Tíminn - 18.03.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.03.1975, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 18. marz 1975. 3 Heildaraflinn meiri en á sama tíma í fyrra Tvö skip með yfir 11 þús. lestir gébé-Reykjavik. — Heiidar- loðnuaflinn er nú orðinn rúmlega fjögur þúsund lestum meiri en i fyrra á sama tima, eða 396.369 lestir. Tvö skip eru komin með rúmlega eliefu þúsund lestir, en það eru Sigurður RE 4 og Börkur NK 122. Mest hefur verið landað af loðnu i Vestmannaeyjum eða 71.320 lestum og i Norgiobai samtals 56.299 lestir. Þessar tölur eru samkvæmt skýrslu Fiskifélags Islands og segir þar einnig, að frá vertlðarbyrjun til laugardags 15. marz hafi 109 skip fengið þar einhvern afla. Félag 35 ára MANUDAGINN, 17. marz voru 35 ár liðin frá stofnun Félags is- lenzkra tónlistarmanna <F.t.T.). í fyrstu stjórn félagsins áttu sæti: Þórarinn Guðmundsson, for- maður, Hallgrimur Helgason, rit- ari, og Arni Kristjánsson, gjald- keri. tónlistarmanna F.t.T. starfar á saina grund- velli og sams konar félög erlendis, svo sem félög einleikara (solistforeninger) annars staðar á Norðurlöndunum, þ.e. félag þeirra hljóðfæraleikara og söngv- ara, sem koma aðallega fram sem einleikarar eða i kammer- tónlist. Starfsemi þessa félags er þess Brann og sökk við bryggjuna S.J. Patreksfirði — Gsal-Reykja- vik. Um klukkan niu á sunnudags morgun kom upp eldur i vél- skipinu Mariu Júlíu BA-36, þar sem skipið lá við hafnargarðinn i höfninni á Patreksfirði. Nóttina áður en eldurinn kom upp, hafði verið starfað að þvi að setja I skipið nýtt ratsjártæki, og var þeirri vinnu hætt um klukkan sex um morguninn. Skipverjar sem sváfu i skipinu, urðu fyrst eldsins varir, og var slökkviliðið þegar kvatt á vett- vang. Þá var eldur orðinn mjög magnaður I vélarrúmi skipsins. Um kl. 11.30 taldi slökkviliðið sig hafa ráðið niöurlögum eldsins, og var þá tekið til að dæla sjó úr skipinu. Fljótlega gaus þó aftur upp mikill eldur i vélarrúmi skipsins, sem slökkviliðið réð ekki við og fór svo, að skipið sökk við hafnargarðinn. Aðsögn Bjarna Þorsteinssonar, sem stjórnaði slökkviliðsað- gerðum á Patreksfirði, voru aðstæður allar til slökkvistarfs afar erfiðar. — Skipið er áreiöanlega mjög mikið skemmt eftir þennan bruna, sagöi Bjarni. — Það var kominn eldur milli þilja og i einangrun I eldhúsi og vélarrúmi — og oliutankarnir voru glóandi heitir. Við óttuðumst mjög, að sprenging yrði i skipinu, og raun- ar sprakk einn tankur, að þvi er við teljum. Sagði Bjarni, að einhverju hefði verið hægt að bjarga úr brú skipsins, en hins vegar hefði allur búnaöur skipverja og annað, sem kynni að hafa verið i bátnum, orðið eldinum að bráð. Maria Júlia er 124 lesta eikar- skip, smiöaö i Danmörku árið 1950. Eigandi skipsins er hrað- frystihúsið Skjöldur h.f., og var skipið á netaveiðum frá Patreks- firöi. Rætt hefur verið um að fá björgunarskipið Goðann, til þess að reyna að ná skipinu á flot. Sigurður RE 4 er nú aflahæstur með 11.678 lestir, Börkur RE 122 er næstur með 11.036 lestir, og siðan koma Guðmundur RE 29 með 9.624 lestir og GIsli Arni RE 375 meö 9.560 lestir. Loðnu hefur verið landið á tuttugu stöðum á landinu, auk bræðsluskipsins Norglobal. Mestu hefur verið landað I Vest- mannaeyjum, siðan i Norglobal, en þriðji staðurinn er Seyðis- fjörður og þar hefur verið landað 34.296 lestum. Bræla hefur verið á loðnumiðunum siðustu tvo sólar- hringa og þegar blaðið hafði samband við Loðnunefnd i gær hafði enginn bátur tilkynnt um afla. Liggja þeir nú flestir i vari eöa i höfnum og biða betra veðurs. A sunnudaginn tilkynnti aðeins einn bátur um afla, sem var aðeins 50 tonn. A laugardag tilkynntu að visu 25skip um afla, sem var þó mjög litill eða aðeins 3.440 tonn. Urðu skipin að hætta veiðum vegna veðurs og halda til hafnar með smáafla á laugardaginn. S-Þingeyinga vantar góða vegi og meira rafmagn BP-Fosshóli. Mikill snjór er hér I Ljósavatnshreppi og nálægum sveitum, og hvergi hægt að beita fé. Utlit er fyrir að hjarnið verði lengi að fara. Menn eru bjartsýnir á að heitt vatn til virkjunar fáist við Stóru- tjarnaskóla, en væntanlega verður borað þar i vor. Skólinn er hitaður upp með hveravatni, og útlit er fyrir að meiri orka fáist á staðnum. Félagslif hefur verið nokkurt i vetur. Nýlega hélt Kvenfélag Þóroddsstaðahrepps flosnám- skeið, og var það fjölsótt og mikið unnið. Þá standa yfir tvö félagsmála- námskeið i barnaskólanum i Bárðardal, kennari er Arnaldur Björnsson. Mikill áhugi er á þeim, en áður i vetur voru slik námskeið I Stórutjarnaskóla, Mý- vatnssveit og i Bárðardal, en ann- að námskeiðið nú er i framhaldi af þvi. Nýlokið er spurningakeppni Lionsklúbbanna hér um slóðir. Keppnin var í þrem áföngum, og voru þrir dansleikir i tengslum viö þær, en klúbbarnir, sem að þessu stóðu, eru bengill á Greni- vik, Sieurður Lúter i Liósavatns-. Háls- og Bárðdælahreppum og Náttfari i Aðaldal og Reykjadal. Lionsmenn úr Náttfara sigruðu naumlega i keppninni. Að öðru leyti er litið héðan að frétta. Okkur vantar góða vegi og meira rafmagn. Ef við fengjum það, þá held ég, að við værum- á- nægð. eðlis, að litið hefur borið á henni opinberlega. Margs konar tónlist- arstarfsemi fer þó fram á végum félagsins, t.d. tónleikar Isl. tón- listarmanna á undanförnum listahátiðum I Reykjavik, ýmis tónlistarflutningur i útvarpi og sjónvarpi, samskipti Isl. tónlist- armanna við önnur Norðurlönd (t.d. Nordiske præsentationskon- serter), o.fl. Þá hefur félagið sér samninga við Rikisútvarpið fyrir tónlistarflutning og við Sinfóniu- hljómsveit Islands fyrir einleik- ara, sem fram koma á tónleikum hennar. F.l.T. er eina félagið fyrir tón- listarmenn, sem á aðild að Bandalagi islenzkra listamanna (að Tónskáldafélagi Islands und- anskildu), og _enn fremur að Nordisk Solistrád (Norræna ein- leikarasambandinu). A þeim vettvangi hefur starfsemi félagsins aukiztá sfðustu árum og á eftir að glæðast að mun i náinni framtið. Af málefnum þar má nefna hvers konar samstarf ein- leikara á Norðurlöndum, tónlist- arkeppni Norðurlanda, sem fram hefur farið undanfarin ár, fyrrnefnda kynningartónleika o.fl. Hér heima hyggst F.l.T. gera ýmislegt á næstunni, fyrirhugaðir eru tónlistarþættir I sjónvarpi, skólatónleikar, þe. stuttar heim- sóknir tónlistarmanna i hina ýmsu skóla landsins, o.fl. 1 tilefni afmælisins nú hefur félagið kjörið fjóra nýja heiðurs- félaga: Arna Kristjánson pianóleikara, Björn Ólafsson fiðluleikara, Mariu Markan Ostlund söngkonu og Þórarin Guðmundsson fiðluleikara. Núverandi stjórn félagsins skipa: Halldór Haraldsson, for- maður, Þorgerður Ingólfsdóttir, gjaldkeri, og Jónas Ingimundarson, ritari. Færri fara í sólarferðir Samkvæmt fréttum virðast ferðalög tslendinga til suð- lægra sólarlanda ætla að verða eitthvað minni um páskana en verið hefur á und- anförnum árum. Sömuleiðis er minna bókað hjá ferða- skrifstofunum vegna sumar- ferðanna. Sjálfsagt ræður það einhverju um þetta, að pásk- arnir eru tiltölulega snemma i ár, cn að öðru leyti felst skýringin I þvi, að fólk er farið að spara við sig. Sú var tíðin, að ferðalög suð- ur til Mallorca og Costa del Sol voru talin lúxusflakk, en á slðustu árum hafa þessi ferða- lög aukizt að mun, enda hafa ferðaskrifstofurnar getað boð- ið góð kjör. Þannig hefur lúxusflakkið, sem kallað var, breytzt I ferðir, sem almenningur hefur getað notað sér I sivaxandi mæli. Að þessu leyti hefur þróunin orðið sú sama hér og I ná- grannalöndunum, nema hvað þaðer talsvert kostnaðarsam- - ara fyrir tslendinga að ferðast suður á bóginn vegna meiri fjarlægðar. Það tekur Dani t.d. aðeins tvo tima að fljúga til þessara staða, á sama tima og það tekur fjóra tima fyrir tslendinga.og kostnaðurinn er eftir þvi. Enda þótt ferðir tslendinga til sólarlanda hafi aukizt mjög á undanförnum árum, ferðast tslendingar hlutfallslega miklu minna en ná- grannaþjóðirnar. Skýringin á þvi er vitaskuld sú, að við bú- um i eylandi, fjarri öðrum þjóðum, og þurfum að leggja meira á okkur til að geta ferðazt. Hversu mikið fer í ferðagjaldeyri? Það er I sjálfu sér ekki óeðlilegt, þegar kreppir að I gjaldeyrismálum, að ferðalög tslendinga til sólarlanda séu undir smásjá. Þegar aö er gáö, kemur hins vegar I ljós, að gjaldeyriseyðsla af þeirra sökum er tiltölulega litil, þegar á heildina er litið. Samkvæmt upplýsingum gjaldeyrisdeildar bankanna nemur gjaldeyriseyðsla vegna ferðalaga erlendis ekki nema 3-4% af heildareyðslunni. Ei liggur fyrir, hve stór hluti af þessum 3-4% er beinlinis til kominn vegna sólarferðanna, en það er e.t.v. innan við helmingur. Sannieikurinn er sá, að gjaldeyrir til slikra ferðalaga er mjög takmarkaður, eða 60 sterlingspund á farþega. Þar fyrir utan greiða viðkomandi ferðaskrifstofur með gjaldeyri. hótelkostnað og i sumum tilfellum f æðiskostn að. Almennir farþegar hafa átt kost á 105 pundum, og kaup- sýslumenn og opinberir emb- ættismenn enn hærri upphæð, ef þeir geta gert grein fyrir aukakostnaði vcgna feröalaga sinna. T.d. gilda þær reglur um embættismenn I erinda- gjörðum erlendis, að þeim eru greidd K) sterlingspund á dag. Að greina milli hófs og óhófs Vitaskuld ber að stefna að gjaldeyrissparnaði i allri mynd, og að ósekju mætti draga eitthvaö úr sólarferðun- um svonefndu. En sjálfsagt er þó að greina á milli hófs og óhófs I þeim efnum. Skýrt hefur verið frá þvf, aö ólafur Jóhannesson viðskipta- ráðherra hafi nýlcga rætt við fulltrúa farmanna og flug- manna um greiðslur til þess- ara aðila í erlendum gjald- eyri. 1 ljós hefur komið að sjó- menn og flugliðar, sem eru rúmlega ellefu hundruð talsins, hafa fengið 470 milljónir króna í crlendum gjaldeyri á s.l. ári, auk dag- peninga. Eru dæmi til þess, að flugstjórar hafi fengið af laun- um sinum rúmlega 2 milljónir króna I erlendum gjaldeyri, og eru þar ekki meðtaldir dagpeningar, sem eru 26 dollarar á sólarhring. Það eru dæmi af þessu tagi, sem þarfnast fremur endur- skoðunar við en hóflegar gjaldey risyfirfærslur til ferðafólks —a.þ. „Hélt þær væru ekki á vegum lögreglunnar" — var afsökun ökumannsins Gsal-Reykjavik — Ein af islenzku iögreglukonunum varð fyrir held- ur óskemmtilegri reynslu um helgina, þegar hún, ásamt stall- systur sinni, reyndi að hefta föi drukkins ökumanns. Þegar lög- reglukonan hafði opnað hurð á bil hins drukkna ökumanns og beðið hann að koma með sér út 1 lög- reglubilinn, steig sá drukkni á benzingjafnann og billinn hentist af stað. Lögreglukonan dróst um stund með bilnum, en sakaði þó ekki. Tildrög þessa atburðar voru þau, aö óeinkennisklæddar lög- reglukonur veittu athygli bifreið, sem ekið var á ofsahraöa austur Borgartún.Við ESSO-benzinstöð- ina norðan við veitingahúsið Klúbbinn stöðvaði ökumaður bil sinn, og hugðust lögreglukonurn- ar þá ná tali af honum. Gengu þær að bilnum og sýndu ökumannin- um skilriki sin. Þá gerðist það sem að framan greinir. ökumaðurinn reyndi i fyrstu að fara huldu höfði, en þegar honum varð ljóst, að auglýst yrði eftir honum i fjölmiðlum, ef hann gæfi sig ekki fram, lét hann undan og gaf sig fram við lögregluna. Hann viöurkenndi brot sitt og hefur verið sviptur ökuleyfi. Framburði ökumannsins og lögreglukvennanna ber ekki alls kostar saman að þvi leyti til, að hann neitar þvi, að þær hafi sýnt honum starfsskilriki sin. Við yfir- heyrslur kvað hann ástæðuna fyrir þvi að hann neitaði að fara yfir i lögreglubilinn vera þá, að hann heföi ekki taliö, að þessar stúlkur væru á vegum lögregl- unnar. Starfsmenn ríkisstofnana mótmæla afnómi vísitölubindingar launa A trúnaðarmannaráðsfundi Starfsmannafélags rfkisstofnana, sem haldinn var 15. marz, var borin fram og samþykkt ályktun, þar sem segir meðal annars: „Starfsmannaféiag rikisstofnana telur, að það sé ein af höfuðskyld- um stjórnvalda á hverjum tima að gera fyrirfram þær ráðstaf- anir i efnahags- og gjaldeyris- málum, sem nauðsynlegar eru, áður en allt er komið i óefni og siðbúnar ráðstafanir leggjast með margföldum þunga á laun- þega.” Þá taldi fundurinn það einstaka litilsvirðingu, og mótmælti þvi jafnframt, ,,aö visitölubinding launa sé afnumin með lagaboði, og að þannig sé rift frjálsum samningum launþega við við- semjendur sina.” Fundurinn taldi það sjálfsagt kröfu allra vinnandi stétta, að fram færi úttekt á raun- verulegri stöðu allra atvinnu- greina i landinu, og þá jafnframt stöðu launþegans. Þá varaði fundurinn við þvi, að stjórnvöld notuðu timabundinn efnahagsvanda þjóðarinnar til stórfelldrar tekjutilfærslu milli hagsmunahópa og hvatti alla launþega i landinu til að sýna samstöðu i sókn og vörn um mál- efni sin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.