Tíminn - 18.03.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.03.1975, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 18. marz 1975. TÍMINN 7 Hljómsveit óiafs Gauks, sem hefur um mörg undanfarin ár skemmt gestum Hótel Borgar á veturna, er nú um næstu mánaðamót að hætta störfum þar. Ætlunin er, að hijómsveitin starfi lausráðin fram á sumar.og lét hljómsveitarstjórinn þess getið, er hann leit inn á ritstjórnarskrifstofur blaðsins á dögun- um, að þeim aöilum, sem hefðu hug á að ráða þessa þekktu hijómsveit til starfa, mætti gjarna benda á að hafa samband við hljómsveitarstjórann. Sem kunnugt er ieikur hljómsveit ólafs Gauks fjölbreytta músik fyrir alla aldursflokka, enda hefur hún notið vinsælda um árabil. A myndinni eru talið frá vinstri, Ólafur Gaukur, Agúst Atiason, Svanhildur, Benedikt Pálsson og Carl Möller. Færri umferðaróhöpp 1974 en árið á undan gébé—Reykjavik. — Nýútkomið er ársrit Umferðarráðs, UMFERD ’74, ásamt skýrslu um umferðarslys á íslandi 1974. 1 grein Péturs Sveinbjarnarsonar, framkvæmdastjóra Umferðar- ráðs, segir m.a., að skráð um- ferðaróhöpp hafi verið 7.155 á islandi 1974, sem er 2.2% hækkun frá fyrra ári. 1.005 óhöpp höfðu I för með sér meiðsli á fólki, og fjölgaði þeim um 7% frá fyrra ári, en i þessum slysum slösuðust 1.359 manns og er það aukning um 11.6%.20 manns létust á árinu i umferðarslysum. Þá segir Pétur Sveinbjarnarson einnig i grein sinni: 10.054 nýjar bifreiðar voru skráðar á árinu. Sé þeim bætt við fjölda bifreiða, sem voru á skrá i árslok 1973, verða það samtals 73.586 bifreiðar, sem er f jölgun um 15.8%. Eftir er þá að draga frá þær bifreiðar, sem afskráðar voru á árinu, þannig að gera má ráð fyrir að fjölgun bifreiða hafi orðið 12-13%. Veruleg umferðaraukning var á árinu þar sem bensintala að magni til er 7% meiri en árið 1973. 43 fyrirtæki fengu lán úr Iðnþróunarsjóði á s.l. ári Fyrir skömmu var haldinn i Ilelsinki fundur stjórnar Iðnþróunarsjóðs. t stjórn sjóðsins eiga sæti fulltrúar Norður- landanna fimm. Fyrir fundinum lágu tillögur frá framkvæmdastjórn sjóðsins um lánveitingu til þriggja fyrir- tækja að upphæð samtals 51.0 millj. kr., og voru þær samþykkt- ar. Einnig samþykkti stjórnin tillögu framkvæmda- stjórnarinnar um 7.7 millj. kr. styrkveitingu hagræðingar- aðgerða f skipasmiðaiðnaði. A s.l. ári veitti Iðnþróunar- sjóður lán til 43 fyrirtækja, alls 434,2 millj. kr. Sextán umsóknum var synjað, en 12 umsóknir voru óafgreiddar i árslok. Útborguð lán á árinu 1974 námu 401.2 millj. kr. Lög um Iðnrþóunarsjóð tóku gildi hinn 1. marz 1970, og eru þvi nú liðin rétt 5 ár frá stofnun hans. I arslok 1974 hafði sjóðurinn samþykkt alls 171 lán að upphæð samtals 1.429,5 millj. kr. Skipting lána eftir iðngreinum er eftirfar- andi: verja allt að 10% af stofnfé sjóðsins i lán með sérstökum kjörum, eða framlög m.a. til tækniaðstoðar, rannsókna og markaðsathugana. t árslok 1974 hafði sjóðurinn samþykkt styrkveitingar og lán með sérstökum kjörum, samtals að upphæð 42.7 millj. kr. Mestum hluta þessa fjár hefur verið varið til úttekta á iðngreinum og til stuðnings við samstarf fyrirtækja um hagræðingaraðgerðir og sér- fræðiþjónustu. Hefur sjóðurinn þar átt góða samvinnu við innlenda og erlenda aðila. Enn- fremur hefur Iðnþróunarsjóður veitt styrki til markaðsathugana og sérstakra útflutningsaðgerða. Á fundi stjórnar Iðnþróunar- sjóðs í Helsinki kom fram áhugi á þvl að sjóðurinn beitti sér i aukn- um mæli fyrir nýjungum i fram- leiðslu og eflingu nýrrar iðnaðar- framleiðslu, m.a. með þvi að auka lán- og styrkveitingar til til- raunastarfsemi og vöruþróunar. Ef athugað er.hvernig um- ferðaróhöpp skiptast á milli dreifbýlis og þéttbýlis kemur i ljós að 88.4% skráðra umferðar- óhappa verða i þéttbýli en 11.6% á þjóðvegum i dreifbýli. Má til samanburðar nefna, að árið 1967 urðu 16% óhappa á þjóðvegum i dreifbýli. Hefur þannig orðið hlutfallsleg fækkun á óhöppum á þjóðvegum. En á sama tima og þessi fækkun hefur orðið þá hefur orðið aukning á slysum með meiðslum i dreifbýli. Slys með meiðslum skiptast þannig, að i Reykjavik urðu 49.3%,i þéttbýli utan Reykjavikur 30.4%, en i dreifbýli þ.e. á þjóðvegum 29.3%. Þessar tölur gefa til kynna, að þær miklu endurbætur, sem orðið hafa i vegagerð i undanförnum árum, hafa leitt til þess að óhöpp- um á þjóðvegum fækkar, en slys- um með meiðslum fjölgar. Þá leiðir Pétur Sveinbjarnar- son rök að þvi i grein sinni, að umferðarslysin kosti þjóðina 1500-2000 milljónir króna á ári. Tjón það, sem greitt er af vátryggingafélögum er aðeins hluti heildartjóns i umferðinni ár- lega. Sjúkrahússkostnaður vegna umferðarslysa er t.d. ekki reikn- aður I þeirri upphæð, en hann er fljótur að safnast i háar upphæð- ir, þegar hver dagur á sjúkrahúsi kostar yfir 10 þúsund krónur. 1 fjárlögum 1974, var veitt 5.104 þús. kr. til starfsemi Umferðar- ráðs, en upphæð þessi er um einn þriðji þeirrar lágmarksupphæð- ar, sern Umferðarráð þarf til þess að geta sinnt þvi hlutverki, sem þvi er ætlað lögum samkvæmt. Segir Pétur það undarlegt, að á sama tima og veitt er yfir 20 millj. kr. til þess að rækta gras á vegköntum þjóðvega landsins, eru veittar rúmar 5 millj. kr. til þeirrar stofnunar,sem vinna á að auknu öryggi þeirra manna, sem um þjóðvegina aka. Það er vissulega orðið alvarlegt mál fyrir okkar fámenna þjóðfélag, þegar 2 menn farast að jafnaði i mánuði hverjum og yfir 1300 manns slasast á ári i umferðar- slysum. millj. kr. Matvælaiðnaður 53.5 Vefjar- og prjónaiðnaður 174.9 Fataiðnaður 51.0 Trésmiði og húsgagna- iðnaður 252.5 Pappirsiðnaður 104.1 Skinna- og leðuriðnaður 44.7 Efnaiðnaður 56.9 Steinefnaiðnaður 47.3 Málmiðnaður 222.6 Skipasmiðaiðnaður . 77.0 Ýmis iðnaður 46.4 Þörungavinnslan, Reykhólum 105.0 Lán til annarra sjóða 224.8 Samtals 1.429,5 Samkvæmt lögum um Iðnþróunarsjóð er heimilt að Globus r\ Fóður HAGSTÆTT VERÐl Þær svíkja ekki \ riKia eK bandarísku fóðurvörurnar WAYNE fóður- BLÖNDUR LlilIB4' LLELírLLE Hann er viða — en ekki i nýja Globus-fóðrinu frd ALLIED AAILLS í Bandarikjunum Höfum til afgreiöslu nú þegar: A-kúafóöurblöndu með 15% meltanlegu hrápr. 100 FE/100 KG Maisinnihald 51% Allied AAills er meðal staerstu fóðurvörufyrirtækja þar i landi og framleiðir aðeins úrvals fóður HLAÐIÐ ORKU Leitið upplýsinga — Pantið strax Allt afgreitt í sterkum trefjaplastsekkjum B-kúafóðurblöndu með 12% meltanlegu hrápr. 100 FE/100 KG Maisinnihald 61% Eldissvinafóöur með 13% meltanlegu hrápr. 100 FE/100 KG Gtobusr LÁGMÚLI 5, SlMI 81555 íí i í Frú Helvi Sipila aðstoðarritari Sameinuðu þjóðanna heldur fyrirlestur i samkomusal Norræna hússins um þjóðfélagsstöðu konunnar miðvikudaginn 19. marz. 1975, kl. 20.30. Allir velkomnir. Kaffistofan verður opin. NORRÆNA HÚSIÐ H » Auglýsicf í Timanum Shodr 110 l 5-MANNA, FJÖGURRA DYRA. VÉL 53 HESTÖFL. BENSÍNEYÐSLA 7.7 LÍTRAR Á 100 KM. FJÖGURRA HRAÐA ALSAMHÆFÐUR GÍRKASSI. 'GÓLFSKIPTING. VIÐBRAGÐ 20 SEK. í 100 KM. Á KLST. VERÐ MEÐ SÖLUSKATTI KR. 582.000,00 VERÐ TIL ÖRYRKJA KR. 418.000,00 TÉKKNESKA BIFREIÐA UMBOÐIÐ Á /SLANDIH/E AUÐBREKKU 44-6 SÍMI 42600 KÓPAVOGI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.