Tíminn - 07.03.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 07.03.1975, Blaðsíða 20
Föstudagur 7. marz 1975 Guöbjörn Guðjónsson Heildverzlun Síöumúla Sfmar 85694 & 85295 BIIUEn HAUGSUGAN er einnig traust eldvarnatækL Gé*ÐI fyrir gúöan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Árás palestínskra skæruliða á Tel Aviv: VIÐVÖRUN TIL ÍSRAELS- OG BANDARÍKJAAAANNA Þrettán biðu bana, þ.á.m. sjö af átta skæruliðum Rabin: Þessa verður hefnt Khalaf (yfirmaöur hermdar- verkastarfsemi PLO): Friður er óhugsandi án þátttöku Palestínu- araba. Reuter-Tel Aviv/Beirut/Par- is/Sameinuöu þjóðunum. — Atta palestinskir skæruiiöar réöust — ölium aö óvörum — inn I miðborg Tel Aviv f gærmorgun og hófu vélbyssuskothríð á saklausa veg- farendur. Þessum hildarieik lauk þannig, að sjö af skæruliðunum átta féllu fyrir kiilum ísraelskra hermanna, en sex aðrir lágu eftir i valnum. Yitzhak Rabin, forsætisráð- herra Israels, sagði i gær, að þessa hermdarverks yrði grimmilega hefnt. Rabin tók um leið fram, að samningaumleitun- um um frið i Miðjarðarhafslönd- um yrði haldið áfram, en Henry Kissinger, utanrikisráðherra Bandarikjanna, er væntanlegur til Kairó i dag i enn eina samn- ingaförina til þessa heimshluta. Sem fyrr segir, féllu sjö skæru- liðanna, er Israelskir hermenn réðust inn i Savoy-hótelið I Tel Aviv, þar sem skæruliðarnir höfðu búið um sig. Talsmaður ísraelshers sagði slðdegis I gær, að þrir Israelskir hermenn hefðu beðið bana i átökunum, og að auki þrir borgarar. Þá hefðu alls ellefu manns særzt. Æstur mannsöfnuð- ur ætlaði bókstaflega að rifa og tæta i sig þann eina af skærulið- unum, er náðist lifandi, en vopnaðir verðir héldu aftur af fólkinu. ísraelsmenn eru almennt mið- ur sin vegna þessa atburðar. Sú spurning hefur brunnið á vörum margra — að sögn Reuter-frétta- stofunnar — hvernig skæruliðun- um hafi tekizt að komast i land á gúmbátum, þrátt fyrir öfluga strandgæzlu af hálfu Israelshers. U.þ.b. þrjátiu gestir voru staddir i hótelinu, er skæruliðarnir réðust til inngöngu — og tókst þeim flestum að kom- ast undan I tæka tið. Tveir þeirra létust þó I átökunum, og nokkrir særðust. Árás skæruliðanna er túlkuð sem tilraun til að spilla fyrir sam- komulagi um friö milli Egypta og ísraelsmanna. Leiðtogar Sam- taka Palestinuaraba (PLO) lýstu þvi lika yfir I Beirut I gær, að árásin hefði verið gerð til að sýna tsraelsmönnum og Bandarlkja- mönnum svart á hvitu, að ekkert samkomulag um frið I Miðjarðar- hafslöndum yrði gert, nema PLO yrði höfð með i ráðum. Leiðtogar PLO óttast, að Egyptar fórni hagsmunum Palestinuaraba fyrir eigin hags- muni. Salah Khalaf, sem er næst- æðsti leiðtogi hreyfingarinnar „Fatah” (en hún stóð að árásinni), segir I viötali við blaö i Beirut I gærmorgun: — Friður er óhugsandi án samþykkis Palest- inuaraba. Kissinger verður að gera sér þetta ljóst. Ezzedine Khalak, sem er æðsti sendimaöur PLO I Frakklandi, sagði I gær, að baráttu PLO yrði haldið áfram, meðan ísraels- menn réðu Palestinu og deilur PLO og Israelsmanna væru óleystar. Aðspurður, hvort árásin i gær táknaði breytingu á stefnu PLO, sagði hann, að svo væri ekki. Kurt Waldheim, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, kvaðst I gær harma atburðina i Tel Aviv og sagði, að þeir torvelduðu aðeins lausn á deilunum i Mið- jarðarhafslöndum. Frumvarp dönsku stjórnarinnar um lögfestingu kaups og kjara: Rætt á þingi um helgina Óvíst um afdrif frumvarpsins NTB-Kaupmannahöfn. Frum- varp dönsku stjórnarinnar um að leysa deilu launþega og at- vinnurekenda um kaup og kjör með löggjöf, kemur að likind- um til fyrstu umræðu I þjóð- þinginu i dag. Búizt er við, að umræður um frumvarpið standi yfir helgina, en lokaat- kvæðagreiðsla um það fari fram á mánudag. Fréttaskýrendur i Kaup- mannahöfn segja, að frum- varpið sé i stórum dráttum sniöið eftir málamiðlunartil- lögu þeirri, er rikissáttasemj- ari lagði fyrir aðila vinnu- markaðarins, en þeir höfnuðu. Ljóst er, að sósialdemókratar — er standa einir að stjórninni — verða að leita eftir stuðningi borgaraflokkanna við frum- varpið. Þeir flokkar, sem standa vinstra megin við sósialdemókrata — Sósialski þjóðarflokkurinn, vinstri sósialistar og kommúnistar — hafa allir lýst yfir, að þeir ætli sér að greiða atkvæði gegn stjómarfrumvarpinu. Stjórnir íraks og írans sættast Iranskeisari fer í opinbera heimsókn til Bagdad transkeisari: Sáttur við forna féndur. Reuter-Algeirsborg — Abedelaziz Bouteflika, utanrikisráðherra Al- sirs, tilkynnti i gær, að náðst hefði samkomulag i landamæradeilum traks og trans. Enn fremur hefðu fulltrúar beggja ríkjanna sætzt á að hætta að ráðast inn á land- svæði hvors annars. Samkomulagið var staðfest i sameiginlegri yfirlýsingu Irans- keisara og Saddam Hussein, varaforseta íraks, en þeir eru báðir staddir i Algeirsborg á ráð- stefnu æðstu manna Samtaka oliuútflutningsrikja (OPEC). 1 yfirlýsingunni, er Bouteflika las á fundi með fréttamönnum, segir m.a., að Iranskeisari hafi þekkzt boð Ahmed Hassan Al-Bakr Iraksforseta um að heimsækja Bagdad, höfuðborg Iraks. Hussein mun einnig heimsækja Teheran, höfuðborg Irans, en sið- ar verður tekin ákvörðun um, hvenær þessar gagnkvæmu heim- sóknir eiga sér stað. Þessi tvö grannriki hafa lengi deilt hart. Ástæðan hefur einkum verið krafa Iransstjórnar um yfirráð yfir Shatt El-Arab-flóa, sem er mikilvægasti aðgangur Iraks að sjó. u ftjtó.HORNA MILLI Stjórn Thailands fallin Reuter-Bangkok. Að loknum snörpum umræðum á Thai- landsþingi var gengið til at- kvæða um stefnuyfirlýsingu samsteypustjórnar Seni Pramojs. Atkvæðagreiðslunni lyktaði þannig, að 152 þing- menn greiddu atkvæöi gegn yfiriýsingunni — en 111 meö. Samkvæmt stjórnarskrá landsins verður Pramoj því að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Stjórn Seni var mynduð I fyrri viku. Hún var fyrsta rikisstjórn Thailands, sem mynduð var eftir þingræðis- legum leiðum frá þvi herfor- ingjastjóm þeirri, er fór með völd i landinu um árabil, var steypt af stóli I október 1973. Stjórnin var sem fyrr segir samsteypustjórn og stóðu að henni tveir flokkar, sem ráða yfir rúmum þriðjungi þing- manna. Stefnuskrá stjórnarinnar var á mörgum sviðum allrót- tækt. Það, sem einkum vakti at- hygli erlendis, var sú ákvörð- un að visa úr landi fjölmennu bandarlsku herliði, er nú dvel- ur I Thailandi. Ræningja Lorenz enn leitað NTB-Vestur-Berlin. Lögregl- an f Vestur-Berlin var önnum kafinn i gær við að kanna þús- undir ábendinga, er henni hafa borizt, I vfðtækri leit að ræningjum Peter Lorenz ieið- toga kristilegra demókrata I borgarhiutanum. Talsmaður lögreglunnar sagði siðdegis I gær, að leitin hefði enn engan árangur bor- iö, en henni yrði haldið áfram næstu daga. Peres Enn ber mikið ó mHli Egypta og ísraelsmanna Reuter-Jerúsalem. Simon Peres, landvarnarráðherra tsraels, hefur lýst þvi yfir, að enn sé breitt bil á milli tillagna Egypta og Israelsmanna um frið I Miðjaröarhafslöndum. Peres ræddi við fréttamenn fyrr i vikunni — rétt áður en Henry Kissinger, utanrikis- ráðherra Bandarikjanna, var væntanlegur I enn eina samn- ingaför sina til Miðjarðarhafs- landa. Peres sagði, að von væri á samkomulagi, ef skilja bæri þær yfirlýsingar, er An- war Sadat Egyptalandsforseti hefði gefið nýlega, sem fyrstu kröfur Egypta, en ekki úr- slitakosti af þeirra hálfu. Landvamarráðherrann kvaðst gera sér fulla grein fyrir þeirri hernaðaruppbygg- ingu viið Suez-skurð, er nú ætti sér stað af hálfu Egypta. Hann tók þó fram, að ísraelsmenn litu uppbygginguna ekki mjög alvarlegum augum — a.m.k. ekki enn sem komið væri. Aðspurður um, hvort bjart- sýni egypzkra ráðamanna, á að bráðabirgðasamkomulag náist, væri á rökum reist, svaraði Peres: — A þessu stigi málsins er of snemmt að dæma um það. Bardagar um Pnom Penh: Skæruliðar létu ekki kné fylgja kviði Stjórnarherinn verst því enn af veikum mætti NTB/Reuter—Pnom Penh. — 1 gær hófu bandariskar flugvélar að nýju að flytja hergögn og mat- væli til Pnom Penh, höfuðborgar Kambódiu, er hersveitir skæru- liða hafa slegið hring um. Þá var tilkynnt, að allt starfsfólk banda- riska sendiráðsins — utan þaö, er hefði sérstökum skyldum að gegna — yrði flutt brott frá borg- inni. Tilkynnt var I bandariska sendiráðinu i Pnom Penh, að i dag yrði byrjað að flytja starfsfólk sendi- ráðsins brott frá borginni. Talið er, að nú séu um 400 manns starf- andi i tengslum við sendiráðið. 1 tilkynningunni var þó tekið fram, að þeir, er sérstökum skyldum hefðu að gegna, yrðu eftir, a.m.k. fyrst um sinn. Sendiráð erlendra rikja I Pnom Penh hafa öll ráðið löndum sinum að hverfa sem fyrst á brott úr borginni. Bandariskar flutningavélar hófu i gær að flytja hergögn og matvæli, aðallega hrisgrjón, til Pnom Penh, en loftflutningunum var hætt I fyrradag vegna eld- flaugaárása skæruliða á Pochen- tong-flugvöll, sem er aðalflug- völlur borgarinnar. Sagt er, að a.m.k. fimmtán eldflaugar hafi sprungið á flugvellinum eða I næsta nágrenni hans. Ekki er ljóst, hvort þær hafa valdið miklu eignatjóni. Állt annað flug um Pochen- tong-flugvöll hefur verið stöðvað um sinn, svo að það trufli ekki loftflutninga Bandarikjahers. Flutningavélarnar koma með gögnin frá tveim stöðum: U-Tapao-flugvelli I Thailandi og Tan Son Nhut-flugvelli I Suð- ur-Vietnam. Fréttaskýrendur telja, að mikið mannfall hafi orðið siðustu daga I herliði skæruliða — ekki siður en i liði stjórnarhersins. Það sé fyrst og fremst orsök þess, að skæru- liðar hafi ekki látið kné fylgja kviði i fyrradag, þegar uppgjöf stjórnarhersins virtist á næsta leiti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.