Tíminn - 18.03.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.03.1975, Blaðsíða 16
«>!»«! 16 TÍMINN Þriöjudagur 18. marz 1975. Enska knattspyrnan Tottenham-liðiö er komið í alvarlega fallhættu Graeme Souness, Skotinn snjalli, sem Tottenham gat ekki notað á White Hart Lane, hrellti leikmenn Totten- ham-liðsins heldur betur á laugardaginn, þegar Middlesborough vann góðan sigur (3:0) á Ayresome Park. Þessi snjalli leikmaður skoraði tvö mörk gegn sínum gömlu félögum, sem eru nú komnir í alvarlega fallhættu. Tottenham-liðið sem má muna sinn fífil fegri, lék mjög lélega knattspyrnu, og sagði þulur BBC, að Tottenham léki eins og miðlungs 2. deildarlið. Leeds-leikmaðurinn Terry Cooper lék sinn fyrsta leik með,,Boro" á laugardaginn. Hann átti mjög góðan leik og féll vel inní lið Jackie Charlton's. Eins og fyrr segir, þá skoraði Souness tvö mörk — þriðja markið skoraði John Hickton. ★ Tottenham, sem fékk skell á Ayresom Park, leikur nú eins og miðlungs 2. deildarlið ★ AAarkaregn á Portman Road og Molineux ★ Everton stefnir að meistaratitlinum, og spennandi keppni er framundan á toppinum í 2. deild Annað Lundúnalið, Chelsea, fékk heldur betur kennslustund, þegar liðið heimsótti Úlfana á Molineux. Úlfarnir sýndu klærnar, og sjö sinnum tókst þeim að senda knöttinn i netið framhjá John Phillips, markverði Chelsea. Willie Carr, sem Úlfarnir keyptu frá Coventry fyrir aöeins 100 þús. pund i siðustu viku, skoraði mark fyrir sitt nýja félag. Hin mörk Úlfanna skoruðu John Richards (2), Ken Hibbitt, Mike Bailey, Steve Kindon og Wagstaffe. Eina mark Chelsea skoraði Bill Garner i fyrri hálfleik, sem lauk 3:1. Meistaratitillinn blasir nú við leikmönnum Everton-liðsins, sem náöu jafntefli gegn Leeds á Ell- and Road, en á sama tima tapaði Derby á heimavelli og Burnley tapaði fyrir West Ham á Upton Park I Lundúnum. Aður en við segjum frá þeim leikjum, skulum viö lita á úrslitin á laugardaginn: 1. DEILD: Arsenal-Birmingham.........1:1 Carlisle-Luton.............1:2 Coventry-Leicester.........2:2 ÞEIR SKORA 1. DEILD: MacDonald, Newcastle........24 Givens, Q.P.R...............20 Kidd, Arsenal...............17 Latchford, Everton..........16 Foggon, Middlesborough.....15 Bell, Man. City.............14 Clarke......................14 2. DEILD: Graydon, Aston Villa........27 MacDougall, Norwich.........19 Channon, Southampton........18 „Pop” Robson, Sunderland .... 18 Busby, Fulham...............17 Pearson, Man. Utd...........16 Little, Aston Villa ........15 Boyer, Norwich..............14 Derby-Stoke ...............1:2 Ipswich-Newcastie..........5:4 Leeds-Everton..............0:0 Liverpool-Sheffl. Utd......0:0 Middlesb.-Tottenham .......3:0 Q.P.R.............Man.City 2:0 West Ham-Burnley...........2:1 Wolves-Chelsea.............7:1 2. DEILD: Aston Villa-Southampton 3:0 Blackpool-Bristol R........0:0 Bristol C.-Milwall 2:1 Fulham-OIdham .............0:0 Hull-Cardiff...............1:1 Man. Utd.-Norwich 1:1 Notts. C.-Bolton...........1:1 Oxford-W.B.A...............1:1 Portsmouth-York............1:0 Sheff. Wed.-Orient.........0:1 Sunderland-Nott. For.......0:0 BILLY BONDS fyrirliði West Ham, gat aðeins stjórnað liði sínu i 2. min. á Upton Park en hann var þá borinn út af og fluttur i sjúkrahus — með slæmt sár á hné. Burnley-liðið sýndi mjög góða knattspyrnu á Upton Park og tók forustuna i fyrrr hálfleik, þegar Doug Collins skoraði stór- glæsilegt mark, algjörlega óverj- andi fyrir Mervin Day, hinn snjalla markvörð ,,The Hammers”. Þótt Burnley léki vel, þá léku leikmenn West Ham enn betur, þeir jöfnuðu — Keith Robson — og siðan skoraði nýliðinn Alan Taylor sigurmark Lundúnaliðsins. KEVIN HECTOR tók forustuna gegn Stoke i byrjun siðari hálf- leiks á Baseball Ground. Leikmenn Stoke gáfust ekki upp, og fyrirliðinn Jimmy Grenhoff jafnaði (1:1) Siðan skoraði hann sigurmark Stoke, 1:2. Ahorfendur á Portman Road i Ipswich fengu heldur betur að sjá leikmenn Ipswich og Newcastle á skotskónum — alls hafnaði knötturinn 9 sinnum I mörkunum i leiknum. Bryan Hamilton skoraði mark eftir aðeins 4. min., og siðan bætti hann við tveimur mörkum i leiknum — „hat-trick”. Hin mörk Ipswich skoruðu þeir Allan Hunter og David Johnson. M a 1 c o 1 m „Super-Mac” MacDonaldskoraði tvö stórglæsi- leg mörk fyrir Newcastle, sem hafði yfir (2:3) i hálfleik, en hin mörkin skoraði John Tudor, eða tvö. DON ROGERS, sem kom inn i Q.P.R.-liðið á siðustu stundu fyrir Don Givens, skoraði bæði mörkin gegn IVJanchester City — i siðari hálfleik. Liverpool-liðið náði ekki að vinna sigur fyrir Sheffield United, en United-liðið vann nú i fyrsta skipti i 22 ár, stig á Anfield Road. Leicester-liðið náði sér i tvö dýrmæt stig á heimavelli Coventry — Highfield Road. Coventry-liðið er i miklum fjár- hagserfiðleikum og seldi tvo af sinum beztu leikmönnum i sl. viku. Skotana Willie Carr til Úlfanna og Colin Stein til Glasgow Rangers. Carr skoraði mark i sinum fyrsta leik með Úlfunum, en Stein var rekinn af leikvelli gegn Dundee i sinum fyrsta leik með gamla félaginu sinu. Þá var staðan 1:0 fyrir Dundee, en þrátt fyrir, að aðeins 10 leikmenn Rangers léku það sem eftir var leiksins, náðu þeir að skora tvö mörk og sigra 2:1. En nóg um það, við ætluðum að segja frá leik Coventry og Leicester. Alan Green kom Coventry upp á lagið á 19. min., en þá skoraði hann eftir sendingu frá Skotanum Tommy Hutchison. Leikmenn Leicester gáfust ekki upp, þeir jöfnuðu — Frank Worthington og stuttu siðar skoraði Bob Lee aftur fyrir Leicester-liðið, sem hafði yfir 1:2 i hálfleik. En Hutchinson jafnaði 2:2 fyrir Coventry i siðari hálf- leiknum. Þrátt fyrir að meiðsli háðu menn i Birmingham-liðinu, náði það jafntefli 1:1 á Highbury i Lundúnum. Ken Burns skoraði fyrir Birmingham, en Brian Kidd jafnaði fyrir Arsenal. Tvibura- bróðurinn Ron Futcher skoraði sigurmark Luton rétt fyrir leiks- lok gegn Carlisle — 1:2. Hitt mark Luton skoraði John Aston, en mark Carlisle skoraði Laidlaw. Indverjinn Kevin Keelan sýndi stórglæsilega markvörzlu á Old Trafford, þegar Norwich náði þar jafntefli gegn Manchester United. 56 þús. áhorfendur klöppuðu hon- um hvað eftir annað lof i lófa, enda kunnu þeir að meta þann leik, sem Indverjinn sýndi. Hann réð þó ekki við skot frá Stuart Pearson á 50. min. 18. min siðar urðu markverði United Alex Stepneyá mistök — hann rann til á blautum vellinum, þegar hann hugðist spyrna frá marki. Þetta varð til þess, að knötturinn fór stutt — markaskorarar Norwich, þeir Phil Boyer ogTed MacDougalI, fengu knöttinn rétt fyrir utan vitateig, og þegar þessir snjöllu leikmenn eru á auðum sjó, þá þarf ekki að spyrja að leikslokum. Bayerlék fram og sendi knöttinn siðan á MacDougall.sem sáum að senda hann i mark United — 1:1. Martin Peters lék sinn fyrsta leik með Norwich, en nú er spurningin: — Kom hann of seint til Norwich- liðsins? Við þessari spurningu fæst svar á lokasprettinum i 2. deild. Aston Villa sigraði Dýrlingana frá Southmapton á heimavelli sinum, Villa Park. Þrisvar sinnum hafnaði knöttur- inn i marki Dýrlinganna — fyrst skoraði Leonard, siðan Ray Graydon.og loks kom sjálfsmark frá Holmes. Á sama tima gerði Sunderland aðeins jafntefli á Roker Park gegn Nottingham Forest. — 0:0. -SOS. STAÐAN 1. DEILD Everton 33 14 15 4 48-29 43 Bumley 34 16 8 10 57-48 40 Stoke 33 14 11 8 50-39 39 Ipswich 33 18 2 13 50-34 38 Liverpool 33 14 10 9 45-34 38 Derby 33 15 8 10 50-45 38 Leeds 33 14 9 10 45-34 37 Middlesbro 33 13 11 9 43-33 37 Sheff. Utd. 33 14 9 10 42-42 37 QPR 34 14 8 12 46-42 36 Man. City 33 14 8 11 44-46 36 West Ham 33 12 11 10 50-42 35 Newcastle 32 14 6 12 52-52 34 Coventry 34 10 13 11 46-53 33 Wolves 33 11 10 12 46-41 32 Birmingh. 33 11 7 15 41-49 29 Chelsea 33 8 12 13 38-61 28 Arsenal 31 9 8 14 34-37 26 Leicester 32 8 9 15 31-46 25 Tottenham 34 8 8 18 38-54 24 Luton 33 6 10 17 30-49 22 Carlisle 33 8 3 22 31-46 19 2. DEILD Man. Utd. 34 20 7 7 51-24 47 Aston Vilia 33 17 8 8 53-28 42 Sunderland 34 15 12 7 53-28 42 Norwich 33 14 12 7 44-30 40 Bristol C. 33 16 7 10 37-25 39 Blackpool 34 13 13 8 34-23 39 WBA 33 13 9 11 39-30 35 Bolton 33 13 9 11 38-30 35 Notts Co. 34 11 13 10 38-42 35 Fulham 34 10 14 10 32-26 34 Oxford 34 13 8 13 33-43 34 Hull , 34 11 12 11 34-50 34 Orient 33 8 16 9 23-32 32 York 34 12 7 15 42-44 31 Nottm. For. 34 10 11 13 36-44 31 Southampt. 32 10 10 12 39-42 30 Portsmouth 34 10 10 14 34-43 30 Oldham 34 9 11 14 31-36 29 Millvall 34 9 9 16 37-45 27 Bristol R. 34 10 7 17 30-50 27 Cardiff 33 7 12 14 30-48 26 Sheff. Wed. 33 5 9 19 28-53 19 WILLIE CARR........féll á læknisskoðun hjá læknum Úlfanna fyrr ^ I vetur, en þá voru Úlfarnir búnir að kaupa hann fyrir 230 þús. T pund. CARR FELL I VERDI! Ulfarnir græddu 130 þús. pund á því að rifta kaupunum á honum fyrr í vetur ÞAÐ kemur skemmtilega á óvart, að Úlfarnir eru búnir aö kaupa skozka landsliösmann- inn Willie Carr frá Coventry fyrir aðeins lOOþús.pund. Úlf- arnir eru nú búnir að kaupa þennan snjalla leikmann tvisvar sinnum i vetur. Fyrr I vetur keyptu þeir Carr frá Coventry fyrir 230 þús. pund, en síðan riftu þeir kaupunum, þar sein Carr féll á læknis- skoöuti. Nú fyrir helgina drógu for- ráöamenn Wolves fram peningabudduna og keyptu. Carr fyrir 100 þús. pund, þrátt fyrir niðurstöður læknisskoð- unarinnar fyrr I vetur. Þessi kaup eru nokkuö sérstæð, vegna þess að Carr hefur fallið i veröi um 130 þús. pund, frá þvi að hann mætti slðast til læknisskoðunar á Molinuex. Úlfarnir hafa þvi grætt mikið á þvi að rifta kaupunum við Coventry fyrr i vetur og biöa þar til I sl. viku. —SOS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.