Tíminn - 07.03.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.03.1975, Blaðsíða 13
Föstudagur 7. marz 1975 TÍMINN 13 Góö aðsókn hefur verið að málverkasýningu Ástriðar Andersen I Hamragörðum, og margar myndanna selst. Sýningin verður opin fram á sunnudagskvöld n.k. t dag föstudag, verður hún opin kl. 16-22(á morg- un iaugardag, og á sunnudag verður sýningin opin kl. 14-22. Óviðunandi ástand í Aðalfundur F.I.S.: lánamálum LAUGARDAGINN 1. marz var aðalfundur Félags islenzkra stór- kaupmanna haldinn að Hótel Sögu, og var hann mjög fjölsótt- ur. Formaður var kjörinn Jón Magnússon forstjóri. Árni Gests- son, fráfarandi formaður félags- ins, hefur verið formaður undan- farin tvö kjörtlmabil, en sam- kvæmt iögum félagsins má ekki kjósa formann oftar en tvö kjör- timabil i röð. Meðstjórncndur voru kjörnir Jóhann J. Ólafsson, Gunnar Kvaran, Agúst Armann og Árni J. Fannberg. A fundinum voru sérstakar um- ræður um vöruflutninga til Is- lands og á Islandi, og flutti Tómas Sveinsson viðskiptafræðingur yfirlitserindi um þetta efni. A fundinum voru samþykktar nokkrar ályktanir um málefni verzlunarinnar, m.a. eftirfar- andi: „Aðalfundur FIS telur óvið- unandi ástand rikja i langlána- málum verzlunarinnar, þar sem hún á nær engan aðgang að lang- timalánum, miðað við aðra at- vinnuvegi landsmanna. Stendur þetta allri þróun i isl. verzlun fyrir þrifum og stuðlar að þvi að nýjungar eru ekki hagnýttar sem skyldi. Þá lýsti fundurinn yfir fullum stuðningi viö hugmyndir um stofnun langlánasjóðs, sem hafi fastan tekjustofn, i formi gjalds, sem innheimtist af verzluninni i landinu. Skorar fundurinn á rikisstjórnina að beita sér fyrir lagasetningu um málið”. Þá mótmælti aðalfundurinn lækkun álagningarprósentu i kjölfar siðustu gengisfellingar og krafðist þess að álagningarpró- sentan yrði hið fyrsta hækkuð I það, sem hún var fyrir siðustu gengisfellingu. IIS ÚTBOÐ Fóstureyðingarmdlið í hæstarétti: RÍKIÐ EKKI SKAÐA- BÓTASKYLT FB-Reykjavik. Fyrir skömmu var skýrt frá þvi hér i blaðinu að stjórnarnefnd rikisspitalanna, heilbrigðisráðherra og fjármála- ráðherra fyrir hönd rikissjóðs heföu áfrýjað til hæstaréttar f jár- bótakröfu, sem dómur hafði fallið um i héraði. Fjárbótakröfu gerði kona, vegna þess að hún hafði ekki fengið framkvæmda fóstur- eyöingu, eftir að fóstureyðingin hafði verið heimiluð af landlækni. Astæðan fyrir fóstureyðingunni var sú, að konan hafði fengið rauða hunda á meðgöngutiman- um, og grunur lék á, að fóstrið hefði skaddazt- af þeim sökum. Reyndist sá grunur á rökum reistur, er barnið fæddist van- heilt. Hæstiréttur hefur nú sýknað áðurnefnda aðila af fébótaskyldu m.a. á þeim grundvelli, að drátt- ur hafi orðið á fóstureyðingunni vegna þess að i upphafi hafi ekki legið fyrir nægilegar upplýsingar til þess að heimila fóstureyðing- una. Nokkurn tima hafi tekið að afla þessara upplysinga, en ekki hafi verið sýnt fram á, að við af- greiöslu umsóknar hafi orðið nein slik vanræksla i stjórnsýslu, sem Kjaramálaályktun iðnverkafólks BLAÐINU barst á mánudag ályktun Landssambands Iðn- verkafólks um kjaramál. Er hún svohljóðandi: „Miðstjórnarfundur Lands- sambands Iðnverkafólks, haldinn 2. marz 1975, mótmælir harðlega þeirri gifurlegu kjaraskerðingu, sem átt hefir sér stað frá gerð sið- ustu kjarasamninga, fyrst með bindingu visitölunnar og þeim taumlausu verðhækkunum sem dunið hafa yfir, einkum nú sið- stjórnarinnar til lausnar deilunni er ekki á nokkurn hátt liklegt til að endar nái saman. Tilraunir verkalýðshreyfingar- innar til að leysa þessa deilu á friðsamlegan hátt hafa þvi engan árangur borið, en með hverjum degi sem liður versna kjör hins vinnandi fólks, svo að nú er hún knúin til að beita mætti samtak- anna til lausnar deilunni”. baki áfrýjanda fébótaábyrgð. Nokkur töf virðist einnig hafa oröið á, að konan kæmist á fæð- ingardeildina, þar sem fóstureyð- ingin hafi átt að eiga sér stað. í dómnum segir, að engin rök hafi verið leidd að þvi, að biðin, sem varð, hafi stafað af vanrækslu þeirra, sem um það mál fjölluðu, og ekki hafi verið leitt i ljós, að skjótari afgreiðsla hefði nokkru breytt um þá afstöðu, sem yfir- læknir fæðingardeildar Lands- spitalans tók til framkvæmdar fóstureyðingarinnar. Hann taldi konuna of langt gengna með, er hún kom á deildina og þvi hefði fóstureyðingin verið hættuleg heilsu hennar. Segir um þetta i dómnum: „Leggja verður til grundvallar, að læknar fæðingar- deildar Landsspitalans hafi eigi viljað eyða fóstri konunnar vegna þess hve lengi hún hafði gengið með, þegar hún kom á fæðingar- deildina. Hafi fóstureyðing af þeirri ástæðu þá verið orðin það varhugaverð, að þeirra mati, að þeir hafi ekki viljað taka á sig ábyrgð á framkvæmd hennar, þegar gætt var tilefnis leyfisins”. Enn fremur segir i dómnum: „Þá verður skaðabótaskylda áfrýjanda ekkireist á þvi, að rik- inu sé lögskylt að sjá svo um, að fóstureyðing fáist jafnan fram- kvæmd, ef löglegt leyfi hefur veriðfengið til hennar samkvæmt 1. mgr. 3. g. laga nr. 16/1938, enda leggja hvorki þau lög né aðrar réttarheimildir slika skyldu á hendur rikinu”. ustu mánuðina. Nú er svo komið að kjararýrnun frá þvi að siðustu samningar voru gerðir, er orðin um 30%, áður en áhrif siðustu gengisfellingarinnar eru komin út i verðlagið og vitað er um stór- felldar hækkanir aðrar, sem eru rétt ókomnar. Það er þvi augljóst að kjör iðn- verkafólks, sem áður voru naumt skorin, eru nú orðin með öllu óviðunandi. Þar við bætist svo að atvinnuöryggi hefir minnkað og þegar er farið að gæta nokkurs samdráttar i atvinnu iðnverka- fólks. Umræður um kjaramál við at- vinnurekendur og rikisstjórn hafa nú staðið yfir i hart nær tvo mán- uði án minnsta árangurs. Ekkert tilboð er enn komið fram frá at- vinnurekendum og framlag rikis- Auglýsitf i'fonÆmun Heyblásari við traktor óskast til kaups. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 20. þ.m. merkt „Heyblásari". KIRKJUFELAG STOFNAÐ í DIGRANESPRESTAKALLI SUNNUDAGINN 9. febrúar var stofnað kirkjufélag Digranes- prestakalls á safnaðarfundi að lokinni guðsþjónustu i Kópavogs- kirkju. A fundinum voru samþykkt lög fyrir félagið og sjö manna stjórn kosin. I lögunum segir m.a., að mark- mið félagsins sé „að efla safn- aðarvitund og safnaðarlif”, og hyggst félagið vinna að þvi markmiði með þvi að efla kirkju- sókn, með fundum og samkom- um,kirkjukvöldum,bættri st&rfs- aðstöðu safnaðarins, svo og með stuðningi við menningar- og mannúðarmál. Stjórn félagsins er þannig skip- uð: Formaður Þorleifur Jónsson, Lundi viö Nýbýlav. Var- form, Alda Bjarnadóttir, Hliðarv. 31 Ritari Jón H. Guðmundsson, Álftröð 5. Gjaldkeri, Birna Frð- riksdóttir, Hliðarv. 28. Meðstjórn. Erna Aradóttir, Álfhólsv. 74. Salómon Einarsson, Löngu- brekku 10 Sören Jónsson Hraun- tungu 34. Framhalds-stofnfundur félags- ins verður haldinn i Kópavogs- kirkju 9. marz n,k, að lokinni messu hjá sóknarpresti, sr. Þor- bergi Kristjánssyni, og teljast þvi allir þeir stofnendur félagsins, er þá gerast meðlimir. Stjórn félagsins heitir á safn- aðarfólk, jafnt unga sem eldri, að koma til liðs við gott málefni með þvi að gerast meðlimir Kirkjufé- lags Digranesprestakalls og taka þátt i störfum þess. Grásleppu- NET fyrirliggjandi úr girni 60 og 120 fm. Hafið samband við okkur sem fyrst. ^SEIFUR H.F7 Tryggvagötu lö Simar: 21915 & 21286 Tilboð óskast i 250 stöðumæla fyrir Umferðardeild Reykjavikurborgar. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 2. april 1975. Kl. 11. f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Permobel Blöndum bílalökk ---IILOSSB---------- Skipholti 35 - Simar: 8-13-50 verzlun 8-13-51 verkstafti • 8-13-52 skrifstofa^ Kveikjuhlutir í flestar tegundir bíla og vinnuvéla frá Evropu og Japan. - 13LOSSH------------------- Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa ■HIM.I II ...1.11..—— I—^ CRYSTAL 8011 Af sérstökum éstæðum eigum við fyrirliggjandi eina 85 hestafla Zetor drdttarvél með mjög fullkomnum útbúnaði, s.s. húsi, miðstöð, farþegasæti o. fl. Verð ca. kr. 1.150.000.00 ISTEKKf Ldgmúla 5 — Sími 81555

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.