Tíminn - 07.03.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.03.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 7. marz 1975 MIKILVÆGUR ÞÁTTUR í VARÐVEIZLU ÍSLENZKRA HANDRITA Sýning d handrita- viðgerðum í Safnahúsinu t glerskápnum, þar sem þetta handrit er til sýnis, er lltill miöi með aöeins þrem orðum. Þau eru: fiíi, mygla, músaát, — ogmá segja, að lengri útskýringar heföu veriö þarflausar. Handrit, sem ekki er byrjaö aö gera viö. UM þessar mundir eru liöin 10 ár, siöan sett var á stofn sérstök viö- geröarstofa viö Þjóðskjalasafn tslands. Viögeröarstofan gerir jöfnum höndum viö skjöl og skjalabækur I Þjóöskjalasafni og handrit og bækur i Landsbóka- safni tslands. Starfsemi þessi hefur reynzt söfnunum mjög heiiiadrjúg, þó aö verkefnin séu fleiri og stærri en stofan fær enn annaö. Forstööukona viögeröarstof- unnar hefur frá öndverðu veriö frú Vigdis Björnsdóttir, sem upphaflega bjó sig undir starf sitt viö nám i Englandi hjá hinum kunna handritaviðgerðarmanni Roger Powell, en hefur slöan fariö nokkrar námsferðir til Eng- lands og annarra landa. Með henni vinna að viðgerðunum þrjár konur i hálfu starfi hver. NU hefur verið sett á fót sýning i anddyri Safnahússins við Hverfisgötu til aðminnast 10 ára afmælis þess merka starfs, sem stofan hefur haft með höndum. Þar er sýnt, hvernig þessi viðgerð fer fram og efni þau, sem notuo eru við starfsemina. Einnig getur að lita sýnishorn af þvi, sem gert hefur verið á stofunm undan- farinn áratug. Enn fremur má sjá þar skjöl, sem illa eru leikin af ýmsum ástæðum, svo sem göml- um fúa, músétin skjöl og skjöl, sem harðneskju hafa sætt af mannavöldum, bæði fyrir og eftir að þau komust i safn. Með þessari sýningu er ekki eingöngu ætlunin aö bregða upp mynd af þvi, hvernig gera má við illa farin skjöl og handrit, heldur er henni einnig ætlað aö brýna fyrir mönnum aö koma i veg fyrir þann voða og kostnað, sem skemmdir á skjölum og handrit- um hafa i för með sér. A slnum tima gekkst Kvenstú- dentafélag Islands fyrir þvi, að islenzk kona færi utan til að læra handritaviögerðir. A Viögerðar- stofu Þjóðskjalasafns hafa fram að þessu eingöngu starfað konur. Það er þvi ekki ófyrirsynju, að efnt hefur verið til framan- greindrar sýningar i húsakynnum safnanna á kvennaárinu 1975. Hér hefur eldurinn gerzt helzt til nærgönguli, og reyndar var það „eldur I Kaupinhafn”, þótt þá væru löngu slokknaðir iogarnir, sem léku um Islenzk handrit I þeirri borg á dögum Arna Magniissonar. Þetta handrit er á þvi stigi meðhöndlunar, sem við getum kallað „hálfviðgert”. Verkinu er lokiö og handritiö „útskrifað” frá Vigdisi Björnsdóttur og samstarfskonum hennar. Tlmamyndir Róbert. Nærfærnar kvenhendur eru komnar til skjalanna. Hér er búið að þvo handritið og Hmbera það.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.