Tíminn - 07.03.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.03.1975, Blaðsíða 1
'ÆHGIRP Áætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 t? Vinstri menn sigruðu ÚRSLITIN I kosningunum til stiidentaráðs Háskóla ts- lands voru kunn i gærkvöldi. A-listi, listi Vöku; félags ryðræðissinnaðra stúdenta hlaut €71 atkvæði eða 43% greiddra atkvæða. B-listi, listi vinstri manna hlaut 848 atkvæði eða 54,4% greiddra atkvæða. Auðir seðlar voru 31 og ógildir 8. A kjörskrá voru 2549. Atkvæði greiddu 1558 eða 61,12%. Af A-lista hlutu kosningu.: 1. Eirlkur Þorgeirsson, 2. Margrét Guðmundsdóttir, 3. Kristinn Sigurjónsson, 4. Þórður Sverrisson, ','. 5. Við- ar Már Matthlasson, 6. Guðný Asta Sveinsdóttir. Af B-lista hlutu kosningu: 1. Gestur Guðmundsson, 2. Steinunn Hafstað, 3. Her- mann Sveinbjörnsson, 4. Ossur Skarphéðinsson, 5. Valgerður Sigurðardóttir, 6. Þórður Ingvi Guðmundsson, 7. Jónina Einarsdóttir. FulltrUi stúdenta I Há- skólaráð var kosinn Þor- steinn MagnUsson og til vara Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, báðir af lista vinstri manna. Þingeyingar fótsmáir, en Árnesingar stórfættir FB-Reykjavlk. — í tilefni af opnun Kaupstefnunnar ts- lenzkur fatnaður, sem nú stendur yfir að Hótel Loftleiö- um, ræddu fulltrúar framleið- endanna, sem þar sýna við blaðamenn. Kom þar fram, að tslendingar vaxa stööugt að ummáli, og virðist velmegun- in m.a. koma fram f þvi, að fólk þarf stöðugt að kaupa sér stærri fatnað. Meðalmittismál karlmanna var til skamms tíma 32 þumlungar, en er nú komið upp í 36 til 37 þumlunga. Karl- mannsbuxur eru framleiddar I víddum frá 27 þumlungum I 52 þumlunga, sem mun vera 130 sm. Þá kom fram, að íslending- ar þurfa allt annað skólag en flestar aðrar þjóðir. Islend- ingar eru með breiðari fætur heldur en flestir aðrir, og þeg- ar skóframleiðendur kaupa leista til þess að smiða skóna eftir, þurfa þeir yfirleitt alltaf tveim breiddum stærri leista en sendir eru sem sýnishorn. Þá kom fram su merkilega staðreynd, að fólk á Norður- landi og Austurlandi er með minni fætur heldur en Sunn- lendingar. Minnsta fætur og hæstar ristar hefur fólk I Þing- eyjarsýslum og á Austurlandi, en stórfættast er það hins veg- ar I Arnessýslu. Ástæðan mun vera sU, að fólk sem býr I fjall- lendi er yfirleitt með styttri fót.oghærriristhelduren þeir sem bUa á láglendi. Um höfuðföt höfðu framleið- endurnir það að segja, að minnstar hUfur keyptu menn á DjUpavogi, og einnig væru til- takanlega minni höfuðföt seld til Þórshafnar en annarra staða, sem þeir mundu eftir. Stórí borínn kominn til landsins Ms. Mælifell kom til Reykjavlkur eftir hádegi f gær, og var þegar hafizt handa um að koma bornum I land. A myndinni I liorninu eru, taldir frá vinstri: Páll Hafstað, fulltrúi Orkumálastjóra, Rögnvaldur yfirverkstjóri hjá Orkustofnun, Bergur Pálsson, skripstjóri á ms. Mælifelli, og Hjörtur lljartar, for- stjóri skipadeildar StS. Tlmamynd: G.E. — kostar tæplega 500 milliónir króna gébé—Reykjavik — í gær kom fyrstioliuborinn, sem tslendingar eignast, til landsins með ms. Mælifelli frá Houston I Texas. — Borinn er millistærð af olfubor, sagði Rögnvaldur Finnbogason, forstjóri Jarbborunardeildar Orkustofnunar, en hér verður hann notaður til að bora eftir heitu vatni. Borinn, sein er að Gardner-Denver gerö, er um 566 tonn á þyngd og mun geta borað niður á 3.600 metra. • — t upphafi var kaupverð bors- ins áætlað um 280 milljónir króna, en sU upphæð hækkaði verulega við síðustu gengisfellingu og mun verðiö nU vera 330 milljónir króna, en það er fyrir utan að- flutningsgjöld, sagði Rögn- valdur, — sem veröa ekki undir 150-160 millj. feróna. Borinn kemur nokkuð seinna til landsins en upphaflega var áætlað, en skipið, sem náði I hann til Texas, ms. Mælifell, hreppi mjög slæmmt veður á leiðinni Ut og einnig á heimleið, og sagði skipstjórinn Bergur Pálsson, að Framhald á bls. 3 i* '. Bræðsluskipið Norglobal f Hvalfirði i gær, en mikið hvassviðri hamlaði þvi að hægt væri að taka á móti loðnu eins og áætlað haföi verið. — Timamynd: Róbert. Norglobal í Hvalfirði gébé—Reykjavlk — Um klukkan 19:00 i gærkvöldi, höfðu þrjátfu og fimm bátar tilkynnt Loðnunefnd um afla, frá miðnætti á miðviku- dag, og var hann samtals 8.500 tonn. Aflahæstur af þessum bát- um, var Faxaborg með 580 tonn og Loftur Baldvinsson með 520 tonn. Þessir bátar fengu aflann vestur af Garðsskaga, út af Selvogi, út af Knarrarósvita og við Tvfsker. Bræðsluskipiö Norglobal kom til Hvalfjarðar f gærmorgun, en lltið var hægt að taka á móti loönu I gær, sökuni veðurs, en mjög hvasst var þar I allan gærdag. Reynt var að finna betra lægi fyrir skipið I gærkvöidi, en áætlaö hafði verið að skipa upp úr þrem- ur bátum i bræðsluskipið i gær. Þá er föstudagurinn fuílpantaður hjá Norglobal og komið langt á veg með laugardaginn llka. Aldrei komizt í hann krappari — segir Sigurgeir Jónsson, háseti á ís. leifi VE um gönguna upp á Ingólfshöfða Gsal-Reykjavik — „Gangan frá gúmmfbátnum upp að vitanum á Ingólfshöfða var það erfiðasta af þessu öllu. Ég held ég megi segja, að það sé það versta sem ég hef komizt I um dagana". Þannig fórust Sigurgeiri Jónssyni orð, háseta á tsleifi VE, er Timinn hafði tal af hon- um f gær á Svinafelli I öræfum. — Það var óhemjurok alla leiðina og við höfðum vindinn beint I fangið. Það hafa senni- lega verið ein 10 vindstig og leiðin um 7 km lóng að höfðan- um. Við vorum allir mikið klæddir, bæði i ullarfötum og sjóstökkum og klöfháum stíg- vélum, sem gerði ferðina erfið- ari en ella. Flestir okkar áttu nokkra orku eftir, þegar upp i vitann var komið. Sigurgeir sagði, að þeir hefðu hvilzt ágætlega i vitanum þá fáu klukkutima, sem þeir hefðu dvalizt þar. Sagði hann, að tveir björgunarsveitarmenn hefðu komið og leitað álits þeirra, hvort þeir vildu halda kyrru fyrir i Höfðanum eða halda að jeppunum og fara til byggða. Var ákveðið að taka siðari kost- inn. Sigurgeir sagði, að leiðin að jeppunum hefði veriö miklu léttari, þvi þeir hefðu haft vind- inn I bakið og eins hefði veðrið lægt mikið, — og síðast en ekki sizt hefðu skipverjar verið Framhald á 19. slðu Grjóthríð á sandinum —- jeppar Öræfinga sandblásnir eftir ferðina ofan sandinn Gsal-Reykjavik — Þrettán björgunarsveitarmenn.úröræfa- sveit stóöu i ströngu við björgun áhafnarinnar á tsleifi VE, sem strandaði skammt undan Ingólfshöfða. Björgunarsveitin var hálfan nfunda tfma að brjót- ast niður sandana, en sú leið er um 15 km. Að sögn Páls Björns- sonar, formanns björgunar- sveitarinnar er þessi leið yfir- leitt farin á klukkutima. Ahöfn tsleifs og björgunarsveitar- menn komu til byggða i fyrri- nótt. — Já, það var erfitt að komast til skipbrotsmanna, þvi veðrið var mjög slæmt, sagði Páll, — sennilega um ellefu til tólf vindstig með snjókomu um tima. Það var mikið sandrok á leiðinni og jafnvel grjóthrið um tima. Tvær rúður i jeppunum brotnuðu og þeir eru meira og minna sandblásnir. Framhald á 19. slðu Páll Björgvinsson, formaður björgunarsveitar SVFt i öræfa- sveit.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.