu sinni hraka litið eitt. Þess varð heldur hvergi vart, að gerð hefði verið hrið að stefnu Brézjnefs. Hér á eftir verður lýst litillega, hvernig málin horfðu við okkur þegar við snérum heim. 1. VIÐLEITNI til sam- búðarbóta er enn og verður efst á baugi. Þetta á bæði við um sambúð Bandarikja- manna og Sovétmanna og sambúð Austur- og Vestur- Evrópu. Allmikið var kvartað undan ráðriki Bandarikja- manna i sambandi við af- greiðslu viðskiptasamningsins sæla. Sovétmönnum þótti sér misboðið þegar brottflutning- ur sovézkra Gyðinga úr landi var gerður að samnings- ákvæði, sem birt var feitu letri á forsiðum bandariskra dag- blaða. Sovétmenn kváðu ekki einungis móðgandi heldur beinlinis litilsvirðandi af bandariska þinginu að bjóða þeim 75 milljón dollara lán á ári, þar sem milljarðar doll- ara hefðu ávallt vakað fyrir samningamönnunum. Sovézkir menn, sem ég átti tal við um þetta, sögðu eigi að siður, að afstaða fulltrúadeild- ar Bandarikjaþings hefði ekki valdið óbætanlegu tjóni á sambúðarbótaviðleitninni. Forseti sovétþingsins visaði „Breytingatillögu Jacksons” á bug sem „ógeðfelldum smá- munum”. Georgi Arbatov, einn helzti sérfræðingur I Kreml i málefnum Bandarikj- anna, drap aðeins á „stundar- erfiöleika” og lagði áherzlu á nauðsyn þess að halda ótrufl- Vonandi er Brézjnef enn sjálfum sér Hkur. uöu sambandi milli valdhafa i Washington og Moskvu ef frið- ur ætti að haldast. „Við verð- um aö láta sem allra fæst vera hendingu háð”, sagði hann. „Við verðum að læra að láta okkur lynda óvænta atburði og erfiðleika”. 2. SOVÉTMENN hafa treyst á óhjákvæmilega erfiðleika auðvaldsrikjanna alla tið sið- an að Lenin las rit Marx i fyrsta sinn. Nú virðist kreppa að, hagvöxtur rénar á Vestur- löndum, atvinnuleysi eykst og öll heimsviðskipti truflast, en þá bregöur svo við, að mörg- um sovézkum fræðimönnum og embættismönnum virðist um og ó. Játa ber, að sumir sovézkir hugsjónamenn vilja ólmir ganga á lagið. En hinir hæglátari hentistefnumenn virðast mega sin meira i Kreml. Arbatóv lét ekki mikla hrifningu i ljós. Sovétmenn þyrftu á traustu efnahagslifi á Vesturlöndum að halda ef samvinna við auðvaldsrikin ætti að létta þeim breytinguna úr vanþróuðu risaveldi i nú- tima iðnaðarrlki. Sovétmönnum er vel ljóst, að alvarlegir efnahagserfið- leikar á Vesturlöndum ýta ekki aðeins undir kommún- ismann, sem þeir hefðu ekkert á móti, heldur einnig fasisma, sem þeir hafa viðbjóð á. „Við munum vel kreppuna á fjórða tug aldarinnar”, sagði Arba- tóv. „Hún hóf Roosevelt til vegs I Bandartkjunum en Hitl- er I Þýzkalandi, og siöari heimsstyrjöldin skall á”. Hug- sjónamenn eru þvi ekki látnir hafa lausan tauminn I Kreml. Alexsander Shelepin verka- lýösmálaráöherra lagði fyrir skömmu sérstaka áherzlu á, að samvinna Sovétmanna við Vesturlönd þjónaði ekki fyrst og fremst hag einokandi auð- jöfra i auðvaldsrikjunum, heldur einnig og öllu fremur verkalýð Vesturlanda. 3. SAMBÚÐARBÓTAVIÐ- LEITNIN lifir sennilega af allar breytingar á forustunni i Kreml. „Aframhald” virtist einmitt lykilorðið i viðræðum okkar i Moskvu. Á yfirborðinu virtust Sovétmenn hafa áhyggjur af þvi hvort forustu- menn Vesturveldanna héldu áfram sambúöarbótaviðleitn- inni. Yrðu áhrifin neikvæð ef Jackson öldungadeildarþing- maöur yrði forseti Bandarikj- anna eða Franz Josef Strauss kanslari Vestur-Þýzkalands? En þrátt fyrir þessar efa- semdir um stefnu vestrænna forustumanna gerðu sovézkir gestgjafar okkar sér far um að sannfæra okkur um stöðug- lyndi Sovétmanna i þessum efnum, hver svo sem kynni að taka við þegar að þvi kemur að Brezjnef hverfi úr Kreml. 4. HVAÐ sem þessu liður má efalaust gera ráð fyrir, að við þurfum á sterkum taugum að halda við sambúðarbæturnar. Á fyrsta stigi er stefnt að þvi að tryggja óbreytt ástand, minnka hættuna á kjarnorku- styrjöld og draga úr vig- búnaðarkapphlaupinu yfir- leitt, og þetta hefir verið strembinn áfangi. Marga þröskulda þarf að yfirstiga I viðræðum um kjárnorkuvopn- in og eldflaugarnar. Annar áfangi sambúðarbótanna verð- ur þó enn torsóttari. Bæta þarf hið „óbreytta” ástand, slæva ágreininginn og greiða götu raunverulegrar samvinnu, þar sem tæknilegt samkomu- lag milli rikisstjórna hrekkur ekki til. Mér virðist þörf á siauknu sambandi þjóðanna sjálfra og breytinga á gagnkvæmum viðhorfum þeirra. Satt að segja trúi ég ekki, að Sovét- menn séu reiðubúnir til þeirr- ar opinskáu viðurkenningar, sem til þarf. Þeir hafa ekki enn sannfærzt um, að sifelldar yfirlýsingar um æ harðnandi hugsjónalega stéttabaráttu gegnhinum vestræna heimi er ekki hagstæðasti jarðvegurinn fyrir umfangsmikla sam- vinnu, nema þvi aðeins, að sambúðarbótaviðleitnin leiði til annars og meira en fram- halds kalda striðsins að við- bættu lánstrausti i auðvalds- rikjunum og nokkurrar vest- rænnar tæknikunnáttu. Eins þurfa Sovétmenn að komast að raun um, að yfirlýsingar út i bláinn um bróðurlega sam- stöðu hrökkva skammt. Eigi sambúðarbótaviðleitnin að bera árangur þarf einlægt starf að ákveðnum málum, raunveruleg samskipti og jafnari aðild að áhættu af beggja hálfu en nú er raun á. BRÉZJNEF er tekinn til starfa að nýju og það mátti varla seinna vera. Stjórn- málamenn i Moskvu urðu þess greinilega varir, að dugmikill- ar forustu hans naut ekki við meöan að hann var sjúkur. Skrifstofuvaldsþjónarnir tóku allt í einu aö njóta sin, var- færnir, þurrir á manninn og seinlátir I öllum atriðum, sem horfðu til raunverulegra sam- búðarbóta. 1 sumar þarf bæði að ganga frá næstu fimm ára áætlun og nýrri fimmtán ára áætlun. Til þess að koma þvi i kring þarf snör handtök. Ákveða þarf, hvar eigi að fjárfesta, hvaða útflutningsiðnað eigi að efla og hvernig eigi að koma á sam- vinnu við Vesturlandamenn á næstu árum. Hreyfing hlýtur þvi að koma á sambúðarbóta- viðleitnina að nýju ef Brézjnef er enn sjálfum sér likur. Og við skulum vona að svo sé.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.