Tíminn - 07.03.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.03.1975, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Föstudagur 7. marz 1975 Föstudagur 7. marz 1975 TÍMINN 11 Haraldur Ólafsson, lektor: SUNNUDAGINN 2. marz birtist i Timanum grein um Grænlendinga, og þá einkum örlög margra grænlenzkra ung- menna i Danmörku. Það er varla unnt að hugsa sér ægilegri lýsingu á forsjá einnar þjóðar en þar kemur fram i einföldum orðum. Hægt og örugg- lega er sjálfsvirðing heillar þjóðar brotin niður, og þegar virðingin fyrir eigin uppruna og eigin verðleikum er úr sögunni, þá er ekkert lengur til bjargar. Þá duga engar efnahags- aðgerðir, uppbygging atvinnulifs verður nánast hlægilegt ÞJÓDIR Á NORÐURSLÓDUM SuHlX°4 handahóf og hugtök eins og aukin og jöfn menntun, jafnrétti og bræðralag verða innihaldslaus orð, eða i bezta falli afsökun fyrir andlegu arðráni. 1 oröum þeirra ungu Grænlendinga sem rætt var viö, bar mest á þvi hve hættulegt þaö er fólki aö verða aö læra upp á nýtt hver eru hin réttu gildi. Hin réttu gildi eru dönsk, evrópsk, gildi þjóöar, sem er eins framandi Grænlendingum og hægt er aö hugsa sér. „Þaö væri bærilegra að vera hér, þótt ekki væri nema' eitt fjall i landinu,” segir einn um veruna I Danmörku. Þetta er áreiðan- lega ekki hnýfilyröi i garö Dana, þeirrar ágætu þjóðar. En þau eiga aö lýsa, hve hættulegt það er aö vera nýlenda, og kannski er þó enn hættulegra aö vera riki, sem ræður nýlendu. En þekkja ekki íslendingar Ur sinni reynslu og sinni sögu þetta sama? „Sem neflaus ásýnd er” orti Bjarni Thorarensen, og túlkaöi þar meö grundvallar- mun Danmerkur og Islands, mun sem aldrei gat laöað þess- ar þjóöir hvor aö annarri. Veiöi- samfélagiö islenzka og græn- lenzka samlagast aldrei iöju- semi kúa- og svinabúskaparins danska. En baö er rétt, sem leiklistar- gagnrýnandi danska blaösins, Aktuelt sagði um sýninguna a leikritinu Inúk i Kaupmanna- höfn um daginn: „Þaö er blóöug kaldhæöni, aö slíkt verk sku’íi samiö um hina upplýstu og ástúöarfullu stefnu Dana aö koma Grænlendingum til nokkurs þroska”. Og hann bætti viö: „Viö getum ekki sakaö Is- lendinga um aö þekkja okkur (Dani) ekki. Þeir gera þaö nefnilega”. Grænlendingar lýsa sjálfir hvemig það veröur, aö þjóö lendir milli tveggja elda, áhrifa erlendis frá og raunverulegs áhrifaleysis um eigin mál. Skólalærdómurinn miöast ekki lengur viö þá menningu, sem bömin alast upp viö á heimilun- um. Þaö er unniö i bláeygri bjartsýni aö þvi aö gera þau að Evrópumönnum, þau læra er- lent tungumál, sem þeim er tjáð aö eitt opni þeim leið til viröingar og menningar, það opnast gjá milli barnanna og foreldranna, menningargjá, sem annað hvort tekst ekki að brúa, þannig aö þjóðfélagiö klofnar, eöa þá aö unglingarnir gefast upp, snúa baki við námi, fara leiö foreldra sinna að vinna erfið og vanmet- in störf vonlaus og dofin. Ekkert er þjóö hættulegra en glata máli sinu. Málið er ekki aöeins tæki til aö gera sig skiljan- legan viö náungann, þaö er lika ákvaröandi um hvernig viö segjum þaö. Málið er fullt af arfi kynslóöanna, gildismati, verkkunnáttu, viröingu fyrir þvi, sem þjóðin hefur gert. Tungan er ekki aðeins tæki til aö miöla menningu og heldur einnig djúpur hluti sjálfrar menningarinnar. Þetta á ekki bara viö um Grænland.heldur allar þær þjóöir, sem eiga i vök aö verjast gagnvart öflugum yfirráöahópum. Samar á Norðurlöndum eru i sömu klipunni. Þeir verða að læra norsku.sænsku og finnsku til aö vera fullgildir þegnar og þátt- takendur i löndum sinum. Þaö dugar þér skammt aö hafa gott vald á samisku, ef þú átt erfitt meö aö oröa hugsanir þinar vel og auðveldlega á norsku. Bretagnebúar berjast fyrir viðurkenningu á sinu máli, svo þeir sleppi viö þá niðurlægingu aö vera einungis metnir eftir þvi hve vel þeir kunna frönsku — þeir neita þvi að veröa aö af- neita þjóöerni sinu og tungu til aö veröa metnir aö veröleikum. „Hin greiöasta leiö til aö skrilmenna þjóö er skemmdir á tungunni að vinna”, sagöi Stephan G. Og þaö hvarflaöi ekki að honum að yrkja á tungu, sem hinn menntaði heimur skildi. Þaö hefur mikið veriö rætt um „vandamál” (Já, þaö er alltaf kallaö vandamál) norrænu þjóöarbrotanna, og þá einkum aö gefa veröi öðrum þjóöum kost á að kynnast ritverkum þeirra.Þýöingamiöstöö á aö sjá um aö koma bókum af fær- eysku, Islenzku, finnsku og liklega samisku og grænlensku, á eitthvert skiljanlegtmál. Gott og vel. Þetta er einmitt I þeim anda, aö þessar þjóöir á noröurslóöum, sem eru aö þrjóskast við að halda sinni fornu tungu, og menningararf- leifð, séu i hættu staddar, og þvi verði að styrkja þær og efla menningu þeirra meö þvi aö þýöa verk þeirra. Bókmenntir þjóöar eru fyrst ogfremstfyrirhana sjálfa. Ljóö 19du aldar skáldanna islenzku eru einskis viröi I þýöingum á dönsku eða norsku Pau voru Is lendingum ómetanleg og eru þaö enn þann dag I dag. Það er enginn skaöi skeður, þótt þau séu þýdd, en Islenzk menning veröur fyrir þaö engu auöugri. Hins vegar er fjörugt menningarlif tslendinga, Grænlendinga, Færeyinga og Sama miklis um vert og stuölar aö fjölbreytni og skemmtun á öllum N orðurlöndum . Grænlenzk menning eöa samisk stækkar ekki um ferþumlung þótt nokkur ritverk Grænlendinga og Sama séu þýdd á dönsku eöa norsku, en skólar, þar sem grænlenzka er meginatriöi kennslunnar og efnafræöi og mannkynssaga er kennd á samisku, eflir sjálf- krafa og ómótstæöilega menningu og lif þessara þjóða. I beinu framhaldi af skóla- kerfinu telja Grænlendingarnir, aö ekkert hafi bælt Grænlend- inga sem ábyrgðarleysið. Þeim er ekki trúað fyrir neinu, — nema þeim, sem lagt hafa út á þá hálu braut að gerast Danir. Sumum hefur vissulega tekizt þetta, án þess að það komi veru- lega niöur á tilfinningu þeirra fyrir gildi grænlenzkrar menn- ingar og arfleifðar. Flestir hafa þó oröiö að hafna verulegum hluta uppruna sins og þjóðernis. Ég hef komið á grænlenzk heim- ili, þar sem bækur um sögu landsins, þjóðtrú, þjóösögur, náttúrufræöi og ferðalýsingar um Grænland skipuöu öndvegi. Þetta var hjá sjómönnum .og bændum. Þeir minna á islenzka alþýöu, sem haldið hefur tilfinn- ingunni fyrir samhengi menn- ingar og þjóðlifs. Skipbrot stefnunnar i Græn- landsmálum er ekki að rekja til illvilja danskra ráðamanna. Siöur en svo. Ég efast um, aö siöan Alexander I, Rússakeisari lét semja áætlun árið 1822 um hvernig unnt væri að vernda veiöimannasamfélög I Sfberiu, hafi engir stjórnmálamenn reynt aö læra svo af reynslunni sem Danir, er þeir hófu upp- byggingarstarf á Grænlandi. Það gleymdist bara, að menn- ing er staðreynd, sem sifellt veröur að hafa I huga, þegar lagt er inn á breytingarskeið. Það er hið raunverulega vanda- mál Grænlendinga, og reyndar lika Sama, að viljandi og óvilj- andi er menning þeirra rifin upp og I mesta lagi reynt að halda henni viö eins og jurt i potti. Melgrasskúfurinn stendur af sér stormana við jökulbrúnina, en á erfitt uppdráttar f gróöur- húsi. Nýlokið er fundi Noröur- landaráös i Reykjavik. Þar er eitt vandamáliö, aö Finnar og Islendingar þráast viö og tala mál, sem Danir, Norömenn og Sviar skilja ekki. Finnum og Is- lendingum hefur þvi veriö uppá- lagt aö tala eitthvert skiljanlegt mál. Hér er enn hiö sama á ferö- inni: þjóðum er gert aö tala annaö mál en þeim er eiginlegt til aö vera fullgildir aöilar aö fjölþjóölegri samvinnu. Þaö var þvi stór stund, þegar mennta- málaráöherra tslands flutti tölu sina á þessu þingi á þessu óskilj- anlega máli, islenzku. Þaö hlýtur að koma að þvi innan tiöar, aö á fundum Norðurlandaráðs verði ekki geröur munur á málum. Þar veröur töluö danska, norska, sænska, finnska, Islenzka, sam- iska, grænlenzka, færeyska. Að- eins á þann hátt eru þær þjóðir, sem aöild eiga að ráðinu, jafn- ar, og einungis þannig er unnt aö viöhalda raunverulegri sjálfsvirðingu þeirra. Enn er hægt að vitna til sögu vorrar: þaö var lengi baráttumál Is- lendinga, að öll lög, sem gilda áttu á íslandi, væri birt á is- lenzku, og sá texti jafngildur hinum danska. Hver er þá niðurstaða þessar- ar stuttu greinar minnar, samdrar I tilefni greinarinnar i Timanum? Vér tslendingar eigum að viöurkenna, aö þjóöir búsettar á Noröurlöndum eru átta. Tunga og menningararfur þessara þjóöa er mismunandi, og það veröur aö viöurkenna þann mis- mun I verki meö því aö láta þær sem mest sjálfar bera ábyrgö á eigin innri málum. Reikna verður meö þessum menningar- mun i skólahaldi, uppeldi, fjöl- miölum, blaða- og timaritaút- gáfu. Sjálfsvirðing er undir- staöa velferðar einstaklinga og þjóöa. Eftir megni verður aö forðast að særa sjálfsviröingu þjóða. Islendingar eiga aö hafa frumkvæði að úrbótum I þessum efnum, og styðja þá sjálfstæðu starfsemi, sem minnihlutahóp- ar á Norðurlöndum halda uppi til aö treysta menningu sina og afkomu. tslendingar eiga nú þegar að leggja fram tillögu um, að Grænlendingar og Samar fái fulla aöild að Norðurlandaráði, sérstaöa þeirra innan viökom- andi rfkja sé viöurkennd á þann hátt. tslendingar bjóöi grænlenzk- um námsmönnum riflega námsstyrki til að læra og hljóta þjálfun viö menntastofnanir hér. Ég er viss um, að margir Grænlendingar^kysu fremur aö læra hér, bæði við háskólann og sérskóla, heldur en i Danmörku. Þessu fólki þarf að gefa kost á sliku námi hérlendis. I undir- búningi er stofnun menntaset- urs á Grænlandi, þar sem græn- lenzk fræði verða stunduð á svipaöan hátt og hin færeysku viö Fróöskaparsetrið f Færeyj- um. Vegna gamalla og nýrra tengsla viö Grænland eiga ts- lendingar að styrkja þetta menntasetur með bókagjöfum, og annarri aðstoö, sem að gagni má koma. I stuttu máli sagt: tslendingar eiga hiklaust að skipa sér I sveit meö þeim minnihlutahópum á Norðurlöndum, sem ógnað er af breyttum samfélagsháttum, nýrri tækni og efnahagskerfi, og sjá menningu sina i hættu. Saga Islendinga og sjálfstæðisbarátta leggur oss beinlfnis þessa skyldu á herðar. Stefán Jasonarson: Tvær frumsýningar - Tveirheimar Leikfélag Selfoss frumsýndi sænska sjónleikinn Sjö stelpur eftir Erik Thorsteinsson i Selfossbiói þ. 23. jan. sl. Þýðingu leikritsins gerði Sig- mundur Orn Arngrimsson. Leikstjóri er Steinunn Jó- hannesdóttir. Leikmynd gerði Gylfi Gislason. Húsfyllir var á frumsýning- unni og leikendum, leikstjóra og leikmyndasmið fagnað framúr- skarandi vel I leikslok. Hverju var fólkið að fagna? Gamanleik. Nei. Gömlum og vel þekktum sögulegum sjónleik. Onei. Ekki var það. Þarna á sviðinu var frumsýningargestum sýnd áður óþekkt veröld: Sjö óhamingu- samar afvegaleiddar ungar stúlkur voru samankomnar á upptökuheimili. Angistin og rót- leysið — kæruleysið, speglaðist i hverri hreyfingu oft á tiðum. Starfsfólkið komst oft i vanda og varð að sigla milli skers og báru svo ekki færi allt i bál og brand á hælinu. Það var þessi nýja veröld sem vakti óskipta athygli fólksins. Sem betur fer erum við ts- lendingar að mestu ókunnir slikri veröld, nema af afspurn. — Og þó —? Eiturlyfin hafa ekki með öllu farið fram hjá okkar garði án viðkomu. Ungu stúlkurnar sem stjórna Leikfélagi Selfoss um þessar mundir eiga skilið þakk- læti fyrir myndarlegt framtak og að gefa fólki á Suðurlandi og viðar kost á að „kynnast” hinni eftirminnilegu mengunarhættu velferðarþjóðfélagsins. Fólkið, sem hefur fyllt sýningarsali Leikfélagsins að undanförnu hefur metið þetta framtak. Leikstjórinn, Steinunn Jóhannesdóttir, hefur vaxið af þessu verki. Leikmyndin fellur vel við atburðarásina. Túlkun leikaranna er i flestum tilvikum sönn og sannfærandi. Maður næstum gleymir þvi stundum að hér eru leikarar en ekki ,,al- vöru” vandræðafólk á fjölunum. Siðasta atriðið, þegar fokið er i flest skjól og ein af hinum óhamingjusömu ungu stúlkum á þá úrlausn eina, að fá inn- spýtingu i handlegginn til „varnar” þeim voðakvölum er steðja að á sál og likama — þá nær harmleikurinn hámarki. Fólkið vaknar, þegar leiknum er lokið. — Slik voðaveröld og hér er sýnd má ekki verða æskufólki islenzku þjóðarinnar að fótakefli. Það er boðskapur i þessu leik- riti, sem eldri og yngri vilja sjá. Mikil vinna og fórnfúst félags- starfhefur boriðgóðan árangur. Þjóðleikhúsið tók leikritið Sjö stelpur til sýninga fyrir nokkr- um árum. Sýningar urðu ekki margar. Ef til vill var hin and- lega mengun velferðarþjóð- félagsins minni þá en hún er núna. Til þess gæti bent hin mikla aðsókn að sýningum Leikfélags Selfoss á Sjö stelpum nú. Þann 7. febrúar var önnur frumsýning i Selfossbiói. Þá var sýnd þjóðháttakvikmyndin i dagsins önn, gerð af Vigfúsi Sigurgeirssyni, dr. Haraldi Matthiassyni og Þórði Tómas- syni. A þessari frumsýningu var einnig fullt hús og komust færri að en vildu. Frumsýningar- gestir skemmtu sér vel og sýningin gaf tilefni til umhugs- unar. — Ekki til umhugsunar um aðsteðjandi velmegunar- vanda, heldur hið gagnstæða, hina hörðu lifsbaráttu liðins tima. Þá var mengun óþekkt orð og áhyggjur manna af öðrum toga en nú. Svipmyndir þær er frum- sýningargestir sáu á tjaldinu þann 7. febrúar sýndu að nokkru þá aðstöðu, er islenzka þjóðin átti við að búa i hartnær 11 aldir. Handaflið og hin frumstæðu handverkfæri var vopnið gegn hungri og kulda. Annaðhvort varð einstaklingurinn að duga eða drepast i tvisýnni baráttu við óblið náttúruöfl. Þær tvær frumsýningar sem hér hefur verið bent á sýna okk- ur svo ólika heima. Svo ólika að þvi verður tæplega trúað að á milli þeirra kunni að vera aðeins nokkrir áratugir. 1 það minnsta er vel þess vert nú, þegar við leggjum leið okkar inná 12. öld tslandsbyggðar að ihuga þá báða. D Sviðsmynd úr Sjö stelpum. Eitt atriðanna i þjóðháttakvikmyndinni í dagsins önn, þar sem sýnt er verklag fyrri tiðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.