Tíminn - 07.03.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.03.1975, Blaðsíða 7
Föstudagur 7. marz 1975 TÍMINN 7 Skákkeppni stofnana þrjár stofnanir jafnar og keppa til úrslita gébé-Reykjavik — Sjö umferðir hafa nú verið tefldar i skákkeppni stofnana. Þrjár stofnanir munu keppa til úrslita i A-riðli, i næstu viku, en keppnin i B-riðli lauk á miðvikudagskvöld. Nk. mánudag verður hraðskák tefld i A-riöli milli stofnananna. Um þrjú hundruð manns tóku þátt i skák- keppninni. Eftir sjö umferðir i A-riðli voru þessar stofnanir efstar með 18 1/2 vinning hver: Útvegsbanki ís- lands, Orkustofnun og Rafmagns- veitur rikisins, og svo sveit kenn- ara i Menntaskólanum i Hamra- hlið. Fjórir menn eru i hverri sveit, en fyrstu tveir mennirnir i hverri sveit þessara þriggja stofnana eru: Útvegsbankinn: Björn Þorsteinsson Reykjavikur- meistari og Gunnar Kr. Gunnars- son, formaður skáksambandsins, Orkustofnun og Rafmagnsveit- urnar: Ólafur Magnússon, Is- landsmeistari frá 1973, og Guð- mundur Pálmason. Kennarasveit MH: Ingvar Asmundsson og Stefán Briem. Þessar þrjár stofn- anir keppa siðan til úrslita. í fjórða sæti var sveit Búnaðar- banka Islands með 18 vinninga, og i fimmta sæti sveit Kennara- háákólans með 17 vinninga, og má af þessu sjá, að keppni hefur verið mjög hörð og spennandi i A- riðli. Hraðskákkeppniverður svo i A- riðli næstkomandi mánudag, en ekki er ákveðið, hvenær hrað- skákkeppnin i B-riðli verður. Þar átti keppni að ljúka á mið- vikudagskvöldið, en úrslit höfðu ekki borizt áður en blaðið fór i prentun. Myndarlegar gjafir frá Lionsmönnum Þann 25. þ.m. afhenti Lions- klúbbur Stykkishólms Sjúkrahús- inu i Stykkishólmi vönduð sjúkra- tæki, sem m.a. eru ætluð til nota I sjúkrabifreið, ef slys ber að hönd- um. Priorinnan Systir Hilde- gunne og Pálmi Frimannsson, héraðslæknir, veittu tækjunum móttöku og útskýrðu notkun þeirra fyrir viðstöddum. Sigfús Sigurðsson, kaupfélagsstjóri, hafði orð fyrir þeim Lionsmönn- um. Sama dag afhenti Lionsklúbb- urinn Barnaskólanum i Stykkis- hólmi hjálpartæki við lesnám seinþroskaðra barna. Er hér um að ræða lesvél, myndvörpu og bækur þeim tilheyrandi. Skóla- stjórinn, Lúðvik Halldórsson. þakkaði gjafirnar, en Ingveldur Sigurðardóttir kennari, sem hef- ur stundað sérnám i kennslu slikra barna, sýndi viðstöddum meðferð tækjanna. Lionsklúbbur Stykkishólms var stofnaður 26. febrúar 1967 og er þvi 8 ára um þessar mundir. Hann hefur árlega gefið sjúkra- tæki eða styrkt sjúklinga með fjárframlögum, og hefur þvi margur notið góðs af starfsemi hans. Félagar Lionsklúbbsins eru nú 36 talsins. Ráðstefna um dagvistun barna og forskólafræðslu: Brýn þörf á dag- vistunarheimilum FÓSTRUFÉLAG íslands og Rauðsokkahreyfingin héldu sam- eiginlega ráðstefnu 23. febrúar s.l., þar sem I erindum og vinnu- hópum var fjallað um dagvistun barna og forskólafræðslu. Skipu- leggjendur ráðstefnunnar óska cftir að koma eftirfarandi meg- inatriðum, sem rædd voru á ráð- stefnunni, á framfæri. „Við teljum, að dvöl barna á vel reknum dagvistarheimilum undir handleiðslu sérmenntaðs fólks örvi börnin vitsmunalega og þroski þau félagslega. Kostir heimilanna nýtast þó ekki að fullu, nema þar dveljist börn jafnt frá öllum þjóðfélagshópum. Hér á landi skortir töluvert á að þessu skilyrði sé fullnægt, þvi viðast komast þar að einungis börn for- eldra, sem brýna þörf hafa á að koma börnum sinum til dvalar á dagvistarheimili. Þróun undanfarinna ára sýnir ljóst, að konur leita i vaxandi mæli til starfa utan heimilisins. Þær leita nú nærri til jafns við karlmenn eftir framhaldsmennt- Atvinna og íbúð Ungt par óskar eftir ibúð og vinnu úti á landi. Margt kemur til greina. Maðurinn hef- ur meiraprófsréttindi. Upplýsingar í síma 4- 29-20 á laugardag. un, og þær hljóta þvi að leita einn- ig I vaxandi mæli til almennra starfa. Við teljum það skyldu samfélagsins að búa svo I haginn, að konur geti neytt hæfileika sinna og krafta til slikra starfa, án þess að það þurfi að bitna á börnunum. Þvi er brýn nauðsyn á, að dagvistarheimili veröi reist til að mæta þessari þörf, heimili þar sem þess er gætt, að börnun- um sé búin hin bestu þroskaskil- yröi. Ráðstefnan skoraöi þvi á rikisvaldið og stjórnendur sveitarfélaga að hraða sem mest uppbyggingu dagvistunarheimila i landinu. Með lögum um þátttöku rikisins i byggingu og rekstri dagvistar- heimila, dagheimila, leikskóla og skóladagheimila, sem samþykkt voru á Alþingi i april 1973, hefur fengizt full viðurkenning á hlut- verki dagvistarheimila og grund- völlur verið lagður að örari upp- byggingu og betri rekstri dagvist- unarheimilanna i islenzku þjóðfé- lagi. Skipuleg kennsla barna fyrir skólaskyldu er nú hafin hér á landi. Þörf er að treysta sam- vinnu milli dagvistunarheimila og skóla og milli foreldra og starfsfólks þessara uppeldis- stofnana. Það er álit okkar, að rekstur dagvistarheimila og skóla þurfi að vera á svipuðum grunni, og að tryggt sé fastákveðið hlutfallslegt framlag frá rikinu, og að dag- vistargjöldum sé stillt mjög i hóf, þannig að þeirri jafnréttiskröfu sé fullnægt, að allir foreldrar geti átt þess kost að láta börn sin njóta vistar á barnaheimili, sé þess óskað.” SUmUKTOLD Ferðakynníng! Fegurðarsamkeppni Valdir fulltrúar á alþjóðlegar fegurðarsamkeppnir að Hótel Sögu sunnudags- kvöld 9. marz. 1. Feröakynning: Sagt frá hinum fjölbreyttu og ódýru ferðamöguleikum á vegum Sunnu. 2. Bingó:Þrjár utanlandsferðir. 3. Brezku sjónvarpsstjörnurnar The Settlers syngja. 4. Fegurðarsamkeppni: Valdir fulltrúar Islands á alþjóðlegu feguröarsamkeppnirnar Miss Europei Beirut 30. mai. og Miss Universei San Salvador 6. júli. 5. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonarleikur fyrir dansi til kl. 01,00. MatargestiriPantið borðhjá yfirþjóni timanlega vegna fyrirsjáanlegrar mikillar aösókn- ar. — Enginn aðgangseyrir nema rúllugjald. í SÓLSKINSSKAPI NED SWNNW FERQASKRIFSTOFAN SUNNA LÆKJARGQTU 2 SIMAR 18400 12071 PLÖTULOPI — HESPULOPI VERÐLAUNA SAMKEPPNI ^lafoss Vegna fjölda áskorana um að lengja skilafrestinn í lopasamkeppni okkar höfum við ákveðið að framlengja hann TIL 10. APRÍL N.K. &/4af0SS hf LOPI TWEED — LÉTTUR LOPI AUGLYSINGADEILD TIMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.