Tíminn - 07.03.1975, Blaðsíða 17
Föstudagur 7. marz 1975
TtMINN
17
— hjá strákunum ", sagði Jimmy Armfield
eftir stórsigur Leeds gegn Anderlecht
í Evrópukeppninni
— Þetta var stórkostlegt hjá
strákunum”, sagði Jimmy Arm-
field, framkvæmdastjóri Leeds,
eftir stórsigur Leeds gegn Ander-
lecht frá Belgiu á Eiland Road i
Evrópukeppni meistaraliöa. —
Þeir mættu ákveðnir til leiks, og
það dugði. Ég er mjög hrifinn af
þeim 40 þús. áhorfendur sáu leik-
inn á Elland Road, sem iauk með
góðum sigri Leeds — 3:0. Það
voru skozku landsiiðsmennirnir
Joe Jordan, Gordon McQueen og
Peter Lorimer, sem skoruðu
mörk Leeds.
Evrópumeistarar Bayern
Munchen voru einnig i sviðsljós-
inu, og það varð þeim til happs,
að Uli Hoeness, sem meiddist I
leik sl. laugardag, gat leikið með
liðinu, en allt fram á slðasta dag
var talið, að hann gæti ekki leikið
með. Hoeness var stjarna Bayern
á ólympiuleikvanginum i Munch-
en. Um 62 þús. áhorfendur sáu
hann hvað eftir annað splundra
vörn rússneska liðsins Ararat
Yerevan, og það var hann, sem
kom Bayern á sporið I siðari hálf-
leik með stórgóðu marki. Siðan
bætti sænski landsliðsmaðurinn
Conny Torstensson öðru marki
við og innsiglaði sigur Bayern —
2:0. Þetta var 100. mark Bayern á
heimavelli I Evrópukeppni.
Tveir aðrir leikir voru leiknir i
meistarakeppninni, — Ruch
Chorzow frá Póllandi sigraði St.
Etienne á heimavelli (3:2), og
Barcelona vann sænska liðið At-
vidaberg (2:0), en sænska liðið
leikur báða leikina i keppninni á
Spáni.
V-þýski landsliðsmaðurinn
Gunther Netzer var maður leiks-
ins, þegar Real Madrid sigraði
Rauðu stjörnuna frá Belgrad, i
Madrid, i Evrópukeppni bikar-
hafa (2:0). Hann átti aiian
heiðurinn af fyrra marki Mad-
rid-Iiðsins, sem Santillana skor-
aði. Siðan skoraði Netzer annað
markið, úr vitaspyrnu, og eftir
leikinn var honum fagnað
geysilega af þcim 70 þús. áhorf-
endum, sem sáu lcikinn.
Aðrir leikir i Evrópukeppni
bikarhafa fóru þannig á miðviku-
dagskvöldið:
Malmö-Ferencvaros ........1:3
PSV Eindhoven-Benfica.....0:0
Bursapor, Tyrkl.-Dynamo
Kiev......................0:1
Leikmenn 1. FC Köln frá
V-Þýzkalandi voru heldur betur á
skotskónum gegn FC Amsterdam
i UEFA-bikarkeppninni. Heinz
Flohe skoraði fyrir heimamenn i
fyrri hálfieik, en mark Hol-
lendinganna skoraði Visser, og
var staðan jöfn i hálfieik, 1:1. i
siðari hálfleik fóru V-Þjóðverj-
arnir i gang, og neyddist þá
la ndsliðs m ark vörður Hol-
lendinga, Jan Jongbloe, til að
hirða knöttinn fjórum sinnum úr
netinu. Það tók Dieter Mueller
ekki nema 15 min. að skora
„hat-trick”, og siðan bætti Flohe
fjórða markinu við. Einum leik-
manni Amsterdam-liðsins var
vikið af leikvelli — Van der Ban.
Kölnarliðið hefur nú skorað 103
mörk á heimavelli i Evrópu-
keppni.
Borussia Mönchengladbach
sigraði Banik Ostrava frá Tékkó-
slóvakiu á útivelli — 0:1. Það var
markaskorarinn mikli, Heynch-
es, sem skoraði mark „Glad-
bach”. Italska liðið Juventus
sigraði Hamburger SV i Turin —
2:0. Þá sigraði Veles Mostar frá
Júgóslaviu FC Twente frá Hol-
landi — 1:0. — SOS.
íþróttaskór
„Þetta var stórkostlegt
Blackpool
32 13 11 8 33:22 37
—SOS
TORCH
Nr. 34-39 kr. 1560
Nr. 40-45 kr. 1840
PÓSTSENDUM
ivik
kSÍMI 92-2006^
Hafnargötu 36
Keflavík
KNAPP
ER AÐ
KOAAA
TONY KNAPP, þjálfari KR-
inga, er væntanlegur til lands-
ins I næstu viku, og mun hann
þá byrja að þjálfa KR-liöið af
fullum krafti. KR-ingar eru nú
þegar byrjaðir að æfa eftir æf-
ingaprógrammi, sem hann lét
þá fá eftir áramót. Þá mun
Knapp að öllum líkindum
byrja fljótlega að undirbúa
landsliðið fyrir átök sumars-
ins, en fyrstu leikirnir verða
gegn Frökkum og A-Þjóöverj-
um á Laugardalsveilinum i
lok mai og byrjun júni— SOS
KARL OG
HANNES
— dæma í New
York og Montreal
KARL JÓHANNSSON og
HANNES Þ. SIGURÐSSON
fara til Bandarikjanna og
Kanada i næstu viku, en þeir
eiga þar að dæma tvo lands-
leiki i undankeppni HM
kvenna. Fyrri leikurinn, milli
Bandarikjanna og Kanada,
verður ieikinn fyrir utan New
York, en siðari leikur þjóð-
anna fer fram i Montreal.
ISOS.
..Islendinaar eiaa mikla
möauleika aean Dönum
„ÍSLENDINGAR eiga mikla
möguleika gegn Dönum, þar sem
þeir leika á heimavelli gegn
þeim”, sagði hinn snjalli leik-
maður Skoda Pilzen, Vladimir
Jarý, þegar hann var spurður um
möguleika tsiendinga gegn Dön-
um. — Það er erfitt að segja um
styrkleikamuninn á islendingum
og Dönum, þar sem viðlékum að-
eins einn leik gegn Dönum I Dan-
mörku (21:16 fyrir Tékka). En
mér finnst dönsku og islenzku lið-
in svipuð að styrkleika, þau leika
áþekkan handknattleik. íslend-
ingarnir eru þó liklega sterkari
heldur en Danir og betur undir-
búnir fyrir átök, sagði Jarý.
Um landsleiki Tékka og Islend-
inga, sagði Jarý: — Islendingar
eru ávallt erfiðir heim að sækja
og þeir hafa oftast veitt okkur
harða keppni, má þar benda á
leikinn á Olympiuleikunum
(19:19) og jafnteflisleikinn i æf-
ingakeppninni i A-Þýzkalandi
fyrir HM.
— Finnst þér mikill munur á is-
lenzka OL-liðinu og liðinu sem þið
mættuð i Laugardalshöllinni,
Jarý?
— Það er erfitt að segja um
það, en mér finnst liðin svipuð. Is-
lenzka liðið lék gegn okkur án Ax-
els Axelssonar og hefur það ör-
ugglega mikið að segja, þvi að
hann er frábær handknattleiks-
maður. Annars finnst mér mark-
FEKK ENGA
HJÁLP"
— segir Einar
Magnússon
„ÞAÐ var erfitt að leika gegn
hinum hávöxnu og hörðu
varnarmönnum Tékka”, sagði
Einar Magnússon, eftir lands-
leikinn á miðvikudagskvöldið.
— Það var mjög erfitt fyrir
mig að skapa mér færi, þar
sem leikmaður nr. 4 (Jarý)
hafði strangar gætur á mér og
hann var alltaf tilbúinn fyrir
framan mig. Þá vantaði illi-
lega leikmann hjá okkur, sem
„blokkerar” fyrir okkur úti-
spilarana. Það er nær ómögu-
legt að ætla sér að fara að gera
stóra hluti, gegn eins sterkri
vörn og sú tékkneska var, ef
maöur fær enga hjálp frá
meðspilurunum”.
Einar var ekkiánægður með
árangur sinn gegn Tékkum, og
er það ósköp skiljanlegt. Það
var enginn leikmaður, sem
hjálpaði honum, — nær allir
útispilarar islenzka liðsins
hugsuðu eingöngu um sjálfan
sig. Það sást bezt á þvi, að þeir
reyndu hvað eftir annað að
brjótast i gegnum hina sterku
tékknesku vörn, upp á eigin
spýtur.
—sos
— segir hinn snjalli leikmaður Tékka,
Valdimír Jarý
★ Tékkar eru nú þegar byrjaðir að undir
búa sig fyrir OL, en á sama tíma
sitjum við auðum höndum
ykkur
varzlan ekki eins góð hjá
og oft áður.
— Er Skoda Pilzen á toppnum i
deildarkeppninni I Tékko-
slóvakiu?
— Já, við höfum forust'una eftir
fyrri umferðina, sem var leikin
utanhúss i haust, en Tatran Pre-
EINAR MAGNÚSSON ... sést hér
reyna markskotyfir Jarý. Hann
fékk enga aðstoð Ilandsleikjunum
gegn Tékkum.
(Timamynd Gunnar)
sov fylgir fast á eftir.
— Er deildarkeppnin I Tékkó-
slóvakiu leikin utanhúss?
— Deildarkeppnin hjá okkur
hefur ávallt verið leikin utanhúss
og hefur hún farið fram á tveimur
timabilum — á haustin og vorin.
Astæðan fyrir þvi er, að ísknatt-
leikur, sem er vinsælasta iþrótta-
greinin i Tékkóslóvakiu er leikinn
á veturna. En nú verður gerð
breyting þar á og fer heildar-
keppnin fram bæði utanhúss og
innanhúss. Fyrri umferðin var
leikin utanhúss i haust og sú sið-
ari verður leikin innanhúss i vor,
og verður það i fyrsta skipti, sem
keppnin fer fram innanhúss.
— Hver er ástæðan fyrir þvi, að
þið eruð nú byrjaðir að leika
deiidarkeppnina innanhúss?
— Eins og þú veizt, þá fara
bæði HM-keppnin og Olympiu-
leikarnir fram innanhúss. Þvi
verðum viðað æfa okkur að leika
við þær aðstæður. Nú eru
Olympiuleikarnir framundan og
deildarkeppnin næsta keppnis-
timabil eingöngu leikin innan-
húss. Það er liðúr i undirbúningi
okkar fyrir OL.
A þessu sést að Tékkar eru nú
þegar byrjaðir að undirbúa sig
fyrir OL og þeir haga deildar-
keppninni eftir þvi. Á sama tinia
og Tékkar láta landslið sitt ganga
fyrir, þá sitjupi við auöum hönd-
um og gerum ekki neitt. Deildar-
keppnin hjá okkur er látin sitja i
fyrirrúmi og deildin keyrð áfram
á svo stuttum tima, að það er eng-
inn timi fyrir æfingar hjá lands-
liði okkar, enda er það aö koma
sterklega i ljós. Við getum ekki
búizt við árangri hjá landsliðinu,
þegar ekkert er gert fyrir það.
—SOS
ASTON
_VILLAJ
ASTON VILLA-Iiðiö, sem nú er
talið eitt sterkasta lið Englands,
skauzt upp i þriðja sæti i 2. deild-
arkeppninni á miðvikudagskvöld-
ið, þegar það gerði jafntefli við
Bolton 0:0 á Villa Park. Aston
Villa tapaði þarna dýrmætu s'tigi
á heimavelli, i hinni höröu bar-
áttu i 2. deild, en þrjú efstu liö
deildarinnar tryggja sér sæti I 1.
deild næsta keppnistímabil.
Staða efstu liðanna er nú þessi:
EVROPULEIKIRNIR I KNATTSPYRNU:
Man.Utd.
Sunderland
Aston Villa
Norwich
Bristol C