Tíminn - 07.03.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.03.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Föstudagur 7. marz 1975 Hann andvarpaði, en brosti þó vingjarnlega. „Þú sigrar. En þegar þú kemur að búðardyrunum í fyrra- málið, þá stendur Gústaf þar". Svo skimaði hann í kringum sig, laut fram á borðið og hvíslaði ástríðu- fullur: „Á ég von á einum kossi?" Hún stjakaði honum frá sér og hló vandræðalega. „Enga heimsku, Gústaf", sagð hún. Hann rétti úr sér og lét á sig húfuna. Enn var hann brosandi. „Vertu þá sæl, Kolbrún. Ég kem á morgun. — Ertu viss um, að þú farir ekki heim í kvöld?" „Já-já. Alveg viss. Nú skaltu fara heim til mömmu þinnar". „Jæja þá.— Þaðer rétt: ég var með dálítið handa þér í pokanum mínum. En ég kem með það á morgun". „En ég hef sagt þér það, Gústaf, að þú mættir ekki gef a mér neitt: það er ekki rétt af þér". „O, vertu ekki að þessu. Hverjum ætti maður að gefa lítilræði við heimkomuna, ef ekki stúlkunni sinni?" ,, Við erum ekki trúlof uð eða neitt þess háttar: það væri ekki rétt af mér að taka við neinu". ,, Ekki trúlof uð, sagðirðu?" Hann sneri aftur að búðar- borðinu og glettnin skein úr augum hans. „Bíddu bara róleg, þangað til þú sérð, hvað ég er með í pokanum...Það er agnarlítið og hringar sig, og það glóir á það". „Ertu genginn af vitinu!" hrópaði Saga og lét eins og hún svaraði honum í sama tón. En í djúpi augna hennar spelgaðist skelfing. „Og ég er með fleira. — Biddu þangað til þú færð að sjá það". „Gústaf!" „Hvað?" „Lofaðu mér einu". „Alveg sjálfsagt. — Og hvað er það svo?" „Þú mátt ekki koma með neitt hingað í fyrramálið". „Hvers vegna ekki....? Þú ert svo...." „Þú verður að lofa mér því, Gústaf". „Jæja þá. Þú sigrar. — Vertu sæl, góða". Hann gekk út, axlaði pokann og arkaði af stað og veifaði og kinkaði kolli til súlkunnar, sem stóð við búðar- gluggann. „Hef urðu hitt Sögu?" spurði Katrín eins og af tilviljun, þegar Gústaf var setztur við borðið heima og farinn að sötra kaffi. „Hvað heldurðu?" svaraði hann brosandi. „Ætli ég fari f ramhjá búðinni án þess að sjá f raman í hana? Saga — það er stúlkan, sem segir sex: Beztur kvenkostur á öllum Álandseyjum". Katrín brosti dapurlega. „Þú sverð þig í ættina, heyri ég er. Þetta var pabbi þinn vanur að segja í gamla daga. — Töluðust þið við?" „Ha-ha-ha! Heldurðu, að við höfum bara gónt hvort á annað? — Hún er svo skollans ári greind, mamma, og svoer hún svofalleg. Og svofer hún sínargötur". „Mér finnst hún kannski vera of hneigð fyrir að fara sínar götur — stundum. En stundum getur hún líka verið þýð og Ijúf". „Gættu þín, mamma, að segja ekki neitt Ijótt um stúlkuna mina. Og nú ætla ég í sparisjóðinn að leggja inn sumargróðann". ,, Það er gott. — Ætlið þið Saga að hittast i kvöld?" „Nei, Hún verður að sauma hjá Seffer í kvöld og ætlar að sofa þar í nótt". „Að sauma hjá Seffer? Það var skrítið". „Ja, svo sagði hún. Og veiztu, hvað hún er hugsunar- söm, mamma? Hún vildi endilega, að ég væri heima hjá þér fyrsta kvöldið". „Já, einmitt: hún vildi það. Mér þykir hún vera hugsunarsöm", svaraði Katrín. En Gústaf tók ekki eftir háðshreimnum, sem var í rödd hennar. Dag eftir dag kom Saga með nýjar afsakanir til þess að sleppa við samfylgd Gústafs heim á kvöldin að lokinni vinnu. Hann var orðinn órólegur og skildi hvorki upp né niður í öllum þessum undanbrögðum. En hann hafði ekki enn komiztá snoðir um það, að Malm var búinn að bola honum út. Katrín var uggandi um son sinn og vissi ekki, hvort hún átti heldur að gera: segja honum sannleikann eða þegja. Hún hafði vonað, að Saga myndi sjálf segja honum, i hvert efni var komið, en hún virtist ætla að hliðra sér hjá því. Einn daginn var hann óvanalega mæddur, er hann kom heim. Hann sat lengi þegjandi og horfði í gaupnir sér, áður en Katrín veitti því athygli, hve honum var brugðið. Henni datt strax í hug, að nú hefði hann komizt á snoðir um hið sanna. „Það er allt sjálfu sér líkt á þessum hólma ennþá. Hyskið hérna er ekki hætt að Ijúga og fleipra", sagði hann loks. „Það er nú ekki ný bóla, að það bregði þess háttar fyrir sig", „Hefur þú heyrt sögurnar?" Hann leit rannsakandi á hana. „Já, ég hef heyrt þær", svaraði Katrín stillilega. FÖSTUDAGUR 7. mars 7.00 Morguniitvarp. Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Sigurður Gunnarsson les þýöingu slna á „Sögunni af Tóta” eftir Berit Brænne (5). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atr. Spjallaö viö bænd- ur kl. 10.05. ,,Hin gömlu kynni” kl. 10.25: Sverrir Kjartansson sér um þátt meö frásögnum og tónlist frá liðnum árum. Morgun- tónleikar kl. 11.00. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Himin og jörö” eftir Carlo Coccioli. Séra Jón Bjarman les þýð- ingu sina (18). 15.00 Miðdegistónleikar. André Gertler, Milan Etlik og Diane Andersen leika Andstæður fyrir fiðlu, klari- nettu og pianó eftir Béla Bartók. Serg Maurer, Kurt Hanke og Kurt Rothenbuhl- er flytja „Ráðvillta hljóð- færaleikarann”, þrjú lög fyrir tenór, horn og pianó eftir Hans Studer. Heinz Holliger, Eduard Brunner og Henry Bouchet leika Svitu op. 89 fyrir þrjú blást- urshljóðfæri eftir' Rudolf Moser. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorniö. 17.10 Ctvarpssaga barnanna: „1 fööur staö” eftir Kerstin Thorvall Falk.Olga Guðrún Arnadóttir lýkur lestri þýö- ingar sinnar (12). 17.30 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Þingsjá. Umsjón: Kári Jónasson. 20.00 Tónleikar Sinfónlu- hijómsveitar islands i Há- skólabiói kvöldið áöur. Hljómsveitarstjóri: Kari Tikka frá Finnlandi. Ein- leikari: Rögnvaldur Sigur- jónsson.A efnisskránni eru tvö tónverk eftir Johannes Brahms: a. Sinfónia nr. 3 i F-dúr op. 90 — og b. Pianó- konsert nr. 2 i B-dúr op. 83. — Jón Múli Arnason kynnir tónleikana. 21.30 „Stofnunin” eftir Geir Kristjánsson. Höfúndur les siðari hluta sögunnar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passlusálma (35). 22.25 Frá sjónarhóli neyt- enda.Dr. Stefán Aðalsteins- son fjallar um spurninguna: Hvernig fellur islenzkur landbúnaður aö sjónarmiö- um neytenda? 22.40 Afangar. Tónlistarþátt- ur i umsjá Asmundar Jóns- sonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur 7. mars 1975 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.35 Tökum lagiö. Breskur söngvaþáttur, þar sem hljómsveitin „The Settlers” leikur og syngur. Þýöandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 21.00 Kastljós. Fréttaskýr- ingaþáttur. Umsjónarmað- ur Svala Thorlacius. 21.55 Töframaðurinn. Banda- riskur sakamálamynda- flokkur. Þruma úr heiöskfru lofti. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.45 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.